Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 43 • Asgeir Sigurvinsson lék sinn fyrsta leik með Stuttgart í Bundesligunni í gærkvöldi og stóð sig mjög vel. Hann lagði m.a. upp mark liðsins. Asgeir Sigurvinsson: Ánægðir með að ná stigi í Dortmund — ÉG GAT ekki æft með Stuttgart- liðinu í gær og það þurfti að sprauta mig fyrir leikinn, þar sem ég er enn slæmur í náranum. I>að er mjög hvekkjandi að þessi meiðsli skuli enn há manni, þau voru þess vald- andi að ég gat ekki tekið á sem skyldi í leiknum, sagði Ásgeir Sigur- vinsson eftir leikinn í gærkvöldi. — Eg var orðinn góður af þess- um meiðslum, sem hafa hrjáð mig í nokkuð langan tíma, en eftir leikinn gegn Inter Milan á dögun- um tóku meiðslin sig upp aftur og allt hljóp í baklás. Það er ekki gott að segja hvort þetta lagist á næst- unni, en það verður reynt að halda meiðslunum niðri með sprautum. Ef ég næ mér ekki verður að skera mig upp er vetrarfrí Bundeslig- unnar kemur. — Við vorum mjög ánægðir með að ná í eitt stig hér á Dort- mund, það er ágæt byrjun á keppnistímabilinu. Lið Dortmund er erfitt heim að sækja og ekki mörg lið sem fara héðan með stig. Við leggjum mikla áherslu á það að spila skynsamlega á útivelli og tökum enga áhættu. Ásgeir sagði að meiðslin hefðu háð sér er líða tók á leikinn, en þó ekki verulega. Ásgeir sagðist vera búinn að æfa óhemjuvel að undanförnu, bæði með liðinu og í séræfingum og vera kominn í mjög góða æf- ingu. Hann sagðist vera mjög ánægður með dvöl sína hjá Stutt- gart, að sínum dómi félli hann mjög vel inn í liðið, og leikaðferð liðsins ætti mjög vel við sig. Hann fengi að spila sína stöðu, og nú væri bara að standa sig vel. Ásgeir sagði að nú væri skammt stórra högga á milli, því næsti leikurinn í deildinni væri á þriðjudag, og síð- an yrði leikið í bikarkeppninni síð- ar í vikunni. Leikmenn Stuttgart héldu strax eftir leikinn heim á leið í lang- ferðabíl, en það er fimm klukku- stunda akstur. Á því sést að líf knattspyrnumanna er ekki alltaf skemmtilegt. Feldkamp, þjálfari Dortmund: Gáfum Stuttgart eitt stig — Við áttum að hafa 2—0 í hálf- leik, við fórum afar illa með mörg góð marktækifæri í fyrri hálfleikn- um,“ sagði þjálfari Dortmund eftir leikinn. „Ég er mjög vonsvikinn yfir því að við skyldum ekki sigra í leikn- um, við hreinlega gáfum Stuttgart- liðinu eitt stig. Nlíkt er ekki gott í hinni hörðu keppni í deildinni. Ég er bjartsýnn á keppnistímabilið og á von á að liði mínu gangi vel, sagði hann að lokum. Þjálfari Stuttgart, Helmut Bent- haus, sagðist vera allánægður með að ná stigi úr þessum leik, það væri erfitt að leika við Dortmund á heimavelli, þeir hefðu góða áhorf- endur, og leikvöllur Dortmund er hálfgerð Ijónagryfja i að koma. f liði mínu eru nokkrir nýir leikmenn sem þurfa mótun, svo ekki er hægt að dæma liðið fyrr en eftir nokkra leiki, en ég er allánægður með leik liðsins. Bock aftur til ÍS? ÞAD hefur reyndar ekki fengist staðfest, en eftir því sem Mbl. kemst næst bendir margt til þess að Bandaríkjamaðurinn Pat Bock muni koma aftur til körfuknattleiksliðs ÍS og leika með iiðinu í 1. deild í vetur, en liðið féll úr úrvalsdeildinni á síð- asta keppnistímabili. Þegar Bock fór af landi brott síðasta vor höfðu ýmis félög áhuga á að fá kappann til liðs við sig, enda að mati margra besti erlendi leikmaðurinn sem hér lék á síðasta tímabili. Hann mun hins veg- ar hafa sagt aö kæmi hann aftur á annaó borð, þá myndi hann ganga í fS á nýjan leik. Það er annars mikill hugur í herbúðum fS-manna og Kristinn Jörundsson, sá margreyndi landsliðskappi úr ÍR, hefur verið ráðinn þjálfari liðsins. — gg. mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmt Six skoraði eltir góóa aukaspyrnu Asgeirs Frá l»órarni Kagnarssyni í Dortmund. 35.000 áhorfendur sáu Borussia Dortmund og VFB Stuttgart gera jafntefli, 1:1, á heimavelli Dortmund í gærkvöldi. Leikur liðanna var mjög fjörugur og vel leikinn, og einkennd- ist af mikilli baráttu og miklum hraða. Lið Dortmund var sterkara liðið í leiknum og hefði átt skilið að ganga með sigur af hólmi. Dortmund náði forystu í leikn- um á 24. mínútu er Böninghausen skoraði mjög fallegt mark innan úr miðjum vítateig eftir glæsilega sóknarlotu. Dortmund-liðsins. í fyrri hálfleik voru leikmenn Dortmund mun sprækari og áttu tvö dauðafæri sem áttu að geta gefið liðinu mark, en bæði fóru forgörðum. I síðari hálfleiknum komst lið Stuttgart mun meira inn í leikinn, sem jafnaðist, og á 72. mín. tókst Stuttgart að jafna leikinn, 1:1. Ásgeir Sigurvinsson tók auka- spyrnu rétt utan við vítateigs- hornið og sendi mjög laglega inn á markteiginn á franska landsliðs- manninn Didier Six, sem kastaði sér fram og skoraði með föstum skalla. Dortmund átti gott tæki- færi til að ná forystunni aftur í leiknum á 84. mín. en tókst ekki að skora. Ásgeir Sigurvinsson átti góðan leik í liði Stuttgart, vann feykilega vel og dreifði spili liðsins mjög vel. Franski landsliðsmaðurinn Didier Six var besti maður Stuttgart, hann hafði ótrúlega yfirferð og gerði mikinn usla í vörn Dort- mund. í vörn Stuttgart átti Karl Heinz Förster góðan leik, en fyrir leikinn var honum færður blóm- vöndur þar sem á síðasta keppnis- tímabili var hann kjörinn vinsæl- asti leikmaðurinn í þýsku Bundes- ligunni. KörfuknaUleiksdeild Hauka hefur ráðið Kinar Bollason fyrrum landsliðsþjálfara til starfa, en hann mun því þjálfa meistaraflokk félagsins i 1. deildarkeppninni i körfuknattleik á komandi keppn- istímabili. Haukarnir þykja annars vera með bráðefnilegt lið og hafa þeir sett stefnuna á úrvalsdeildina. Lið Dortmund kemur greinilega mjög sterkt til leiks á keppn- istímabilinu, liðið leikur -mjög hraða knattspyrnu og vörn liðsins í leiknum gegn Stuttgart var mjög sterk. Markvörðurinn, Immer, varði oft mjög vel og miðvörður- inn, Russmann, var mjög sterkur. í sókninni bar mjög mikið á rúm- enska landsliðsmanninum Raduc- anu og Manfred Burgsmúller. Gífurleg stemmning var á áhorfendapöllunum á þessum fyrsta heimaleik Dortmund-liðs- ins hjá aðdáendum beggja liða. Dakarsta Webster mun lcika áfram með liðinu, en Haukarnir báru af sér að Jón Sigurðsson landsliðsmaður úr KR væri að ganga til liðs við félagið, en sá orð- rómur hefur óneitanlega verið á kreiki. - gg- Einar þjálfar Hauka Magnús Pétursson: Bikarúrslitin hans síðasti stórleikur ÚRSLITALEIKUR bikarkeppni KSf verður leikinn sunnudaginn 29. þessa mánaðar, og eigast þá við lið ÍA og ÍBK sem kunnugt er. Er leikur þessi merkilegur fyrir nokkurra hluta sakir, m.a. að þetta er 10. úr- slitaleikur Skagamanna í sögunni, og hefur ekkert annað lið leikið svo oft til úrslita. Þeir hafa þó aðeins einu sinni borið sigur úr býtum; í níundu tilraun, er þeir lögðu Val að velli 1—0 1978. Leikur þessi verður 100. innbyrö- isleikur þessara liða frá upphafi í mótum, þ.e. 1. deildar keppninni, bikarkeppninni og litlu bikarkeppn- inni. Þá má nefna að þetta verður í 5. skipti sem Jón Gunnlaugsson er í Skagahópnum í úrslitaleik, og vænt- anlega hans fjórði úrslitaleikur. Hann lék gegn Val 1974 og 1976 og einnig gegn ÍBK 1975. I leiknum gegn Val 1978 sat Jón á bckknum. Dómari þessa merkilega úrslita- leiks verður enginn annar en Magnús V. Pétursson, einn okkar kunnasti dómari í fjölda ára, og er leikurinn ekki síður merkilegur fyrir þær sakir. Þannig er mál með vexti, að Magnús verður fimmtugur seinna á þessu ári, og er það því síðasta ár hans sem 1. deildar dómara. Þannig hittist á að bikarúrslitaleikurinn verður síðasti stórleikur Magnúsar með flautuna, hér heima að minnsta kosti. í tilefni af þessu spjallaði undirritaður við Magnús í gær. „Ég held nú að þeir hafi ekki sett mig á úrslitaleikinn bara vegna þess að ég er að hætta," . iWI • Magnús V. Pétursson sagði Magnús, en hann hefur dæmt nokkra bikarúrslitaleiki áð- ur. Hann byrjaði að dæma í 1. deild, „eða meistaraflokki, eins og það var kallað þá“, árið 1956, þannig að þetta er hans 32. keppn- istímabil sem dómari. „Þetta hefur verið alveg ljóm- andi skemmtilegur tími,“ sagði Magnús, „ég hef kynnst mörgu góðu fólki í gegnum íþróttirnar og það er aðalatriðið. Þetta hefur auðvitað tekið mjög mikinn tíma, en það skilar sér.“ Magnús hefur margoft dæmt Evrópuleiki erlendis, og segist hann hafa verið við dómarastörf á Evrópuleikjum í 11 eða 12 löndum. „Ég hef t.d. verið á öllum Norður- löndunum, öllum Bretlandseyjum og Luxemborg. Og þó þetta sé mitt síðasta sumar hér heima í 1. deild- inni, þá má ég dæma Evrópuleiki þar til 1. ágúst á næsta ári, því ég er fæddur eftir 1. ágúst. Ég hef þó ekki hugmynd um það hvort ég verði látinn dæma fleiri Evrópu- leiki,“ sagði Magnús. Sinn fyrsta landsleik dæmdi Magnús árið 1965, og var það leik- ur Svía og Kýpur sem fram fór í Norköping. „Leikurinn var liður í heimsmeistarakeppninni, og þurftu Svíar að vinna 6—0 til að komast áfram, en þeim tókst að- eins að sigra 3—0,“ segir Magnús er hann rifjar upp sinn fyrsta landsleik. Magnús sagðist hafa haft mjög mikla ánægju af dómarastörfum sínum, og sagðist hann vona að hróður íslenskra dómara ætti eftir að aukast enn, þvi við hefðum mjög frambærilega stráka á Evr- ópumælikvarða. „Það hefur alltaf tekist mjög vel til hjá okkur," sagði Magnús, en hann hefur dæmt heimaleiki hjá nokkrum af frægustu liðum Evrópu, svo sem Liverpool, Tottenham, Arsenal og Glasgow Rangers. í viðtali við islenskt íþróttablað fyrr í sumar, kom fram að Magnús væri „sá besti á íslandi". Hann var spurður nánar út í þetta. „Já, þessu var slegið upp þarna, en þetta var nú svolítið mistúlk- að,“ segir Magnús. „Ég tel mig ekki þann besta á íslandi, ungu strákarnir standa mér fyllilega jafnfætis. En ég hef fengið þetta viðurnefni frá fjölda manna. En mér skilst að blaðið hafi selst upp,“ segir Magnús og hefur greinilega gaman af öllu saman. I dag er Magnús á ferðinni eins og svo oft áður og blæs hann í þetta skipti í flautu sína í leik ÍBV og KA í Éyjum. Óskum við honum og félögum hans í dómaratríóinu hér með góðrar ferðar. - SH. mmmmmmmmmmmmmmma LJÓMA 10 RALLY 82 Þessi fyrirtæki styrkja LJÓMA-RALLY ’82: Smjörlíki hf., Bílaleiga Akureyrar — Inter rent, Flugleiðir hf., Eimskip hf., Míkro hf., tölvuþjónusta. Upplýsingamiðstöð er opin að Hótel Loftleiðum á meðan keppnin stendur. Sími: 22322. ........>h Komið og fáið ókeypis Áhorfenda-leiðabók og fylgist meö IMIKRDfj einni erfiðustu Rally-keppninni í Evrópu. laugavegur 178 <vwðr5 ^fJAvVj

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.