Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2,1. ÁGÚST 1982 21 Veður víða um heim Akureyri Amsterdam Aþena Barcelona Berlín BrUssel Chicago Dyflinni Feneyjar Frankfurt Genf Helsinki Hong Kong Jerúsalem Jóhannesarborg Kaíró Kaupmannahöfn Las Palmas Lissabon London Los Angeles Madrid Malaga Mallorca Mexfkóborg Miami Moskva Nýja Delhí New York Osló Parfs Perth Rio de Janeiro Reykjavík Rómaborg San Francisco Stokkhólmur Sydney Tel Aviv Tókýó Vancouver Vínarborg Þórshöfn 7 alskýjaó 19rigning 35 heióskfrt 27 alskýjaó 21 skýjaó 19 heióskirt 20 skýjaó 15 skýjað 27 skýjað 21 heióskírt 27 heiöskírt 18 heióskírt 29 skýjaó 27 heióskírt 21 heióskirt 33 heióskirt 19 rigning 24 lóttskýjaó 29 heióskírt 18 heióskirt 31 heióskírt 37 hefóskírt 27 skýjaó 30 skýjaó 24 heióskirt 29 skýjaó 19 heióskírt 33 skýjaó 27 rígning 18 skýjaó 21 skýjaó 17 skýjaó 25 rigning 11 léttskýjaó 33 heiöskirt 19 skýjaó 17 rigning 21 heiöskírt 29 skýjaó 32 heióskfrt 21 heióskírt 28 heióskirt 10 alskýjaó Pólskt flutn- ingaskip sökk í S-Svíþjóð Ystad, SvíþjóA, 20. ágúst. AP. PÓLSKT dutningaskip fór á hliðina og sökk síðdegis í gær í höfninni i Ystad í S-Svíþjóð, samkvæmt heim- ildum yfirvalda í morgun. Þrír af sex mönnum áhafnarinnar, sem voru um borð er atvikið átti sér stað, var bjargað eftir að hafa fleygt sér útbyrðis. Einn úr áhöfninni fékk hjartaáfall við volkið og var fluttur á sjúkrahús, en aðrir sluppu ómeiddir. Skipið, Jan Hwewlius, kom til Ystad um klukkan tíu fyrir hádegi í gær, en farmurinn var járn- brautarvagnar og flutningabílar. Skipið fór á hliðina er verið var að skipa upp og fjörtíu manns sem um borð voru tókst að bjarga sér í tíma. Það voru einungis skipstjór- inn og fimm áhafnarmeðlimir er urðu eftir í skipinu og var þeim sem fyrr segir bjargað síðar. Miðbaugs-Guinea: Forsetinn kjör- inn til sjö ára Madrid, 20. ágúst. AP. FORSETI Miðbaugs-Guineu, Teo- doro Obiang, hlaut 98% fylgi í ný- afstöðnum forsetakosningum þar í landi, að því er segir í óstaðfestum og óljósum fregnum. Um leið var kosið um stjórnarskrá landsins þar sem kveðið er á um að forsetinn skuli sitja næstu 7 ár. Malabo er höfuðborg landsins, sem hlaut sjálfstæði 1968 eftir að hafa verið spænsk nýlenda. Þrátt fyrir mjög óljósar upplýsingar þaðan er skýrt frá því að 100% kjörsókn hafi verið í 4 kjördæm- um. Ibúar Miðbaugs-Guineu eru um 300.000 talsins. Obiang var forsprakki bylt- ingar, sem leiddi til þess að ein- valdinum Francisco Macias var steypt af stóli 1979. Tekjustofiiarnir hafa verið skertir — segir Gunnar S. Björnsson um ástæður vanda Byggingasjóðs ríkisins „MEGINÁSTÆÐAN fyrir vanda Byggingarsjóðs ríkisins er sú að fastir tekjustofnar voru teknir af sjóðnum með lagabreytingu á ár- inu 1980. Þá var hluti Byggingar- sjóðsins í launaskatti færður til Byggingarsjóðs verkamanna. í staðinn var Byggingarsjóðnum ætlað að taka meira fé að láni hjá lífeyrissjóðunum. Það fjármagn er með verri kjörum en það, sem lán- að er út aftur, og skerðist því smám saman eigið fjármagn sjóðsins og hann hefur minni möguleika á að standa við skyldur sínar samkvæmt lögum. Jafn- framt er nýjum böggum bætt við sjóðinn með nýjum lánaflokkum." Þetta var svar Gunnars S. Björnssonar, sem sæti á í stjórn Byggingarsjóðs ríkisins, þegar hann var spurður að því í gær, hverjar hann teldi vera ástæður þess vanda sem Byggingarsjóður- inn á við að etja og fram hefur komið að undanförnu. — Hvernig verður vandi Bygg- ingarsjóðsins leystur? „Það hefur ekki verið ákveðið ennþá. Vandi þessa árs er ekki ljós ennþá, hann fer mikið eftir því hvernig fer með kaup lífeyrissjóð- anna á skuldabréfum sjóðsins, hvort þau fara í þann farveg sem gert er ráð fyrir í lánsfjáráætlun. Verði það ekki, verður við miklu meiri vanda að etja en fyrir er. Ef heldur fram sem horfir með kaup lífeyrissjóðanna, þá verður vand- inn orðinn mjög mikill í árslok.“ — Nú situr þú einnig hinum megin við borðið sem formaður Sambands almennra lifeyrissjóða. Ýmsir hafa talið vanda Bygg- ingarsjóðsins vera aðallega vegna lítilla kaupa lífeyrissjóðanna á skuldabréfum Byggingarsjóðs ríkisins, Svavar Gestsson félags- málaráðherra hefur m.a. sagt að ábyrgð vanda Byggingarsjóðsins væri ekki síst hjá lífeyrissjóðun- um. Hverju vilt þú svara þeim ásökunum? „Það er út í bláinn að segja þetta. Allflestir lífeyrissjóðir hafa á undanförnum árum keypt það sem gert er ráð fyrir á láns- fjáráætlun. Þeir hafa ekki í öllum tilfellum keypt nákvæmlega það sama af Byggingarsjóði eða Fram- kvæmdasjóði og ríkissjóður hefur á hverjum tíma gert ráð fyrir að þeir geri, en í heild hafa þeir keypt fyrir um 40% af ráðstöfunarfé sínu. Einnig kemur það til að mér virðist ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- Með einangrun úr fiskilýsi DAVID Johnes, tæknilegur framkvæmdastjóri enska fyrirtækisins Ewellden Ltd., og Pétur Einarsson, fram- kvæmdastjóri Framtíðarhúsa hf., með einangrunarefni unnið úr fiskilýsi, en eins og skýrt hefur verið frá er ætlunin að reisa verksmiðju hér á landi, sem ynni ein- angrun úr fiskilýsi og sagði Pétur á blaðamannafundi í fyrradag að verksmiðjan ætti að taka til starfa innan þriggja mánaða. anna hafa verið ofáætlað í opin- berum áætlunum og þar að auki hefur verið miklu meiri ásókn í lánsfjármagn lífeyrissjóðanna, frá sjóðsfélögum sjálfum, heldur en menn gerðu ráð fyrir. Á meðan svo mikil eftirspurn er frá lífeyr- issjóðsþegunum sjálfum, eigend- um fjármagnsins í hverjum lífeyr- issjóði fyrir sig, þá eru lífeyris- sjóðirnir ekki tilbúnir til að lána eins mikið til opinberu sjóðanna. Það eru misjafnar ástæður fyrir því af hverju sjóðirnir kaupa ekki af Byggingarsjóði rikisins það sem gert er ráð fyrir. Það má nefna að sumir lífeyrissjóðirnir kaupa heldur skuldabréf af sjóðum sem þeim eru skyldari en Byggingar- sjóður ríkisins er og koma þeirra atvinnugrein betur. Iðnaðarlifeyr- issjóðirnir kaupa ef til vill frekar af sjóðum sem eru tengdir iðnað- inum, Sambandslífeyrissjóðirnir af sjóðum sem eru tengdir SÍS og svo framvegis." Námskeið í skyndihjáip Rauða kross deild Kópavogs gefur bæjarbúum og öðrum sem hafa áhuga kost á námskeiði i almennri skyndihjálp. Námskeiðið verður í Víghóla- skóla og hefst miðvikudaginn 25. ágúst kl. 20.00. Það verður 6 kvöld, samtals 15 tímar. Á námskeiðinu verður reynt að veita sem mesta verklega þjálfun með raunhæfum verkefnum. Einnig verða sýndar kvikmyndir um skyndihjálp og áhrif kulda á mannslíkamann. Þess má geta að námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er að fá metið í fjölbrautaskólum og iðnskólum. Fréttatilkynning MARKVISS SKYNDIHJÁLP VIÐ MEÐVITUNDARLAUSA elhann Leggid hann i laesta hlid arlegu Athugið hvort hinn slas- aði er meðvitundarlaus - talið við hann - ytið viö honum Alhugið hvort hmn með- vitundarlausi andar með þvi að hlusta eftir andar- draettmum eða leggia aðra hondma á brjóst- kassann og fmna hvort hendurnar hreyfast fynr áhnf andardráttarms ef hann andar ekki Opnið ondurveg og hmm um hokuna Hokunm er siðan ytt fram og hofuðið sveigt ems langt aftur og unnt er Við pað lyttist tungan fram og ondunarvegur- mn opnast Hlustið siðan með eyrað fast við nef og munn hins meðvitundar- lausa Ondunarvegunnn er opnaður með pvi að taka annarn hendi um enmð Ef hann andar ekki ennpá beitið biástursaðferðmni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.