Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 35 75 ára afmæli á morgim: Guðmundur Jóhannesson Þeim sem eyða meginhluta lífs síns til þess að verða öðrum til blessunar og hjálpa þeim í and- streymi lífsins, eins og Guðmund- ur Jóhannsson hefur gert, verður fljótlega ljóst, að bættur hagur velferðarríkisins nægir engan veg- inn til þess að eyða óhamingju manna. Að því er virðist hafa margir stjórnmálamenn haldið, að allur vandi manna væri fjárhags- legs eðlis. Þetta stafar af algjörri vanþekkingu á manninum. Þeir sem í góðri trú hafa lagt sig fram til þess að reyna að bæta kjör manna eiga vissulega fyrir það skildar þakkir. En þessir sömu menn verða oft mjög undrandi yf- ir því að almenn vellíðan skuli að því er virðist ekki vaxa að sama skapi. Þetta stafar af því, að þess- ir stjórnendur okkar hafa ekki gert sér grein fyrir því, að maður- inn er andlegur ekki síður en lík- amlegur. Að hinn andlegi þáttur hans er í rauninni miklu mikil- vægari en hinn líkamlegi. En þessi þáttur hefur verið vanræktur í velferðarríkjum nútímans. Það gengur illa að skilja þann sann- leik, að maðurinn lifir ekki af brauði einu saman. Og það nægir ekki að bæta það upp með hvers konar líkamlegum eða ómerki- legum skemmtunum. Þess vegna ríkir hungur einnig í velferðar- ríkjum nútímans, en það er ekki líkamlegs eðlis eins og hjá hinum fátækari þjóðum hnattarins, held- ur andlegs eðlis. Halda menn að það sé tilviljun ein, að sjálfsmorð eru algengari meðai þeirra þjóða sem hafa nóg að bíta og brenna en hinna sem svelta? Nei, andlegt hungur sem enginn seðjar getur engu síður leitt til dauða en líkamlegt. Sökum skorts á skilningi á þessu standa stjórnmálamenn, og ýmsir aðrir framtaksmenn sem vilja vel, agndofa yfir hamingjuleysi manna, sem þeir halda að þeim hafi tekist að leysa vandamálin fyrir. Það eru þó til menn í heiminum sem gera sér grein fyrir þessu og leggja sig fram af ýtrasta mætti til þess að bæta úr því, en þeir eru enn alltof fáir. Og hvers konar menn eru það? Það eru þeir sem ekki láta sér nægja að viðurkenna í orði kenningar Krists og annarra spakra trúarleiðtoga, heldur reyna þær í raun í lífi sínu öðrum til heilla, og vekja með því hið besta sem leynist í brjósti hvers ’ manns, skilninginn á góðleikan- > um, skilninginn á kærleikanum, ekki sem kenningu sem sjálfsagt sé að viðurkenna í orði, heldur beri að reyna i verki! En slíkar kenningar eru taldar óhagkvæmar í nútímalífi. Vitanlega er það tilgangur kristinnar kirkju að auka skiln- inginn á gildi kærleikans sem lífsviðhorfs, en það virðist hafa gjörsamlega brugðist. Það er með- al annars sökum þess, að alltof margar kenningar og kreddur kirkjunnar eru fyrst og fremst gerðar til þess að auka vald þess- arar miklu stofnunar yfir sálum mannanna og skoðunum þeirra. Það sem einkennir flesta kristna trúarsöfnuði er þessi skoðun: Vid höfum í okkar höndum lyklana að himnaríki og með því einu að fara að ráðum okkar er hægt að fá þar inn- göngu. Þess vegna hefur kirkjan alltaf verið andvíg frelsi manna til þess að takast á hendur persónu- lega ábyrgð á sjálfum sér, hugsun- um sínum og gerðum. Það færir valdið úr höndum stofnunar til einstaklings. Þar að auki blasa við hverjum manni metnaður, valda- fíkn og aðrir mannlegir breisk- leikar í fari kirkjunnar manna. Þeir sem þar ættu að vera til fyrirmyndar geta ekki verið það sökum þess, að þeir í rauninni trúa því ekki sem þeir í orðum boða. En vitanlega er sannleikur- inn sá, að engin stofnun hefur lyk- il að himnaríki. Hann er að finna í hjarta hvers góðs manns, hverrar trúar sem hann er. Það er því engin furða þótt and- legt hungur ríki í kristnum lönd- um. En það eru til menn, sem ekki láta sér nægja að vera kristnir á yfirborðinu. Þeir hafa ríka hneigð til þess að vera í raun kristnir í hugarfari, og þetta leiðir til þess að gerðir þeirra verða öðruvísi en flestra manna annarra. Venjulegu fólki þykir slíkir menn ekki sér- lega hagkvæmir sjálfum sér, því þeir hika til dæmis ekki við að eyða ótöldum tíma sínum öðrum til hjálpar og vilja jafnvel helst leyna því eftir bestu getu. En það geta þeir ekki til lengdar því þeir reynast svo gjörólíkir flestum öðr- um mönnum, að þeir vekja ósjálf- rátt athygli. En slíkir menn uppskera í rík- um mæli það sem þeir sá, því þeir eru elskaðir af fleirum en aðrir menn, og einmitt það veitir þeim aukinn þrótt, því kærleikurinn er máttur. Þetta eru menn hins nýja tíma, brautryðjendur kærleikans í verki. Þeir eru þegar byrjaðir að breyta heiminum og gæti ég nefnt þess ýmis athyglisverð dæmi, þótt hér sé ekki tími til þess. En það stendur slík birta af þessum mönnum, að verk þeirra geta ekki leynst. Þeir gera það sem ýmsir velviljaðir menn láta sér nægja að dreyma um. Guðmundur Jóhannsson, sem verður sjötíu og fimm ára á morg- un, 16. þ.m., er einn af þessum sjaldgæfu mönnum. Eins og marg- ir slíkir ágætismenn hefur Guð- mundur öðlast þessi heilbrigðu lífsviðhorf gegnum andstreymi og erfiðleika. En það er dæmigert fyrir andlega karlmennsku Guð- mundar, að hann kennir engum um það andstreymi nema sjálfum sér. Honum var því ljóst, að með því að breyta viðhorfi sínu, gat hann eytt andstreyminu. Honum var ljóst, að það er ekki það sem hendir okkur í lífinu sem mestu máli skiptir, heldur viðhorf okkar til þess. Maður sem gerir sér grein fyrir þessu, verður í senn fær um að breyta lífi sínu og gerir það. Og það var einmitt það sem Guð- mundur Jóhannsson gerði. Að hætti margra annarra ís- lenskra dugnaðarmanna hefur Guðmundur víða komið við í þjóð- lífi okkar. Hann er blikksmiður að iðn og hóf störf sem slíkur. Hann var einn af stofnendum Félags blikksmiða og formaður félagsins í mörg ár. Hann var að lokum sæmdur gullmerki félags síns fyrir störf sín í þágu stéttarfélags síns. Það var mjög eðlilegt að Guðmundur nyti trausts þeirra sem kynntust honum, bæði í fé- lagsmálum og á starfssviði sínu, því hann varð afar vinsæll verk- stjóri. Hann hefur það til að bera sem nauðsynlegt er til slíks. Hann er bæði harðduglegur maður og ósérhlífinn, en auk þess er hann gæddur öðrum kosti, sem ekki skiptir litlu máli. Hann er mjög glöggur mannþekkjari. Menn sem veljast til að stjórna öðrum verða að gera sér ljóst, að þeir eru ekki peð sem sjálfsagt sé að ráðstafa eftir vild, heldur manneskjur með mismunandi persónugerð, sem taka þarf tillit til, ef vel á að fara. En það starf Guðmundar Jó- hannssonar, sem flestum hefur þó orðið til blessunar, er þó vafa- laust, að hann var einn af þrem stofnendum AA-samtakanna, sem löngu eru orðin þjóðfræg fyrir stórkostlegan árangur á sviði áfengisvandamálsins. Það var engin tilviljun að Guð- mundur fékk áhuga á að reyna að Iáta eitthvað gott af sér leiða á sviði áfengisvandamálsins, því hann þekkti það af eigin reynslu. Þrátt'fyrir elju og hæfileika varð þessi vandi hans honum um tíma verulegur þrándur í götu, svo hann sá að við svo búið mátti ekki lengur standa. Honum reyndist sú barátta enginn barnaleikur frem- ur en mörgum öðrum. En hann var eins og stálið sem herðist í eldinum. Þessi barátta jók mjög skilning hans á mannlegu eðli og átti eftir að koma honum að miklu gagni, þegar það varð eitt aðal- verkefni lífs hans að kenna mönnum að vinna bug á Bakkusi. En þetta hlutverk leysti Guð- mundur af hendi með slíkri snilld, að hver maður sem hann reyndi að hjálpa varð vinur hans. Störf Guð- mundar í þágu AA-samtakanna færðust sífellt í vöxt, og 1955 varð hann framkvæmdastjóri Bláa bandsins, sem hann stofnaði með öðrum góðum mönnum. Þá hefur hann verið stjórnarformaður vistheimilisins í Víðinesi frá 1973. Þá hefur hann einnig unnið í hálfu starfi sem félagsmálaráðunautur Flókadeildar frá 1977. Krisján for- seti sæmdi Guðmund fálkaorð- unni 1979, og munu fáir menn hafa unnið betur fyrir slíkum sóma. Eins og nærri má geta, þegar um slíka dugnaðarforka er að ræða eins og Guðmund Jóhanns- son, þá kemur slíkt feiknastarf niður á heimili slíks manns, sök- um tíðra fjarvista. En i meira en hálfa öld hefur Guðmundur verið kvæntur hinni ágætustu konu, Gíslínu Sigurrósu Þórðardóttur, sem sökum eigin mannkosta hefur alltaf skilið hið mikilvæga hlut- verk manns síns fyrir þjóðfélagið og stutt hann í hvívetna. Guðmundur Jóhannsson er mjög trúaður maður. Ég held að aldrei líði svo dagur í lífi hans, að hann fari ekki með hina frægu bæn AA-manna: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt... kjark til að breyta því, sem ég get breytt... og vit til að greina þar á milli. Líf Guðmundar Jóhannssonar er gott dæmi um það, til hvers það leiðir að færa sér þessa speki í nyt. Til hamingju með afmælið, gamli vinur. Ævar R Kvaran Guðmundur verður að heiman. PHHOT505EH KRÖFUHARÐA ÍSLENDINGA AFHVERJU? Fjöðrunin er slaglöng og mjúk, og sjálfstæð á öllum hjólum, sem gerir bílinn einstaklega rásfastan og þýðan á slæmum vegum. Mjög hátt er undir lægsta punkt og mismunadrifiö er læst, þannig að hann er óvenju duglegur í ófærð. Þrautreynd, aflmikil 1971 cc. vél með hemi sprengirými, meðaleyðsla aðeins 8.91 pr. 100 km. Sæti og búnaður í sérflokki, þannig að einstaklega vel fer um farþega og ökumann. Peugeot bjóða nú fyrstir allra á íslandi 6 ára ryðvarnar- ábyrgð á allar gerðir bíla sem þeir framleiða. Til að hindra ryðmyndun þá fara bílarnir í gegnum 10 þrepa meðferð á mismunandi framleiðslustigum Peugeot bjóða einir bílaframleiðenda 6 ára ryðvarnarábyrgð. Nu er rétti timinn til að festa kaup á nýjum Peugeot 505 vegna þess að verðið hefur aldrei verið lægra, vegna lágrar gengisskráningar franska frankans. HAFRAFELL VAGNHÖFÐA 7o 85-2-11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.