Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 21 Sparifjáreigendiir — er verðtryggingin í hættu? eftir dr. Pétur Blöndal tryggingafrœðing I morgun, þegar ég var að koma mér á ról, heyrði ég í einum lands- feðranna syngja sönginn sinn um vandamálin sem að þjóðinni steðja og hvað hann ætli nú til bragðs að taka til þess að forða okkur Islendingum frá voðanum. Og svo hóf Steingrímur (en svo heitir landsfaðirinn) að tíunda bjargráð sín. Hlustaði ég eins og gengur á sönginn góða með öðru eyranu. En allt í einu heyrði ég tóna, sem ég hafði lengi óttast í leyndum kimum huga míns að ég myndi heyra og ég glaðvaknaði. Steingrímur hóf nefnilega að tala um að það þyrfti að „breyta" grundvelli vísitölu lánskjara, en hún hefur verið notuð til þess að tryKgja okkur sparifjáreigendum að greiddar séu til baka þær krón- ur, sem við felum bönkunum til varðveislu. Var á ráðherranum að skilja að ekki væri eðlilegt að sparifé hækkaði í takt við verð- bólguna (ryki upp úr öllu valdi) á meðan verðbætur á laun alls al- mennings væru skert. Hver skyldi nú vera tilgangur- inn með þessari yfirlýsingu? Á nú að fara að berja aftur á sparifjár- eigendum eins og gert hefur verið undanfarin 40 ár með þeim hörmulegu afleiðingum að frjáls sparnaður hvarf og vék fyrir óráð- síu og eyðslu? Telur formaður Framsóknarflokksins að sparnað- ur sé orðinn of mikill eða hvað? Er lánsfé ails staðar að fá? Hvað eru menn þá að tönglast á vandræðum Húsnæðismálastjórnar? Telur Steingrímur það vera holla nær- ingu fyrir það veikburða blóm, sem hinn nýi sparnaður á verð- tryggðum reikningum er, að koma með svona yfirlýsingar? Eykur þetta traust manna á verðtryggð- um innlánum og spariskírteinum, sem einnig eru bundin vísitölu lánskjara? Ráðherrann má vita það, að verði hróflað við vísitölu láns- kjara, þá tek ég alla aurana mína út af verðtryggðu reikningunum og fer að eyða eins og hinir (kaupi t.d. óþarfa togara) og aldrei skal ég kaupa spariskírteini framar. Og ég mun ráðleggja öllum öðrum sparifjáreigendum að gera slíkt hið sama. I)r. Pétur Blöndal Steingrímur talar um að láns- kjaravísitalan rjúki upp úr öllu valdi á meðan kaupgjaldsvísitala sé skert. En hann gleymir því, að launþegar fá einnig grunnkaups- hækkanir annað slagið. Ég veit ekki til þess að innlán hafi fengið grunnkaupshækkun í nóvember og í júlí sl. umfram vísitölu. Það er hugsanaskekkja að bera saman kaupgreiðsluvísitölu, sem er skert öðru hverju til þess að taka aftur óraunhæfar grunnkaupshækkan- ir, og lánskjaravísitölu. Nærri sanni væri að bera saman ráðstöf- unartekjur og vísitöluna og þar er ekki mikill munur á hækkunun- um. Það hefur heyrst áður á um- ræddum landsföður, að hann er ekki mikill vinur raunvaxta enda plataður til þess að fallast á þá. Honum og öðrum andstæðingum frjáls sparnaðar (því sparnaður verður enginn, ef sá sem sparar á eilíft að tapa á því) vil ég benda á eftirfarandi augljós sannindi: Ef einhver á að sleppa því að kaupa sér litasjónvarp, vídeótæki, skíða- útbúnað, nýjan bíl o.s.frv. og leggja hluta af launum sínum á bankabók, þá verður hann að treysta því að hann geti keypt þessi gæði seinna. Það er þetta traust, sem reynt hefur verið að byggja upp undanfarið. Ef traustið hverf- ur, þá verður vandi atvinnulífsins svo stórfelldur, að ekki verður við ráðið, því fyrirtækin þurfa lán til þess að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir. Og þetta á ekki hvað síst við Samvinnuhreyfing- una, sem hefur mikið fé að láni. Reykjavík, 17. ágúst 1982. Enn um ferju yfir Breiðafjörð eftir Þorvald Þorvaldsson Miðvikudaginn 14. júlí sl. birtist í Morgunblaðinu grein eftir undir- ritaðan undir fyrirsögninni: „Hvað á að gera við gömlu Akra- borgina?" Benti ég þar á, að skipið mundi henta vel sem ferja yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi að Brjánslæk. Hlakkaði ég til að sjá viðbrögð Vestfirðinga því að mér þótti málið varða þá nokkuð. Liðu nú nær fjórar vikur, að ég elti sólina kringum landið og sá ekki blöð nema slitrótt. Þegar heim kom tókst mér ekki að finna önnur viðbrögð en ályktun sýslu- nefndar Vestur-Barðastrandar- sýslu, en þar segir m.a.: „Sýslunefnd Vestur-Barða- strandarsýslu leggur þunga áherslu á, að ekki verði stigið skref aftur á bak frá því sem verið hefur, heldur verði horfið að því ráði að byggja haganlega hannaða bílferju sem annað geti flutninga- þörfinni yfir Breiðafjörð. í því sambandi vísar nefndin til ályktana sinna í þessu máli. Benda má á sem líklega lausn nýja teikningu af bílferju fyrir 15 bíla, sem Bátalón hf. í Hafnarfirði hefur gert að tilhlutan Flóabáts- ins Baldurs hf.“ Svo mörg voru þau orð. Sé hér ekki stigið skref aftur á bak, þá er skrefið fram á við ekki stórt, eða ályktunin af stórhug gerð. Það er stokkið úr 12 bílum upp í 15. Vita menn annars hver flutningaþörf yfir Breiðafjörð er? Þegar Akraborgin var keypt til Akraness árið 1974 voru fjölda- margir bæjarbúar og áhrifamenn um land allt, sem töldu skipið allt of stórt, og þegar vegurinn batn- aði fyrir Hvalfjörð, færi enginn maður með skipinu. En hvað hefur gerst? Vegurinn fyrir Hvalfjörð hefur batnað mikið síðan, en bíla- flutningar milli Reykjavíkur og Akraness aukast samt jafnt og þétt. Með tilkomu nýjustu Akra- borgarinnar aukast þeir enn þrátt fyrir verulegar vegabætur á vegin- um hér á milli í sumar. Nú er svo komið, að bæði skipin eru meira og minna í förum, og nú er ef til vill óvíst, að eldri Akra- borgin standi Breiðfirðingum og Vestfirðingum lengur til boða. Það er afar erfitt að áætla slíka þörf sem þessa fyrirfram, því það sýnir sig jafnan, að bætt og aukin þjónusta skapar alltaf nýja við- skiptavini, sem enginn reiknaði með. Ferja yfir Breiðafjörð á ekki einungis að hafa það að markmiði að leysa úr brýnustu flutningaþörf dagsins í dag, heldur á hlutverk hennar að vera að opna Vestfirð- ina fyrir landsmönnum og ferða- fólki almennt og rjúfa einangrun þessa afskekkta landshluta. Það gerir engin 15 bíla ferja. Með byggingu slíkrar kænu er einungis verið að hjakka í sama farinu. í landinu eru nær 80 þúsund bíl- ar, og þeim er ekið um landið vítt og breitt. Fleiri og fleiri óska fremur eftir því að sitja í setustof- um Akraborgar í klukkutíma heldur en að aka 100 km allgóðan veg, og án þess að spara sér nokk- urn tíma svo að heitið geti. Hversu margir myndu þá ekki vilja spara sér að aka 200 km veg, grýttan og ójafnan um heiðar og háfjöll og kringum marga endalausa firði. Það þarf meira en 15 bíla ferju til að fullnægja þeim óskum. Vegamál Vestfirðinga hafa oft verið á dagskrá í fjölmiðlum. Er þá efst á baugi hvernig unnt sé að halda vegi opnum til ísafjarðar meiri hluta ársins. í þessu máli eru ekki allir á eitt sáttir og er það að vonum. Það hefur einnig sýnt sig, að Vestfirðirnir hafa klofnað mjög í þessu máli. ísfirðingar og Djúpmenn vilja veg um Strandir, en það þjónar ekki öðrum byggð- um á vestanverðum kjálkanum. Hér er hins vegar mál, sem þjónar öllum byggðum á Vestfjörðunum allt til Isafjarðar og Bolungavík- ur. Ég hygg, að ef göng yrðu grafin Þorvaldur Þorvaldsson gengið Breiðadalsheiði svo að losna megi við efsta klifið í henni, þá megi lengi halda opnum vegi milli Vatnsfjarðar og Isafjarðar, því að vegurinn á þessari leið er allhár og vel byggður. Mér sýnist því, að Vestfirðingar ættu að sam- einast um þessi tvö mál í vegabót- um sínum, göng í gegnum Breiða- dalsheiði og almennilega bílferju yfir Breiðafjörð. Jafnframt ættu þeir að setja teikninguna af 15 bíla-ferjunni á Byggðasafn Vest- fjarða, hún á hvergi heima nema þar. Akranesi, 16. ágúst 1982, Þorvaldur Þorvaldsson Sendiherra Bandaríkjanna veitir íslenzkum sjómönnum viðurkenningu ÞANN 18. ágúst sl. fór fram athöfn um borð í bandaríska strandgæslu- skipinu „Northwind", þar sem það lá við Sundahöfn. Við þetta tækifæri þakkaði sendiherra Bandaríkjanna, Marshall Brement, íslenskum skipa- félögum og sjómönnum fyrir þeirra þátttöku í samræmdu björgunar- kerfi sem kallast „The Automated Mutual Assistance Vessel Rescue System“ (AMVER). AMVER er áætlun handarísku strandgæslunnar um samræmda þátttöku allra skipa í neyðartil- fellum. Daglega fylgist hún með um 2500 skipum frá yfir 90 lönd- Jafnframt því sem sendiherr- ann veitti framangreindar viður- kenningar veitti hann áhöfnum á Bakkafossi og Skaftafelli sérstök viðurkenningarskjöl og forstjóra Eimskipafélags íslands var veitt sérstök viðurkenning fyrir þátt þeirra í AMVER-neyðarþjónustu bandarísku strandgæslunnar. All- ir þessir aðilar hafa lagt sitt af mörkum til eflingar öryggis á honum ýmsu sjóleiðum. Fréttatilkynning. Leiðrétting í VIÐTALI við Brand Stefánsson í Vík í Mýrdal sem birtist í Mbl. 15. ágúst sl. var haft eftir fyrsta er- indi kveðju sem honum var send sjötugum. Höfundur kveðjunnar var Jóhann Magnús Hallgrímss en ekki Jóhann Magnússon eins prentað var. En Jóhann, sem v frá Ytri-Sólheimum, orti jafn aðeins undir nafninu Jóha Magnús. Mbl. biðst velvirðingar prentvillu þessari. TIL fSLAHDS Lestun í erlendum höfnum AMERÍKA PORTSMOUTH Goöafoss 23. ágúst Fjallfoss 24. ágúst Mare Garant 3. sept. Fjallfoss 13. sept. Laxfoss 17. sept. NEW YORK Goóafoss 25. ágúst Mare Garant 6. sept. Fjallfoss 15. sept. HALIFAX Goðafoss 27. ágúst Hofsjökull 27. sept. BRETLAND/ MEGINLAND ROTTERDAM Alafoss 23. ágúst Eyrarfoss 30. ágúst Alafoss 6. sept. Eyrarfoss 13. sept. ANTWERPEN Alafoss 24 ágúst Eyrarfoss 31. ágúst Alafoss 7. sept. Eyrarfoss 14. sept. FELIXSTOWE Alafoss 25. ágúst Eyrarfoss 1. sept. Alafoss 8. sept. Eyrarfoss 15. sept. HAMBURG Alafoss 26. ágúst Eyrarfoss 2. sept. Alafoss 9. sept. Eyrarfoss 16. sept. WESTON POINT Helgey 1. sept. Helgey 14. sept. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Mánafoss 30. ágúst Mánafoss 13 sept KRISTIANSAND Laxfoss 1. sept. Múlafoss 15. sept. MOSS Dettifoss 24. ágúst Laxfoss 31. ágúst Dettifoss 7. sept. Múlafoss 14. sept. GAUTABORG Dettifoss 25. ágúst Mánafoss 1. sept. Dettifoss 8. sept. Mánafoss 15. sept. KAUPMANNAHÖFN Dettifoss 26. ágúst Mánafoss 2. sept. Dettifoss 9. sept. Mánafoss 16. sept. HELSINGBORG Dettifoss 27. ágúst Mánafoss 3. sept. Dettifoss 10. sept. Mánafoss 17. sept. HELSINKI Laxfoss 24. ágúst Múlafoss 8. sept. Laxfoss 22. sept GDYNIA Laxfoss 27. ágúst Múlafoss 10. sept. Laxfoss 24. sept. HORSENS Laxfoss 30. ágúst Múlafoss 13. sept. Laxfoss 27. sept THORSHAVN Dettifoss 16. sept VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -framog til baka frð REYKJAVÍK alla mánudaga frá iSAFIRÐI alla þriöiudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP SÍMI 27100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.