Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982
Hefur Purrkur Pillnikk
sunglð sitt síðasta?
HEFUR Purrkur Pillnikk sungid
sitl síðasta? Þessari spurningu
velta menn nú fyrir sér í kjölfar
oröróms þess efnis, að hljómsv-
eitin væri aó hætta.
Eigi alls fyrir löngu, á tónleik-
um sveitarinnar á Hótel Borg,
kom þetta umræöuefni upp. Fátt
var um svör, utan hvaö réttur var
fram miði, sem á stóö P.P.R.I.P.
(reyndar var stæröfræöitákniö pí
notað fyrir pé-in tvö i klausunni).
Eins og gefur að skilja vakti
þessi stafaröö nokkra undrun
manna. Fæstir fengu nokkurn
botn í hana en kunnugir segja aö
hér hafi þeir félagar verið að
storka eigin endalokum í góölát-
legu gríni (Purrkur Pillnikk Rest
In Peace).
Einar Örn Benediktsson,
söngvari/raddari sveitarinnar,
sagöi fyrst er hann var spuröur
hvort rétt væri aö hljómsveitin
væri að fara í hundana: „No
comment.” Án þess aö segja
nokkuö með berum oröum lét
hann í það skína, aö ekki væri
allt eins og á væri kosiö í sveit-
inni.
Vitaö er meö vissu, aö bæöi
Ásgeir, trommuleikari, og Friörik,
gítarleikari, eru önnum kafnir viö
sína vinnu. í óformlegu sþjalli viö
Járnsíöuna lét Ásgeir þess getiö,
að þaö gæti allt eins fariö svo aö
hljómsveitin hætti, a.m.k. hann
og Friðrik, og raunar væri þaö
alls ekki ólíklegt.
Fjórða plata Purrksins, og þá
væntanlega sú síöasta, er um
það bil aö líta dagsins Ijós. Veröi
sú ákvörðun ofan á, að hljóm-
sveitin hætti störfum, er þessi
fjóröa plata þeirra veröugur
minnisvaröi.
Einar Örn og Bragi, brosmildir é þasaari mynd, an veröa kannski
þungbúnari ef Purrkur Pillnikk hættir.
Smáfréttir
að utan
SVEINARNIR vinsælu í Bee Gees
hafa nú tilkynnt, aó þeir hyggist
taka sér hlé frá störfum, a.m.k.
fram til ársins 1984. Barry Gibb
og bróðir hans Robin hyggjast
báðir gefa út sólóplötur á næst-
unni, en ekkert slíkt hefur frést af
þeim þriðja, Maurice. Fjórði bróö-
irinn, Andy, grætur enn konu-
missinn.
MAN einhver ennþá eftir Johnny
nokkrum Logan? Hann bar sigur
úr býtum í Eurovision-sönglaga-
keppninni 1980 meö laginu
„What’s Another Year". Ný plata
hans „Oriental Eyes" er nýveriö
komin út.
RAY Charles er söngvari feiki-
vinsæll og hefur verið í þrjá ára-
tugi. Þessi blindi blökkumaöur er
nú 51 árs, en lætur ekki aldurinn
aftra sér frá tónleikalífinu. Heldur
hann enn hátt í 300 tónleika á ári
og teílir þess á milli. Segist ekki
geta hugsaö sér aö fara aö slappa
af strax.
Leiðrétting
OKKUR varð aöeins á í mess-
unni hér á Járnsíöunni á sunnu-
dag. Þar sögöum við lagið
„Drowning in Berlin" vera meö
Spliff. Þaö er alls ekki rétt. Lag-
iö er eign Mobiles. Hins vegar
var ætlunin að vekja athygli á
lagi Spliff „Heute nacht". Ger-
um það hér meö.
SSv.
Tónleikar
Eyeless in
Gaza í vikunni
TONLEIKAR þeirra augnlausu,
Eyeless in Gaza, verða nú í
víkunni. Dúettinn kemur til
lands í dag, miövikudag, og
efnir til tónleika á ísafiröi á
morgun kl. 21. Samhliöa tón-
leikunum verður myndlistar-
sýning opnuð í bókasafninu á
staðnum.
Siöari tónleikar þeirra Mart-
yn Bates og Peter Becker
verða í Tjarnarbíói á sunnudag.
Hefjast þeir einnig klukkan 21.
Verð aðgöngumiöa á þessar
uppákomur er kr. 120. Forsala
miöa er þegar hafin. Á isafirði
geta menn höndlað miöa í
versluninni Eplinu, en í höfuö-
borginni eru þaö Fálkinn, versl-
unin Stuö og Gramm, Vestur-
götu 53, sem sjá um miöasölu.
„Heimabakaðar" plötur
með AC/DC væntanlegar
Angus Young, gítarleikari og höf-
uðpaurAC/DC.
ADDAENDUR AC/DC ættu að
gleðjast viö þessa frétt. Steinar
hafa ákveðið aö hefja framleiðslu
á eldri plötum sveitarinnar og
verður líkast til hafist handa meö
Back in Black og Highway to Hell.
Sú fyrrnefnda, fyrsta framlag nýja
söngvarans Brian Johnson í
sveitinni, er af flestum aödáend-
um AC/DC talin besta plata
þeirra til þessa. Highway to Hell
inniheldur m.a. samnefnt lag,
sem náði feikivinsældum.
Síðasta plata hljómsveitarinnar,
To Those About to Rock, hefur
selst í hátt á annaö þúsund eintök-
um hér á landi, þannig aö sýnt
þykir að aödáendur hljómsveitar-
innar eru fjölmargir. Ekkert hefur
enn frést af nýrri breiöskífu frá
AC/DC, en vænta má plötu frá
þeim ööru hvoru megin viö áramót
ef aö líkum lætur.
Gægst inn í hugmyndaheim þýsku nýbylgjunnar:
„Mér
mjög
finnst þetta vera
gáfulegur texti“
Svo virðist, sem
þýskar hljómsveitir
séu óðum að ná fót-
festu á heimavelli eftir
áralanga einokun
bandarískra og
breskra rokksveita.
Til marks um þaö má
nefna, að fyrir nokkru
var efnt til rokkhátíð-
ar, sem eingöngu
bauð upp á þýskar
hljómsveitir. Rúmlega
14.000 manns sóttu
hana, en aöeins 8.000
komu til að sjá Status
Quo, sem hafa átt
óhemju velgengni að
fagna hjá Þjóðverjum,
og Joan Jett, sem tróð
upp sama kvöldið.
Vinsælustu
hljóm-
sveitirnar á þessum
vettvangi eru D.A.F.,
Deutsche Amerik-
ansche Freundschaft
(Þýsk-ameríska vin-
áttusambandiö) og
Das Wirtschaftswund-
er (Efnahagsundriö).
Lögin eru einföld og
sömuleiðis textarnir.
Sumir segja að þeir
endurspegli afstööu
unglinganna til þess
þjóðfélags, sem for-
eldrar þeirra byggöu
upp eftir lok síðari
heimsstyrjaldarinnar
1945.
Gott dæmi um ein-
falda textagerö er text-
inn viö lagið „Da, da,
da“. Hann er ekki ann-
ar en framangreind orö
ef undan er skilinn kafli
þar sem meðlimir
hljómsveitarinnar Trio
syngja: „lch liebe dich
nicht, du liebst mich
nicht” (Ég elska þig
ekki og þú elskar mig
ekki).
Höfundur lagsins og
textans, Stefan
Remmler, segir aö
hann hafi fengiö hug-
myndina aö hluta til frá
sjónvarpsauglýsingum
og aö hluta hafi þaö
oröið til er hann velti
fyrir sér samskiptum
fólks nú á dögum.
„Mér finnst þetta vera
mjög gáfulegur texti.“
Þýska tvigengisvélin,
D.A.F., nýtur mikillar
hylli jafnt í heimalandi
sinu sem annars stað-
ar i Evrópu.
Hvaö sem þeirri yfir-
lýsingu líöur þarf hann
ekki aö kvarta. Lítil
plata meö þessu lagi
hefur selst í 1,1 milljón
eintaka í V-Þýskalandi.
Enska útgáfa lagsins
komst upp í 4. sæti
enska vinsældalistans
og ekki ber á ööru en
þaö hafi náö aö skjóta
rótum hér á Fróni.
Eftir aö hafa hlustaö
á breska og banda-
ríska popptónlist í ára-
raöir hafa v-þýskir
unglingar fundiö
eitthvaö viö sitt hæfi
og það meira aö segja
innlent fyrirbrigöi, sem
þeir nefna Tevtóna-
pönk, þýsku nýbylgj-
una.
í einu vinsælustu
laganna í V-Þýskalandi
i dag má heyra viölög á
borö viö „Dance the
Adolf Hitler“ og
„Dance the Mussolini".
Þótt pönkiö hafi aö
mestu leyti sungið sitt
síðasta í Englandi og
víöar, a.m.k. veröur
blómskeiöi þess aö
teljast lokið fyrir
nokkru, er því ekki
þannig fariö. Þýskir
unglingar kunna greini-
lega vel viö aö heyra
texta á móöurmálinu
viö hina grófu pönk-
tónlist, sem fellur vel
aö þýskum grófyrðum.
poppfréttir