Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 25 Kristniboðafjölskyldan. Skúli og kona hans, Kellrún, ásamt börnum sínum, Ingu, Arnari, Eddu, Kristínu og Agli. Ljósm. Mbl. KÖRN. Gott að vita af fyrir- bænastarfínu heima NÝKOMIN eru frá Kenýa Skúli Svavarsson kristniboði og fjölskylda. Hafa þau dvalið þar í 4 undanfarin ár á stað, sem heitir Chepareria í Pokot-héraði. Hafa þau verið undanfarin 15 ár í kristniboðsstarfi úti í Afríku og þá lengstan tíma í Eþíópíu. En eftir uppreisnina í Eþíópíu urðu þau að fara þaðan og hófu þá starf í Kenýa. Var Skúli fyrst spurður að því hvort ekki hefði verið erfitt að hefja starf á nýjum stað. — Þetta var algert byrjenda- starf þarna í Chepareria. Reynd- ar þekktum við þetta frá Eþíópíu áður. Þjóðflokkarnir eru líkir þeim, sem þar eru. Við vorum fyrstu kristniboðarnir í Chepar- eria, en í samstarfi við Norð- menn. Þeir eru með 2 stöðvar í Pokot-héraðinu. Við erum að vinna fyrir lúth- ersku kirkjuna í Kenýa og ís- lenzka kristniboðssambandið hefur tekið að sér að hjálpa kirkjunni með þetta nýja starf í Chepareria með því að leggja til starfslið og kosta starfsemina. Því þarf kristniboðssambandið á aðstoð að halda og tilleggi ís- lendinga til þessa starfs, því það kostar mikið að halda þessu starfi úti. Finnst þér ekki mikilvægt að vita af fyrirbænastarfinu, sem innt er af hendi hér heima fyrir kristniboðinu úti? — Það er vissulega mikilvægt að vita af því að við erum ekki ein í þessu. Við erum ekki ein að vinna í þessu. Heldur er fjöldi manns, sem innir af hendi fyrir- bænastarf fyrir okkur, sem erum á akrinum. Þessi hópur vinnur í fórn og bæn. Þetta er erfitt starf og stundum getur maður verið svo ósköp lítill þarna úti. Stend- ur þarna og veit ekki hvað ókunnugt fólk tekur sér fyrir hendur og þetta ókunnuga um- hverfi líka. Þá er gott að vita, að það er beðið fyrir manni. Hvernig er uppskeran eftir 4 ár? — Það hefur gengið vel. Fólk fór strax að hlusta á Guðsorð og þyrsti í það. Það var eins og þeir hefðu beðið eftir því. Enda er það ekki nema að vonum, þar sem þeir geta með trúnni á Guð fengið frelsi undan þessum önd- um, sem þeir trúðu á. Fólkið óttast andaverurnar meira en nokkuð annað. Það fórnar dýrum og matvælum til þess að blíðka þessa anda. Einnig er fólkið mjög hrætt við alls konar sjúk- dóma og sérstaklega dauðann. Fólkið vill komast í samband við Guð, en finnur hann ekki. Því er það opið fyrir boðskap Biblíunn- ar. Við höfum fengið að reyna það, að boðskapurinn um Krist gefur þeim frið og þeir losna undan þessum ótta og valdi þeirra, sem þeir lifa undir. Þannig raungerist boðskapurinn um Krist í lífi þessa fólks. Og enn er uppskeran mikil? — Já. Strax og fólkið frétti af okkur, þá bað það okkur að koma til sín. En við gátum ekki annað því. Við vorum með starf á 5 stöðum fyrir utan Chepareria. Þrátt fyrir það, þá gátum við ekki hjálpað öllum, sem vildu að við kæmum til þeirra. Því verða þeir að bíða, og það er hart að geta ekki aðstoðað þá, sem biðja um hjálp og þrá að heyra Guðs- orð. Það eru hjón úti, sem urðu eft- ir, Kjartan og Valdís, og önnur koma á öndverðu næsta ári. En samt er það ekki nóg. Uppskeran er mikil. Hvað tekur svo við hjá þér? — Ég verð hjá kristniboðs- sambandinu hér heima að kynna kristniboðið og vinna að boðun hér heima. Geri nú hlé á starfi úti, vegna fjölskyldunnar, um stund. Er ekki gott að vera kominn heim? — Það er gott að hitta vini og kunningja hér heima aftur. En það er erfitt að fara frá svona stað. Maður hefur eignast marga góða kunningja og vini úti í Kenýa, sem okkur þykir sárt að fara frá. Steinullarfélagið á Sauðárkróki: SÍS boðin 30% hlutafjár til kaups AÐALFUNDUR Steinullarfélagsins hf. var haldinn 14. júní sl. Á fundinum var kynnt bréf iðnaðarráðuneytisins þar sem skýrt er frá því, að stjórnvöld séu fyrir sitt leyti tilbúin til samstarfs við félagið um að reisa og reka steinullarverksmiðju á Sauðárkróki „í samræmi við þær meginhugmyndir, sem félagið hefur lagt fram um stærð og markað“. Ljóst er því nú, að lagðar hafa verið til hliðar hugmyndir um að reisa verksmiðju sem framleiddi að miklu leyti fyrir erlendan markað. Ennfremur er ljóst að ríkissjóður mun leggja fram 40% af hlutafé félags er tæki að sér að reisa á Sauðárkróki verksmiðju sem framleiddi aðallega fyrir inn- lendan markað. Heimildir eru einnig fyrir hendi fyrir ríkissjóð til að ábyrgjast að nokkru leyti lántökur þessarar verksmiðju og fella niður aðflutningsgjöld af vél- um, tækjum og byggingarefni til hennar. Þær heimildir verða að sjálfsögðu eingöngu notaðar fyrir eina verksmiðju. Á þessum grundvelli samþykkti aðalfundurinn að heimila stjórn félagsins að auka hlutafé í allt að 30,000.000 kr. I kjölfar aðalfundar hefur stjórnin síðan ákveðið að bjóða Sambandi íslenskra samvinnufé- laga allt að 30% þátttöku í félag- inu. Er þetta m.a. gert vegna hinn- ar sterku stöðu Sambandsins á einangrunarmarkaðnum og mark- aðsþekkingar, sem gæti skapað grundvöll að nánu samstarfi þess- ara fyrirtækja um sölu og dreif- ingu. Einnig hefur verið ákveðið að bjóða 30% af hlutabréfum eða 9.000.000 kr. til sölu á almennum markaði. Nú að loknum sumarleyfum er hafinn undirbúningur að söfnun hlutafjárloforða og stefnt að því að þeirri söfnun verði lokið fyrir 1. okt. nk. Þorsteinn Þorsteinsson, rekstr- arhagfræðingur, fyrrverandi bæj- arstjóri á Sauðárkróki, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri félags- ins frá 26. júlí. SauÖárkrókur: Jóns Þ. Björnssonar og Jörg- ens Franks Michelsens minnzt Sauóárkróki. 18. áfpÍHt. SUNNUDAGINN 15. ágúst síðastliðinn var þess minnzt hér á Sauðárkróki, að eitt hundrað ár voru þá liðin frá fæðingu Jóns Þ. Björnssonar, fyrrverandi skólastjóra og fyrsta heiðursborgara staðarins. í lok guðsþjónustu í Sauð- árkrókskirkju minntist forseti bæjarstjórnar, Magnús Sigurjónsson, Jóns og margvíslegra starfa hans í þágu bæjarins og íbúa hans, en Jón var meðal annars oddviti hér á þriðja tug ára félagsstörfum. Magnús skýrði frá því að bæjar- ráð hefði ákveðið að gefa barna- skólanum gjöf til minningar um Jón. Þá færði Stefán Jónsson, arki- tekt, kirkjunni að gjöf tvo brúð- kaupsstóla frá börnum Jóns og Geirlaugar Jóhannesdóttur, konu hans, til minningar um foreldra þeirra. Við þetta sama tækifæri gáfu hjónin Ottó A. Michelsen, forstjóri, og Gyða Jónsdóttir tvo stóla sömu gerðar til minningar um föður Ottós, Jörgen Frank Michelsen, en 21. janúar síðastliðinn voru liðin eitt hundrað ár frá fæðingu hans. J. F. Michelsen, úrsmíðameistari og kaupmaður, kom til Sauðár- króks 1907 og átti hér heima til ársins 1945 er hann og kona hans, Guðrún Pálsdóttir, fluttust suður. tók auk þess mikinn þatt i ymsum Sökum mannkosta sinna nutu þessi hjón mikillar hylli hér á Sauðár- króki alla tíð. Sóknarpresturinn, séra Hjálmar Jónsson, þakkaði góðar gjafir og hlýjan hug gefenda til kirkjunnar og óskaði þeim vel- farnaðar. Síðar um daginn var svo stutt athöfn í barnaskólanum, þar sem afhjúpuð var brjóstmynd af Jóni Þ. Björnssyni, en hann var skólastjóri hér frá 1908 til 1952. Myndin, sem Guðmundur Elíasson myndhöggv- ari gerði, er gjöf til skólans frá nemendum og velunnurum Jóns. Kári Jónsson flutti ávarp og minntist Jóns og starfa hans. Björn Björnsson, skólastjóri, þakkaði veglega gjöf og Stefán Jónsson, arkitekt, flutti þakkarorð frá börn- um Jóns og fjölskyldum þeirra. Kári Islandsmót í hestaíþróttum: Útlit er fyrir spennandi keppni Um helgina verður haldið íslandsmót i hestaíþróttum, hið fjórða í röðinni. Verður mótið haldið á Mánagrund, svæði hestamannafélagsins Mána, og er það íþróttadeild félagsins sem sér um framkvæmdina. Að venju er góð þátttaka og að sjálfsögð eru fremstu knapar landsins meðal þátttakenda. Mótið hefst á laugardag klukkan níu, og lýkur seinni part- inn á sunnudag. Keppt verður í tölti, fjórgangi, fimmgangi, gæðinga- skeiði, hlýðniæfingum og hindrunarstökki. Auk þess keppa unglingar I tveimur aldursflokkum, annars vegar 13—15 ára og hins vegar 12 ára og yngri. Eldri unglingarnir keppa í tölti, fjórgangi, hlýðniæfingum og fimmgangi. Er það í fyrsta skipti sem unglingar fá að spreyta sig í fimmgangskeppni sín á milli. f yngri flokknum verður keppt í fjórgangi og tölti. Frá íþróttakeppni á Víðivöllum I sumar. Gunnar Arnarson situr hér hestinn Glæsi frá Glæsibæ. Ljó.sm. vk. Eins og áður sagði, verða margir kunnir knapar meðal keppenda og má þar nefna Reyni Aðalsteinsson, sem tvisvar hefur orðið stigahæsti keppandi á und- anförnum íslandsmótum. Kepp- ir hann á hestinum Randver frá Smáhömrum í tölti, fimmgangi, hlýðniæfingum og hindrunar- stökki. Tómas Ragnarsson verð- ur á Fjölni frá Kvíabekk og er skemmst að minnast árangurs þeirra á nýafstöðnu landsmóti. Sigurbjörn Bárðarson verður á Sóta frá Kirkjubæ, Trausti Þór Guðmundsson mætir með Goða frá Ey og Aðalsteinn Aðal- steinsson verður á Safír frá Stokkhólma og svona mætti lengi telja. Ekki er að efa að hart verður barist um verðlaunasæti og ekki ósennilegt að menn fari að spá í hugsanlega Evrópu- móts-kandídata. En eins og kunnugt er, verður haldið Evr- ópumót að ári liðnu í Frakk- landi. Einn keppandi kemur að norðan, en það mun vera tamn- ingamaðurinn kunni, Ingimar Ingimarsson, og ef að líkum læt- ur ætti hann að geta veitt þeim sunnanmönnum harða keppni. VK. Dagskrá íslandsmótsins Laugardagur 21. ágúst: 9.00 Fótaskoðun. 9.30 Tölt — fullorðnir, hlýðni- keppni unglinga. 13.00 Fimmgangur — fullorðnir. 15.00 Tölt — unglingar, eldri og yngri. 16.30 Fjórgangur — fullorðnir. 18.30 Hindrunarstökk. Sunnudagur 22. ágúst: 9.30 Fjórgangur — unglingar, eldri flokkur. 10.00 Hlýðnikeppni — full- orðnir. 10.45 Fimmgangur — unglingar, eldri flokkur. 11.15 Fjórgangur — unglingar, yngri flokkur. 13.00 Gæðingaskeið — verðlaun afhent. 14.15 Tölt — úrslit, fullorðnir, unglingar eldri og yngri, verð- laun afhent. 14.50 Fjórgangur — úrslit full- orðnir, unglingar eldri og yngri, verðlaun afhent. 15.30 Fimmgangur — úrslit full- orðnir, unglingar 13—15 ára, verðlaun afhent. 17.30 Mótinu slitið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.