Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannssoni Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 120 kr. á mánuöi innanlands. i lausasölu 8 kr. eintakiö. Alþýðubandalagið klofið í rót niður Alþýöubandalagið gekk kampakátt til þess stjórnarsam- starfs, sem nú hangir á bláþræði, í þeirri trú, að því hefði tekizt að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn til frambúðar. Sjálft stendur Alþýðubandalagið nú frammi fyrir þeirri staðreynd, að það er klofið í rót niður í afstöðu til þeirrar efnahags- stefnu, sem sundurleit ríkisstjórn reynir að tjasla sér saman um. Morgunblaðið greindi frá því í baksíðufrétt, 12. ágúst sl., að Alþýðubandalagið væri klofið í afstöðu til þess, hvort ( samþykkja eigi vísitöluskerðingu launa og frestun verðbóta-1 greiðslna sem lið í efnahagsráðstöfunum, sem ríkisstjórnin þá þingaði um. Áhrifamiklir flokksmenn, með fjármálaráð- 1 herra í broddi fylkingar, töldu slíka aðgerð rétta og óhjá- [ kvæmilega. Þeir urðu ofan á, um sinn, og Alþýðubandalagið samþykkti meginþætti aðgerðanna: 13% gengislækkun, 10% I verðbótaskerðingu og eins mánaðar lengingu verðbótatíma- bila. Aðrir flokksmenn ólu ugg í brjósti. Þeir töldu það hæpið af flokknum að að fylgja því fram 1982, sem hann barðist harðast gegn 1978, og þá þótti tilefni til ólöglegra verkfalla og útflutningsbanns á fiskafurðir, sem veikti samkeppnis- stöðu okkar á Bandaríkjamarkaði og víðar. Það hefur vakið sérstaka athygli að forystulið Alþýðu- bandalagsins, sem tryggastan vörð hefur staðið um svokall- aðan ráðherrasósíalisma, hafði ekkert samband við Guð- mund J. Guðmundsson, formann VMSÍ og þingmann, fyrr en á hádegi 18. ágúst sl., þrátt fyrir það að þá hefði verið tekizt á um þessar aðgerðir langan tíma. Guðmundur var að vísu erlendis, en síminn er tiltækur ráðherrum og þingmönnum, á kostnað skattborgara, hvenær sem þeim þóknast að nota hann. Hér verður ekki annað séð en meiningin hafi verið að sniðganga formann VMSÍ — og láta hann koma heim að gerðum hlut, þ.e. verðbótaskerðingunni, annað hvort sem heimildarákvæðis til handa ríkisstjórninni eða fastbundins í bráðabirgðalögum. Steingrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokks- ins, lætur að því liggja í viðtali við Tímann í gær, að Alþýðu- bandalagið hafi nú gengið á bak þess samkomulags, sem búið var að gera milli aðila ríkisstjórnarinnar síðdegis á miðviku- dag. Þessar upplýsingar flokksformannsins styðjast við um- mæli fleiri stjórnarliða. Svo er að sjá sem eitt símtal for- manns VMSI frá Luxemborg hafi haft meiri áhrif á gang mála en stöðug viðvera forseta ASÍ. Alþýðubandalagið kippti snögglega að sér samstarfshendinni, a.m.k. um sinn, og gekk á gert samkomulag. En ráðherraliðið í flokknum safnar nú kröftum og skipuleggur nýja sókn. Ekki er öll nótt úti enn, þótt dagsbrún sé senn á lofti! Alþýðubandalagið tapaði fylgi svo að segja hvarvetna þar sem það bauð fram í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Hvergi var þó tap þess meira en í mesta þéttbýlinu, Reykja- víkur- og Reykjaneskjördæmum, þar sem launþegar eru fjöl- mennastir. En ekki er ein báran stök hjá flokknum. Ekki verður betur séð en sá armur hans, sem enn reynir að halda tengslum við launafólk, hafi skorið upp herör gegn flokksfor- ystunni og ráðherrum hennar, og að flokkurinn eigi nú við mjög alvarleg innanflokksvandamál að stríða. Alþýðubandalagið, sem gekk til þessa stjórnarsamstarfs til að kljúfa Sjálfstæðisflokkinn, stendur nú frammi fyrir árangri gjörða sinna: 1) sterkari og samheldnari Sjálfstæðis- flokki en fyrr, sbr. úrslit sveitarstjórnarkosninganna, 2) eig- in fylgistapi vítt um land, 3) eigin klofningi í afstöðu til efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar og 4) trúnaðarbresti milli samstarfsaðila í ríkisstjórn, sem heyr nú það stríð, sem e.t.v. má draga á langinn, en ekki umflýja, sitt pólitíska dauða- stríð. Það er ekki ónýtt að eiga jafn ratvísan flokksformann um völundarhús stjórnmálanna og Svavar Gestsson! Grindhvalavaðan á RHi: Er Morjfunblaðsmenn bar að höfninni í Rifi var þegar farið að flaeða að og enginn hvalur á þurru lengur. Hvalurinn lá þá í fremur dreifðum hópi meðfram hafnargarðinum eins og sjá má af þessari loftmynd Kristjáns. * Ami Waag, líffræðikennari: Líklegt ad hvalirnir gangi á land vegna þess að berg- málskerfi þeirra ruglist „l»AÐ er ekki alveg á hreinu hvernig á því stendur að hvalahjarðir ganga svona á land. Menn halda að hvalirnir ruglist í bergmálskerfi sínu við vissar aðstæður eins og á grunnsævi. Hval- irnir senda frá sér hátíðnihljóð, sem endurkastast til hvalanna aftur og þannig staðsctja þeir sig og bráð sina til dæmis," sagði Árni Waag, líffræði- kennari, er Morgunblaðið innti hann eftir ástæðu þess að hvalir gengju á land. Árni sagði einnig, að bergmáls- kerfi hvalanna gæti ruglast á grunnsævi og einnig vegna hávaða frá skipum. Þá yrði að geta þess að tegund eins og grindhvalur hefði háþróaða hjarðhvöt, dýrin héldu saman og eltu fyrstu dýrin. Á þessu byggðust grindhvalaveiðar Færey- inga, þeir rækju hvalina líkt og sauðfé að landi og þegar komið væri að fjöru stingju þeir öftustu dýrin, sem ryddust þá fram fyrir hin og upp í fjöru og hin eltu alveg fram í rauðan dauðann. Þá væri það ekki ósennilegt að í þessu tilfelli væru hvalirnir að reyna að hjálpa hver öðrum og væru því tregir til að fara út. Þá sagði Árni, að ekki væri al- gengt að hvalahjarðir gengju svona á land, en þess væru þó nokkur dæmi. Til dæmis hefðu nokkrir búrhvalir lent upp í fjöru hér við land fyrir um 10 árum og vitað væri til þessa um fleiri tegundir, sér- staklega hjá þeim, sem hefðu mikla hjarðhvöt. Ekki sagðist Árni geta sagt um það hvernig gengi að koma hvölunum út aftur. Það hefði verið aðfall er þeir komu að, en þeir siðan truflast eitthvað á fjörunni og þá flætt undan þeim. Síðan hefði verið farið að flæða er reynt var að koma þeim út aftur og gæti það haft ein- hver áhrif, en annars væri erfitt að koma svona hvalahjörðum út, hjarðhvötin hefði svo mikil áhrif. Hvalavaðan lá lengi upp við syðri hafnargarðinn og virtist ekki hafa sinnu á því að bjarga sér þó farið væri að flæða að. Fólk lagði mikið á sig til að bjarga hvölunum — sagði Sæmundur Kristjánsson, hafnarvörður „ÞAÐ er þó nokkuð langt síðan hvalur hefur gengið hér á land. Fyrir um það bil 12 árum gekk vaða á land undir Rauðusteinum innanvert á Harða- kambi og 1949 strönduðu 7 háhyrn- ingar hér i höfninni. Annars er það algengt að hvalfiskur sé hér við Önd- verðarncsið og inn með Rifjunum á haustin. Hann er þá í síldinni þegar hún gengur hér um,“ sagði Sæmundur Kristjánsson, hafnarvörður á Rifi. „Menn vilja ekki nýta þetta hér enda finnst mér að þegar sé óþarf- lega mikið gengið á lífríki náttúr- unnar. Það voru að vísu tvö dýr skorin, en þegar „vargurinn" var stöðvaður lagði fólk mikið á sig til að bjarga dýrunum og er það þakk- arvert því að 70 til 100 dýr lifðu fjöruna af. Mér finnst alls ekki ástæða til að drepa hvalinn enda gengur mannskepnan um þetta eins og vargfuglinn, hirðir beztu bitana og lætur svo afganginn rotna. Vargfuglinn og mannskepnan hér um slóðir keppa einnig um að steypa undan nær öllum fuglateg- undum hér, svo það er gott þegar hægt er að bjarga nokkrum dýrum eins og þessum hvölum." Félagarnir á Hamrinum beittu öllum tiltækum ráðum til að reka hvalina út. Bæði höndunum, stjökum, árum og belgjum og að loknu talsverðu erfiði borgaði fyrirhöfnin sig. Er tók að flæða að tólut mönnum að komast landmegin við hvalavöðuna á bátum og reka hana á haf ÚL Hér er hún komin út á móts við Töskuvita. Ljósmynd Mbl. Krwtján. Oftast lá hvalurinn mjög þétt við hafnargarðinn og virtist sem ómeiddir hvalir gættu þess að halda særðum kynbræðrum uppi á réttum kili svo þeir drukknuðu ekki. Það er hræðilegt að horfa upp á þetta — það er eins og hvalirnir veini — sagði Alexander Smárason á Rifi „ÞAÐ hefur verið hræðilegt að horfa upp á hvalina kveljast hér í fjörunni og heyra i þeim hljóðin. Það er eins og þeir veini. Þess vegna hef ég gert það sem ég hef getað til að koma þeim út, ausið sjó yfir þá og aðstoðað þá í fjöru- borðinu," sagði Alexander Smárason á Rifi í samtali við Morgunblaðið í gær. Hvenær varðstu var við vöðuna? „Það var um klukkan hálf átta í morgun þegar ég vaknaði og leit til veðurs, að ég sá vöðu af einhverjum stórum dýrum út við Töskuvita og í kíki sá ég að þetta var hvalur. Ég og félagar mínir fórum út á bát til að taka myndir af vöðunni og fórum síðan í land aftur um klukkan níu. Um hálf tólf kom síðan styggð að hvölunum vegna þess að bátur fór sjávarmegin við þá og hljóp vaðan þá upp í fjöru og mikill hluti hennar festist þar er byrjaði að falla út. Þá fórum við út á gúmmíbát og trillu, komum taug á um það bil tíu þeirra og drógum þá út á trillunni, en það hafði ekkert að segja vegna þess að þeir komu beinustu leið til baka aft- ur og voru jafnvel á undan okkur. Við tókum svo eftir því að stærstu hvalirnir syntu í hringi í kringum minni dýrin eins og til að vernda þau og einnig virtist greinilegt að ómeiddu dýrin hjálpuðu þeim, sem höfðu særzt. Þegar ekki gekk að draga dýrin út og mörg þeirra voru komin á þurrt reyndum við að bera sjó á þau til að verja þau þurrki og eins reyndum við að velta þeim á réttan kjöl svo þau drukknuðu ekki þegar flæddi að. Þegar farið var að flæða undir dýrin reyndum við að draga þau fram úr fjörunni, en það gekk lítið. Það hefur verið hræðilegt. að horfa upp á þetta, en nú eru menn komnir með báta inn fyrir vöðuna og líkur eru á að takist að bjarga þeim, sem ekki eru dauðir," sagði Alexander.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.