Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 28
Síminn á afgreiöslunni er
83033
Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
JttflrgnnMíifoifo
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Úrskurðaður í
gæsluvarðhald
og geðheilbrigðisrannsókn
GKÍrrAR Sigurður Árnason, sem ját-
aA hefur aA vera valdur aA dauAa
annarrar frönsku stúlkunnar og aA
hafa misþyrmt hinni, var í sakadómi i
gær úrskurAaAur í gæsluvaróhald í 90
daga, eAa til 17. nóvember. Honum
var einnig gert aA sæta geAheilbrigð-
isrannsokn. Grctar Sigurður situr nú
í Hegningarhúsinu á Skólavörðustíg.
í gær luku rannsóknarlögreglu-
menn störfum í Skaftafelli og var
áformað að þeir kæmu til Reykja-
víkur síðla í gærkveldi og er störf-
um þeirra þar nú lokið. Þau hafa
einkum falist í skýrslugerð, auk
annarra rannsókna. Grétar Sigurð-
ur var ekki yfirheyrður af rann-
sóknarlögreglunni í gær, en hins-
vegar var tekin af honum skýrsla
fyrir dómi. Honum hefur enn ekki
verið skipaður verjandi. Hann hef-
ur eitthvað komið við sögu lögregl-
unnar áður, samkvæmt heimildum
Mbl.
Búist var við að foreldrar stúlkn-
anna og bróðir þeirra kæmu til Is-
lands seint í gærkveldi með Flug-
leiðavél. Var áformað að þá hittu
þau menn úr franska sendiráðinu,
en ekki er vitað hvenær Frakkarnir
halda utan.
Fasteignaverð á Stór-Reykjavíkursvæðinu:
Hækkun minni eigna
er 95—105% á ári
Heldur minni hækkun á stærri eignum
MIKII. hækkun hefur orðið á fast
eignum á Stór-Keykjavíkursvæðinu
á síAustu 12 mánuAum, samkvæmt
upplýsingum Mbl., en þó er tölu-
verður munur eftir því, hvort um er
að ræAa minni íbúAir eða stærri fast-
eignir. Hækkunin á minni íbúðum,
2—4ra herbergja, liggur á bilinu
95—105%, en hækkun stærri eigna
er á bilinu 75—90%.
Sem dæmi um hækkun fast-
eigna á Stór-Reykjavíkursvæðinu
síðustu tólf mánuðina má nefna,
að 2ja herbergja íbúð í Breið-
holtshverfi, sem kostaði fyrir ári á
bilinu 300—350 þúsund krónur,
kostar í dag á bilinu 630—700 þús-
und.
Annað dæmi er 4ra herbergja
íbúð í blokk, sem fyrir um tólf
mánuðum kostaði á bilinu
530—600 þúsund. Hún kostar í dag
á bilinu 1,0—1,2 milijónir króna.
Eins og áður sagði hafa stærri
eignir hækkað heldur minna og
sem dæmi um þá hækkun má
nefna raðhús á þremur hæðum í
Breiðholtshverfi. Slíkt hús kostaði
t.d. á bilinu 1,1—1,2 milljónir
króna fyrir ári síðan. Þetta sama
hús væri í dag selt á 1,9—2,1 millj-
ón króna.
Sýningin HeimiliA og fjölskyldan *82 verAur opnuA í dag klukkan 18.00 í
Laugardalshöll og verAur opin til 5. september. Auk sýningarinnar er
tívolí á svæAinu og þar munu koma fram akrobatar, töframaAur og
eldmaAurinn Roy Frandsen, sem sjá má hér á myndinni, en hann stingur
sér logandi ofan úr 16 metra háu mastri í lítiA ker fullt af vatni.
Sjá VÍAtÖ) VÍA sýnendur á mÍAopnU. Ljósmynd: Mbl.: Guðjón.
Þrír buðu
í Ikarus
ÞKJII tilboð bárust í strætisvagna af
Ikarus-gerA, sem borgarstjórn
Reykjavíkur samþykkti nýlega að
selja.
Þeir sem buðu í vagnana voru
Mosfellsleið hf. með tilboð í alla
vagnana upp á 1,2 milljónir,
Keflavíkurbær bauð í einn vagn og
var upphæðin 310 þúsund og
Kópavogsbær var með tvíþætt til-
boð. Það var annars vegar í einn
tiltekinn vagn, upp á 455 þúsund,
eða tvo vagna og hljóðaði það til-
boð upp á 550 þúsund. Tilboðin frá
Kópavogsbæ voru með þeim
ákvæðum að yrði öðru tilboðinu
tekið, feildi það hitt niður.
Stjómarskrárnefnd:
Fundi frestað
FOKSÆTISRÁÐHERRA frestaði i
fyrradag fundi stjórnarskrárnefndar
sem halda átti að Laugarvatni í gær
og í dag.
Ástæða frestunarinnar er að
sögn Gunnars G. Schram ráðu-
nauts hennar efnahagssamninga-
viðræður ríkisstjórnarinnar, en
þær hafa tekið allan tíma forsæt-
isráðherra, sem einnig er formað-
ur stjórnarskrárnefndar.
Að sögn Gunnars G. Schram er
reiknað með að boðað verði til
fundar í nefndinni í næstu viku.
Lítið miðar í samkomulagsátt um vísitölumálin í ríkisstjórn:
Alþýðubandalagið að guggna?
í GÆR benti ýmislegt til þess, að Alþýðubandalagið væri að guggna á
ákvörðunum flokksforystunnar um að standa með öðrum stjórnarliðum
að verulegri vísitöluskerðingu og gildistöku nýs vísitölugrundvallar, sem
samkomulag var komið um fyrir ríkisstjórnarfundinn í fyrradag. Síðustu
sólarhringa hefur gætt vaxandi deilna um þessar ákvarðanir mcðal
alþýðubandalagsmanna og innbyrðis sundurlyndi virðist færast í auk-
ana. Margt bendir til þess að það séu fyrst og fremst verkalýðsforingjar
Alþýðubandalagsins sem eru að herðast i andstöðu gegn ákvörðunum
flokksforystunnar.
I gær miðaði lítið sem ekkert í
samkomulagsátt innan ríkis-
stjórnarinnar, þrátt fyrir stöðug
fundarhöld ráðherranefndar og
efnahagsnefndar. Ráðherranefnd-
in lauk fundum sínum á tiunda
tímanum í gærkvöldi, og er Mbl.
náði sambandi við einn nefndar-
manna eftir fundinn sagði hann:
„Þetta er í þoku. Þessu lyktaði
ekkert, það verður bara haldið
áfram í fyrramálið." Nefndin
kemur saman á ný kl. 9 árdegis.
Ljóst er af viðtölum við stjórn-
arliða í gærdag, að alþýðubanda-
lagsmenn hafa gengið á bak þess
samkomulags sem búið var að
gera milli aðila ríkisstjórnarinnar
síðdegis á miðvikudag. Það vakti
athygli í gær, að Ólafur Ragnar
Grímsson sat fundi ráðherra-
nefndarinnar í gær í stað Svavars
Gestssonar, sem forfallaður var
sökum veikinda. Mbl. er kunnugt
um að a.m.k. öðrum af hinum
tveimur ráðherrum Alþýðubanda-
lagsins var ekki kunnugt um
„skyndilega innkomu" Ólafs Ragn-
ars þingflokksformanns í ráð-
herranefndina fyrr en síðdegis i
gær. Þá kom í ljós í viðtali við þá
sem sátu samningaviðræður ríkis-
stjórnarinnar í gær, að ljóst væri
að ólafur Ragnar hefði verið „al-
gjörlega heimildarlaus" í viðræð-
unum í gær.
Flestir viðmælenda blaðsins
töldu í gærkvöldi að Guðmundur
J. Guðmundsson hefði „sett kjark"
í verkalýðsarm Alþýðubandalags-
ins með yfirlýsingum sínum í
gærdag, eins og komist var að
orði. Einn stjórnarliða sem Mbl.
ræddi við sagðist bjartsýnn á að
samkomulag næðist, þó seint yrði.
„Það kemur dagur eftir þennan
dag,“ sagði hann og gaf hann í
framhaldi af því i skyn að hann
reiknaði siður með því að málin
yrðu afgreidd í dag.
Af framansögðu virðist því
ljóst, að djúpstæður ágreiningur
er enn milli stjórnaraðila, og einn-
ig eru menn ekki á eitt sáttir inn-
byrðis innan þingflokkanna. Rík-
isstjórnin hefur verið boðuð til
fundar kl. 15 í dag.
Þær voru til fyrirmyndar í alla staði
— segir Eggert Guömundsson um frönsku stúlkurnar
„ífTlILKlIRNAR voru hjá mér í
hálfan mánuð i vor, komu seint í
maí og fóru snemma í júní,“ sagAi
Eggert GuAmundsson á Melum í
Melasveit í samtali viA Morgun-
blaAiA, en hann hýsti um tima
frönsku stúlkurnar sem ráAist var
á á mánudagskvöld.
„Þannig var að ég ætlaði að fá
norska stúlku til starfa, en þá
komu frönsku stúlkurnar í Bún-
aðarfélagið og var ég spurður
hvort ég vildi lofa þeim að vera
einhvern tíma. Þær unnu dálítið
hjá mér að tilfallandi störfum,
en skoðuðu sig líka mikið um.
Stúlkurnar komu okkur ákaflega
vel fyrir sjónir, þær voru sér-
staklega almennilegar og reglu-
samar og gengu vel um. Þær
voru til fyrirmyndar í alla staði.
Þegar stúlkurnar fóru frá mér,
ætluðu þær í kringum Snæ-
fellsnes og kannski á Vestfirði
og áfram hringveginn," sagði
Eggert.
„Þetta voru menntaðar stúlk-
ur, sú yngri lauk stúdentsprófi í
vor. Sú eldri var líka menntuð og
vann hún við skrifstofustörf.
Hún hafði ferðast mikið og
okkur skildist að hún væri að
afla sér efnis í bók. Þetta voru
sérstaklega almennilegar stúlk-
ur og vorum við harmi slegin
þegar þetta fréttist," sagði Egg-
ert Guðmundsson að lokum.
„ÞÆR VORU hér seinnipartinn í
júní og dvöldu í þrjár vikur," sagði
Jón Sverrir Garöarsson, mjólkur-
samlagsstjóri á PatreksfirAi.
„Ég sá þær fyrst þegar ég var
á leið út í sveit og tók þær upp.
Síðar komu þær í heimsókn, en
þær hugðust halda áfram ferð-
inni fljótlega. Þá lýstu þær
áhuga sínum á að komast í fisk-
vinnu, og þá benti ég þeim á að
leita til hraðfrystihússins hér á
staðnum til að fá sér vinnu, sem
þær og gerðu. Þær unnu svo hér
í þrjár vikur og bjuggu í húsnæði
hraðfrystihússins, en komu ann-
að slagið í heimsókn til okkar
hjónanna," sagði Jón Sverrir.
„Stúlkurnar voru prúðar, þær
hvorki neyttu áfengis né reyktu
og voru reglusamar í hvívetna.
Þegar þær dvöldu hér voru dans-
leikir haldnir, eins og gengur og
gerist og ég held að þær hafi
aldrei sótt þá staði. Ég vissi að-
eins til þess að þær fóru einu
sinni í bíó þessar þrjár vikur.
Yngri systirin hafði mikinn
áhuga á að koma til Islands. Þær
voru mikið að hugsa um að fara
til einhvers Norðurlandanna og
þá jafnvel til Noregs. En sú
yngri vildi fara til íslands og það
varð úr að þær komu hingað.
Stúlkurnar létu vel af dvöl sinni
þegar þær voru hér og sögðust
alls staðar hafa fengið mjög góð-
ar móttökur og voru þær mjög
ánægðar með ferðina. Þær heim-
sóttu okkur í þrjú eða fjögur
skipti þær þrjár vikur sem þær
voru hér. Þær virtust vera reglu-
lega vel gefnar stúlkur og vel
menntaðar og ræddum við við
þær um heima og geima. Sú eldri
hafði ferðast víða um heim,“
sagði Jón Sverrir.
„Við urðum harmi slegin þeg-
ar þetta fréttist og hringdum
strax á sjúkrahúsið til að fá
staðfestingu á þessu. Allir
starfsmenn hraðfrystistöðvar-
innar hér á Patreksfirði, auk
okkar hjónanna, tóku sig saman
og sendu Marie samúðarkveðjur
og blóm og sýnir það hug fólks-
ins hér á staðnum til stúlkn-
anna,“ sagði Jón Sverrir Garð-
arsson.
Urðum harmi slegin, segir Jón Sverrir Garðarsson á Patreksfirði