Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 3 Heimilið ’82 opnaði í gær Sýningin Heimilið og fjölskyldan ’82 var formlega opnuð í gær klukkan 16.00 í Laugardalshöllinni. Það var Tómas Árnason, viðskiptamálaráðherra, sem það gerði. Aðrir sem ávörp fluttu voru Davíð Oddsson, borgarstjóri og Guðmundur Einarsson, framkvæmda- stjóri sýningarinnar. Sýningin er opin um helgar frá 13—23 og virka daga 15—23. Myndirnar eru frá opnun sýningarinnar. íslensk stúlka hvarf á Rimini ÁTJÁN ára íslensk stúlka hvarf fyrir nokkrum dögum á Rimini á Ítalíu og hefur síöan ekkert til hennar spurst. Lögreglu var þegar gert viðvart og hefur verið leitað að stúlkunni, en árangurslaust. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, var stúlkan í fimm manna hópi ásamt foreldrum sínum. Hún kvaðst ætla að fara á diskótek siðastliðið laug- ardagskvöld og um eittleytið þá um nóttina sagði hún við sam- ferðafólk sitt að hún ætlaði að halda heim á hótel og hugðist hún fara í strætisvagni. Síðan hefur ekkert til hennar spurst. Hvarf stúlkunnar var strax til- kynnt til lögreglunnar og hefur hennar verið leitað síðan. Hún kom ekki á flugvöllinn þegar ferðafélagar hennar héldu til ís- lands. Hugsanlegt er talið að hún hafi kynnst innfæddum aðilum og dvelji í þeirra hópi. „Fréttin reiðarslag“ — segir bróðir frönsku stúlknanna Bahuaud-hjónin, foreldrar frönsku stúlknanna sem ráðist var á á Skeiðarársandi fyrr í vikunni, heimsóttu dóttur sína á Borgarspít- alann í gær ásamt syni sínum. Hingað komu þau í boði Flugleiða og munu dveljast hér á landi fram yfir helgi eða þar til óhætt verður að flytja dóttur þeirra til Frakk- lands. Hjónin virtust niðurdregin og vildu ekki ræða við blaðamenn, en sonur þeirra, Francois, ræddi lítillega við þá. Sagði hann að fréttin um harmleikinn hefði verið fjölskyldunni mikið reið- arslag, einkum þar sem von hefði verið á systrunum heim á sunnudag. Hann sagði að þrátt fyrir þetta væri fjölskyldan ekki bitur út í íslensku þjóðina og væru þau undrandi á hinni miklu samúð sem allir íslend- ingar sem þau hefðu hitt sýndu þeim. Þetta atvik yrði ekki til þess að samband landanna tveggja versnaði, heldur hitt að samúðin tengdi löndin enn sterkari böndum. Þá sagði Francois að systur sinni heilsaðist vel, en hún talaði stöðugt um afdrif systur sinnar. Hann sagði síðustu aðgerð hafa tekist vel og hann væri viss um að systir sín væri í góðum hönd- um á Borgarspítalanum. „í annað sinn á átta mánuðum hafa orðið truflanir á gjaldeyris- viðskiptum þjóðarinnar og gjald- eyrisdeildum bankanna lokað um lengri tíma vegna þess, að ríkis- stjórnin er ekki tilbúin með ákvarðanir í efnahagsmálum og frestar að taka afstöðu til tillagna Seðlabanka Islands um gengis- skráningu islenzku krónunnar. í ársbyrjun liðu 14 dagar án þess að gengi væri skráð og nú eru engar yfirlýsingar gefnar, hvenær geng- isskráningar megi vænta að nýju. Þetta ástand, sem nú hefur myndazt, er ekki hægt að una við. Dráttur á gengisskráningu tefur uppgjör viðskiptakrafna og skaðar því viðskiptatraust okkar erlendis. Þessi dráttur truflar einnig allt viðskiptalíf, hvort sem um er að ræða útflutnings- og innflutn- ingsverzlun eða framleiðslu- starfsemi fyrir innlendan markað, sem flest byggir í meira eða minna mæli á innfluttum aðföng- um eða fjárfestingarvörum. Þjón- usta við innlenda og erlenda Bahuaud-fjölskyldan á Borgarspítalanum í gærkvöldi. Á MIÐVIKUDAGINN seig vegurinn í Mánárskriðum um tæplega 40 sm Siglufjarðarmegin og 25 sm Fljóta- megin. Var gert við veginn til bráða- birgða í gær og er vegurinn fær öll- um bílum, þó verður að fara gæti- lega. Að sögn Stefáns Þorlákssonar Háskóli íslands: Þrír sækja um stöðu þjóðhag- fræðiprófessors Þrír umsækjendur eru um stöðu prófessors í þjóð- hagfræði við Háskóla ís- lands, að því er Birgir Thorlacius ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu sagði í samtali við blaða- mann Morgunblaðsins í gær. Umsækjendurnir eru: Haraldur Jóhannsson hag- fræðingur, Þorvaldur Gylfason hagfræðingur og dr. Þráinn Eggertsson, settur prófessor. vegaeftirlitsmanns á Gautlöndum í Fljótum voru sett 4 hlöss til bráðabirgða við stallana í gær. Dugði það til þess að gerlegt var að aka veginn án þess að eiga eitthvað á hættu. „Þetta var nóg til þess að núlla niður þetta stökk.“ Sagði Stefán, að þetta sig hefði ágerzt með árunum. Fyrst í stað þurfti að gera við þetta tvisvar á sumri. En núna væri þetta fjórum til fimm sinnum á sumri, sem gera þyrfti við þetta sig. Væri það segin saga að eftir stórrigningar skriði þetta fram. Er sigið á um 100 metra kafla og virðist það aukast eftir því sem meira er borið ofan í. Gengi íslenzku krónunnar ekki skráð í rúma viku: „Er farið að valda vand- ræðum í atvinnulífínu“ ferðamenn er einnig augljósum annmörkum háð við þessar að- stæður. Sú óvissa og þau óþæg- indi, sem af þessu leiðir, bitnar jafnt á neytendum sem fyrirtækj- um. Verzlunarráð Islands hefur átalið þau vinnubrögð, að aðilar ríkisstjórnarinnar skuli fyrst hefja alvarlegar viðræður um að- gerðir í efnahagsmálum, þegar í óefni er komið. Fyrir löngu var Ijóst, að hverju stefndi. Við þessar aðstæður telur Verzlunarráðið brýnt, að það sé ekki dregið lengur að nauðsynjalausu að skrá gengi íslenzku krónunnar, þó svo að aðr- ar ákvarðanir í efnahagsmálum verði teknar síðar." — segir Kjartan Stefánsson, blaðafulltrúi VÍ „ÞESSI staða er þegar farin að lífinu. Það koma engar erlendar valda miklum vandræðum í atvinnu- gjaldeyristekjur inn og það er ill- mögulegt að leysa út vörur. Þetta er þegar farið aö valda framleiðslufyr- irtækjum vandræðum, en þau geta ekki leyst út hráefni til framleiðsl- unnar," sagði Kjartan Stefánsson, blaðafulltrúi Verzlunarráðs íslands, í samtali við Mbl., er hann var innt- ur eftir áhrifum þess, að gengi ís- lenzku krónunnar hefur ekki verið skráð síðan 11. ágúst sl. Vegna þeirrar slæmu stöðu, sem upp er komin í atvinnulífinu vegna þessa hefur Verzlunarráð íslands ritað ríkisstjórn íslands eftirfarandi bréf, en það var sent Gunnari Thoroddsen, forsætis- ráðherra: 10—12 milljón ára Kaliforníu- rauðviður úr Bolungarvík Á sýningunni FRÍMEX 1982 að Kjarvalsstöðum sýnir m.a. Ilar- aldur Ágústsson hluta viðarsýn- ishornasafns síns. Haraldur sagði í samtali við Mbl. að safn hans teldi nú á sextánda hundrað við- arsýnishorna, en aðeins 170 teg- undir eru til sýnis aö Kjarvals- stöðum. Meðfylgjandi mynd var tekin í gær og sýnir Harald benda Ijósmyndaranum á 10—12 milljón ára gamlan viðarbrand úr Bolung- arvík, en Haraldur sagði viðar- brand þennan af Kaliforníurauö- viði og þætti öllum, sem kynntust, um stórmerkilegan hlut að ræða, þar sem um viðarkennt sýnishorn væri að ræða, en ekki steinkennt. Ljósm. Mbl. Kristján. Vegurinn 1 Mánár- skriðum seig um tæplega 40 sm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.