Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 10
10 MÓRGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Markú.s Orn Antonsson, formaður Félagsmálariðs Reykjavíkurborgar, opnar heimilið formlega. (I.josmynd (.unnar G. Vigftisson) Droplaugarstaðir, heimili fvrir aldraða var formlega opnað sl. mið- vikudag, á afmælisdegi Reykjavík- urhorgar. (ierði það Markús Örn Antonsson formaður Félagsmála- ráðs borgarinnar. Aðrir, sem til máls tóku við athöfnina, voru Davíð Oddsson, borgarstjóri, Albert Guð- mundsson, formaður framkvæmda- nefndar vegna byggingar stofnana i þágu aldraðra, og Sigurður E. Guð- mundsson, formaður byggingar- Halldóra Jónsdóttir, 94 ára gömul, og sem sjá mi ber hún alrlurinn vel. íl.jwímyiK) Mbl. Krixtjin Einarason) ember. „Nú á öllum að geta liðið reglu- lega vel". Morgunblaðið tók elsta íbúa heimilisins tali, en hann er 94 ára og varð það einmitt 17. ágúst, dag- inn fyrir formlega opnun þess. Þessi íbúi heitir Halldóra Jóns- dóttir. Við spurðum hana fyrst hvort hún héldi að svona heimili eins og Droplaugarstaðir ættu framtíð fyrir sér. Sigrún Óskarodóttir, foratöðumaður Droplaugarataoa, beimilu fyrir aldraða, framan vift hcimilið. (I.ióxmrnd Mbl. Krintján Einaraaon) Droplaugarstadir, heimili fyrir aldraða formlega opnad nefndar heimilisins. I»á sagði Sigrún Oskarsdóttir, forstöðumaður heimil- Lsins, nokkur orð og sýndi síðan gestum húsið. Hafist var handa um fram- kvæmdir við heimilið haustið 1979 og stefnt var að því að ljúka verkinu 1. marz 1982. Fyrstu íbúarnir fluttu inn í húsið nú um mánaðamótin júní/júlí. . Það eru 28 einstaklingsíbúðir og 4 tveggja manna íbúðir, sem nú eru teknar í notkun á tveim fyrstu hæðum heimilisins, en vonast er til að í september verði hægt að opna hjúkrunardeild fyrir 32—44 einstaklinga, á þriðju hæðinni, fyrir fólk sem þarf meiri aðhlynn- ingu. Allar íbúðirnar eru útbúnar með eldunaraðstöðu og sérbaði, en fullt fæði og alla þjónustu er hægt að fá í húsinu, sem er útbúið með það í huga, bæði hvað varðar eld- unaraðstöðu, matsal, ræstingu, hjúkrun, iðjuþjálfun og fleira. Af skoðunarferð um húsið mátti sja að það er hið skemmtilegasta í alla staði. Á fyrstu hæð þess er meðal annars eldhús og borðstofa, sex íbúðaherbergi, stofa fyrir hár- greiðslu og fótysnyrtingu, verslun, boð, læknaherbergi, fundaher- bergi, vakt og skrifstofur svo eitthvað sé nefnt. Á annarri hæð- inni eru 22 einstaklingsíbúðir, 4 tveggja manna íbúðir, setustofur, sjónvarpsherbergi, sjúkraherbergi og vaktherbergi. Á þriðju hæðinni verður eins og áður sagði hjúkrun- ardeild fyrir 32—44 vistmenn, í 1—4 manna stofum, sem gert er ráð fyrir að verði opnuð í sept- „Það held ég ábyggilega. Eru það ekki einmitt lítil heimili fyrir gamla fólkið, sem hann Gísli Sig- urbjörnsson á Grund hefur verið að berjast fyrir, en ekki fengið f ramgengt. Hér þarf maður ekkert að hafa fyrir lífinu nema að klæða sig og hátta og það er mikil breyt- ing frá því að hugsa alveg um sig sjálfur, eins og ég gerði þangað til ég kom hingað og það tekur tíma að venjast því. Ég hef alltaf hugs- að um mig sjálf frá því að ég kom hingað til Reykjavíkur 1919 aust- an úr Árnessýslu, en ég er frá Skeggjastöðum í Flóa." Við spyrjum, hvað hún hafi haft fyrir stafni síðan hún kom til Reykjavíkur? „Ég vann í 50 ár við karlmanna- fatasaum. Fyrst hjá Andersen og Lauth, síðan hjá Sambandinu og síðast hjá Birni Guðmundssyni í Sportveri. Það eru nú 15 ár síðan ég hætti á verkstæði, en eftir það vann ég dálítið heima við að sauma." Nú hafa orðið miklar breytingar á þessu tímabili sem þú hefur lif- að. Fer heimurinn versnandi eða batnandi? „Hann hlýtur að fara batnandi og hefur farið batnandi. Öllum líð- ur betur núna, en þegar ég fór úr sveitinni og ég álít að í dag eigi óllum að geta liðið reglulega vel." Nú ert þú ern þrátt fyrir háan aldur. Hverju þakkar þú þessa góðu heilsu? „Guði almáttugum! Ég hef allt- af verið heilbrigð, að vísu tvisvar legið á spítala, en það hefur allt gengið yfir." Setio undir borðum. Talið frá vinntri: Gísli SigurbjtirruMon, foratjóri elli- og hjúkninarheimilisins Grundar, Albert Guðmund8son, formaður borgarráðs, Katrin FjeMsted, borgarfulltrúi, og Davíð Oddsson, borgaratjóri. (Ljówiijnd Guuar G. Vi«ní»B»n) VHU Nokkrir starfsmenn í eldhúsi Droplaugarstaða, en eins og sjá má var glatt i hjalla hji þeim. Talin fri vinstri: Linda, Ólafur Ingi, yfirmaður eldhússins, Guðrún Og Guðbjörg. (Lja«n;nd Mbl. Krimján Einaraaon) Setusiofan i fyrstu hæðinni. l.jóamjnd Mbl. Kriirtján Kinanxoa)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.