Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 25
Ágætu gestir, Norræna félagið á íslandi vill ennfremur ásamt aðilum íslensks atvinnulífs leggja sérstaka áherslu á hug okkar til grænlensku þjóðarinnar með því að biðja yður, herra bæjarstjóri, sem formann há- tíðarnefndarinnar að taka við lítilli gjöf, sem tákni um ævarandi vin- áttu okkar. Kynni að henta að koma henni fyrir í menningarhúsinu, sem rís hér af grunni innan tíðar. Nú hafið þið, grænlenskir, reist Norðurlandamanni — landnáms- manninum Eiríki rauða — veglegan minnisvarða í Brattahlíð. Okkur langar að minna á annan Norður- landabúa. Hann starfaði á þessu landi í 30 ár og vakti athygli heims- ins á lifnaðarháttum ykkar, list ykkar og lífsskoðunum með svo eft- irminnilegum og dýrðlegum hætti, að hann má ef til vill þess vegna telja kunnastan og ástsælastan mann sem á Grænlandi hefur lifað og starfað. I friðsamlegum vísinda- störfum og með hæfni sinni til þess að setja sig í spor grænlenzku móð- urömmu sinnar minnir hann með nokkrum hætti á þau orð Laxness, sem ég vitnaði til um núíta. Norðurlandabúinn, Daninn og Grænlendingurinn Kununguak — Knud Rasmussen — með hundaæk- ið, eftir íslenska myndhöggvarann Sigurjón Ólafsson, með von um nán- ara samstarf Grænlendinga og ís- lendinga og annarra Norðurlanda- búa og ósk um að Kaladlítar verði ætíð „mestir friðmenn einhverjir og auðnumenn er á bókum getur“. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGÚR 21. ÁGÚST 1982 25 Ár aldraðra — l>órir S. Guðbergsson XII Vernd - Virkni - Vellíðan Einmanaleiki og einangrun eftir ástvinamissi Mikil breyting verður oft á högum okkar við lát ástvina eða maka. Skömmu eftir áfallið hrúgast upp alls kyns verkefni sem þarf að inna af hendi og ganga frá, reikningar og pappír- ar af öllum tegundum, jafnvel koma íbúðaskipti til álita og þannig mætti lengi telja. Allt þetta getur einmitt dunið yfir okkur þegar við erum máttvana til líkama og sálar. Það kemur einnig fyrir að vinir okkar og kunningjar fjralægjast okkur eftir lát maka af ýmsum ástæð- um og eykur það enn á einangr- un okkar og einmanaleika. Ástvinurinn er horfinn, rúmið stendur autt eða við getum ekki lengur heimsótt hann á sjúkra- hús svo að það er eðlilegt að það grípi okkur einmanaleiki og ein- hvers konar örvænting og óvissa vegna framtíðarinnar. Við spyrj- um í huga okkar: Hvað næst? Hvernig stendur fjárhagurinn? Áfall Dauöi Sorg Síðari hluti Hvað verður um mig? Hvernig kemst ég af? Hvað á ég að gera? Og einmitt þegar þannig stendur á viljum við helst ekki vera að íþyngja vinum okkar eða ætt- ingjum og eigum þá fremur á hættu að einangrast frá öðrum. Við lítum fremur á þetta ástand sem óeðlilegt en eðlilegt. En eftir nokkrar vikur eða mánuði fer öldurnar að lægja aftur og lífið tekur á sig aðra mynd. Stundum er nauðsynlegt að leita til sérfróðra manna og fá hjálp. Mörgum verður trúin einnig huggun og von í slíkum raunum. Sektarkennd getur gripið um sig Við hvers kyns áfall eru marg- ir gripnir sektarkennd. Við hugsum til fortíðarinnar og áfellumst okkur sjálf fyrir van- rækslu, að hafa ekki komið betur fram, ekki gert meira, verið í nánara sambandi við lækni og sjúkrahús o.s.frv. Undantekn- ingarlaust getum við alltaf fund- ið eitthvað sem hefði getað farið betur ef ... Það er alltaf unnt að vera vitur eftir á. Þó er það svo að í ölium tilvik- um gerðum við okkar besta, við vissum ekki betur, það var ekki um annað að ræða á þeim stund- um sem ákvarðanir voru teknar. Hugsun okkar náði ekki lengra. Eftir á sjáum við hlutina í öðru ljósi, skoðum þá frá öðrum sjón- arhóli og lítum þá öðruvísi á málin. Margir þurfa að ganga í gegnum langan og erfiðan feril sektarkenndar en einnig hann þarfnast síns tíma. Reiði fylgir oft I kjölfar sektarkenndar Oft finnst okkur líka eins og aðrir hefðu getað gert betur. Læknir hefði e.t.v. getað bjarg- að, hjúkrunarfræðingar hefðu getað hlúð betur að, nánustu vin- ir og ættingjar hefðu getað gefið sér betri tíma o.s.frv. Þessi stig sorgar eru oft erfið og þungbær og geta stundum valdið því að við missum móðinn og viljum gefast upp. Við áfell- umst jafnvel Guð og æðri mátt- arvöld og finnst eins og við hefð- um á engan hátt „átt þetta skil- ið“. Á þessu stigi er einnig hætta á að við einangrumst, við tökum ekki frumkvæði, höfum ekki samband við vini eða kunningja, verðum ein og yfirgefin. Við leit- um ekki til þeirra sem geta gefið okkur ráð eða orðið okkur til örvunar og huggunar. Flestir komast þó yfir áfallið smám saman. Sorgin dvínar þeg- ar tímar líða og eftir nokkra mánuði eygjum við aftur bjart- ari tíma. Aðlögunartíminn held- ur áfram og lífið fer aftur að „ganga sinn vanagang". Þessi tími getur einnig verið misjafn- lega langur og getur stundum tekið allt að ári eða-jafnvel leng- ur. En svo birtir aftur upp um síð- ir og eftir „föstudaginn langa rís sól páskamorguns". Bcrgþóra Árnadóttir Ný plata með Bergþóru BKKGÞOKA Árnadóttir hefur sent frá sér nýja hljómplötu sem ber heitið „Bergmál". Á plötunni eru fimmtán lög, öll eftir Bergþóru, nema eitt, sem er eftir Ingunni Bjarnadóttur. Ljóð og textar eru úr ýmsum áttum og koma þar við sögu mörg höfuðskáld þjóðar- innar og má þar nefna Davíð Stef- ánsson, Halldór Laxness, Hannes l’étursson, Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson. Bergþóra annast söng og leikur undir á 12 strengja gítar en henni til aðstoðar er hópur valin- kunnra tónlistarmanna. Platan er hljóðrituð í Stúdíó Nema í Glóru í Hraungerðishreppi og mun þetta vera fyrsta breiðplat- an sem kemur á markaðinn úr því stúdíói. Stjórn upptöku önnuðust þeir Gísli Helgason og Helgi E. Kristjánsson, en þeir ásamt Berg- þóru og Sigurði Rúnari Jónssyni útsettu lögin á plötunni. Það er hljómplötuútgáfan Þor sem gefur plötuna út og er þetta fyrsta plata fyrirtækisins en að því standa þau Bergþóra og Þorvaldur Ingi Jóns- son. Hann en ekki hún HINN ötuli stjórnarráðsstarfs- maður sem Mbl. birti mynd af og sagði frá í gær að hefði gengið í veg fyrir fjármálaráðherra eftir ríkisstjórnarfundinn á miðviku- dag heitir Kristján Andri Stef- ánsson og starfar sem sendill í forsætisráðuneytinu. Mbl. kven- kenndi Kristján, sagði að þarna hefði verið á ferðinni ung stúlka, sem er því alrangt og leiðréttist hér með. Er Kristján Andri beð- inn velvirðingar. GÓÐ ÞJÓNUSTA TRAUST VIÐSKIPTI ELDHÚSVAL S/F BRAUTARHOLTI 6 — 105 REYKJAVÍK SÍMI 29280 Ef þig vantar sérsmíöaöa eldhús- innréttingu, smíöaöa á íslandi, þá er Eldhúsval ávallt í leiöinni //A /3 h ÆáPhúii/aLf/Z; ^ /&r(U4'h*Aolti^ «n Leitið verðtllboða, gerið samanburð, sýningareldhús á staðnum Sérhæfum okkur i gerö eldhúsinnréttinga, bjóðum upp á framúrskarandi fal- legar eldhúsinnréttingar. Einnig margar gerðir út- dreginna skápa auk fjölda fylgihluta. Komum á staðinn og teiknum eldhúsiö í sam- ráði við óskir kaupanda. Veljið íslenskt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.