Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 30
Af hægfara vegfarendum Með hægfara vegfarendum er hér fyrst og fremst átt við börn, sjúka, hreyfihamlaða og aldraða. Hægfara vegfarandi með rétt til heilbrigðs lífs Öll höfum við verið börn og óttast hraðann og hávaðann í umferðinni, sem okkur finnst vera um megn. Flest okkar eiga eftir að fá þessa sömu tilfinningu á ævi- kvöldi okkar, þegar stökkið upp á gangstéttina breytist í erfiðis- munabrölt. Sum okkar eiga eftir að lenda í vandræðum vegna sjúkdóma eða slysa, sem verða til að æsku- þróttur okkar hnignar eða hverf- ur fyrr en eðlilegt getur talist. En öll eigum við sama rétt og Frá Umferöarráði aðrir til að lifa sem eðlilegustu lífi, hvort sem við erum fullfrísk líkamlega eða ekki. Hluti af þessu eðlilega lífi er að reiknað sé með hægfara fólki á daglegri umferð allsstaðar. Að umferðin og skipulag hennar geri ráð fyrir að hægfara vegfar- endur eigi auðvelt með að kom- ast leiðar sinnar. Hægfara veg- farendur eiga meiri kröfu á því en aðrir að samferðamenn þeirra reikni með þeim og taki tillit til þeirra. Þeir eru veikasti hlekkur umferðarinnar hvað hraðann snertir. Og engin keðja er sterkari en veikasti hlekkur- inn. Því þarf alltaf að gera ráð fyrir veikasta hlekknum vilji maður halda upp á keðjuna. Það er hægfara vegfarendum sameiginlegt, að þeir eru, því miður, að meira eða minna leyti óvirkir í atvinnulífinu. En flestir koma þeir til með að taka þátt í því, eða hafa þegar lagt sinn skerf af mörkum og rúmlega það. Það er því óverjandi á allan hátt að ekki sé meira gert til að auðvelda þeim tilveruna en raun ber vitni. Okeypis möguleikar til úrbóta Við vegfarendur færum ekki fjöll, en það er margt sem við getum gert til að auðvelda hin- um hægfara vegfarendum tilver- una og framlengja möguleika þeirra á heilbrigðu lífi. Það fyrsta er að gera okkur Ijóst að við eigum öll, eða flest, eftir að verða hægfara vegfar- endur á ný í umferðinni. Út frá þeirri staðreynd, og með því að fallast á hana, ætti okkur að veitast auðveldara að skilja að- stöðu hægfara vegfarenda eins og hún er nú. Með því ætti einnig að koma löngunin og getan til að breyta til batnaðar. Margt af því sem við getum gert til að auðvelda þessu fólki greiðari yfirferð er einfaldlega að fara betur eftir þeim umferð- arreglum sem i gildi eru. Tökum dæmi: Að leggja bíln- um hálfum upp á gangstétt virð- ist vera ósiður sem a.m.k. margir Reykvíkingar virðast álita sjálfsagðan. Fullfrísku fólki er það kannski hægðarleikur að vinda aðeins upp á skrokkinn og smjúga fram hjá þessari hindr- un eins og ekkert sé. En hefur þú hugleitt hvaða erfiðleikum þetta veldur öldruðu fólki sem kannski styðst við staf eða hækju? Svo að ekki séu nefndir þeir sem eru fatlaðir að einhverju leyti, í hjólastól eða blindir? (Fyrri hluti) Hefurðu hugsað út í hversu slæmt fordæmi þetta er, börnum þínum og annarra? Sé einhverju ábótavant í bíla- stæðismálum höfuðborgarinnar, þá liggur leiðin til úrbóta varla í gegnum lögbrot, heldur skipu- lögð mótmæli sem fylgt er eftir uns úrbótum er náð. Annað dæmið er um það þegar þessir hægfara vegfarendur eru á leið yfir götu á merktum gangbrautum eða götuljósum. Sá sem leggur af stað yfir götu á grænu ljósi á heimtingu á að fá að Ijúka þeirri yfirferð í friði. Án þess að óþolinmóðir bílstjórar þeyti horn sín og láti bíla sína renna inn á gangbrautina til að reka á eftir hinum hægfara veg- faranda. Þó það sýnist ef til vill ekki svo, þá flýtir þetta fólk sér eins mikið og því er unnt við tækifæri sem þessi. Bílstjórar, sem sýna óþolin- mæði gagnvart hinum hægfara vegfarendum við tækifæri sem þessi, eiga eitthvert annað nafn skilið en viti bornir menn. Gangandi vegfarendur í fullu fjöri, sem eiga samleið með hægfara vegfaranda í tilvikum sem þessum, ættu að gera sér það að reglu að slá borg kringum hann svo hann fari ekki síðastur af götunni. Kurteisi er sjálfsagð- ur hlutur, ekki feimn- isleg undantekning Að bjóða hinum hægfara veg- farendum aðstoð sína við tæki- færi þar sem hennar er þörf, er sjálfsögð kurteisisskylda og ekk- ert feimnismál. Tillitssemi gagn- vart þeim sem minna mega sín leiðir til betri umferðarmenn- ingar yfir heiidina. Skirrumst ekki við að láta okkar skerf af hendi rakna. * Hvað með Iþróttakennara- skólann á Laugarvatni? eftir Ásdísi Erlingsdóttur Árni Guðmundsson skólastjóri íþróttakennaraskólans á Laugar- vatni hefur verið skólastjóri skól- ans í tugi ára og ég álít það rétt- lætanlega gjörð af hálfu yfirvalda að færa Árna til í embætti innan menntamálaráðuneytisins. Sú ráðstöfun yrði til þess að hressa upp á stjórnun og kennslukerfi skólans og einnig ætti sú gjörð að vera kærkomin og lítill vandi fyrir yfirvald menntamála, sem hefur sýnt Árna slíkt traust í áraraðir. Að því er ég best veit var Iþróttakennaraskólinn á Laugar- vatni stofnaður til að gróðursetja og hlúa að almenningsíþróttum landsmanna, skóla- og heilsurækt- aríþróttum. Það kennsluefni var markmið og grundvallarsjónarmið með stofnun skólans en síðan byggt ofan á almenna íþróttasvið- ið með keppnisþjálfun bæði bók- lega og verklega. Sérhver kennslu- grein í keppnisþjálfun þarf að lið- ast í mörg stig og kennaraefni skyldug að taka 1. stig til að fá nasasjón af keppnisþjálfun, síðan frjálst val og opna leiðir með ýms- um ráðum. Þegar Árni tók við skóiastjórastöðunni af Birni heitnum Jakobssyni stofnanda skólans var það alveg lokað fyrir mér að Árni gæti ekki spyrnt við fæti ef á þyrfti að halda. Mér ieiðist að þurfa að viður- kenna að frá mímim bæjardyrum séð hefur Árna vantað alla víðsýni og myndugleik í starfi og það hefir andað frá skólanum smásmugu- háttur og íhaldssemi. „Allt eitt- hvað svo pukurslegt." En í sjálfu sér er það afrek af Árna hálfu að hafa getað siglt í gegnum starfs- árin án þess að svo mikið sem skúr eða skemma hafi verið byggð und- ir íþróttaáhöld. Allt nær er við það sama og þegar Björn heitinn Jakobsson stofnandi skólans yfir- gaf staðinn. Sundfræðslan Bringusundið er best til þess fallið að bjarga eigin Iífi. Bringu- sunds fótatökin, krepptur ökkli eru notuð í skólabaksundi, björg- un með jafningja og kafsundi, einnig til að troða marvaða, halda sér á floti. Á þessum kennslu- greinum byggjast samræmdu sundprófin en ekki á skriðsundi, bakskriðsundi og flugsundi, en þó ber að hafa ákvæði í sundreglu- gjörðinni að sundkennarar skuli kenna þær þó að þær séu ekki fall- greinar sundskyldunnar. Aftur á móti er nauðsynlegt að hafa opnar leiðir til að gera sundfræðsluna áhugaverða og skemmtilega í frjálsu framtaki nemenda t.d. með útgáfu tímatöku-korta með blönd- uðum sundaðferðum og einnig án tímatöku, björgunarsundkort, skólaboðsundi, merkjaverðlaunum o.fl. Það þarf að fá viðurkenningu á því að skóla- og heilsuræktar- sund og keppnisþjálfun sé ekki sama kennslugreinin og þurfi að- greiningu í meðferð, bæði bóklega og verklega. Skólasund er kennt m.a. til að bjarga, ef Guð lofar, eigin lífi og annarra og hress- ingar- og heilsuræktarsund er í átaki synt að eigin geðþótta, en kcppnisþjálfun er stíluð öll upp á að ná sem mestum hraða. Sam- anber þegar heimsfrægur sund- maður var spurður: Hvaða sund- tök notar þú og hvernig ferðu að því að synda svona hratt? Þá svar- Ásdís Erlingsdóttir aði hann: Ég veit það ekki en spurðu þjálfara minn að því. Vegna óánægju minnar heim- sótti ég nokkra skólastjóra á vinnustað og þeir trúðu varla sfn- um eigin augum að einkunnagjöf í skólasundi væri gefin samkvæmt ákveðnum tímatökuskala, en ekki farið eftir sundlagi og styrkleika sundsins. En styrkleiki skóla- sundsins er ekki byggður á hrað- tækni, spenningi, heldur m.a. á andlegu jafnvægi sundiðkenda. fræðslunnar. Sundreglugjörðin inniheldur m.a. samræmdu prófin pg á að semja samkv. 13. grein íþróttalaga en henni samkv. skal leggja höfuðáherslu á markmið fræðslunnar sem ég hefi áður bent á. Þess vegna gat ég ekki skilið hvernig fyrrv. háttv. menntamála- ráðherra samþykkti nýju sund- reglugjörðina (1979) en innihald samræmdu prófanna er ekki sam- ið samkv. 13. gr. íþróttalaga. En að athuguðu máli hafa sundfræð- ingar ráðherrans ekki staðið sig betur. Á síðasta aðalfundi íþrótta- kennarafélagsins bar ég fram þá tillögu að háttv. menntamálaráð- herra, Ingvar Gíslason, skipaði 5 manna nefnd til að endurskoða sundreglugjörðina (1979) og nýju sundskírteinin innkölluð og grænu gömlu giltu meðan þar til endur- skoðun lyki. Við umræðurnar stóð upp kennari sem benti á að nýja námskráin væri í endurskoðun og því ekki tímabært að samþykkja tillögu mina. En þarna sést hvað menntun íþrftakennara er ábóta- vant því að námskrá og reglugjörð er óskylt mat að því leyti að reglu- gjörð samþykkt af háttvirtum menntamálaráðherra skal halda og virða í öllum greinum en námskrá ekki á þann hátt. Námskráin er gjörð m.a. til að auka víðsýni og breikka sjóndeild; arhring kennarans í starfi. í námsskránni er samanþjappaður kjarni námsefnis, ýmsar teg. af námsmati ásamt ábendingum og leiðbeiningum, opna leiðir fyrir kennarann til að hafa fjölbreytni í starfi. En svonefndu víðsýnispróf- !i <iU4 a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.