Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 13 Yasser Arafat ásamt þremur bandarískum þingmönnum, repúblikönunum Nick Rahall, Mary Rose Oakar og Paul McCloskey. Myndin var tekin í Beirút 26. júlí sl. Imynd Israela á Vesturlöndum: Ekki lengur fórnarlamb — heldur blóðþyrst refsinorn UM LANGAN aldur hafa ísraelar notiA mikillar samúAar umheimsins sem lítil þjóA umkringd óvinum á alla vegu. I'essi þjóA, sem er skilgetiA afkvæmi helfarar nasista á hendur henni, hefur háA sín frelsisstríA og frammistaAa hennar jafnt á vígvellinum sem í baráttunni viA eyAimörkina hef- ur vakiA undrun og aAdáun. Á þessari mynd hefur nú orAiA mikil breyting. Sprengjurnar, sem fallið hafa á Beirút, hafa ekki aðeins sprungið í borginni sjálfri heldur einnig á heimilum manna víða um heim. Svo er sjónvarpinu fyrir að þakka. Og afleiðingarnar dyljast engum: Limlest lík og stórslösuð börn, konur og menn, sem ekkert hafa til saka unnið nema það eitt að búa í Beirút. Það er því ekki að undra þótt ísraelar hafi nú af því áhyggjur, að þrátt fyrir hernaðarsigur í Líban- on hafi þeir nú e.t.v. beðið þann ósigur sem þeir máttu síst við, eða í baráttunni um hugi fólks á Vesturlöndum. I fjölmiðlum í Vestur-Evrópu er ekki lengur litið á Israela sem litla þjóð, sem á í vök að verjast, heldur sem blóðþyrstan refsiengil, sem engu eirir, hvorki mannslífum né mannvirkjum. í Parísarblöðunum er Begin lýst sem „fasískum" stríðsæsingamanni og vestur-þýskir fjölmiðlar, sem jafnan hafa forðast að gagnrýna ísraela vegna atburðanna í síðasta stríði, segja, að „blóðbaðið“ í Beirút verði ekki einu sinni réttlætt með þeirri kenningu Gamla testamentisins, að auga skuli koma fyrir auga. Svo mjög sem Israelar kveinka sér undan þessum ummælum Evrópumanna skiptir þó mestu fyrir þá almenningsálitið í Bandaríkjunum. Þar í landi eru Gyðingar fjölmennir, fleiri en í sjálfu ísrael, og áhrif þcirra miklu meiri en fjöldinn segir til um. En einnig þar í landi hafa nú veður skipast í lofti. I skoðana- könnun, sem AP- og NBC-fréttastofan gerðu í síð- ustu viku, kom í ljós, að 51% Bandaríkjamanna voru andvígir innrás Israela í Líbanon en aðeins 25% henni samþykkir, 59% töldu, að þeir hefðu gengið allt of langt en 7% að aðgerðirnar væru rétt- lætanlegar. Yfirvöld í ísrael hafa brugðist ókvæða við þessari gagnrýni og saka suma fjölmiðia á Vesturlöndum um að kynda undir nýju gyðingahatri. Þau halda því fram, að vestrænir fréttamenn hafi samúð með Pal- estínumönnum og séu þess vegna ekki hlutlausir í frásögnum sínum, þeir horfi fram hjá grimmdar- verkum skæruliða en geri þeim mun betri skil fórn- arlömbum ísraela. Nigel Hawkes, yfirmaður erlendu fréttadeildarinnar hjá Lundúnablaðinu The Observ- er, segir, að e.t.v. kunni eitthvað að vera til í þessu, ,við búumst að vísu ekki við miklu af írönum og írökum, svo dæmi séu tekin, en á ísraela er litið sem vestræna þjóð og verk hennar dæmd eftir því.“ Hawkes segir, að ísraelar hafi ekki verið gagn- rýndir meira en þeir máttu sjálfir eiga von á enda sé það ekki gagnrýnin, sem þeir þurfi að hafa mestar áhyggjur af, heldur það, að þeir hafa reynst ófærir um að koma fram með trúverðuga afsökun fyrir blóðbaðinu í Beirút. ímynd ísraela fellur til jarðar yfir logum Beirút- borgar. Aðsúgur gerður að MacArthur Dublin. frlandi. 19. ágúst. AP. MANNMERGÐ gerði aðsúg að Mal- colm MacArthur, er hann kom til yfir- heyrslu i dag, en hann er grunaður um tvö morð og var handtekinn á heimili ríkissaksóknara írlands, Patrick ('onnollys, í síðustu viku. Hann var vel varinn fyrir múgnum með jakka yfir höfðinu og í lögreglu- fylgd og því ekki þekkjanlegur er hann gekk inn í dómshúsið, en konu nokkurri tókst þó að berja hann bylm- ingshögg í andlitið með handtösku sinni og hnefi kom út úr þvögunni til að fylgja því höggi betur eftir. Réttarhöldin yfir MacArthur, sem er ákærður fyrir að hafa orðið 25 ára gamalli hjúkrunarkonu að bana i almenningsgarði í Dublin þann 22. júlí síðastliðinn og drepið 26 ára gamlan bónda þremur dög- um síðar, mun verða haldið áfram 9. september næstkomandi. Talsmaður írsku stjórnarinnar hefur tilkynnt að MacArthur hafi ritað forsætisráðherranum, Haug- hey, bréf þar sem fram kemur að Connolly hafi ekkert vitað um þá staðreynd að hann væri eftirlýstur vegna þessara morðmála og hafi enga hugmynd haft um gerðir hans, áður en hann flutti til hans í íbúð- ina, en það var tíu dögum eftir að bóndinn var myrtur. Haughey hefur verið harðlega gagnrýndur af hendi stjórnarand- stöðunnar vegna þeirrar ákvörðun- ar hans að leyfa Connolly að fara í sumarleyfi til New York, daginn eftir að MacArthur var handtekinn á heimili hans. Mynd þessi sýnir hvar ríkissaksóknari trlands, Patrick Connolly, kemur til fundar við ríkisstjórnina, en það var einmitt á þessum fundi er hann tilkynnti afsögn sína úr embætti. — Ekkert lát á hryðjuverkum l'arís, 19. ágúst. Al' SPRENGJA sprakk árla í morgun fyrir utan skrifstofur hægrisinnaða vikuritsins „Minuit", og hin útlægu öfgasamtök „Dircct Action" hafa lýst sig ábyrg fyrir henni. Enginn mun hafa slasast í spreng- ingunni, en skrifstofurnar sem eru i nánd við Sigurbogann eru mikið skemmdar. Rúður sprungu í nærliggj- andi húsum og bílar, er hafði verið lagt i nágrenni við bygginguna, skemmdust töluvert. Maður er neitaði að láta nafns síns getið hringdi í franska frétta- stofu og tilkynnti að sprengju þessa væri að finna í bifreið er lagt hafði verið fyrir utan húsið og sagði orsakir þess að „Minuit“ hafi orðið fyrir valinu vera þær, að stefna þess í stjórnmálum væri „fasísk" og þeir væru fullir af kynþáttafordómum. Samtök þessi, „Direct Action", voru gerð útlæg úr Frakklandi í gær og varðar það allt að tveggja ára fangelsi að vera meðlimur í þeim. Lögreglan segir að um sé að ræða öfgasinnaðan hóp vinstrisinna eða stjórnleysingja og telur að meðlimir hans séu u.þ.b. fimmtiu talsins. Sölumaður kærður fyrir njósnastarf Krankfurt, 19. áffúsi. AP. FYRRUM sölumaður, sem er sjötugur að aldri, kom fyrir rétt í dag, en hann er sakaður um að hafa komið hcrnað- arlega mikilvægum upplýsingum frá fyrirtæki í (Jonnecticut til leyniþjón- ustu Sovétríkjanna, KGB. Maðurinn, Erich Ries, er sakaður um að hafa komið þessum upplýs- ingum til sovéskra erindreka á fundum er hann átti við þá í Aust- ur-Berlín, Leipzig, Prag og Búdapest frá hausti 1977 fram í september 1980. Hann mun hafa þegið að launum 75.000 mörk fyrir afhendingu ákveð- inna skjala, sem munu hafa verið útlistanir á næstu áformum í hern- aðarmálefnum NATO og fleiri hern- aðarlega mikilvægar upplýsingar. Hinn ákærði kveðst aldrei hafa átt samskipti við KGB og ferðir hans yfir járntjaldið hafi einungis verið „viðskiptalegs eðlis“. GQÐUR - ÓDÝR - LIPUR - SÆLL - AFBRAGÐ SÝNISHORN ÚR MATSEÐLI Skötuselssúpa Salat Ristaður karfi í hnetujógúrtsósu Verð kr. 80 Hvíldarstaður í hádegi höll að kveldi Velkomin ARriAKIiÓLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.