Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 3 Flugfélag Norðurlands hf.: Hagnaður, en erfið lausafjárstaða AÐALKUNDUR Flugfélags Norður- lands hf. var haldinn 10. ágúst sl. Heildarvelta 1981 var kr. 10.990.266,00 og hagnaður kr. 219.725,00. Þótt reksturinn gengi vel á sl. ári var lausafjárstaðan fremur erfið. Nær öll föst lán félagsins eru hjá erlendum bönkum, segir í frétta- tilkynningu frá félaginu. Félagið á 6 flugvélar og flugu þær samtals 3.839 stundir á veg- um þess 1981. Ein þessara flugvéla af Twin Otter-gerð var leigð Flugleiðum hf. mest allt árið. Fluttir voru 20.042 farþegar á áætlunarflugi, sem er 14% auk- ning frá árinu áður. Vöruflutn- ingar jukust einnig verulega, eða um 35% í 329 tonn. Áætlunarflug er frá Akureyri til ísafjarðar, Siglufjarðar, Grímseyjar, Húsa- víkur, Kópaskers, Raufarhafnar, Þórshafnar, Vopnafjarðar, Egils- staða og til Reykjavíkur um Ólafsfjörð. Leiguflug til útlanda óx veru- lega frá því sem áður hefur verið, en Mitsubishi-skrúfuþotan, sem keypt var á árinu, hentar mjög vel til slíkra verkefna. Twin Otter var á Grænlandi einn mánuð sam- fleytt í þágu danskra aðilja, en auk þess voru margvísleg verkefni önnur á Grænlandi. Flogin voru 77 sjúkraflug auk þess sem fjöldi sjúklinga var flutt- ur með áætlunarflugvélunum. Mikið annríki var á flugvéla- verkstæði félagsins á Akureyrar- flugvelli. Þar vinna 5 flugvirkjar ásamt aðstoðarmanni. Auk þess að annast allt viðhald eigin flug- véla, sér verkstæðið um viðhald flugvéla Flugfélagsins Arna hf. flestra einkaflugvéla á Akureyri auk varahlutasölu. Félagið hefur með höndum alla afgreiðslu flugvélaeldsneytis á Akureyrarflugvelli. Starfsmenn voru 17 að meðal- tali 1981. Úrslitaleikir Evrópu- keppninnar sýndir beint SJÓNVARPIÐ hefur gert samning til fjögurra ára um beinar útsend- ingar úrslitaleikja í Evrópukeppn- inni í knattspyrnu. Á næstu fjórum árum verða því úrslitaleikir bikar- keppni og meistarakeppni Evrópu sýndir beint hér á landi. Góðar sölur á Bretlandi FJÖGUR islenzk fiskiskip seldu afla sinn á Bretlandi i gær og fyrradag og fengu þau öll gott verð fyrir hann. í fyrradag seldi Sæljónið SU afla sinn, 44,7 lestir í Grimsby. Heildarverð var 540.000 kr. og meðalverð á kíló 12,10. Talsvert var af ufsa í aflanum. í gær seldi Höfrungur II 56,6 lestir, mest þorsk, í Grimsby. Heildarverð var 870.500 krónur, meðalverð 15,39. Þá seldi Lyngey SF 25,7 lestir í Hull í gær. Heildarverð var 402.700 krónur, meðalverð 15,66. Dalaröst ÁR seldi einnig í Hull í gær 64,8 lestir af þorski og ufsa. Heildarverð var 779.700 krónur, meðalverð 12,03. I dag mun eitt skip, Einar Bene- diktsson, selja afla sinn, um 100 lestir, í Hull. Að sögn Bjarna Felixsonar, íþróttafréttamanns hjá sjónvarp- inu, hefur lengi verið áhugi á að fá þessa leiki til beinnar útsend- ingar, en vegna þess að semja hef- ur orðið um það til fjögurra ára, hefur ekki verið hægt að ganga frá því máli fyrr en nú. Þá mun vænt- anlega einnig reynt að sýna úrslit í UEFA-keppninni, en um það verður að semja sérstaklega. Áuk þessa verða svo væntanlega úrslitaleikir í ensku knattspyrn- unni sýndir beint eins og gert var síðastliðinn vetur. Þá hefur einnig verið athugaður möguleiki á því að sýna ensku deildarleikina beint, en að sögn Bjarna hefur nú verið samið um sýningar á þeim leikjum á sama hátt og verið hefur, það er leikirn- ir verða sýndir viku gamlir. Þó sagði Bjarni hugsanlegt að ein- hverjir deildar- eða bikarleikir yrðu sýndir beint. Útsendingar frá ensku knattspyrnunni hefjast laugardaginn 28. þessa mánaðar með svokölluðum Charity Shield- leik, sem að þessu sinni verður á milli Liverpool og Tottenham, Englandsmeistara og bikarmeist- ara síðasta keppnistímabils. Sama dag hefst enska deildakeppnin. Feröamálasamtök Vesturlands: Eldri borgarar fá 30% afslátt á gistingu FERÐAMÁLASAMTÖK Vestur- lands hafa tekið þá ákvörðun, að frá og með 25. ágúst nk til 31. október verði öllum eldri borgurum, 67 ára og eldri, veittur 30% afsláttur á gist- ingu á hótelum á Vesturlandi. I fréttatilkynningu frá samtök- unum segir að þetta gildi fyrir eft- irtalin hótel: Hótel Akranes, Hótel Borgarnes, Hótel Búðir, Hótel Sjó- búðir, Ólafsvík, Hótel Stykkis- hólm og Hótel Bjarg, Búðardal. Norræn farandsýning í Norræna húsinu SÝNING á teikningum, sem hingað kem- ur frá Noregi, verður opnuð 1 Norræna húsinu á laugardag, 21. ágúst. Þetta er norræn farandsýning. llm sýninguna seg- ir í fréttatilkynningu fri Norræna húsinu: „Aðdragandi þessarar sýningar er sá, að Norræna listamiðstöðin í Sveaborg í Finnlandi sem hóf starfsemi sína 1978, bauð í árslok 1980 norrænum lista- mönnum að taka þátt í stórri sýningu á teikningum, og 600 listamenn sendu 3.000 teikningar þangað. Þriggja manna dómnefnd, skipuð Per Bjur- ström frá Nationalmuseet í Stokk- hólmi, Sam Vanni frá finnsku aka- demíunni og Tage Martin Hörling frá Norrænu listamiðstöðinni, valdi síðan úr 162 teikningar eftir 52 listamenn. Jafnframt ákvað dómnefndin að bjóða nafnkunnum teiknara frá hverju Norð- urlandanna að sýna, og af íslands hálfu var Kristjáni Davíðssyni boðið, frá Danmörku var Jorgen Romer boðið, frá Finnlandi Ulla Rantanen, frá Noregi Aase Gulbranden og frá Svíþjóð Lenu Cronquist. Aðrir íslendingar sem myndir eiga á þessari sýningu eru Sig- rún Guðjónsdóttir, Sigurður Þórir Sig- urðsson og Valgerður Bergsdóttir. í veglegri sýningarskrá eru nokkrar greinar um teikningar, og þar skrifar Bragi Ásgeirsson um íslenska teikni- list. Sýningin verður opin daglega frá kl. 14—19 til 5. september." KOMA Wrangler jakki áöur 495 Nú 250.- Wrangler jakki Áöur 449 Nú 220.' Gaberdine buxur Áöur 495.- Nú 250.- Gaberdine jakki Áður 850,- Nú 425.- Allir kjólar í Garbo kosta núna kr. 300.- Ullar flannel buxur Áður 550. Nú 275.- Sumarútsalan heldur áfram og að auki byrjum við með sértilboðin á ýmsum vörum: íBjl KARNABÆR I ~ AUSTURSTRÆTI 22, LAUGAVEGI 66, GLÆSIBÆR. Simi Irá skiptiborði 85055 i&wtm 2. hasö Sími 85055 Latigmgi 20 Smti tri tkipHbordt 85055

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.