Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.08.1982, Blaðsíða 36
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 Síminn á afgreiöslunni er 83033 Sími á ritstjórn og skrifstofu: 10100 JttflrjOimJiIfi&ifo Erlendir ferðamenn fá ekki krónum sínum skipt í erlenda mynt „l,KTTA er vandamál, sem við höf- um cnn|iá ekki þurft að taka á, en það er hins vegar Ijóst, að við verð- um að finna einhverja lausn á því þcgar eftir helgi, verði ekki komið nýtt gengi,“ sagði (áuðmundur Guð- mundsson, deildarstjóri gjaldeyris- deildar Landsbanka íslands, i sam- tali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvernig bankarnir tækju á þvi ef útlendingar, sem eru á leið heim, vilja skipta islenzkum peningum í erlenda. Guðmundur sagði aðspurður, að töluvert hefði verið að gera í gjaldeyrisdeildum í gær. „Við höf- um reynt að hjálpa því fólki, sem er á förum tii útlanda um hetgina. Við höfum hins vegar beðið fólk, sem hyggur á utan- landsferðir á þriðjudag eða seinna, að koma til okkar eftir helgi í þeirri von, að þá verði búið að skrá gengið að nýju,“ sagði Guðmundur Guðmundsson enn- fremur. Trésmiðir hjá ríki, Rvíkurborg og VMSS í verkfall á miðnætti KKI.AGAR í Trésmióafélagi Reykja- víkur, sem starfa hjá ríkinu, Reykja- víkurborg og Vinnumálasambandi samvinnufélaganna, hafa boóað verkfall frá og með miðnætti í nótt hafi samningar ekki tekizt með deiluaðilum. Þeir voru ekki inni í samningi þeim er Meistarsamband bygg- ingarmanna og Samband bygg- ingarmanna gerðu á dögunum, en sá samningur var gerður til þriggja ára. Samkvæmt upplýsingum Mbl., er aðallega deilt um eitt atriði, iengd samningsins. Trésmiðir vilja fá samninga til þriggja ára eins og kollegar þeirra, sem sömdu við Meistarasambandið, en vinnu- veitendur neita hins vegar að Ijá máls á því og vilja gera samning til eins árs, eða til 31. ágúst á næsta ári, eða í anda þess sam- komulags, sem gert var milli Al- þýðusambands Islands og Vinnu- veitendasambands íslands á dög- unum. Vinnuveitendur hafa lýst þeirri skoðun sinni, að aðstæður í þjóð- félaginu leyfi það alls ekki að semja til þriggja ára. Slíkt komi í raun alls ekki til greina. í gærdag, þegar Morgunblaðið fór í prentun, var ekkert útlit fyrir samkomulag, þar sem trésmiðir sögðu á hinn bóginn, að það væri forsenda fyrir samkomulagi, að samið yrði til þriggja ára. Frá hundasýningunni í Félagsgarði í Kjós í ger: Poodlehundur veginn og metinn af dómnefnd sýningarinnar. LjÓHm.: Krwtján örn. Hundar vegnir og metnir á hundasýningu llundasýning Hundaræktarfé- lags íslands var haldin í gær í Fé- lagsgarði i Kjós, þar sem mættir voru til keppni fjölmargir hundar af ýmsum tcgundum, af báðum kynjum og á öllum aldri. Fyrst voru sýndir Poodle-hundar, þá Poodle-hundar með afkvæmum, og síðan hundar af eftirtöldum teg- undum: Maltese, Cavalier King Charles Spaniel og Collie. Eftir hlé voru svo sýndir Labrador retriever, Golden retriever, írskur setter, íslenskur fjárhundur og í gærkvöldi voru svo birt úrslit og verðlaunaaf- hending fór fram, en þau voru ekki kunn er Morgunblaðið fór í prentun. Kostnaður við hönnun flugstöðv- ar nemur nú 29,9 milljónum kr. Alls hafa Bandaríkjamenn boðist til að leggja fram 625 milljónir króna til flugstöðvarbyggingarinnar Kostnaður við hönnun ráð- gerðrar flugstöðvar á Keflavík- urflugvelli nemur nú þegar um 2,4 milljónum bandarískra dala eða um 29,9 milljónum ís- lenskra króna, að því er Helgi ÁgúsLsson í varnarmáladeild utanríkisráðuneytisins tjáði blaðamanni Morgunblaðsins í gær. Kostnað þennan sagði llelgi að Bandaríkjamenn greiddu allan að undanskildum smávægilegum útgjöldum til rannsókna á aðstæðum og fleiru er íslensk stjórnvöld greiða. llelgi sagði ekkert til sparað viö hönnunina af hálfu Bandaríkja- manna, og hefðu meðal annars unnið að verkinu sérfræðingar er unnið hafa við hönnun 80 Um 13% gengisfelling — 15% hækkun erlends gjaldeyris: Hækkun dollaraverðs á árinu væri um 75% — ef ríkisstjórnin fellst á tillögur Seðlabankans KKDLABANKI íslands leggur til í tillögum sínum til ríkisstjórnar- innar um gengisfellingu, að gengi íslenzku krónunnar verði fellt að meðaltali um 13,0%, en það myndi hafa í för með sér um 15,0% meðaltalshækkun á er- lendum gjaldeyri. Aður en hætt var að skrá gengi íslenzku krónunnar var sölugengi Bandaríkjadollars 12,464 krónur og myndi því verða 14,334 krónur ef ríkisstjórnin fellst á tillögur Seðlabankans. Miðað við þessar forsendur væri hækkun á dollara- verði því orðin um 75% á árinu. Sölugengi dönsku krónunnar var 1,4183 krónur, en yrði eftir ofangreinda gengisfellingu 1,6310 krónur. Verð á danskri krónu var 1,1189 krónur um s.l. áramót og væri hækkunin á árinu því um 44%, miðað við ofangreindar for- sendur. Gengi pundsins var skráð 21,117 krónur, en myndi verða 24,285 krónur eftir fellingu. Frá áramót- um væri heildarhækkun pundsins því um 55%, en það var skráð 15,652 krónur. Loks má geta þess, að gengi vestur-þýzka marksins var skráð 4,9333 krónur áður en skráningu var hætt, en yrði 5,6733 krónur eftir fellingu. Hækkunin frá ára- mótum væri því tæplega 56%, en það var skráð 3,6418 krónur um áramót. flugstöðva víða um heim. Yrði fallið frá byggingu ráð- gerðrar flugstöðvar og ákveðið að hanna nýtt mannvirki, sagði Helgi að kostnaður yrði svipað- ur. Fyrri hönnun myndi aðeins að óverulegu leyti nýtast, yrði ráðist í verkið á ný með aðrar forsendur í huga. Miðað við tölur frá því hinn 27. febrúar 1981, er kostnaður við byggingu flugstöðvarinnar talinn nema um 43,7 milljónum bandarískra dollara eða 546.25 milljónum íslenskra króna. Af þessari upphæð hugðust banda- rísk stjórnvöld greiða 20 millj- ónir dala eða sem svarar 250 milljónum íslenskra króna. Inni í þessum tölum er kostnaður við ýmsan ytri búnað, svo sem bíl- astæði og heimtaugar vatns og rafmagns, sem alla jafna er ekki innifalið í byggingarkostnaði. Auk fyrrnefndra 250 milljóna króna, er Bandaríkjamenn hafa boðið fram til verksins, hafa stjórnvöld vestanhafs boðist til að greiða kostnað við fjölmargt annað er byggja þyrfti vegna nýrrar flugstöðvar, svo sem akbrautir fyrir bifreiðar og flugvélar, útgöngubrautir í flugvélar, eldsneytiskerfi og fleira. Kostnaður við þennan hluta nýrrar flugstöðvar sagði Helgi Ágústsson að væri áætlað- ur um 30 milljónir dala. Hann munu Bandaríkjamenn greiða einir. Samtals er því um að ræða um 50 milljónir dala sem Banda- ríkjamenn eru reiðubúnir til að greiða vegna byggingar nýrrar flugstöðvar á Keflavíkurflug- velli, eða sem svarar 625 milljón- um íslenskra króna. Umrætt fjármagn frá Bandaríkja- mönnum stendur þó aðeins til boða til 1. septemþer næstkom- andi. Verði ákvörðun um bygg- inguna ekki tekin fyrir þann tíma fellur fjárveiting Banda- ríkjastjórnar niður. Tekið skal fram að allar fyrrgreindar upp- hæðir í íslenskum krónum eru miðaðar við núverandi gengi, enda ekki ljóst enn hve mikil gengisfelling ríkisstjórnarinnar verður. Furstahjón- in af Monaco eru komin til landsins FRANSKA skemmtiferðaskipið Mermoz kom á ytri höfnina klukkan 14.00 í gær, með 550 farþega innanborðs, þeirra á mcðal furstahjónin af Monaco ásamt tveimur barna sinna, Al- bert og ('aroline. Það lagðist upp að bryggju í Sundahöfn klukkutíma síðar, klukkan 15.00. Skemmtiferða- skipið hefur verið á ferð um norðurhöf. Reykjavík er síð- asti viðkomustaður þess, áður en það heldur aftur til Frakk- lands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.