Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Verksmiðja hérlendis: Einangrun úr fískilýsi FRAMTÍÐARHÚS hf. í samráði við enska fyrirta'kið Dwellden Ltd. hef- ur verið með undirbúningskönnun á einangrunar- og milliveggjaefni, sem unnið er aðallega úr jurtaolíum og lýsi, og kallast polyol. l'etta efni er ný efnafræðileg samsetning á poly- urethan, og eru um 50% af því lýsi, t.d. þorskalýsi, karfalýsi og ufsalýsi, og er nýting á lýsinu til vinnslu á polyol um 96%. Að sögn Péturs Einarssonar, Svavar skip- ar formann SVAVAR (ie.sLs.son heilbrigðisráðherra hefur skipað Kagnar Árnason formann stjórnar Sjúkrasamlags Keykjavikur. Meirihluti Tryggingaráðs mælti aftur á móti með (iuðjóni Hansen tryggingafrcð- ingi í sæti formanns, en hann hefur gegnt því starfi um árabil. Ráöherrann skipaöi Guðjón Hansen varaformann stjórnarinnar, en sam- kvæmt lögum um almannatryggingar skipar ráðherra formann og varafor- mann að fengnum tillögum Trygginga- ráðs. Þess má geta að Ragnar Árnason tók í fyrsta sinn sæti í stjórn Sjúkra- samlagsins er kosið var í stjórnina að afstöðnum borgarstjórnarkosningun- um í vor. framkvæmdastjóra Framtíðar- húsa, er veigamesti þátturinn í þessu, að íslenzkt lýsi verður not- að til framleiðslu á þessu einan- grunarefni til sölu á innlendum og erlendum markaði. Aðalkost þessarar nýju efna- samsetningar sagði Pétur Einars- son vera, að mun lægra verð væri á henni en sambærilegu efni. Vinnsluaðferð þessi væri um 40% ódýrari en venjubundin vinnsla hefur verið til þessa, og jafnframt væri einangrunargildi polyol tvö- falt meira en annarra sambæri- legra efna. Pétur sagði, að innan þriggja mánaða mætti búast við, að verk- smiðja, sem framleiddi þetta efni, tæki til starfa. Ekki væri enn búið að velja verksmiðjunni stað, en líklegt er að hún verði í Þorláks- höfn. Þar yrðu um 14 manns við vinnu. Áætlaður stofnkostnaður við verksmiðju, sem framleiðir um 6.000 tonn af polyol á ári, væri um 300.000 sterlingspund, sem er jafnvirði liðlega 6,3 milljóna króna miðað við síðustu geng- isskráningu, en söluverðmæti 6.000 tonna af polyol væri um þrjár milljónir punda, sem er jafnvirði röskra 63 milljóna króna, miðað við síðustu geng- isskráningu. Anker Jörgensen kemur á sunnudag FORSÆTISRÁÐHERRA Danmerk ur, Anker Jörgensen, kemur hingað til lands í opinbera heimsókn næst- komandi sunnudag. Með honum í forinni verða kona hans og aðrir fylgdarmenn. Hann mun dvelja hér á landi fram á fimmtudag, ræða við ráðherra og forseta íslands og ferð- ast um landið. Anker Jörgensen er væntanleg- ur hingaö síðdegis á sunnudag og um kvöldið mun hann snæða óformlegan kvöldverð með forsæt- isráðherra, Gunnari Thoroddsen, og Völu Thoroddsen konu hans á Þingvöllum. Á mánudagsmorgun mun Anker Jörgensen ræða við forsætisráðherra fyrir hádegi, snæða hádegisverð á Bessastöðum í boði forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur, og síðan verður Reykjavík skoðuð. Um kvöldið snæðir danski forsætisráðherrann kvöldverð í boði Gunnars Thor- oddsens á Hótel Sögu. Á þriðjudag mun Anker Jörg- ensen ásamt föruneyti fljúga til Akureyrar, skoða bæinn og snæða hádegisverð í boði bæjarstjórnar þar. Síðan verður ekið um Þing- eyjarsýslu, komið við hjá Goða- fossi og í Mývatnssveit og að lok- um haldið til Húsavíkur þar sem bærinn verður skoðaður og snæddur kvöldverður í boði bæjar- stjórnar Húsavíkur. Gestirnir munu síðan gista á Húsavík og halda þaðan flugleiðis til Vest- mannaeyja á miðvikudagsmorgun. Vestmannaeyjabær verður skoðaður og hádegisverður snædd- ur í boði bæjarstjórnar, en síðdeg- is verður haldið til Reykjavíkur, þar sem borgarstjórn verður með boð í Höfða. Um kvöldið býður svo danski forsætisráðherrann til kvöldverðar á Hótel Borg. Snemma á fimmtudagsmorgun heldur hann svo til Danmerkur að nýju. Jóhann Hjartarson í 6. til 13. sæti EFTIR 7 umferðir á heimsmeistara- móti unglinga í skák hefur Jóhann lljartarson hlotið 4,5 vinninga og er i Ung stúlka i gæsluvarðhald UNG stúlka var i gær úrskurðuð í sjö daga gæsluvarðhald, en hún er grunuð um aðild að fikniefnamis- ferli, samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá fíkniefna- deild lögreglunnar í Reykjavík. Stúlkan er fædd 1959 og var hún á miðvikudag handtekin á götu í Reykjavík. Rannsókn málsins er á frumstigi, samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar. 9. til 13. sæti. Efstur á mótinu er Sov- étmaðurinn Sokoloff með 6 vinninga og annar er Benjamin frá Bandarikj- unum með 5,5 vinninga og síðan eru 6 skákmenn með 5 vinninga. Jóhanni gekk illa framan af, tap- aði fyrstu skákinni gegn Nýsjálend- ingi, í annarri vann Jóhann Lúxem- borgara, í þriðju vann hann Kan- adamann, í fjórðu umferð tapaði hann fyrir Rúmena, í þeiri fimmtu gerði hann jafntefli við Frakka en í tveimur síðustu skákunum vann hann Fernandez frá Portúgal og Conquest frá Englandi. Ekki verður teflt í dag, en á laugardag verður áttunda umferðin tefld. Að sögn Jóhanns hefur það háð honum talsvert að hafa ekki aðstoð- armann, en flestir aðrir skákmenn eru með aðstoðarmenn. Þráinn Bertelsson (Ljósm. Mbl. KÖE.) Kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni: Silfurverðlaun á Italíu „JÓN Oddur og Jón Bjarni", kvikmyndin sem Þráinn Bertels- son leikstýrði og byggð er á sögum Guðrúnar Helgadóttur, vann til silfurverðlauna í alþjóðlegri sam- keppni barna- og unglingamynda á sjöundu kvikmyndahátíðinni i Giffoni i Salerno-héraði á Ítalíu í byrjun ágústmánaöar. Hátíðin var haldin dagana 31. júlí til 8. ágúst sl. og voru sýndar kvikmyncjir víðs vegar að úr heiminum, eða frá um 30 lönd- um. Fyrir utan myndina um Jón Odd og Jón Bjarna tóku tvær myndir frá Norðurlöndum þátt í hátíöinni: „Sölvmunn" frá Nor- egi, eftir Per Blom, og „Sjö bræður“ frá Finnlandi, sem er löng teiknimyndasaga eftir Riitta Nellimarkka og Jakko Seeck. Auk þess var á hátíðinni sérstök yfirlitssýning á kvik- myndum eftir franska leikstjór- ann Francois Truffaut og rúm- enska teiknimyndahöfundinn Jon Popescu og voru þeim afhent heiðursverðlaun í lok hátíðar- innar. Truffaut hefur reyndar áður unnið verðlaun á þessari hátíð, árið 1978, fyrir mynd sína „Með hnefa í vösum“. Fyrstu verðlaun í ár féllu í hlut spænsku myndarinnar „Upp- reisn fuglanna". Er Þráinn Bertelsson, leik- stjóri, var spurður að því í stuttu spjalli við Mbl. hvað þessi viður- kenning hefði í för með sér fyrir framgang myndarinnar á er- lendri grund, sagði hann að slíkt auðveldaði að sjálfsögðu kynn- ingu myndarinnar í alþjóðlegum kvikmyndatímaritum og meðal þeirra, sem fást við að kaupa kvikmyndir til sýninga. „Þetta vekur vonandi ekki aðeins áhuga á þessari einu mynd,“ sagði Þrá- inn, „heldur stuðlar að því að fólk verði ekki lengur forviða, þegar það heyrir minnst á ís- lenska kvikmyndagerð." Þráinn sagði að það hefði verið ákaflega skemmtilegt að vera viðstaddur þessa kvikmyndahátíð í Giffoni, sem er bær á stærð við Akureyri. En íbúar þar og þá sérstaklega börnin fylgdust grannt með há- tíðinni og áttu allir sína uppá- halds kvikmynd. Tvíburabræð- urnir íslensku áttu miklu fylgi að fagna meðal jafnaldra sinna á hátíðinni og sagði Þráinn að gaman hefði verið að vera viðstaddur sýningar myndarinn- ar með fólki í fjarlægu landi, sem sýndi þó fullan skilning á því hvað væri verið að fara í myndinni. Jón Oddur og Jón Bjarni munu á næstunni gera víðreist á ýmsar kvikmyndahátíðir, s.s. Norrænu barnamyndahátíðina í Helsinki og kvikmyndahátíð í Vancouver í Kanada. Þá er hún ein 11 kvik- mynda, sem valdar hafa verið úr hópi rúmlega 70 mynda, til þátttöku í kvikmyndahátíðinni í Frankfurt í næsta mánuði. Þann 8. ágúst sl. var „Jón Oddur og Jón Bjarni“ svo sýnd í danska sjónvarpinu og fékk afar lof- samlega dóma. Gagnrýnandi Politiken lagði m.a. til að Danir flyttu inn „nokkra íslendinga til að hleypa nýju blóði í þetta gamla danska" og hældi mynd- inni fyrir það að í henni væri alltaf tekinn málstaður barn- anna. Aðspurður hvað væri á döfinni hjá honum á næstunni sagðist Þráinn vera að ganga frá kvik- myndahandriti, byggðu á sögu Davíðs Stefánssonar, Sólon Is- landus. „Maður er alltaf að von- ast til að sá meðbyr, sem íslensk kvikmyndagerð nýtur um þessar mundir, verði til þess að okkar ágætu þingmenn og ráðherrar fari að veita henni sama stuð- ning og öðrum atvinnugreinum. Því það er ekki stöðugt hægt að gera myndir, bara til þess að sanna að það sé hægt að gera ómögulega hluti,“ sagði Þráinn Bertelsson að lokum. Franskir fjölmiðlar skýra frá atburðinum í Öræfum „ÉG HEF séð frásögn af þessum atburði í einu blaði og veit til þess að skýrt er frá því í einu síðdegisblað- anna í dag, scm ég hef enn ekki séð,“ sagði Einar Benediktsson, sendiherra íslands í Paris, þegar Mbl. ræddi við hann i gær og innti eftir þvi hvort franskir fjölmiölar hefðu skýrt frá morðinu á frönsku stúlkunni. Sagðist sendiherrann einnig hafa heyrt frétt um þennan atburö í útvarpi á miðvikudagsmorg- un, en sjónvarpsfregnir hefðu engar verið af atburðinum. Að sögn Einars birti stórblaðið France-Soir stóra frétt, sex dálka, á fjórðu síðu blaðsins. Þar var skýrt frá atburðarásinni og hefði hún verið í fullu samræmi við þær upplýsingar, sem hann hefði sjálf- ur aflað sér að heiman. Farið væri rétt með staðreyndir og ekki veist að íslandi eða Islendingum vegna þessa hörmungaratburðar. Lét blaðið þess ennfremur getið að slíkir atburðir væru næsta fátíðir hér á landi og fólk væri harmi slegið yfir þessum tíðindum. Þá birti síðdegisblaðið Le Par- isien frétt um atburðinn í dag. Eins og fyrr sagði hafði sendiherr- ann ekki lesið þá frétt, en hafði fregnað að henni bæri í flestum aðalatriðum saman við fréttina í France-Soir. Misritun í fyrirsögn í FRÉTT í Morgunblaðinu í gær um sýningu Eddu Jónsdóttur í Frakklandi misritaðist að sýning- in væri haldin í París. En eins og fram kom í fréttinni sjálfri er sýn- ingin haldin í Le Chambon í Mið- Frakklandi. Efst á myndinni er frásögn France-Soir og síðan hluti forsíðu Le Parisien með tilvísun á frásögn inni í blaðinu. símamjnd ap.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.