Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 23 Minning: Jón Guðmunds- son frá Papósi Á æsku- og uppvaxtarárum Jóns voru mikil straumhvörf í ís- lensku þjóðlífi, bæði á sviði þjóð- mála og efnahags. Verslunin var smámsaman að renna úr höndum danskra kaupsýslumanna er sátu í Kaupmannahöfn. Djarfhuga ís- lenskir athafnamenn sóttu fram, ekki aðeins á sviði verslunar held- ur einnig í útgerð á þilskipum, skútum, sem urðu lyftistöng efna- hags og framfara. Vegna hafn- leysis urðu Skaftfellingar að láta sér lynda að horfa á seglskipaflota Fransmanna og síðar Islendinga fylla skip sín í sjónmáli frá ströndinni. Jón hafði trútt minni, enda at- hugull og áhugasamur um flesta hluti og það gefst ekki mörgum að lifa æsku sína við endalok kyrr- stöðualdanna og æfikvöld í leiftursókn velferðar þjóðfélaga út í óvissuna. Jón var framfarasinn- aður maður og var ekki gjarnt að líta um öxl, en í tali hans um liðna tíð mátti alltaf merkja aðdáun á hinum dugmiklu athafnamönnum og rismiklu einstaklingum samtíð- ar sinnar, sem hættu á að falla eða standa með athöfnum sínum. Fyrstu tíu árin voru aðeins þrjú hús á Höfn, Gamlabúðin, Kaup- mannshúsið og Guðmundarhús. Þar var jafnan gestkvæmt, eins og að líkum lætur, og brátt fór að færast líf í Höfn þegar Þórhaliur Daníelsson tók við verzlun Tuliní- usar og hóf umfangsmikla upp- byggingu og útgerð. Jón átti heima í Höfn í 37 ár. Á yngri árum stundaði hann sjó. Sextán ára var hann formaður á áraskipi og síðar keypti hann ásamt öðrum vélbát, er gerður var þar út um skeið. Hann mun hafa verið um tvítugt er hann fór í Flensborgarskólann og að námi loknu gerðist hann kennari á ýms- um stöðum í sýslunni í ellefu vet- ur. Hann var listaskrifari og lengi mátti sjá áhrif frá kennslu hans á rithönd margra þar eystra. Á sumrin var hann verkstjóri í vega- og brúagerð. Þá var hann um tíma verslunarstjóri fyrir verslun ólafs Sveinssonar, en Olafur var búsett- ur á Eskifirði. Jón stundaði mikið veiðiskap þegar tími vannst til. Hann þótti góð skytta og voru honum bátur og byssa jafnan nærtæk. Þetta fjölbreytta líf átti vel við Jón og þótt hann ynni skrifstofustörf síðari hluta æfi sinnar var þessi æfiþáttur ofar- lega í huga hans. Jón var tæpur meðalmaður á vöxt, beinvaxinn og bar sig vel, kvikur í hreyfingum, en þó mjúk- ur. Við erfið störf beitti hann að- dáunarverðri lagni fremur en kröftum. Hann hafði yndi af smíð- um og fékkst við þær þar til hon- um dapraðist sjón. Hann var ætíð áhugamaður um þjóðmál, en átti það til að vera heldur kappsfullur er hitna tóku umræður og sæti hann þá við kaffidrykkju drakk hann úr bollanum í einum teig. Hann var opinskár og hreinlynd- ur, enda vinfastur og vinsæll og varla áttu A-Skaftfellingar svo er- indi til Reykjavíkur að þeir kæmu ekki til Jóns og Þórunnar eftir að þau fluttu þangað. Jón las að jafn- aði mikið en HKL (alltaf Kiljan) í laumi, en kunni þó langa kafla úr bókum hans. Árið 1915 kvæntist hann Þórunni Beck frá Sómastöð- um á Reyðarfirði, en hún var þá tónlistarkennari á heimili Þór- halls Daníelssonar. Vorið 1897 verður tíu ára dreng tíðförult upp á Fjarðarklif við Papós. Fyrir ofan hann gnæfir blásvartur hrikalegur Klifatindur, sem varpar skugga á bikaða vöru- skemmu Papósverslunar og þrjú lítil íbúðarhús, sem kúra á gras- flöt við grunnan ósinn. Hann skimar til hafs eftir segli við ha- fsbrún. Kannski í dag, kannski á morgun, eða ef til vill eftir viku eða lengur. Það er von á vorskip- inu. Vorskipið hefur komið á Papós í 36 ár. Frá því að drengurinn man eftir sér hefur þetta verið sá dag- ur sem hann og allir í þessu 25 manna samfélagi hafa hlakkað hvað mest til. Og skipið kom. Það lá fyrir festum langt frá landi og vörurnar voru fluttar á litlum báti á háflæði að vöruskemmunni, sem nú flylltist útlenskum ilmi og fréttin flaug um allar sveitir. Þreyttir langferðahestar klyfjaðir ull komu niður úr Almannaskarði. Sumir höfðu meira að segja komið sunnan yfir sanda og verið næst- um eins lengi á leiðinni og skipið frá Kaupmannahöfn, ef því byrj- aði vel. Kaupmannahöfn var reyndar næsti bær við Papós, sem nokkuð kvað að, og þangað fluttu faktorar með útlend nöfn með Þorsteinn Einars- son — Minningarorð Fæddur 6. febrúar 1907 Dáinn 21. júli 1982 „Elli þú ert ekki þung, anda (>uAi kcrum: Fogur sál er ávallt ung, undir silfurhærum.“ (Steingr. Thorsteinsson). Þetta ljóð á vel við um afa okkar, Þorstein Einarsson. Hann var alltaf ungur í anda, kátur og ræðinn frá því við munum fyrst eftir honum. Erfitt er að hugsa sér betri afa, því hann var einstaklega barngóður maður og þess nutum við svo sannarlega systurnar. Við munum sjálfsagt alltaf þegar hann tók okkur á hné sér og kall- aði okkur „prinsessurnar" sínar, gaf okkur karamellur, hló vina- lega og klappaði okkur á kollinn. Þá voru afi og amma iðin við að taka okkur með til Þingvalla, í sumarbústaðinn, Blómsturvelli. Þar fór afi oft með okkur út á vatn og veran þar er með björtustu minningum okkar. Það var alltaf svo gaman þar sem afi var, hann gerði mikið af því að segja okkur frá því þegar hann var strákur hér í Reykjavík, þannig að maður lifði sig inn í það og sá bæinn í allt öðru ljósi. Þetta viljum við þakka afa okkar fyrir og þá sérstaklega þann gagnkvæma kærleika sem við upp- lifðum alltaf hjá honum. Það er yndislegt að eiga svo góð- ar minningar um afa okkar og við þökkum fyrir það og allt annað. Sonardætur: Ása Lís, Súsí og Malla Birgit. haustskipinu. En hann vissi að þetta var síðasta vorskipið á Papós og um haustskipið hugsar ekki 10 ára drengur því í sumar átti hann að flytja á nýjan stað, rétt eins og búðin hans Ottós Tul- iníus. Um sumarið var hún rifin og húsin líka, planka fyrir planka, sem reyrðir 'voru saman í fleka í flæðarmálinu. Knáir ræðarar á tveimur litlum bátum drógu flek- ann um opið haf að Hornafjarðar- ósi þar sem straumurinn hreif hann, og tætti sundur. Plankarnir voru tíndir saman og búðin og húsin reist að nýju á Höfn, en drengurinn fór gangandi með for- eldrum sínum og systkinum yfir Almannaskarð og gerðist land- nemi á Höfn, þar sem hann átti heima næstu 37 árin. Sá sem hér um ræðir er Jón Guðmundsson, er lést 95 ára gam- all eftir stutta legu í hjúkrunar- og elliheimilinu í Kópavogi þann 28. júlí sl. Hann var fæddur á Pap- ósi á sumardaginn fyrsta 1887 og síðan var sumardagurinn fyrsti ávallt afmælisdagur hans hvaða mánaðardag svo sem hann bar upp á. Faðir Jóns var Guðmundur Sigurðsson. Hann var alinn upp hjá séra Jóni Bjarnasyni á Stafa- felli í Lóni. Guðmundur var ættað- ur úr Vestur-Skaftafellssýslu. Guðmundur lærði söðlasmíði í Kaupmannahöfn. Hann kvæntist Sigríði Jónsdóttur frá Byggðar- holti í Lóni. Þau settust að á Pap- ósi, byggðu sér þar hús. Jafnframt söðlasmíðinni stundaði Guðmund- ur verslunarstörf. öll börn þeirra hjóna voru fædd þar. Þau voru: Bjarni, síðar kaupfélagsstjóri á Höfn í Hornafirði, Jón, Soffía, er bjó á Höfn, Margrét, er fluttist til Reyðarfjarðar, Gísli, smístöðvar- stjóri á Djúpavogi, og Þrúður, sem dó ung. Þau byggðu sér hús á Höfn. Það brann. Þau eignuðust fyrst tvo drengi. Þeir dóu báðir á barns- aldri. Þau byggðu sér annað hús, eignuðust dóttur, Jóhönnu, sem gift er Stefáni Björnssyni prent- ara, svo Ólaf, en hann fórst í flugslysi 24 ára, og svo Þórólf, húsasmiðameistara, sem kvæntur er Maríu Einarsdóttur frá Hafn- arfirði. Bróður Þórunnar, Unnst- ein Beck, síðar borgarfógeta, tóku þau ungan til fósturs. Þau fluttu til Reykjavíkur 1934 í kreppunni, sem ekki var þá yfirvofandi, held- ur staðreynd. Þau bjuggu í leigu- húsnæði og undu sér ekki. Svo fengu þau landspildu, Fossvogs- blett 11. Þar reis sumarhús, svo íbúðarhús og brátt var risinn bílskúr og smíðahús, smíðaður bátur, felld net og byssan fægð og húsið fylltist af gestum. Það fylgdi þeim alltaf, frá æskuheimili Jóns á Papósi og Hornafirði, Reykjavík, Fossvogi og seinast í Kópavogi. Jón vann þá á skrifstofu Gjaldeyr- is- og innflutningsnefndar og var þar þangað til starfsaldri hans lauk. Og húsið var stækkað enn. Þar bjuggu Stefán og Jóhanna með börn sín. Svo einn góðan veð- urdag, eins og sagt er, kom Kringlumýrarbrautin og lagðist yfir þar sem húsið stóð, og nú sjást þess engin merki að þar hafi staðið hús, jafnvel enn síður en á Papósi. Þá fluttu þau í nýja íbúð í húsi Þórólfs sonar síns í Bræðrat- ungu 13. Þar áttu þau heima á annan tug ára við góða heilsu, nærri börnum sínum, barnabörn- um og vinum, umvafin ástúð og virðingu. Hvorugt þeirra þekkti orð eins og kynslóðabil og þvíum- líkt. Og eins og Jón hefði sagt, ide- al elli með áherslu á al, og gestik- úleraði um leið í síðrómönskum ræðustíl. Hann átti það sem sé til að bregða fyrir sig dönsku rétt eins og sumir. Þórunn andaðist fyrir tveimur árum, geislandi af mildi og kær- leika til allra til síðasta dags. Hún var eldri en Jón og hafði nokkur ár yfir nírætt. Hún var orðin blind, en daginn áður en hún andaðist var hún leidd að fótstignu harm- oníum í sjúkrahúsinu og lék þar sitt siðasta stef. Á miðju sumri var haustskip Jóns ferðbúið og beið byrjar og síðasti farþeginn frá Papósi, Jón Guðmundsson, var tilbúinn að leggja í ferð og nema nýtt land. Vinir hans kvöddu hann þann 6. ágúst sl. Páll Þórir Beck Minning: Sigríður Guðmunds- dóttir frá Æðey Sigríður Guðmundsdóttir frá Æðey lést 11 þ.m. eftir langa og erfiða vanheilsu. Hún var yngst 13 systkina og kveður nú seinust þeirra, 92ja ára. Foreldrar hennar voru hin merku Æðeyjarhjón, Guðmundur Rósinkarsson og Guð- rún Jónsdóttir. Að þeim hjónum báðum stóðu merkar ættir og börn þeirra reynst verðugir niðjar áa sinna. Sama ættin hefur nú setið Æðey um 200 ár, og hinn ungi dugmikli Æðeyjarbóndi gefur góð- ar vonir um, að svo muni áfram verða á komandi árum. Æðeyjarheimilið hefur um langan aldur verið þekkt fyrir myndarskap í búskaparháttum og frábæra gestrisni. Heimilið var jafnan mannmargt, oft um 40 manns og gestakoma mikil. Flest- ir munu næturgestir hafa verið 42. Guðmundur, faðir Sigríðar, dó úr lungnabólgu 1906, þá 55 ára. Tímar voru erfiðir, en Guðrún Jónsdóttir var kjarkmikil dugnað- arkona. Hún afréð fljótt að freista þess að halda öllu í horfinu og taka við þar, sem eiginmaður hennar hafði svo skyndilega verið burt kallaður. Guðrún var ekki ein á báti, þrjú yngstu börnin, Sigríð- ur, Haildór og Ásgeir, hin góð- kunnu Æðeyjarsystkin, yfirgáfu móður sína aldrei, og bjuggu þar áfram eftir hennar dag. Sigríður var aðeins 15 ára þegar faðir hennar dó, hún þurfti því snemma að axla mikla ábyrgð að vera í forsvari, fyrst ásamt móður sinni, síðan bústýra fyrir svo mannmörgu og gestkvæmu heim- ili. Vinnudagur var oft langur og að mörgu var að hyggja. Ekki var hægt að skreppa í verslun, ef eitthvað vantaði, allt varð að vera til á staðnum. Enda var forsjálni slík á Æðeyjarheimilinu, að þar skorti aldrei neitt. Eyjabúskapur var jafnan vinnufrekur og marg- þættur, kúabú, fjárbú, fuglatekja og útræði. Frá eyjunni var gert út á vorvertíð og haustvertíð allt þar til fiskur hvarf úr ísafjarðardjúpi. Við stjórnun á slíku stórbúi komu sér vel hæfileikar og skapgerð Sig- ríðar. Sigríður var afkastamikil í störfum, og þótt ætlast væri til þess að starfsstúlkurnar ynnu sín verk, þá gekk Sigríður jafnan fremst og gerði mestar kröfur til sjálfrar sín. Ljúfmennska hennar var slík að öllum stúlkum, sem hjá henni unnu, þótti vænt um hana. Sigríður var fjölhæf, allt fór henni vel úr hendi, matargerð, hjúkrun og hannyrðir. Stjórnsemi og allur þrifnaður á Æðeyjar- heimili var tiltekinn. Æðeyjarsystkinin þrjú voru samrýnd og í ýmsu á undan sinni samtíð í búskapar- og heimilis- háttum, þau voru í rauninni há- menntað fólk þótt klæði þeirra hafi lítið slitnað á skólabekkjum. Þau héldu alla tíð saman, giftust ekki og eignuðust ekki börn, en mörg voru þau börnin, sem þau ólu upp að mestu eða einhverju leyti, og er ég einn þeirra. Góðmennskan og göfugleikinn hafa verið og eru áberandi eigin- leikar hjá Æðeyjarfólkinu. Hjá uppalanda eru slíkir eiginleikar heillavænlegir. Börn eru ávallt börn og á ýmsu vill ganga. Fyrir róstusaman strák er kinnhestur eða púst í afturenda gott uppgjör, hann hefur þá ekkert samviskubit af næstu strákapörum. En slík uppeldisaðferð þekktist ekki hjá Sigríði, þar var mjúk hönd, sem strauk vanga eða koll, engar skammir eða ásakanir, aðeins hlý rödd, sem leiðbeindi með skynsemi og móðurlegri umhyggju. Jafnvel gautur eins og ég, stóðst ekki slíka mildi, ég valdi fremur að sitja á strák mínum, heldur en að eiga það á hættu að særa eða hryggja Sigríði. Síðustu árin voru Sigríði erfið, hún var lömuð eftir heilablóðfall. Henni, sem alltaf hafði verið veit- andi, hugsað og annast aðra, féll það þungt að vera þiggjandi, að annað fólk þyrfti að leggja á sig erfiði henni til aðstoðar. Hún þráði hvíld, hún þráði sein- ustu bátsferðina til annarrar ey- lendu, þar sem hún var sannfærð um að á ströndinni biðu sín fagn- andi vinir og ættingjar. Blessuð sé minning hennar. Magnús Jónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlót og útför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, FRIDRIKS GARDARSSONAR, kaupmanna, Laufvangi 9, Hafnarfiröi. Sesaelja Andrésdóttir, Arndís Friöriksdóttir, Ingimundur Helgason, Andrés Haukur Friöriksson, Helga Pétursdóttir og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.