Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Risti frásögn af atburðum með hníf á byssuskeftið (ilKÉTAK Sigurður Árna.son, sem nú situr í gæsluvarðhaldi og játað hefur art hafa orrtirt frönsku stúlkunni aíi bana, skar út á skefti byssu sem hann var með, frásögn sína af at- burðum þeim sem leiddu til dauöa stúlkunnar. I»etta kom í Ijós þegar Grétar Sigurður fannst í Hafrafelli, en þá var hann vopnaður riffli og haglabyssu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er frásögnin á hyssuskeftinu, sem skorin er út með hníf, að mestu samhljóða framburði hans við yfirheyrslur og kemur m.a. fram að hann telji sig hafa fundið hasslykt við sæluhúsið á Skeiðarár- sandi og því ráðist þar til inngöngu. I»á eru einnig á skeflið ristar skýr- ingar hans á þessum verknaði. Áður hefur komið fram að ekkert bendir til þess að þessi framburöur Grétars Sigurðar eigi við rök að styðjast, en farangur stúlknanna hefur verið rannsakaður. Þá hefur það komið fram að Grétar Sigurður hefur orðið upp- JNNLENT vís að því að hafa undanfarið reynt að taka lögin í sínar hendur og hafði hann stöðvað menn fyrir of hraðan akstur og ennfremur hafði hann kært fólk fyrir hass- neyslu í sæluhúsinu á Skeiðarár- sandi um verslunarmannahelgina. Rannsóknarlögreglan hefur nú lokið að sinni vettvangsrannsókn í Skaftafelli vegna rannsóknar morðmálsins þar og komu rann- sóknarlögreglumenn til Reykja- víkur í fyrrakvöld. Menn frá rann- sóknarlögreglu ríkisins yfirheyrðu í gær stúlkuna sem nú liggur á Borgarspítalanum, en foreldrar hennar og bróðir komu til lands- ins í fyrrakvöld en óvíst er hvenær Krakkarnir halda utan. Sam- kvæmt krufningsskýrslu lést franska stúlkan af skotsárum þeim sem Grétar Sigurður veitti henni. Grétar Sigurður hafði ekki byssuleyfi útgefið af lögregluyf- irvöldum í A-Skaftafellssýslu, en hugsanlegt er talið að hann hafi ekki endurnýjað leyfi sitt þegar öll byssuleyfi voru innkölluð fyrir nokkrum árum, þegar lögum um þau efni var breytt. Því hafi leyfi hans runnið út. Samkvæmt upp- lýsingum sem Morgunblaðið hefur aflað sér var riffillinn, sem Grétar Sigurður var með, í hans eigu, en óvíst hvort haglabyssan sé hans eign. Frú Elín Kjart ansson látin LÁTIN er í Burlington í Vermont- fylki í Bandaríkjunum Klín Kjart- ansson, fyrrverandi sendiherrafrú. Ilún var gift llannesi Kjartanssyni, sem lengi var sendiherra hjá Sam- einuóu þjóðunum, en hann er látinn fyrir nokkrum árum. Klín fæddist 15. ágúst 1914 og var því 68 ára að aldri er hún lést. J51ín var Vestur-íslendingur og voru foreldrar hennar Jónas Ari Sigurðsson og Stefanía Guð- mundsson, en Jónas var lengi for- seti þjóðræknisfélagsins vestra. Elín bjó síðustu árin hjá Mar- gréti dóttur sinni og manni henn- ar. Elín verður jarðsett í New York í dag, laugardag. Klín Kjartansson Húnaþing: Heykögglar ur þurru heyi NÝLKGA var stofnað í llúnavatns- sýslum báðum félag, sem heitir Heimafóður hf. Tilgangur þess og markmið er að nýta innlent fóður meira til landbúnaðarframleiðslu en verið hefur. Beitti félagið sér fyrir því, að keypt væri vél til að fram- leiða heyköggla. Kru þeir unnir úr þurru heyi, öfugt við þær gras- kögglaverksmiðjur, sem fyrir eru. Þær framleiða grasköggla úr grasi eins og það kemur nýslegið. Að sögn Páls Þórðarsonar í Sauðanesi, eins stjórnarmanna Heimafóðurs hf. yrði vélasam- stæðan notuð aðallega við að vinna úr fyrningum til að rýma hlöður á vorin og eins til þess að köggla það hey, sem kemst ekki í hlöður á haustin. Það muni miklu, hvað rúmmálið minnki, þar sem kögglarnir taki aðeins um Vr af rúmmáli heysins. Páll sagði, að ávinningurinn væri mikill að þessu, þar sem meltanleiki ykist og skepnur nýta betur heyið, þar sem það er malað niður, og jafnframt eykst átmagn líka. Kögglavélin sjálf er um 9 tonn og þarf vörubíl til að flytja hana á milli bæja, en malarinn er um 2—3 tonn. Byrjað verður að köggla hey í Miðfirði með vélinni. ALBERT Guömundsson forseti borgarstjórnar ræsti keppendur í Ljómaralli ’82 snemma í gærmorgun við Loftleiðahótelið. Keppnin var jöfn og tvísýn í gær milli Isiendinganna en ítölsku keppendunum gekk verr og hafa þeir dregizt aftur úr. Þegar 16 sérleiðum var lokið í gær höfðu Eggert og Guðmundur 22 mínútur og 47 sekúndur í refsitíma og stóðu bezt. Hafsteinn og Birgir höfðu 24,38, Óskar og Arni 27,40, Ómar og Jón 28,26 og Jóhann og Jóhann 32,15. Aðrir komu nokkuð langt á eftir og ítalirnir voru með 200—215 mínútur í refsitíma. Jöfn og tvísýn keppni 1 Ljómaralli: Kjölur reyndist mörg- um þungur 1 skauti ÞAI) var mikil barátta um efstu sætin i Ljómarallinu í gær. Birgir Bragason náði forystu í byrjun en R.S Skoda hans og Magnúsar Arn- arssonar bilaði síðan á Kili. Kftir það skiptust Hafsteinn llauksson og Birgir V. Halldórsson á Kseort RS 2000 og Eggert Sveinbjörnsson og Guðmundur Guðjónsson á Ksc- ort 1600 á að halda forystu. Náði llafsteinn betri tíma á seinnihluta Kjalar um miðjan daginn. Bragi Guómundsson á Lancer 1600 missti af lestinni þegar vélin í bíl hans gafst upp á Kili, en þá var hann í þriðja sæti. Ómar og Jón Ragnarssynir láta sannarlega ekki að sér hæða og eiga fulla möguleika á verð- launasæti þó svo að bíll þeirra sé helmingi kraftminni en aðrir bílar á toppnum. Reyndar virk- aði vél bíls Hafsteins Hauksson- ar fyrri hluta keppninnar ekki sem skyldi. Jóhann Hlöðversson á Escort 2000 hefur ekið þokka- lega og stendur vel að vígi. Þeir félagar Óskar Ólafsson og Árni Friðriksson stefna greinilega á að halda forystu í Islandsmeist- arakeppninni, en þeir héldu sig stuttu á eftir fyrstu bílum. Hafði það verið fyrirfram ákveðið af þeim. Eins og fram hefur komið reyndist Kjölur mörgum erfiður, en í viðbót við áðurtalda öku- menn er úr keppni féllu á Kili eru ítalirnir Mario og Sandro Cavalleri á Opel, og síðan Ævar Hjartarson og Bergsveinn Ólafsson á Lada. Drifið fór hjá þeim síðarnefndu í upphafi leið- arinnar. Það, sem valdið hefur vonbrigðum, er slök frammi- staða ítölsku keppendanna, en þeir eru mjög aftarlega í þessari keppni. Hafa þeir fengið óþarfa refsitíma á ferjuleiðum, þar sem venjan er að keppendur fái eng- an mínus. Kvað meira að segja svo rammt að þessu að fyrir Kjöl þurfti að reka þá Cesare Giraudo og Edue Magnano inn á leiðina löngu á eftir öðrum keppendum. Höfðu þeir verið hinir rólegustu við kaffidrykkju og eitthvað mistekist í útreikningum á tíma- korti eins og öðrum ítölskum keppendum. En að öðru leyti má búast við jafnri og tvísýnni keppni milli íslendinganna í dag. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um yfirlýsingu Steingríms: Við höfum staðið við allt sem við höfum sagt „ÞAD KR alveg Ijóst að við höfum staðið við allt sem við höfum sagt og ef einhverjir samstarfsmenn okkar hafa skilið það á annan veg, þá hefur það einfaldlega verið misskilningur. Við höfum verið að ræða þennan mis- skilning sem Steingrimur talar um undanfarna sólarhringa og ég held að hann sé nú fullkomlega leiðréttur og uppgerður,” sagði Kagnar Arnalds, er Mbl. spuröi hann álits á forsíðufrétt Tímans í gær þar sem haft er eftir Steingrími Hermannssyni að ástæðan fyrir seinagangi við ákvörðun efna- hagsaðgerða sé að ráðherrar Alþýðu- bandalagsins hafi ekki staðiö við það sem talið var frágengið. Kagnar sagði einnig: „Mál þetta snýst um það hvort við höfum verið búnir að samþykkja það að nýr vísi- tölugrundvöllur með öllum þeim breytingum, sem ræddar hafa verið í viðræðunefnd um vísitölumál, yrði samþykktur óbreyttur nú þegar. Á þetta höfum við aldrei fallist. Við höfum talið að Ijúka yrði þeim við- ræðum sem verið hafa í gangi við verkalýðshreyfinguna og að það bæri að stefna að því að taka upp nýjan vísitölugrundvöll og það með hliðsjón af þessum nefndarstörfum. En við höfum ekki viljað ganga frá því í einstökum atriðum þar sem áðurnefndum viðræðum er alls ekki lokið. Þarna eru mörg atriði sem eru álitamál, til dæmis er spurning um eitthvað sem kallað er félags- málavísitala. Það á að fara að reikna fjárlögin, einhvern meiri hluta fjárlaganna, inn í vísitöluna. Það hefur verið í þessum tillögum nefndarinnar að taka eigi tillit ekki aðeins til skatta, bæði beinna og óbeinna, heldur einnig til útgjalda á fjárlögum. Þetta er auðvitað feiknalega flókið mál og engin leið að taka endanlega afstöðu til þess- ara hluta á nokkrum dögum, án þeirra viðræðna við verkalýðs- hreyfinguna sem eru óhjákvæmi- legar. Þetta virðast þeir hins vegar eitthvað hafa misskilið, vinir okkar í Framsóknarflokknum, og haldið að við værum búnir að ganga frá þessu máli, en svo er ekki.“ Þá sagði Ragnar að einnig hefði verið uppi sá misskilingur að al- þýðubandalagsmenn hefðu verið búnir að samþykkja fækkun á út- reikningstímabilum vísitölunnar. „Það var aldrei talað um annað en að við vildum að þetta tæki gildi á komandi vetri, en hitt var ekki búið að ákveða hvenær það yrði,“ sagði hann. Ragnar sagði í lok viðtalsins að nú væri verið að ræða allt mögu- legt- Hann sagðist ekki reikna með ríkisstjórnarfundi fyrr en í fyrsta lagi í dag og sagði að vonandi ætti eftir að ganga saman á næstu sól- arhringum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.