Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUQARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Fjallamaraþonkeppni LHS hófst í morgun FJALLAMARAI»()N Landsambands hjálparsveita skáta og Skátabúðarinnar fer fram nú um helgina, en keppendur voru ræstir við skólahúsið í Krísuvík í morgunsárið. I keppninni reynir m.a. á þolrif keppenda bæði hvað varðar þrek og rötunarþekkingu, en þeir koma úr hinum ýmsu björgunar- og hjálparsveitum landsins, þ.e. hjálparsveitum skáta, björgun- arsveitum Slysavarnarfélags íslands og flugbjörgunarsveitun- um. Eggert Lárusson, félagi í Hjálp- arsveit skáta í Reykjavík, sem stjórnar keppninni, sagði í samtali við Mbl., að fyrri dagurinn yrði fyrst og fremst helgaður rötunar- þættinum, þ.e. keppendur ættu að fara ákveðnar leiðir eftir áttavita og landakorti. „Keppendur munu gista í tjöld- um, sem þeir bera með sér og reyndar má skjóta því að, að hver keppandi verður að vera með ákveðinn lágmarksbúnað til ferða- laga og við könnum búnað hvers og eins. Snemma morguns á sunnudag verður svo haldið áfram og þá fer hin eiginlega göngukeppni fram, þ.e. keppendur munu ganga ákveðna vegalengd á sem skemmstum tíma, auk þess að leysa ákveðin verkefni á leiðinni," sagði Eggert Lárusson ennfremur. Það kom fram hjá Eggert, að Landsamband hjálparsveita skáta myndi starfrækja upplýsinga- miðstöð meðan á keppninni stend- ur í kjallara Ármúlaskóla. „Þessi upplýsingamiðstöð er starfrækt fyrir þá sem hafa áhuga á að fylgjast með keppninni, m.a. geta aðstandendur keppenda haft sam- band og fengið fréttir, en upplýs- ingamiðstöðin verður í beinu sam- bandi við stjórnstöð keppninnar, sem verður í Bláfjallaskála. Thor B. Eggertsson verður í síma upp- lýsingamiðstöðvarinnar, sem verður 86177 allan tímann, sagði Eggert Lárusson ennfremur. Þess má svo geta, að sú vega- lengd, sem keppendur munu leggja að baki í keppninni er um 50 kílómetrar. Þetta er í annað sinn, sem slík keppni er haldin, en í fyrra gengu keppendur frá Land- mannalaugum í Þórsmörk fyrri dag keppninnar, en þann seinni var gengið yfir Fimmvörðuháls milli Eyjafjallajökuls og Mýr- dalsjökuls yfir að Skógum. Við tökum þátt í Heimilssýningunni í Laugurdal í samhandi við sýninguna bjóðum við sérstakt fjölskylduvcrð um helgar. Gómsætir rcttir í hádeginu og á kvöldin. hríréttuð máltíö í hádeginu á kr. 110. og á kvöldin kr.130. Hlaðið horð af Ijúffengum kökum í kaffitímanum. Skálafell opið öll kvöld. Lítið inn á heimleiðinni. STORGLÆSILEG FJOLSKYLDUHATIÐ „Eitthvað fyrir alla“ © á Kaplakrikavelii á morgun kl. 14.00—18.00. Reviuhópurinn Úllen Dúllen Doff og Hljómsveit Björgvins Halldórssonar aöeins í þetta eina skipti á höfuðborgarsvæöinu fyrir Rússlandsferðina. Modelbílarall frá Tómstundahúsinu. Kimewasa flokkurinn. Hljómsveitin Sonus Futurae. Modelsamtökin sýna sportfatnaö. Keppt verður í bananakasti. Trúðar skemmta börn- unum. Flugvél dreifir glaðningi frá Sælgætisgeröinni Góu og margt fleira. t Þar sem hátíðin er í Karnival stíl, er ekki lakara aö samkomugestir, einkum þeir yngri komi grímuklæddir t.d. í gervi trúöa, álfa o.þ.h. Veitt verða verölaun fyrir frumlegustu bún- ingana. Aðgangseyrir í algjöru lágmarki aðeins kr. 50.00 fyrir fullorðna og 25.00 kr. fyrir börn. Sjáumst öll á Kaplakrikavelli á morgun á glæsilegustu fjölskylduhátíð sumarsins. Knattspyrnudeild F.H. Tómstundahúsið Laugavegi Sælgætisgerðin Góa. BLÓMABÚÐIN Hugleiðingar um ofdrykkjuvarnir: — eftir Steinar Guðmundsson Hér hefst sjötti og næstsíðasti pistill minn um ofdrykkjuvarnir í þetta skiptið. Tilgangurinn með þessum skrifum er sá, að gera tilraun til að vekja menn til umhugsunar um eðli ofdrykkju og vara við þeirri lúmsku hættu, sem felst í því, að rugla saman drykkjuskap og alkóhólisma. Við verðum að gera okkur ljóst, að alkóhólismi er ekki drykkjuskapur, heldur afleiðing drykkjuskapar. í ört vaxandi mæli drekka menn út á það, að þeir ráði ekki við drykkjuskap sinn því hér sé um sjúkdóm að ræða. Gegn þessari villu verður að sporna, því afsakanir og rétt- lætingar á drykkjuskap eru nægar fyrir þótt þessi bætist ekki við. Áfengi fylgir mannkyninu og við því er ekkert að segja. Því verður varla breytt. Úr því frummaðurinn komst upp á lag með að láta lífræn efni gerja og naut jæss síðan að sötra af þeim seyðið stöðvast sú þróun varla úr þessu. En undirstaða tilverunn- ar var og er sjálfsábyrgð hvers einstaklings og ef þjóðfélag á að halda velli má sú staða ekki breytast að neinu ráði. Sjálfs- ábyrgð verður að standa fyrir sínu og neysla hverskonar hugbreytandi lyfja fyrir sínu. Félagsleg tilvera okkar býr við marga frumþætti, suma nota- lega aðra síður. Tveim þeirra eru gerð nokkur skil í þessum pistl- um. Annar snertir neysluvenjur mannsins, hinn sjálfsábyrgð hans. Ef jafnvægi á að ríkja í tilveru einstaklingsins verður hann að taka þjóðfélagið og sjálfan sig sem eina heild, þótt hann haldi persónufrelsi sínu. Hann verður að búa við kosti sambýlisins og galla og hann verður að standa ábyrgur gjörða sinna, njóta afraksturs og þola mistök. Að átta sig á mistökum er ábending um hvernig vinna skuli á þeim. Af mistökum lær- um við, eða ættum að læra. Menn leika sér að gæludýrum, en losa sig við þau ef þau verða þeim til ama. Sá sem leikur sér ,að því að flækja einn af sterkari þáttum félagslegrar tilveru, sá sem leikur sér að ástandinu sem kalla má fram með jurtajukkinu görótta, uppgötvar oft of seint að hann getur ekki leyst þá hnúta sem hann hnýtti nema hann leggi vímuvaldinn til hlið- ar fyrst. En það vill hann ekki skilja vegna þess að hann getur ekki sætt sig við það. í áfenginu finnur hann eitt- hvað sem hann ekki vill sleppa. Hann vill engu fórna. Hann met- ur vandræðin og hann metur hagræðið og kýs svo að halda leiknum áfram. En ruglukollur- inn hans fattar ekki öll þau vandræði sem leikur hans veltir yfir á samferðafólkið. Dæmið er því skakkt út reiknað og ofneyt- andinn heldur áfram að búa í öðrum heimi og við aðrar við- miðanir heldur en algáð sam- ferðafólk hans. En vegna þess að honum verð- ur ekki skilað aftur eins og hverri annarri sýktri skjald- böku, eða skutlað upp að Keldum þegar í óefni er komið, þá sætta menn sig við hann og gera úr honum sjúkling. í skjóli sjúk- dómsins þjálfar hann svo átekið dundur við bokkuna, en fjarlæg- ist sjálfan sig meir og meir. Stefnan að alkóhólisma er tekin. Stundarfriður næst, og þeir sem algáðir eru dæsa, hinir korra. Alkóhólismi er sjúklegt ástand, sem hægt er að lagfæra með utanaðkomandi aðstoð. Ástæðan til þess að aðstoðar er þörf er sú, að alkóhólistinn, eða hinn verðandi aikóhólisti, er ekki dómbær á ástand sitt. En vegna þess að alkóhólisti er ekki „ga-ga“ er hann fyllilega dóm- bær á alkóhólisma amnarra manna. Og sé honum bent á ein- l|9 Frá Fjölbrautaskól- 'I' anum viö Ármúla Nemendur komi í skólann fimmtud. 2. sept. kl. 13. Þá verða afh. stundaskrár og bókalistar gegn greiöslu nemendagjalda kr. 400. Föstudaginn 3. sept. verður skólinn kynntur fyrir nýnemum. Kennsla hefst samkv. stundaskrá mánud. 6. sept. Miövikudaginn 1. sept. kl. 9 verður deildastjórafund- ur og sama dag kl. 13 kennarafundur. Skólameistarinn. llllllllllllllllllllllllllllllllM^ SýtuH Opið 10—3 Diskótek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.