Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 FrambjóAendur til EDS sitja fyrir svörum. Talin fri vinstri: Daniel Bischof, Sviss, Cecilia Stegö, Svíþjóð, Enrique Gonzales, Spáni, Stephen Morrison, Englandi, Eros Antoniades, Kýpur, Atli G. Eyjólfsson, Vöku, Johan Colsman, V-Þýskalandi, og Stefane Colsenet, Frakklandi. Sex náðu kosningu, fulltrúar Sviþjóðar og Kýpur náðu ekki kjöri. Evrópusamtök lýð- ræðissinnaðra stúd- enta þinga í Reykjavík EDS, EUROPEAN Democratic Students, eða Samtök lýðræð- issinnaðra stúdenta á íslensku, halda árlegan aðalfund sinn og ráðstefnu um fjölmiðlun samhliða honum hér á landi þessa dagana í Lögbergi, húsi Lagadeildar Háskólans. Full- gild aðildarfélög frá 14 löndum taka þátt í fundinum, sem hófst síðastliðinn mánudag, 16. ágúst, og stendur til föstu- dagsins, 20. ágúst, en auk þess eru þátttakendur á fundinum með svonefnda aukaaðild, frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada. I»að eru um 50 fulltrúar sem hér eru staddir vegna fundarins, en á honum verður kosin ný stjórn samtakanna, forseti og sex varaforsetar. „EDS var stofnað 1961 og þá sem samtök kristilegra og íhalds- samra stúdenta, ICCS (Internat- ional Union of Christian, Demo- cratic and Conservative Students. Árið 1975 var nafni samtakanna breytt í Samtök lýðræðissinnaðra stúdenta, EDS, í þeim tiigangi að ná til fleiri pólitískra, lýðræðis- legra stúdentafélaga og sameina krafta þeirra í baráttu fyrir frjálsu, lýðræðislegu og andsósíal- isku þjóðféiagi. Aðalmarkmið EDS er að efla samvinnu aðiidar- félaga og styrkja þannig hver ann- an í baráttu fyrir sameiginlegum hugsjónum. EDS hefur verið í ör- um vexti allt frá stofnun, bæði pólitískt og landfræðilega, og er nú ein sterkasta andsósíalíska ungliðahreyfing í Evrópu og má segja að EDS nái nú alit frá Möitu til Islands," segir meðal annars í fréttatilkynningu frá Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúdenta, en það stendur fyrir aðalfundinum hér á landi og sér um skipulagningu hans. Að sögn Sigurbjörns Magnús- sonar, formanns Vöku, hefur tek- ist vel til um aðalfundinn og ráð- stefnuna. Erlendu gestirnir komu til landsins á mánudaginn var. Á þriðjudeginum flutti Þórólfur Þórlindsson prófessor í félagsvís- indadeild fyrirlestur um íslensk stjórnmál og svaraði fyrirspurn- um. Þá töluðu Bogi Ágústsson fréttamaður og Ólafur Hauksson ritstjóri um islenska ríkisútvarp- ið. Eftir hádegi sama dag hélt Knud Olav Nesse fyrirlestur um útvarp í Noregi, en þar hefur ný- verið verið slakað á hömlum á út- varpsrekstri og ungir íhaldsmenn í Þrándheimi reka þar útvarps- stöð. Þess má geta að Knud Olav Nesse var í gær kjörinn formaður Helga Krumbeck EDS. Á miðvikudaginn voru fengnir ritstjórar þriggja ís- lenskra dagblaða til að hafa fram- sögu um íslenska blaðaheiminn. Voru það þeir Ellert B. Schram, Jón Baldvin Hannibalsson og Styrmir Gunnarsson. Urðu fjörug- ar umræður. Seinna um daginn var farið með erlendu gestina um Þingvöll og upp í Hrauneyjafoss. Leiðsögumaður í ferðinni var Sig- urður Líndal prófessor. Á fimmtu- daginn hófst aðalfundurinn og hefur verið fundað stíft síðan að sögn Sigurbjörns, en fundinum átti að ljúka seinnipart gærdags- ins. „Þetta hafa verið venjuleg að- alfundarstörf. Rædd hefur verið skýrsla stjórnar, ákveðið hvar og um hvað næstu ráðstefnur á okkar Per Heister (Ljótfmynd Mbl. Krimján Eium.) vegum verða og svo framvegis. Þá hafa pólitísk mál borið á góma. Við höfum rætt um ástandið í Póllandi, meðal annars í sambandi við pólsku stúdentasamtökin, sem eru í EDS, en gátu ekki sent full- trúa á aðalfundinn núna, vegna ástandsins þar. Við höfum rætt tengslin við Austurblokkina og hvernig hægt er að ná sambandi við frjálslynd öfl þar og ýmislegt fleira. Margir Vökumenn hafa sótt fundinn og ráðstefnuna. Erlendu gestirnir hafa verið mjög ánægðir með móttökurnar og ég vona að við höfum styrkt Vöku með þessu og önnur félög í baráttunni fyrir sameiginlegum markmiðum," sagði Sigurbjörn Magnússon að lokum. EDS, breiður vett- vangur fyrir lýðræðis- sinnaða stúdenta Við tókum tali fráfarandi for- mann EDS, Per Heister frá Sví- þjóð, og spurðum hann um skipu- lagningu samtakanna og uppbygg- ingu. „Þessi félagsskapur, Samtök lýðræðissinnaðra stúdenta í Vestur-Evrópu, er ekki einlitur fé- lagsskapur, heldur breiður vett- vangur fyrir lýðræðislega sinnaða stúdenta. Enda eru stúdentafélög- in í samtökunum í mismunandi nánum tengslum við ólíka stjórn- málaflokka í löndum sínum, sem allir eiga það þó sameiginlegt að vera lýðræðislega sinnaðir og and- stæðir alræðiskerfum. Til dæmis má nefna að stúdentafélögin í Sviss, Hollandi og Belgíu eru eink- um í tengslum við frjálslynda flokka, í Noregi og Svíþjóð við íhaldssama flokka og við kristi- lega flokka, á Spáni, í Portúgal og á Möltu. I Frakklandi eru þeir einnig tengdir frjálslyndum, en þar er allt flokkakerfið dálítið sér á báti. Svo eru aftur önnur stúd- entasamtök, sem eiga það fyrst og fremst sameiginlegt með okkur að vera andsósíalísk. Það á til dæmis við um þau grísku. Svo er auðvitað mismunandi, í hve nánum tengsl- um stúdentafélögin eru við flokk- ana. Þetta á við um þau samtök sem eru fullgildir meðlimir sam- takanna. Svo höfum við svonefnda aukameðlimi (associated memb- ers). Þannig eru bæði stúdentafé- lög demókrata og repúblikana í Bandaríkjunum aukameðlimir. Sama gildir um Framsækna íhaldssama æsku (Progressive Conservative Youth) í Kanada og Australian Federation of Con- servative Students í Ástralíu. Það má nefna að pólsk stúdentasam- tök gerðust aðili að samtökunum síðastliðið ár, en þetta er ólögleg hreyfing í Póllandi. Við vitum að sumir af meðlimum þeirra hafa verið handteknir á undanförnum mánuðum, enda unnu mörg þeirra og vinna með Samstöðu (Solidarn- osc), en allar aðstæður þarna eru náttúrulega mjög sérstakar. Full- trúar frá þeim hafa ekki getað tekið þátt í þinginu núna, vegna þess að þeir hafa ekki fengið vega- bréf sín afhent. Stjórn samtakanna er skipuð forseta og sex varaforsetum. Nú- verandi stjórn er þannig skipuð að forsetinn, þ.e.a.s. ég, er frá Sví- þjóð, en varaforsetarnir frá Nor- egi, Stóra-Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Hollandi og Portúgal. Samtökin héldu upp á 20 ára af- mæli sitt síðastliðið ár, en þau eru stofnuð 1961 og hafa starfað undir mismunandi nöfnum síðan. Nú ákváðum við að hafa þennan fund hér á íslandi, meðal annars vegna þess að mikill kraftur hefur verið í Vöku undanfarið og einnig vegna Áratuga stefiiu- leysi landbúnaðar — eftir Elías H. Sveinsson, land- búnaðarhagfrœðing Það væri eðlilegt, að það fengj- ust skýr svör við því, hver séu helstu markmið til viðmiðunar við stjórn íslensks landbúnaðar. Landbúnaður er mikilvægur hluti efnahagslífsins og þar er að finna dæmi þess, hvernig stjórnmála- menn vinna að sínu hlutverki í þjóðfélaginu. Reyndar má greina í ræðum forráðmanna nokkur stefnumið birt við hátíðleg tæki- færi en minna fer fyrir því að þeim stjórntækjum sé beitt sem ætlað er að ná markmiðunum. Mikilvægustu stefnumið í tiltek- inni atvinnugrein hljóta að fjalla um hvert sé æskilegt framleiðslu- magn þeirrar greinar, og jafn- framt um leið þá hluta fram- leiðsluþátta þjóðarinnar, sem var- ið er til hennar. Innlendir fram- leiðslumöguleikar landbúnaðar í einangrun eða styrjöld til trygg- ingar matvælaframleiðslu sýnist mér hljóti að vera eitt aðal lapg- tíma markmið og réði þá fram- leiðslumagni. Það gætir ósam- ræmis í því, að á þeim tímum sem erlent herlið situr í landinu vegna óöryggis í heiminum, er ekki skipulega hugsað um matvælaör- yggi þjóðarinnar. Það er ástæða til að hvetja stjórnmálamenn til að íhuga matvælaöryggið nánar og t.d. tilgreina, vegan styrjalda eða annarrar einangrunar það hættuástand, sem þeir vilja að þjóðin geti mætt, svo og gæði þeirrar fæðu, sem tiltæk skal vera. Islendingar gætu sennilega staðið tiltölulega vel að vígi við að tryggja matvælaframboðið í ein- angrun vegna mikils sjávarútvegs, sem vafalaust yrði aðaluppistaðan í skipulögðu kerfi til öflunar mat- væla í styrjöld. Þar að auki gætu birgðir matvæla, sérlega korn- vöru, og innlend landbúnaðar- framleiðsla aukið þetta öryggi. Hlutdeild hinna ýmsu þátta við uppbyggingu þessa öryggiskerfis verður að nokkru að stjórnast út frá því að halda kostnaðinum sem lægstum. Hlutdeild landbúnaðar í þessu kerfi er þar af leiðandi óvís, en styrkleiki landbúnaðar liggur í því að geta aukið fjölda fæðuteg- unda og að geta aðlagað fram- leiðsluna eftir aðstæðum langrar einangrunar. Framleiðslugeta landbúnaðar er þá mjög háð birgðum hráefna t.d. áburðar, fóð- urbætis, olíu ofl., en nær engar birgðir eru til í dag. Framleiðslu- geta landbúnaðar við aðstæður einangrunar stendur þar af leið- andi ekki í beinu hlutfalli við framleiðsluna á friðartímum. Annað höfðumarkmið við ákvörðun heppilegrar hlutdeildar landbúnaðar er venjulegt arðsem- issjónarmið þar sem veita þarf framleiðsluþáttum þjóðarinnar til þeirrar framleiðslu sem gefur sem mestan hagnað. Hvað viðkemur landbúnaði hefur fyrir löngu verið horfið frá frjálsri samkeppni í viðskiptamálum, og þarf því að meta verðgildi framleiðslunnar með sérstökum þjóðhagfræði- legum útreikningum. Við útreikn- ingana sýnist mér eðlilegt að meta verðgildi framleiðslunnar eftir þremur mismunandi mörkuðum, útflutningsmarkaði, samkeppn- ismarkaði fyrir innflutning og hreinum innanlandsmarkaöi og bera síðan saman verðgildin við framleiðslukostnað. Flestum er kunnugt um það, að útflutningur landbúnaðrvara er ótrúlega óhagstæður. Það er líka flestum ljóst að íslenskur landbúnaður ætti erfitt uppdráttar í samkeppni við innflutning á flestum kjötvör- um og mjólkurafurðum. Út frá hreinu arðsemissjónarmiði væri því eðlilegt að takmarka mjög inn- lenda landbúnaðarframleiðslu og flytja inn stóran hluta afurðanna, til þess að tryggja neytendum ódýrari matvæli. Önnur markmið við ákvörðun á æskilegu framleiðslumagni eru t.d. ýmis byggðasjónarmið. Flest þessara sjónarmiða eru þó illa grundvölluð og sýnist mér ólíklegt að þau séu marktæk í þessum til- gangi. Ymissa atriða er að gæta þegar aðlaga þarf raunverulega stærð atvinnugreinar til æskilegrar framtíðarstærðar. Gæta þarf áhrifa á t.d. atvinnuástand, gjald- eyrisforða, verðbólgu, tekjuöflun og tækniþróun. Aðallega hefur verið rætt um stefnu landbúnaðar út frá arðsem- issjónarmiðinu og margur haldið því fram að landbúnaður leggi ekki nægilega til þjóðartekna. Er mér hugljúfast að skírskota til greinar minnar í Morgunblaðinu frá 1968. Þar er því haldið fram, að um 1.000 bændur, sem fram- leiddu fyrir erlendan markað leggðu ekkert til þjóðarteknanna. Lengst af hafa neytendur og skattgreiðendur þurft að gjalda fyrir þessa offramleiðslu. Á síðari árum hafa þó bændur sjálfir þurft að greiða hallann af útflutningn- um og hefur vandamálið þá verið almennt talið stærra. Orsakir þessa offramleiðsluvandamáls eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.