Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 fNtotgm Útgefandi nMí&itfo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 8 kr. eintakiö. Þessi hringlandaháttur gengur ekki lengur Sá hringlandaháttur, sem einkennt hefur pólitíska stjórnsýslu í land- inu liðin misseri, gengur hreinlega ekki lengur. Þetta er í annað sinn á sama árinu sem gjaldeyr- isdeildir bankanna loka í viku eða lengur. I janúar- mánuði sl. vóru þær lokað- ar í 10 daga og lokun þeirra nú hefur staðið heila vika. Þetta veldur margvíslegum erfiðleikum og truflunum í atvinnu- og viðskiptalífi þjóðarinnar og eykur síður en svo traust hennar út á við. Erlendir ferðamenn, sem við brottför af landinu vilja skipta íslenzkum krónum í heimamynt sína, fá aðeins nöfn sín og heim- ilsföng niðurrituð og loforð um heimsendingu fjár- muna sinna seint og síðar meir, þegar ráðherrum í ríkisstjórn þóknast að koma sér saman um „efna- hagsaðgerðir". Það er eðli- legt að þeim þyki þessir starfshættir þunnur þrett- ándi og segi farir sínar ekki sléttar, er heim kemur. Öllum má ljóst vera að bæði „trúnaður" milli sam- starfsaðila og samstarfs- hættir á stjórnarheimilinu hafa þróast með þeim hætti, að þar er í raun kom- ið að leiðarlokum. Jafnvel þótt stjórnarliðum takizt að tjasla sér saman um eitthvert, takmarkað fram- haldslíf stjórnarinnar, til að viðhalda völdum og vegtyllum um sinn, nægir það ekki til marktækra al- vöruaðgerða, sem aðstæður í efnahagslífi þjóðarinnar bókstaflega hrópa á. Meiriháttar átök hafa staðið hjá stjórnarliðum vikum og mánuðum saman, ekki einungis milli „sam- starfsflokka", heldur ekki síður innbyrðis í þeim. Lengi vel tókst stjórn- arliðum að halda þessum ágreiningi leyndum fyrir almenningi með brosandi fjölmiðlagrímum, sem skýldu yglibrúnum. Síðan brast stíflan og flóðgáttir sundrungar hafa flætt yfir fólk í formi gagnkvæmra ásakana, sem hafa magnast síðustu daga. Samstarfsað- ilar stjórnarinnar bera þverrandi traust í brjósti, hver í annars garð, og traust þjóðarinnar til stjórnarinnar sem sam- starfsheildar er löngu þorr- ið. Hvert mannsbarn, sem fylgst hefur með gangi þjóðmála, gerir sér grein fyrir því, að við rúllettu ríkisstjórnarinnar er ekki í raun spilað upp á „efna- hagsaðgerðir", sem undir því heiti geti risið, heldur örlítilli framlengingu sætleika valdsins. Það er sá sætleiki sem Alþýðubanda lagið vill kaupa með launa- verðbótum kjósenda sinna. Ekki þarf undan því að kvarta, að núverandi ríkis- stjórn hafi ekki fengið tíma og tækifæri til að láta reyna á úrræði, stefnumið og starfsaðferðir sínar á nálægt þriggja ára starfs- ferli, enda eiga allar ríkis- stjórnir til þess rétt. Starfsfriðurinn hefur verið slíkur, að dómi stjórnarliða sjálfra, að þeir hafa á stundum kvartað undan „lélegri stjórnarandstöðu". Engu að síður finnst ekki í þeirri fjölskrúðugu flóru, sem stjórnarsáttmáli heit- ir, ein urt, sem ávöxt hefur borið. Þar er nú sinuflókinn einber. Það er sama hvort flett er upp í köflum um „hjöðnun verðbólgu", „kjaramál", „verðlagsmál", „fjárfestingarmál", „efl- ingu íslenzkra atvinnu- vega“, „orkumál", eða hvað þeir nú heita allir fyrir- heitabálkarnir, hvarvetna verður fyrir örfoka land, hvað efndir varðar. Það er á þessum vanefndahól 'stjórnarliða sem hnútur hafa flogið um borð síðustu vikurnar. Hver kennir öðrum um. Það er aðeins tvennt, sem sameinar stjórnarliða. Hvorugt snertir „efnahags- aðgerðir", sem þófið er sagt standa um. Annarsvegar löngunin til að sitja áfram á ráðherrastóli, jafvel þó að ekki sé nema fáar vikur, hinsvegar óttinn við kosn- ingar. Og alltaf má þynna út efnahagstillögur, teygja þær og toga, svo túlka megi í allar áttir. Þjóðin er hinsvegar löngu uppgefin á þeim hringlandahætti í pólitískri stjórnsýslu, sem er að grafa undan atvinnuvegum hennar og efnahagslegu sjálfstæði. Ríkisstjórn, sem í raun hefur sett upp tærn- ar, getur máske frestað undirritun dánarvottorðs, en hún verður ekki vakin til lífsins aftur. Litið inn á Heimilið og SÝNINGIN Heimilið og fjölskvidan ’82 opnar í dag. I>egar Morgunblaðiö leit inn í Laugardalshöllina í gær voru menn í óða önn við undirbún- ing, svo allt mætti vera tilbúið fyrir opnunina. Við tókum nokkra sýn- endur tali, þar sem þeir voru við vinnu sína. Ceta farið að slappa af Fyrst hittum við að máli Þórdísi Jónsdóttur og Gylfa Ingason í bás Heildverslunarinnar Dreifingar sf. „Við höfum fyrst og fremst ver- ið með tæki, áhöld og matvörur fyrir hótel og veitingahús, en höf- um undanfarið verið að færa út kvíarnar og selt matvörur í versl- anir og það er það sem við ætlum fyrst og fremst að kynna á þessari sýningu. Við vorum bara með stærri pakkningar, sem hentuðu fyrir hótelin hér áður fyrr, en höf- um nú fengið smærri, sem henta vel fyrir heimahús," sagði Þórdís. Aðspurð hvernig undirbúningur sýningarinnar hefði gengið, sögðu þau að hann hefði gengið mjög vel, eins og við gætum séð, nú væri hægt að fara að slappa af. „Ann- ars hefur þessi stöðvun á geng- isskráningu, valdið okkur vand- ræðum. Sennilega nást siðustu vörurnar á sýninguna ekki út fyrr en á morgun og við höfum ekki getað annað öllum pöntunum und- anfarið vegna þessa," sögðu þau að síðustu. Ætla að mæta kreppunni með vörum fyrir fatasaum Næsti bás sem við heimsóttum var hjá Virku sf., sem verslar með bútasaums-, hnýtinga- og vefnað- arvörur. Við spurðum fyrst þá sem fyrir voru í básnum, hvernig hefði gengið við undirbúninginn. „Sæmilega, en það hefur verið dá- lítið gjaldeyrisvesen, vegna stöðv- unar gengisskráningarinnar. Við verðum á síðustu stundu, því við fáum síðustu vörurnar með skipi í dag klukkan 4, sem við ætlum að reyna að ná út í fyrramálið. Ann- ars verðum við örugglega að vinna í alla nótt. Við höfum hérna góð rúmteppi, svo við getum lagt okkur til skiptis ef þurfa þykir og það getur vel verið að við höfum hérna einhvern undir teppi meðan á sýningunni stendur," sagði Helgi Axelsson. „Við ætlum að mæta kreppunni með þvi að hafa úrval af vörum fyrir fatasaum, því við teljum að fólk komi til með að gera meira af því í framtíðinni að sauma á sig sjálft og nóg er til af saumavélum í landinu. í því sambandi erum við með ný efni sem við höfum aldrei verið með áður,“ sagði Helgi enn- fremur, en með honum í básnum voru Guðfinna Harðardóttir, kona hans, og Jóhanna Oddgeirsdóttir. Tölvublaöið — nýtt blað um tölvumál Næst vakti athygli okkar bás, sem merktur var Tölvublaðinu og þar sem við höfðum aldrei heyrt minnst á það blað áður, trufluðum við mann sem var að mála þar. I ljós kom að nafn mannsins var Kristján Svansson og að hann sá um útlitshönnun blaðsins. Við spurðum hann um blaðið. „Þetta er glænýtt blað, sem kemur í fyrsta skipti út á morgun. Það á að koma út á þriggja mánaða fresti og fjalla um tölvumál á ís- landi. Það hefði alveg mátt koma út fyrr, því þetta er það sem er í Guðmundur Ingason og Þórdls Jónsdóttir. Uhmjmdk Mbl. Gatjia. Kristján Svansson Frí vinstri Páll Pálsson og Gunnar Gunnarsson. sýninj fjölsk brennidepli í dag. Þetta er 92 síð- na blað og það er Tölvuútgáfan, sem stendur að útgáfunni og rit- stjóri þess er Helgi Örn Viggós- son. Þetta fyrsta tölublað fjallar um tölvuvæðinguna á íslandi. Meðal annars eru heimsótt fyrir- tæki, sem hafa tekið tölvur í sína þjónustu. Við erum á síðustu stundu með þetta, höfum unnið í kapp við tímann undanfarið við að koma blaðinu saman og núna er- um við að gera básinn kláran fyrir sýninguna. En þetta gengur, við náum þessu saraan áður en sýn- ingin opnar, ég efast ekki um það.“ Við spyrjum hvaða áhrif hann telji að sýning, sem þessi hafi. „Eg reikna með að hún hafi mjög mikið gildi fyrir þetta blað. Það er það fyrsta sinnar tegundar hér á landi og við munum safna áskrifendum og kynna blaðið eins og kostur er á sýningunni, þannig að við bindum miklar vonir við hana,“ sagði Kristján Svansson að lokum. Blómaskreytingamenn frá Hollandi Það næsta sem vekur athygli okkar, er mikið blómahaf sem er verið að koma fyrir á senunni í Höllinni. Við athugum þetta nán- ar og fram kemur, að Arnarflug, Blómaval og Goði eru í samein- ingu með einn bás á sinunni. Við tökum Gunnar Gunnarsson frá Auglýsingaþjónustunni og Pál Pálsson, sem vinnur hjá Blóma- vali tali. „Ég er eiginlega eini ís- lendingurinn hérna í sambandi við blómaskreytingarnar eins og er, því þetta eru meira og minna út- lendingar," sagði Páll. „Hollend- Bás Virku sf. Talin frá vinstri: Guðfinn dóttir og Helgi Axelsson. Guðmundur Karlsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.