Morgunblaðið - 21.08.1982, Side 15

Morgunblaðið - 21.08.1982, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 15 Nýr frá Ford í Þýzkalandi: Sierra sportlegur með góðan frágang FORD-verksmiðjurnar vestur-þýzku, sem staðsettar eru í Köln, kynntu á dögunum nýjan „arftaka" Taunus, eins og þeir orða það, en það er Ford Sierra. Reyndar svipar Sierra ná- kvæmlega ekkert til Taunusins. Hann er allur mun nýtízkulegri og mun skemmtilegar frá honum geng- ið. Sierra hefur verið á teikniborð- inu hjá Ford um árabil, og hefur verið lögð gífurlega mikil vinna í hönnun hans. Útkoman er óneit- anlega góð, hvað útlit snertir. Bíll- inn er mjög sportlegur og hefur skemmtilega línu. Þá er innri frágangur allur til fyrirmyndar, ef marka má myndir af honum. Mælaborðið hefur mjög ný- tízkulegt yfirbragð og rými fyrir ökumann og farþega er mjög gott. Þá er farangursrými bílsins mikið, en hann er búinn skuthurð, sem gerir það að verkum, að mjög auð- velt er að athafna sig með farang- ur. Þá er hægt að leggja aftursæt- in niður og fá mikið rými til flutn- ings. Sierra er knúinn 1,6 lítra, 75 hestafla, 4 strokka vél, í hinni hefðbundnu útfærslu, en síðan verður hægt að fá hann með 2,0 lítra vél, annað hvort 4 eða 6 strokka vél eftir óskum hvers og eins, 105 og 90 hestafla og síðan 2.3 lítra, 114 hestafla, sex strokka vél. Ennfremur eru uppi áætlanir hjá Ford að bjóða bílinn með 2,3 lítra, 67 hestafla dísilvél. Sierra með 1,6 lítra vélinni er samkvæmt upplýsingum Ford tæplega 14 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund og há- markshraði er þá 165 km á klukkustund. Benzíneyðsla í blönduðum akstri er samkvæmt upplýsingum Ford um 10 lítrar á hverja 100 km. Sierra með 4 strokka 2,0 lítra vélinni er sagður vera 10,4 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund og há- markshraði hans er sagður vera 185 km á klukkustund. Eyðsla hans í blönduðum akstri er sam- kvæmt upplýsingum Ford um 10,5 lítrar á hverja 100 km. Hins vegar er 6 strokka bíllinn sagður vera Mælaborðið er nýtízkulegt 12.5 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund og hámarkshraði hans 176 km á klukkustund. Eyðsla hans í blandaðri keyrslu er um 12 lítrar á hverja 100 km. Ekki er gefinn upp sá tími, sem það tekur dísilknúinn Sierra að ná 100 km hraða á klukkustund, en hámarkshraði er sagður vera 155 km á klukkustund. Eyðsla hans er talin vera í námunda við 8,3 lítra í blandaðri keyrslu. Með 2,3 lítra vélinni er Sierra 10.5 sekúndur að ná 100 km hraða á klukkustund og hámarkshraðinn er 195 km á klukkustund. Eyðsla hans er sögð vera um 12,1 lítra á hverja 100 km. Ford Sierra, nýr fri Ford f Vestur-Þýzkalandi. Corsa, sá nýjasti fri OPEL. OPEL Corsa á markað í vor FRÉTTIR berast nú af nýjum smá- bíl frá OPEL, en sá nefnist Corsa eins og við sögðum frá hér á dögun- um. OPEL scgir hann fara í beina samkeppni við bíla eins og Renault 5, Volkswagen Polo, Ford Fiesta og Fiat 127, svipar Corsa bílnum mjög til fyrrnefndra bíla. Eins og keppinautarnir er Cors- an framdrifin og með skuthurð, sem gerir mögulegt að opna bílinn mjög vel. OPEL mun bjóða þennan nýja bíl með þremur mismunandi vél- arstærðum, 1,0,1,2 og 1,3 lítra vél, sem eru á bilinu 40—70 DIN hest- öfl. Allar vélarnar eru framleidd- ar þannig, að nota má bæði Nor- mal og Super benzín. Þá hefur það lekið út, að OPEL muni þegar líða tekur á veturinn bjóða upp á Corsa í sportútgáfu með 1,4 lítra vél. Bíllinn verður framleiddur í nýrri verksmiðju, sem OPEL hef- ur látið reisa í borginni Zaragoza á Spáni og er gert ráð fyrir, að 250.000 bílar verði framleiddir fyrsta árið, en bíllin verður ekki kominn í sölu fyrr enn undir vor 1983. Gert er ráð fyrir um 60.000 bíla sölu „heim“ til Vestur-Þýzka- lands, en annað fari á útflutn- ingsmarkaði, sérstaklega til ít- alíu, Frakklands og Spánar. Síríus -þótt annað bregðíst jmob a Mm Hreint súkkulaói fyrirsæikera

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.