Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 11 Sumarstarf- inu að ljúka að Hólavatni Akureyri, 17. IJm næstu helgi lýkur sumarstarf- inu við Hólavatn í Eyjafirdi. KFUM- og KFUK-félögin á Akureyri hafa rekið sumarbúðir fyrir drengi og stúlkur í húsi sínu við Hólavatn og er þetta 18. sumarið, sem búðirnar starfa. í sumar hafa 120 börn dvalið að Hólavatni í fjórum flokkum. Björgvin Jörgensson og Þórey Sigurðardóttir hafa veitt sumar- búðunum forstöðu undanfarin ár. Það hefur orðið venja að ljúka sumarstarfinu að Hólavatni með kaffisölu seinni hluta ágústmánað- ar. Upphaflega var kaffisalan hugsuð til styrktar starfinu og til að velunnarar sumarstarfsins og aðrir bæjar- og héraðsbúar gætu komið saman yfir kaffibolla. Hóla- vatn er einnig tilvalinn áningar- staður, þegar Eyjafjarðarhringur- inn er farinn og margir hafa not- fært sér það og komið við á kaffi- söludeginum. Nú þegar sumri fer að halla, sumarfríin eru á enda og mannlífið tekur aftur á sig fastar skorður, er tilvalið að fá sér öku- ferð í Eyjafjörðinn og líta við að Hólavatni. Á undanförnum árum hafa margir litið við og á hverju ári bætast ný andlit við kaffiborðið. Það eru því allir velkomnir að Hólavatni, sunnudaginn 22. ágúst milli 14.30—18.00 og kaffi bíður á könnunni. — Fréttaritari. Kaffísala í Ölveri á sunnudag KAFFISALA verður i sumarbúðun- um í Ölveri undir Ölversfjalli i Mela- sveit á sunnudaginn kemur, 22. ág- úst. Verður fyrst stutt helgistund, en síðan verður hellt upp á könnuna, og gefst fólki kostur á að fá sér hress- ingu allt til kl. 10 um kvöldið. Sumarstarfi lauk í Ölveri nú fyrir skömmu. Voru börn frá heim- ilinu að Lyngási í Reykjavík í síð- asta dvalarflokknum, en svo var einnig sl. tvö sumur. Alls dvöldust um 250 börn í Ölveri í sumar, flest á aldrinum 6—12 ára. Forstöðukona hefir frá upphafi verið Kristrún Ólafsdóttir, kennd við Frón á Akranesi. Kristrún er gömul í hettunni, því að hún hefur staðið fyrir sumarbúðastarfi allt frá árinu 1940. Hún og hjálparhell- ur hennar keyptu skála í Ölveri árið 1952 og hófu þegar að starfa þar meðal barna á sumrin. Það er því 31. starfsárið í Ölveri, sem nú er nýliðið. Allur ágóði rennur til sumar- búðanna. (Fréttatilkynnine) Sala málmleit- artækja bönn- uð til áhuga- manna í Belgíu BríÍHNel, Belgíu, 18. ágúst. AP. ÞEIR sem stunda fornleifafræði í frí- stundum og nota málmleitartæki til þess arna geta átt á hættu að verða sektaðir um allt að 1.000 frönkum samkvæmt nýjum lögum, segir í til- kynningu frá yfirvöldum. Verslunareigendur sem auglýsa slík tæki til fornfræðirannsókna geta einnig hlotið háar sektir, en lög þessi eru sett vegna þess að yf- irvöld hafa nú stórar áhyggjur af mikilli fjölgun áhugamanna um fornleifafræði sem nota til leita sinnar málmleitartæki þessi og ógna með því miklum og merkum minjum. Sams konar lög hafa þegar tekið gildi á Ítalíu og í Grikklandi. Tortryggni Banda- ríkjanna gagnvart fyrirhuguðum gas- leiðslum frá Sov- étríkjunum til Vestur-Evrópu fer sízt minnkandi. Þeir óttast stöðugt, að Rússar eigi eftir að notfæra sér gasþörf- ina í Vestur-Evrópu í þvingunarskyni og muni einfaldlega loka fyrir gasið, þeg; ar það hentar þeim. í nýrri bandarískri könnun er mælt með því í staðinn að kom- ið verði upp leiðslum fyrir jarðgas frá Nor- egi til annarra landa Vestur-Evrópu. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að það magn af gasi, sem Norðmenn geta fram- leitt, nægir hvergi til þess að fullnægja gasþörfinni í Vest- ur-Evrópu, ekki að svo komnu máli að minnsta kosti. Norskur borpallur í Norðursjó. Enn sem komið er, er fram- leiðslan á jarðgasi úr Norðursjó það lítil, að hún getur ekki komið í staðinn fyrir það gas, sem fyrirhugað er að flytja inn til Vestur-Evrópu frá Sovétríkj- unum. nærri eins mikill og haldið er fram í hinni bandarísku könn- un. Enn sem komið er hafi forði Norðmanna af jarðgasi ekki mælzt nema 1,8 milljarð- ar tonna af steinkolaeiningum (SKE) en Sovétmenn geti aftur á móti státað af 39,4 milljörð- um SKE, það er meira en tutt- ugu sinnum meira. Af þeim forða á meira en einn milljarð- ur tonna að fara til Vestur- Evrópu á næstu 25 árum. Árs- framleiðsla Sovétríkjanna nú nemur um 550 millj. tonna SKE og þar af fara tæplega 13% til útflutnings, það er að segja um 69 millj. tonn. Norð- menn flytja nær alla fram- leiðslu sína, sem nú er um 33 millj. tonn, til annarra landa og eru þess vegna ekki megn- ugir að sveigja framleiðslu sína að aukinni eftirspurn, ef til hennar kemur. Þá er norska jarðgasið ekki ódýrara. Þannig hafa vestur- Of mikið frá Rússum — of lítið frá Norðmönnum Richard Allen, fyrrverandi öryggismálaráðunautur Reag- ans forseta, starfar enn í þágu þess síðarnefnda, en nú sem sérfræðingur á vegum Herit- age-stofnunarinnar í Wash- ington. Sú stofnun er ein af mörgum þar í landi, sem er mitt á milli þess að vera hrein vísindastofnun og hagsmuna- stofnun og fæst ekki hvað sízt við utanríkismál. Nýlega hélt Allen því fram í skorinortri grein, að ganga megi að því sem gefnu, að gasleiðslusamn- ingarnir við Sovétríkin verði af þeirra hálfu notaðir ein- göngu í þvingunarskyni. Þegar það henti Sovétríkjunum af pólitískum ástæðum, þá geti þau með því einu að styðja á hnapp svipt Vestur-Evrópu umsaminni orku með ófyrir- sjáanlegum afleiðingum. Ann- að eins hafi Sovétríkin gert áð- ur. Þannig hafi þau einum fjórum sinnum frá lokum síð- ustu heimsstyrjaldar hagnýtt sér orkuforðabúr sitt í póli- tískum tilgangi, það er gagn- vart Júgóslavíu, Albaníu, Kína og Póllandi. í öllum þessum tilfellum hafi verið um lönd kommúnista að ræða, sem snerust öndverð gegn ráða- mönnum í Moskvu, en voru hins vegar mjög háð aðfluttri orku frá Sovétríkjunum. í Vestur-Evrópu er því hins vegar gjarnan haldið fram, að þessu sé á allt annan veg farið. í fyrsta lagi eigi Vestur- Þýzkaland ekki að fá nema 6% af orkuþörf sinni fullnægt með jarðgasi frá Sovétríkjunum og önnur lönd Vestur-Evrópu Felur orkuskorturinn í Evrópu í sér hættu í öryggismálum? ekki nema 4%. I öðru lagi þjónar orkuútflutningurinn þeim tilgangi fyrst og fremst fyrir Sovétríkin að draga úr gjaldeyrisskorti þeirra. Af þeirri ástæðu eigi Rússar enn meira komið undir gasvið- skiptunum en Vestur-Evrópu- menn. Þetta vita Bandaríkjamenn líka, en þeir líta hins vegar öðru vísi á hlutina. Frá þeirra sjónarhóli er það eitt strax neikvætt að gefa Sovétríkjun- um tækifæri til þess að afla sér gjaldeyris erlendis frá. En þar sem Bandaríkjamenn kom- ast hvergi áfram með þessa röksemd á meðal Vestur- Evrópumanna, þá reyna þeir að sýna fram á, að gasviðskipt- unum fylgi mikil áhætta í ör- yggismálum. Til þess að draga úr þessari áhættu er það lagt til í hinni bandarísku könnun, að í stað gasleiðslanna frá Sov- étríkjunum verði lagðar gas- leiðslur frá Noregi til Vestur- Evrópu. Bæði ráði Noregur yfir nægu jarðgasi — þannig að fyrirhugaðar gasleiðslur frá Sovétríkjunum séu óþarfar — og einnig séu flutningar á orkunni ódýrari vegna þess hve stutt er frá Noregi í stað órafjarlægðar frá Síberíu, sem er um 5.500 km. Loks sé Noreg- ur aðildarríki að Atl- antshafsbandalaginu og gasið fari því aðeins til vinalanda. Af þessum sökum vilja Bandaríkjamenn einnig leggja Kichard Allen, aðstoðarmaður Keagans forseta: — Sovézka jarðgasið felur í sér áhættu í öryggismálum. hart að Norðmönnum að veita Vestur-Evrópu aðgang að gas- lindum sínum. Langtíma gas- viðskipti Noregs við nágranna sína innan NATO yrðu einnig til þess að koma efnahag Norð- manna á heilbrigðan grundvöll um mörg ókomin ár og skapa mörg þúsund Norðmönnum at- vinnu. Gas frá Noregi gæti því um langt skeið komið í staðinn fyrir gas frá Sovétríkjunum. I Vestur-Evrópu eru þessar röksemdir dregnar í efa af mörgum og það af fleiri ástæð- um en einni. Ein þeirra er sú, að gasforði Noregs sé hvergi þýsk fyrirtæki orðið að semja fyrirfram fyrir næsta áratug vegna kaupa á jarðgasi úr Norðursjávarsvæði Norð- manna um allt of hátt verð að mati margra til þess að tryggja það, að gasleiðsla frá Noregi til Vestur-Evrópu yrði lögð. Þá er því enn haldið fram, að samningarnir við Sovétríkin hafi komið í veg fyrir, að aðrar gasframleiðsluþjóðir eins og Alsírbúar gætu komið þeim á- setningi sínum fram að hækka jarðgas upp í sama verð og nú er á hráolíu. Norðmenn sjálfir fara mjög varlega í sakirnar. Að vísu hyggst sú stjórn borgaraflokk- anna, sem nú fer með völd í Noregi, draga að einhverju leyti úr takmörkunum þeim á gasframleiðslu, sem stjórn jafnaðarmanna hafði sett á undan henni. En stjórnin hyggst ekki heldur heimila hömlulausa framleiðslu á jarð- gasi. Norsku ríkisstjórninni er mikið í mun að varðveita jafn- vægið í efnahagslífi landsins jafnt sem byggðajafnvægið og gerir sér ljósa þá hættu sem því yrði samfara, ef ný iðnað- arsvæði með þéttbýliskjörnum risu upp en önnur svæði færu í auðn af þeim sökum. Því lét Vidkun Hveding, nú- verandi orkumálaráðherra Noregs, hafa eftir sér fyrir skemmstu, að jarðgas frá Nor- egi gæti ekki komið í staðinn fyrir sovézka gasið en gæti orðið þar viðbót. (Þýtt og endursagt úr Der Spiegel.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.