Morgunblaðið - 21.08.1982, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 21.08.1982, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐJfl, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Frá Akureyri til sólarstranda Séra Jóhann Hlíðar, sendiráðsprestur, tekinn tali í Kaupmannahöfn Séra Jóhann Hiíðar er fæddur á Akureyri 25. ágúst 1918, sonur hjónanna Sigurðar E. Hlíðar, yf- irdýralæknis og þingmanns Ak- ureyringa, og frú Guðrúnar Lou- isu Guðbrandsdóttur kaup- manns og konsúls í Reykjavík. I’ upphafi samtals okkar sagði sr. Jóhann: „Ég var guðrækið barn. Fram á unglingsár var ég vanur að tala við drottin er ég gekk upp Glerárgil og safnaði gróðursýnum. Og ef svo vildi til að einhver varð á leið minni lél ég einfaldlega sem ég væri að raula lagstúf. Samtöl okkar Drottins voru öðrum óviðkom- andi. Annars hef ég ætíð haft unun af gróðri. Systir mín gaí mér blómatínu og kenndi mér að pressa íslenzkar jurtir jafnframt því sem hún sýndi mér á hvern átt flokka skyldi þær. Ég lagði stund á garðyrkju í ein þrjú ár. Það var áður en Garðyrkjuskóli ríkisins varð til. Ætli ég hafi ekki verið 16 ára er ég hóf garð- yrkjustörf. Ég var þá hættur í menntaskólanum fyrir norðan og íhugaði fyrir alvöru að fara á garðyrkjuskóla í Noregi, en það varð ekki.“ Ég bið sr. Jóhann segja nánar frá ferli sínum, áður en hann kom til Hafnar. „Já, eins og ég sagði áður, er ég fæddur og uppalinn fyrir norðan. Pabbi hafði alltaf hugs- að sér að ég yrði prestur í sveit og hann kæmi svo til mín og eyddi ellinni við heyskap og landnytjar á prestssetri mínu. Þetta var hann búinn að ákveða, áður en ég hafði sjálfur gert upp hug minn. Nú, ég varð 15 ára gagnfræðingur og hafði m.a. fengið góða einkunn í stærð- fræði. Þá þetta haust átti stærð- fræðideild Menntaskólans á Ak- ureyri að taka til starfa í fyrsta sinn og fyrir hvatningu frá Sig- urði skólameistara Guðmynds- syni fór ég þangað. Þetta var 4. bekkur. En eitthvað gekk námið stirðlega svo ég hætti eftir miðsvetrarpróf, þá 16 ára. Og það var þá sem ég lagði stund á garðyrkju. Svo verður það þegar ég er 18 ára drengur, að ég verð fyrir sterkum trúaráhrifum. Ég hafði verið guðrækið barn, en það fór frá mér um skeið, eins og gerist, þar til ég er 18 ára. Ég ákveð þá að gerast prestur og ekkert annað komi til greina. Ég er 19 ára er ég sest aftur á skóla- bekk í Menntaskólanum á Akur- eyri og þá í máladeild. Það er svo skemmst frá því að segja að ég verð 22 ára stúdent og fer til Reykjavíkur þar sem ég útskrif- ast sem guðfræðingur 1946.“ Sr. Jóhann stendur upp og slekkur á sjónvarpinu. „Ætli þeir séu búnir að drepa Arafat?" spyr hann sjálfan sig. „Nú, eftir þetta fór ég í framhaldsnám í kennimannlegri og samstæði- legri guðfræði í Noregi, en vígist svo prestvígslu 18. janúar 1948 til starfs hjá Sambandi ís- lenzkra kristniboðsfélaga og þá aðallega sem predikari. Og þar var ég í 6 ár. Þannig var að á Akureyri starfaði félag er nefnd; ist Kristniboðsfélag kvenna. í því störfuðu afar guðræknar konur er ég ávallt hef dáðst að sakir þess, hve þær voru upplýst- ar um biblíuna og vel máli farn- ar. Þetta voru góðar konur sem töldu barnastarfi á vegum kirkj- unnar of lítill gaumur gefinn. Þær reistu samkomuhús á Akur- eyri er fékk nafnið Zíon. það var með eigin vinnu sem konurnar reistu húsið sem fékk brátt á sig orð sértrúarsafnaðar. Þessar konur vildu fá fastráðinn mann til starfa hjá sér og kristniboðs- félagið leitaði til mín sem gam- als Akureyrings. Ég tók boðinu en tók áður vígslu. Með vígslunni vildi ég losa félagið og trúariðk- unina í Zíon við sértrúaryfir- bragðið og sýna svart á hvítu að hjá félaginu, sem var grein inn- an Sambands íslenzkra kristni- boðsfélaga, starfaði prestur og það væri innan kirkjunnar. Og þarna starfaði ég til ársins 1953. Á þessum árum var ég einnig við kennslu. Ég kenndi í allt 19 ár jafnframt prestsstarfi. Þar af var ég 4 ár við M.A. og 15 ár við gagnfræðaskóla Vestmannaeyja. Þetta var stundakennsla og fræðin grasafræði. En það er önnur saga. Við skulum halda okkur við prestskapinn. Eftir starfið hjá Zíon fer ég til Sví- þjóðar til Guðbrands bróður míns sem var dýralæknir þar. Ég kynnti mér nýjungar í guð- fræði, en sneri síðan aftur heim 1954 og þá sem aðstoðarprestur sr. Halldórs Kolbeins í Vest- mannaeyjum. Síðar var prest- stöðu bætt við í Eyjum og þar var ég kosinn sóknarprestur í maí 1956.“ Ég ætla mér nú að spyrja sr. Jóhann um hvað hefði tekið við eftir dvölina í Eyjum, en hann heldur áfram að tala um eyjarn- ar. Það er sem einhverjar kærar minningar komi upp í huga hans, er eyríkið ber á góma. Ég var mín bestu ár í Vest- mannaeyjum, enda þá ungur maður. Ætli þetta hafi ekki ver- ið tæp 19 ár. Ég hef ætíð sagt að mér hafi aldrei leiðst á ævinni og þekki raunar ekki það hugtak. En mér féll best við Vestmanna- eyjar. Og það var mikill lærdóm- ur að kynnast styrk fólks þar bæði í gleði og sorg. Það eru sterk vináttubönd sem bindast í litlu eyríki. Fólk þekkist náið og þar er sönn vinátta. Ég hugsaði aldrei um að flytja. En þó kom að því. Mér fannst rétt að nýr prestur kæmi í minn stað, því ef dálítil sjálfsgagnrýni er til þá fer ekki hjá því að prestur nær ekki sambandi við nýja kynslóð. Þess vegna fannst mér það rétt hinna ungu vegna að skipta um umhverfi. Svona er þetta, hversu nátengdur sem prestur annars er sóknarbörnum sínum. Það var 1972 að ég heyrði stöðu sókn- arprests í Nesprestakalli í Reykavík auglýsta til umsóknar og ég sótti. Ég tók við af sr. Jóni Thorarensen og starfaði með sr. Frank M. Halldórssyni á þriðja ár. Ég hef ætíð sagt að ég sé fæddur og uppalinn á Akureyri, en hjartað tilheyri Vestmanna- eyjum. Ég vil að þú skrifir það.“ Og þar með var íslandsdvöl sr. Jóhanns gerð næg skil að okkar mati. Við tóku umræður um starf hans í Kaupmannahöfn og framtíðarsýn. Ég spurði sr. Jó- hann fyrst, hvernig staðið hefði á því að hann fór sem sendi- ráðsprestur til Hafnar. „Jú, sjáðu til, ég var alltaf í íbúðahraki, á meðan ég starfaði í Reykjavík. Húsaleiga var þá mikil og ég sá ekki fram á að geta eignast íbúð. Starfið í Kaupmannahöfn bauð upp á íbúð í Húsi Jóns Sigurðssonar og hlutur prests þar góður. Ég var Sr. Jóhann við hús sitt á sólarströnd Spinar. f prestsskrúóa fyrir framan St Páls- kirkju í Kaupmannahöfn. skipaður 15. apríl 1975 til venju- bundinna 3ja ára. Þetta fannst mér fullstuttur tími og því fór ég fram á 3 ár í viðbót sem ég og fékk. Aðstæður urðu síðan til þess að ég fékk tvö ár í viðbót hjá biskupi' Hér verð ég því fram á vor 1983 er ég fer á eftir- laun. Mér hefur ætíð liðið vel í Höfn, enda þótt starfið sé ólíkt sóknarprestsstarfi heima. Staða sendiráðsprests er bæði fjöl- breytilegt og áhugavert starf. Þó er það fyrst og fremst sálgæslu- starf. Það er mikill fjöldi sem kemur, hringir eðs skrifar prest- inum og starfið hefur bæði gleði- legar og hryggilegar hliðar. Til þeirrar fyrrnefndu teljast kristi- legar athafnir. Það eru margir sem láta prestinn skíra börn sín og nokkuð er um hjónavígslur. í raun er fjöldi kristilegra at- hafna mikill, þegar tillit er tekið til, hve margir fara heim um jól og páska. En síðan eru ýmsar skuggahliðar á ferli ungs fólks sem kemur hingað í ýmsum til- gangi. Og það leitar í vandræð- um sínum til prestsins. Þá er einnig að ástvinir heima biðja prestinn að hafa uppi á eða lið- sinna börnum sínum og vinum." Ég bið sr. Jóhann gera dálitla grein fyrir upphafi starfsins og tilgangi. „Það var árið 1964 að sr. Jónas Gíslason lektor kemur til Hafn- ar sem fyrsti skipaði sendi- ráðspresturinn hér. Á þeim tíma var algengt að upp undir 200 manns kæmu hiflgað árlega til lækninga og þá þótti sjálfsagt að prestur væri hér. Flest kom þetta fólk til að leita sér lækn- inga við heilasjúkdómum. Þá starfaði hér heimsþekktur próf- essor, dr. Buch. Enn kemur hingað fólk til geislameðferðar og annars. Og reyni ég þá eftir bestu getu að liðsinna því, ef með þarf. En nú eru það ungir og aldnir íslend- ingar búsettir hér er njóta sál- gæslustarfs prestsins. Hér í Kaupmannahöfn er 2601 Islend- ingur búsettur og er ekki að furða að slíkur fjöldi þurfi á prestsaðstoð að halda. Náms- menn leita til mín, því það koma jú ætíð upp erfiðleikar er ekki var gert ráð fyrir. Ég messa svona 10 til 11 sinnum á ári og þá í Sankti Páls kirkju sem er nálægt Jónshúsi. Skírnir eru ál- íka margar. Messur eru mis- jafnlega sóttar m.a. vegna veð- urs og vegalengda, en messusókn er iðulega best um stórhátíðir. Ég reyni líka að ferðast um ís- lendingabyggðir hér. Ég hef far- ið til Málmeyjar og haldið helg- istundir þar auk þess sem ég fer í nóvember ár hvert til Óslóar." Ég spyr sr. Jóhann um þær raddir að ónauðsynlegt sé að hafa íslenskan sendiráðsprest í Jónshúsi. „Einum og öðrum finnst lítil sem engin þörf á prestinum, en það verður aldrei tíundað opin- berlega hve margir koma eða hafa samband við prestinn. Þeg- ar allt er í himnalagi er hægt að efa gildi prestsins. Én þá er gott að þakka um leið að eigi sé prests þörf, en muna að ekki all- ir eru svo heppnir." Presturinn stendur upp og tekur sér hlé frá samtalinu. Hann gáir að jurtunum og hreinsar burt fölnuð blöð. Það eru ógreinileg skil milli prests- starfsins og garðyrkjunnar. Hvort tveggja krefst þolinmæði og ástúðar sem fáir hljóta í vöggugjöf. „Ég hætti við garðræktina, en ég vona þó að mér hafi tekist sæmilega hin óeiginlega garð- yrkja. Ég vona mér hafi tekist að rækta eitthvað gott.“ Presturinn snýr frá jurtunum og fær sér sæti. „Jú, það er þetta með framtíðina. Ég gerði mér ljóst haustið 1977 að húsakaup manns á mínum aldri væru ókljúfanleg heima á Islandi. Vin- ir mínir sýndu mér fram á það að ævin færi í afborganir lána og ég gæti aldrei um frjálst höfuð strokið. Ég horfði í aðrar áttir. Ég vissi að í Danmörku og Sví- þjóð var hægt að fá eyðibýli til að gera upp. En hugurinn reik- aði suður á bóginn. Ég komst í kynni við danskt fyrirtæki er seldi einbýlisús á Spáni. Ég lét kylfu ráða kasti og fór í könnun- arferð þangað. Við skoðuðum upp undir 25 hús dag hvern í heila viku. Og það var í þessari ferð sem ég sá hús sem ég falað- ist eftir og er nú mín eign. Guð- brandur bróðir minn ætlar að búa hjá mér á Spáni, er hann fer á eftirlaun í vor. Ég hef aldrei verið bundinn ákveðnu um- hverfi. Ég kann vel við mig hvar sem er. Þess vegna er ekki erfitt fyrir mig að snúa ekki aftur heim til Islands að starfsævinni lokinni. Auk þess er erfitt að verða gamall heima, þar sem gera má ráð fyrir um sjö mánaða vetri. Öðru máli gegnir um fjöl- skyldumann. Ég er einn og hef verið það í öllu mínu starfi. Stundum hefur mér fundist að gleðilegra hefði verið að eiga konu og börn. En svo koma þær stundir er ég tel mig hafa lifað góðu lífi einn. Ég hef lagt stund á grasafræðin fyrir utan það að mála og spila á píanó. Það geri ég í einrúmi. Ég sé í raun ekki fram úr verkefnum." Ég spyr sr. Jóhann að lokum, hvað bíði hans á Spáni. „Eg vona að ég geti tekið undir orðtæki skátanna í breyttri mynd: Eitt sinn prestur, ávallt prestur. Það hefur borist í tal að ég verði hirum 1000 íslensku ferðamönnum, er sækja til sól- arstranda Spánar, innan hand- ar. Þrátt fyrir fegurð margs kon- ar þurfa ferðamenn einnig á sálgæslu að halda. Ég ætla að halda áfram að leggja stund á bæði eiginlega og óeiginlega ræktun. Og ég vona að ég megi eyða ævikvöldinu á sólarströndu og vera áfram sólar megin í líf- inu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.