Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 13
1 • MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 13 Skálholtstónleikar Verk eftir Hafliða Hallgrímsson Tónlist Jón Þórarinsson Þetta er áttunda ár sumar- tónleikanna í Skálholtskirkju, og eru þeir orðnir merkur og fastur liður í menningarlífinu, framtak sem mikil eftirsjá væri að, ef þeir legðust niður. Fram að þessu hafa þær staðið fyrir tón- leikunum sameiginlega, Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir, og flutt sjálfar mikinn hluta þeirra. En nú hefur sú breyting orðið á, að Helga er ein í forsvari fyrir þessari starfsemi, en ekki er að efa að hún nýtur til þess góðs fulltingis eiginmanns síns, Þorkels Helgasonar dósents, sem er hinn mesti áhugamaður um þetta menningarstarf. Þriðju Skálholtstónleikarnir á þessu sumri voru haldnir um síð- ustu helgi, 14. og 15. ágúst, og voru þeir helgaðir verkum eftir Hafliða Hallgrímsson. Flytjend- ur voru höfundurinn og Helga Ingólfsdóttir. Hafliði hefur verið búsettur í Bretlandi um árabil, fyrst í London en nú í Edinborg, og starfað sem cellóleikari og tónskáld. Af þeim sökum er hann ef til vill minna þekktur hér heima en efni standa til. Þó hefur hann leitazt við að halda góðum tengslum við föðurland sitt, iðulega komið hér fram á tónleikum og allmörg verk hans hafa orðið hér kunn, bæði af tónleikaflutningi og í útvarpi. Hafliði er sjálfstæður höfundur, óbundinn af ismum og kreddum, stíllinn nokkuð fjölbreytilegur, en þó persónulegur. Það eru góð tíðindi, að hann hyggst nú gefa sér meiri tíma til tónsmíða en áður. I Skálholti var frumflutt nýtt verk eftir Hafliða, Strönd, són- ata fyrir sembal, sem Helga Ing- ólfsdóttir lék fagurlega. Saman fluttu þau Hafliði tvö íslenzk þjóðlög, skemmtilega og frum- lega útsett fyrir celló og sembal, og loks lék Hafliði einleiksverk fyrir celló, Solitaire. Verk eftir hann með þessu nafni hefur áður orðið kunnugt, en það hefur nú Hafliði Hallgrímsson verið endursamið, og má því segja að einnig hér hafi verið um frumflutning að ræða. Solitaire er margslungið verk og glæsi- legt, gerir miklar kröfur til flytj- andans og tæknikunnáttu hans, en er um leið efnismikið og áhrifaríkt, að minnsta kosti eins og það lét í eyrum í frábærum flutningi höfundarins. Öll var efnisskráin hin áhugaverðasta og tónleikarnir í heild einkar ánægjulegir, eins og Skálholts- tónleikar hafa jafnan verið. Því miður gat ég ekki verið viðstaddur fyrri Skálholtstón- leika í sumar, en á hinum fyrstu lék Árni Arinbjarnarson á orgel verk eftir Sweelinck, Buxtehude og Bach, og á hinum næstu fluttu þeir Halldór Vilhelmsson, söngvari og Gústaf Jóhannesson, organleikari, verk eftir Gunnar Reyni Sveinsson. Síðustu tón- leikarnir að þessu sinni verða um helgina 21. og 22. ágúst, en þar flytur Orthulf Prunner, organleikari Háteigskirkju, verk úr Klavierúbung III eftir Joh. Seb. Bach. Ástæða er til að minna á, að á undan tónleikun- um á sunnudag, kl. 14, verður messað í Skálholtskirkju, en guðsþjónustur á þeim stað eru einstaklega hátíðlegar og hríf- andi. Eigum nokkra sérlega fallega MAZDA bíla, á mjög hagstæðu verdi. Nú er möguleiki á að gera mjög hagstæð kaup áður en verð hækkar. Allir bílarnir eru með 6 mánaða ábyrgð. BÍLABORG HF Smiðshöfða 23. sími 81299 I •• Kolvitlaus í kolkrabbanum! Kolkrabbinn er æsilegt leiktæki á Tívolísvæðinu. Hann þeytir þér í hringi, upp og niður, upp og niður og þú verður kolvitlaus í höfðinu. (Allt er þó fullkomlega örugt) Kolkrabbinn er eitt af mörgum skemmtilegum tækjum á svæðinu. Vertu velkomin á sýninguna Heimilið og fjölskyldan 82. ESI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.