Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 17 Ánægjuleg sumarferð sjálf- stæðismanna á Vestfjörðum Sjáifstæðismenn á Vestfjörð- um fóru fyrir skömmu sína ár- legu sumarferð. Sú hefð hefur skapast að sjálfstæðismenn hafa farið slikar ferðir og hafa þær ævinlega tekist mjög vel. Svo var einnig nú. Að þessu sinni var ferðinni heitið út á Látrabjarg. Veður var fremur tvísýnt þegar ferðahópurinn lagði af stað frá ísafirði. Þeir bjartsýnustu vonuðust eftir sól- skini, en því miður benti fátt til að svo gæti orðið. Við höfðum þó við orð að ekkert þýddi annað en að bíta á jaxlinn. Að sönnu væri bágt að fá dumbung á Bjarginu, en skemmtilegir ferða- félagar myndu þó bæta það upp að nokkru. Þegar komið var í Dýrafjörð kom í bílinn til okkar Páll Andrésson frá Þingeyri. Hann sagði okkur frá því markverð- asta þar sem slóðir og benti á örnefni. Á Þingeyri nutum við ómetanlegrar gestrisni Jónas- ar Olafssonar sveitarstjóra og Nönnu Magnúsdóttur konu hans. Buðu þau öllum ferða- hópnum í glæsilegrar krásir sem vel voru þegnar. Að því búnu var ekið út í Haukadal á söguslóðir Gísla Súrssonar og var Páll Andrésson enn farar- stjóri. Jónas Ólafsson ók síðan með okkur um Þingeyri og sagði okkur frá því sem þar var á döfinni. Frá Þingeyri fórum við að Mjólkárvirkjun þar sem ferðahópurinn skoð- aði virkjunarmannvirki. Um kvöldmatarleytið kom- um við að Bíldudal. Nokkru fyrir utan þorpið hittum við Guðmund Sævar Guðjónsson og Örn Gíslason, er óku með okkur um Bíldudal. Næsti viðkomustaður var Patreksfjörður. Úlfar Thor- oddsen sveitarstjóri sýndi okkur staðinn og fræddi okkur um það sem á döfinni er þar. Síðla kvölds komum við í áfangastað að Örlygshöfn. Þar beið okkur dýrlegur veislu- matur sem þær Anna hús- freyja að Neðri-Tungu og Ragnheiður á Hnjóti höfðu út- búið. Var maturinn sá svo sannarlega vel þeginn eftir Sigurlaug Bjarnadóttir, ÞórAur Jónason á Látrum og Kristín Daníelsdóttir frá Tyrðilmýri á brún Látrabjargs. Haföi ekkert um kvöld- verðarboö að segja „Það er ekkert um málið að segja á þessu stigi. Við ræddum efnahagsmálin áfram og það hefur verið boðaður nýr fundur síðdegis á morgun. Ég get ekkert sagt á þessu stigi," svaraði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra spurningu ungrar stúlku, sem gekk í veg fyrir hann með skrifspjald í höndum í and- dyri stjórnarráðshússins eftir ríkisstjórn- arfundinn sl. miðvikudag. „En ráðherra. Ég var ekki að spyrja um fundinn. Ég spurði hvort ráðherrann ætlar að sitja kvöldverðarboðið með Anker Jörg- ensen," svaraði stúlkan kurteislega að bragði. Ráðherranum varð litið til lofts og kynd- ug bros komu á andlit nærstaddra, en já- kvætt svar fékk hinn samvizkusami stjórnarráðsstarfsmaður. Gat hún því krossað við nafn fjármálaráðherra og snúið sér að hinum ráðherrunum með sömu spurningu. Það má kannski segja Ragnari til afsök- unar, að stúlkan var þarna í hópi frétta- manna af fjölmiðlunum og líklega hefur hann einnig verið orðinn þreyttur á að hlusta eftir stormasaman ríkisstjórnar- fund. Ólafur K. Magnússon Ijósm. Mbl. smellti þessari mynd af stjórnarráðsstarfsmannin- um og Ragnari er línur voru að skýrast. Lengst til hægri er Ijósmyndari úr fjölmiðlastétt Á Látrabjargi meó Ásgeiri Erlendssyni. Taliö frá vinstri, Matthías Bjarnason, Ásgeir, Þorvaldur Gardar Kristjánsson, Elísabet dóttir hans og Elísabet Kvaran. langan, en að sama skapi ánægjulegan, akstur. Morguninn eftir var haldið á Bjargið. Mjög illa leit út með veður, en sem betur fer glaðn- aði til í þann mund er við lögð- um í hann. Sólin skein glatt er við ókum áleiðis að Látra- bjargi og lék veðrið við okkur þann dag. Ásgeir Erlendsson, vitavörður á Hvallátrum, og Þórður Jónsson á Látrum lýstu umhverfi öllu og sögðu okkur frá staðháttum. Stund- irnar sem við áttum þarna á Bjarginu með þessum tveimur heiðursmönnum verða örugg- lega flestum ógleymanlegar. Þá var ekki síður eftirminnilegt að koma að Hnjóti. Þar býr Egill Ólafsson, sem unnið hefur einstætt þrekvirki við söfnun gamalla muna og minja. Safnið sem hann hefur komið upp þarna að Hnjóti er furðu mikið að vöxtum og undrar ábyggilega margan aðkomumanninn. Þarna er vissulega á ferðinni athyglisverð starfsemi sem fleiri mættu gefa gaum og styðja við eftir föngum. Að kvöldi laugardagsins 24. júlí var slegið upp kvöldvöku og balli. Var sú skemmtan hin fjörugasta eins og jafnan er í skemmtiferðum Sjálfstæðis- flokksins á Vestfjörðum. Á sunnudaginn bjuggumst við til heimferðar. Uppi á Kleifarheiðinni beið okkar Bjarni Hákonarson í Haga og sagði okkur frá því sem fyrir augu bar. Að Haga var farið til kirkju og sunginn sálmur. Frá Haga ókum við sem leið lá um Barðaströnd í Vatns- fjörð um Dynjandiheiði og námum staðar á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðsson- ar forseta. Sigríður Valde- marsdóttir sýndi okkur minja- safn sem þar hefur verið kom- ið á fót i heiðursskyni við minningu Jóns Sigurðsson. Ennfremur skoðuðum við kap- elluna undir leiðsögn Sigríðar. Þetta er í þriðja skiptið sem sjálfstæðismenn á Vestfjörð- um efna til ferðar sem þessar- ar. Fyrsta ferðin var farin um Strandasýslu. í fyrra fórum við á Snæfellsnes. Jafnan hef- ur Engilbert Ingvarsson, bóndi á Tyrðilmýri, verið fararstjóri og farið það hlut- verk vel úr hendi. Sérstök ástæða er til að þakka það frumkvæði sem hann hefur sýnt við skipulagningu ferð- anna. Ennfremur er ástæða til að endurtaka þakkir til þeirra fjölmörgu sem tekið hafa á móti ferðafólkinu og gert sitt til að ferðin yrði sem ánægju- legust. Bolungarvík í ágústmánuði, Einar K. Guðfinnsson. TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN' © beriðsaman verð og gæði 100% Teflon varinn þráður, hver þráður heldur frá sér óhreinindum öll Gram-teppi eru af-rafmögnuð ★ ★ ★ TEPPAVERSLUN FRIÐRIKS BERTELSEN SÍÐUMÚLA 23 “S* 86260-8 6266

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.