Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 12
12
Veður
víöa um heim
Akureyri
Amsterdam
Aþena
Barcelona
Berlín
BrUssel
Chicago
Dyflinni
Feneyjar
Frankfurt
Genf
Helsinki
Hong Kong
Jerúsalem
Jóhannesarborg
Kaíró
Kaupmannahöfn
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Malaga
Mallorca
Mexíkóborg
Miamí
Moskva
Nýja Delhi
New York
Osló
París
Perth
Rio de Janeiro
Reykjavik
Rómaborg
San Francisco
Stokkhólmur
Sydney
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
bórshöfn
7 alskýjaö
20rigning
36 heiöskírt
28 hólfskýjaö
20 skýjaö
20 skýjaö
28 skýjaö
16 rigning
28 heiöskírt
27 heiöskírt
27 heiöskírt
17 skýjaö
27 rigning
27 heiöskírt
22 skýjaö
34 heiöskírt
18 heiöskírt
25 léttskýjað
29 heiöskírt
20 heiðskírt
27 heiöskfrt
35 heiöskírl
25 heiöríkt
30 lóttskýjaö
25 skýjað
30 rigning
18 skýjaö
37 rigning
27 heiöskírt
18 heiöskirt
22 heiöskirt
19 heiöskírt
28 skýjað
9 skýjað
33 heiðskirt
15 heiðskírt
18 skýjaö
19 heiöskirt
30 heiöskírt
30 heiðskirt
24 skýjað
27 heiöskírt
13 skýjaö
Sprengingarnar
í Lissabon:
Óþekkt samtök
lýsa sig ábyrg
U.Hsabon, I9. ájjúst. Al*.
ÁÐIJK óþt'kkt samtök, sem berjast
fyrir málstaó Israela, tilkynntu í dag
að þau bæru ábyrgð á sprengingum
er urðu sl. sunnudag á tveimur stöð-
um í borginni, fyrir utan skrifstofur
Air France og Lufthansa.
Þessum skilaboðum var komið
gegnum portúgölsku fréttastofuna
ANOP, er þangað hringdi maður
er mælti á portúgölsku og kvað
samtök þessi ábyrg fyrir spreng-
ingunum er urðu engum að fjör-
tjóni, en væri hins vegar beint að
ríkisstjórnum Frakklands og
Vestur-Þýskalands þar sem af-
staða þeirra gagnvart Israel væri
tvísýn.
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Fer hörmungunum
í Líbanon að linna?
ÍSRAEL.SKA ríkisstjórnin hefur nú
fallist á tillögur Philips C. Habibs,
sendimanns Bandaríkjastjómar, um
brottflutning palestínskra skæruliða
frá l.íbanon og virðist nú i fyrsta sinn
raunverulegt útlit fyrir að þjáningum
líbönsku þjóðarinnar fari að linna, í
bili a.m.k.
Skömmu eftir að fréttirnar bár-
ust frá Tel Aviv tilkynnti Fuad
Butros, utanríkisráðherra Líban-
ons, að brottflutningurinn frá
Vestur-Beirut myndi hefjast á
morgun, laugardag, nokkrum
klukkustundum eftir komu
franskra hermanna til borgarinn-
ar, sem eiga ásamt ítölskum og
bandarískum hermönnum að skipa
alþjóðlegt eftirlitslið með brott-
flutningnum. PLO, frelsisfylking
Palestínumanna, virðist sem sagt
hafa tapað stríðinu og skærulið-
arnir verða að láta sér lynda að
dreifast um Arabaríkin, yfirleitt
víðsfjarri sjálfum erfða-
fjendunum, ísraelum. Þar með er
þessu máli þó ekki lokið því að
meginatriðið, framtíð palestínsku
þjóðarinnar, er jafn óráðið sem
fyrr. Enginn veit hver framvindan
verður í Arabaríkjunum og ekki er
ólíklegt, að innrásin eigi eftir að
draga meiri dilk á eftir sér fyrir
ísraela sjálfa en þá óraði fyrir.
ísraelar hafa oft gert herhlaup
inn í Líbanon en jafnan skyndi-
árásir og hörfað fljótt aftur með
her sinn suður fyrir landamærin.
Síðasta innrás þeirra, sem hófst 6.
júní sL, var með öðrum hætti,
sannkallað leifturstríð þar sem
beitt var a.m.k. 90.000 hermönn-
um, 500 skriðdrekum og á annað
hundrað flugvélum. Flestum kom
hún á óvart, sem var þó óþarfi, því
að þeir, sem vildu vita, vissu, að
hún hafði verið i undirbúningi
mánuðum saman. Fjórum sinnum
hafði Sharon, varnarmálaráðherra
ísraels, skipað hernum í við-
bragðsstöðu áður en Begin og rík-
isstjórn hans þótti rétta stundin
upp runnin en það var þegar gerð
hafði verið morðárás á sendiherra
Israela í London.
í fyrstu gáfu ísraelar í skyn, að
þeir ætluðu sér að sækja 40 km inn
í Líbanon en fljótleg kom þó í ljós,
að það, sem raunverulega vakti
fyrir þeim, var að uppræta PLO í
eitt skipti fyrir öll. í Suður-Líban-
on féll hver borgin á fætur annarri
í hendur þeim og þótt skæruliðar
Palestínumanna veittu þeim víða
mótspyrnu máttu þeir sín lítils
gegn þrautþjálfuðum hermönnum
þessa fjórða mesta herveldis í
heimi. Ekki var frammistaða Sýr-
lendinga betri, sem hafa þó fjöl-
mennan her í landinu og um-
fangsmiklar loftvarnir, því að á
fyrstu dögum innrásarinnar var
loftvarnakerfi þeirra lagt í rúst og
allt að 80 MIG-flugvélar skotnar
niður í loftbardögum ef marka má
fullyrðingar ísraela.
Israelar létu ekki staðar numið
fyrr en í úthverfum Beirút-borgar
og í um þriggja km fjarlægð frá
Ariel Sharon, varnarmálaráðherra ísraels, á fundi í Beirút nú í vikunni með
Saguy, hershöfðingja og yfírmanni leyniþjónustunnar (til vinstri), og yfír-
manni ísraelska hersins í Libanon, hershöföingjanum Amir Drori. ap
Brottflutningur skæruliðanna:
Endalok PLOs eða upp-
hafið að ósigri Begins?
þjóðveginum milli Beirút og Dam-
askus í Sýrlandi. Síðan hafa þeir
haft borgina í herkví og aðal-
ástæðan fyrir því að þeir skuli ekki
hafa látið endanlega til skarar
skriða gegn höfuðstöðvum PLO í
Vestur-Beirút er óánægja og
þrýstingur frá Bandaríkjastjórn
og ríkisstjórnum annarra vest-
rænna ríkja. Afsögn Alexanders
M. Haigs, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hafði einnig sín
áhrif en hann dró mjög taum ísra-
ela gagnstætt því, sem talið er
vera um Schultz, eftirmann hans í
embætti.
Það sem gerst hefur i Beirút-
borg frá því að ísraelsher settist
um hana á ekki sinn líka frá því á
dögum síðari heimsstyrjaldar. Með
reglulegu millibili hafa ísraelar
látið sprengjunum rigna yfir varn-
arlausa íbúana, matvælaflutn-
ingar hafa oft og tíðum verið
stöðvaðir og langtímum saman
hefur borgin verið án vatns og
rafmagns. I sumra augum er
Vestur-Beirút gyðingagettóið í
Varsjá okkar daga og það er vissu-
lega kaldhæðni örlaganna hvert
hlutverk ísraelar skipa í þeirri
samlíkingu.
Philip C. Habib, sendimaður og
sáttasemjari Bandaríkjastjórn-
ar.
ALLT frá stofnun Ísraelsríkis 1948
hafa örlög palestinsku þjóðarinnar
verið eins konar samciningartákn
fyrir Arabaríkin, scm engin rikis-
stjórn í þessum heimshluta hefur
þorað að skella skollaeyrum við, í
orði a.m.k. Á borði hefur raunveru-
leikinn hins vcgar verið nokkur ann-
ar. Líklcgt er, að flestum Araba-
ríkjunum hafí verið ósárt um það á
fyrstu dögum innrásarinnar þótt
PLO yrði fyrir umtalsverðu áfalli en
til hins máttu þau ekki hugsa, að
samtökunum yrði endanlega stillt
upp við vegg, þá kæmi nefnilega að
því, aö þau yrðu að standa við stóru
orðin. Það var þó einmitt það, sem
gerðist, og í augum Palestínuaraba
féllu Arabaríkin á prófínu.
Sumir sérfræðingar í málefnum
Miðausturlanda telja, að Palest-
ínuarabar muni í örvæntingu sinni
snúast gegn ríkisstjórnum Araba-
ríkjanna fyrir að hafa brugðist
þeim á úrslitastundu og að erfitt
sé að gera sér grein fyrir hve
alvarlegar afleiðingar það eigi eft-
ir að hafa í för með sér. „Palest-
ínska þjóðin mun ekki auðveldlega
gleyma þessum svikum," sagði Iss-
am Sartawi, einn ráðgjafa Ara-
fats, leiðtoga PLO, og það hefur
líklega verið til að sefa þennan
sára sviða í brjóstum Palestínum-
anna að sýrlensku stjórninni sner-
ist hugur og hún ákvað að taka við
nokkrum hluta skæruliðanna.
Aðrir eru þeir, sem telja, að til-
tölulega hófsöm stefna Arafats
muni nú verða ofan á og að sam-
tökin muni styrkja stöðu sína á al-
þjóðavettvangi með því að viður-
kenna tilverurétt Israelsríkis. Meít’
almenningsálitið um allan heim að
baki Palestínumönnum muni ísra-
elar aðeins eiga einn kost, sem er
að taka upp viðræður við PLO.
Sannleikurinn er sá, að Begin
óttast ekkert meira en að þessi
verði þróunin, að PLO viðurkenni
Ísraelsríki, því að um leið yrði síð-
ustu hindruninni rutt úr vegi fyrir
viðurkenningu Bandaríkjastjórnar
á PLO-samtökunum. Megintil-
gangur innrásar ísraela í Líhanon
var að ganga milli bols og höfuðs á
PLO og uppræta áhrif þeirra í öðr-
um Arabaríkjum og fá þannig
tækifæri til að gera eitthvert
málamyndasamkomulag við „hóf-
sama“ Palestínumenn um „sjálf-
stjórn" þeirra á Vesturbakkanum
og í Gaza. Begin er ekki aðeins um-
hugað að tryggja öryggi ísraelsku
þjóðarinnar, hans draumsýn er að
innlima þessi tvö svæði til fram-
búðar í Eretz Yisrael, ísrael
Gamla testamentisins.
Ef PLO viðurkennir Ísraelsríki
og Bandaríkjastjórn viðurkennir
PLO þá hefur innrásin í Líbanon
endað með algjörum ósigri fyrir
Begin og stefnu hans.
Menachem Begin, forsætisráð-
herra Israels.
Stjórnarmyndun á
næstu viku?
Italíu í
Kóm, 19. á£Úst. AP.
ÁLITIÐ er að Giovanní Spadolini,
fvrrum forsætisráðherra, takist að
mynda 42. ríkisstjórn Ítalíu frá
stríðslokum innan fárra daga. Ilann
hitti að máli helstu flokksleiðtoga
landsins í dag og íhugaöi útnefningar
í ráðherraembætti.
Spadolini, sem er lýðveldissinni,
mun að öllum líkindum afhenda
Sandro Pertini, forseta landsins,
ráðherralista sinn á mánudag og
bera hann undir atkvæði þingsins
um miðja þá viku.
Ríkisstjórn Italíu féll 7. ágúst
síðastliðinn eftir að ráðherrar sósí-
alista sögðu sig úr henni vegna
ágreinings um skattalöggjöf.
Sósíalistar höfnuðu síðan boði
um að taka þátt í myndun annarrar
ríkisstjórnar sem væri mynduð af
sömu flokkum og áður og líktu því
við „upphitaða súpu“. Þeim snerist
hins vegar hugur er Spadolini til-
kynnti að hann hefði í huga að gera
gagngerar breytingar á skatta-
löggjöf og fleiri málum er þeir
höfðu áður sett á oddinn.
Þessi stjórnarkreppa virðist því
ætla að verða ein sú stysta í sögu
landsins og leysast jafn skjótt og
hún myndaðist.
Giovanni Spadolini
Miklar
óeirðir
Kombay, Indlandi. 19. ágúst. AI*.
ÓEIRÐIR og íkveikjur, sem eru afíeið-
ing af upprcisn lögreglunnar í gær,
brutust út í fleiri hverfum horgarinnar
í dag og indverskir hermenn gengu
vopnaðir um götur borgarinnar í dag til
að reyna að hafa hemil á fólki.
Einn mun hafa látist og fjórir
menn særst er hermenn og lögregla
réðust gegn mannmergð í dag, en út-
göngubann ríkti í borginni til klukk-
an sex í morgun þar sem erfitt
reyndist að binda enda á bardagana
í gær.