Morgunblaðið - 21.08.1982, Page 41

Morgunblaðið - 21.08.1982, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 41 V£l?akandi SVARAR Í SÍMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MANUDEGI TIL FÖSTUDAGS W" 'T'jdLawfl .u |M t. I i 1 KlJ Vöruflutningar Akraborgar Akraborgin hefur á undanrornum árum flutt vörubifreiðir í ferðum sin- um Akranes/Reykjavik. Gjaldskrá fyrir vörubíla hefur verið á þann veg, að sama gjald er tekið fyrir bíl sem er tómur og þann sem er hlaðinn vörum. Herjólfur flytur einnig vöru- bíla og tekur þá visst gjald fyrir bíl- inn og sjötíu og fjóra aura á kíló aukalega fyrir þann þunga sem á bílnum er. Gjald fyrir vörubíla með Akra- borg er mjög lágt samanborið við aðra bíla og nú gætu margir hald- ið að Akurnesingum hefði komið til góða þetta lága gjald fyrir vörubíla með lækkuðum flutn- ingsgjöldum, en svo hefur ekki verið. Mörgum sýnist svo, að ann- að tveggja hefði mátt ef sann- gjarnt gjald væri tekið af vöru- flutningum með bílum, lækka far- gjöld fyrir aðra sem með skipinu fara eða stórbæta afkomu útgerð- ar Akraborgar. Það er stórfurðu- legt ef stjórn félags sem ríkið á stærstan hluta í og hefur þar að auki styrk úr ríkissjóði, leyfist að leggja upp i nenaur fárra manna stórar fúlgur fjármuna, sem ættu að öllu jöfnu að lenda hjá félaginu. Það verður fróðlegt að fylgjast með framvindu þessara mála á næstunni. Skipakomur til Akraness eru nú mjög sjaldgæfar því að stór hluti allra afurða Akurnesinga er flutt- ur með Akraborg. Af fyrrgreind- um ástæðum tapar Akraneshöfn stórfé því hafnargjöld eru ekki greidd af þeim vörum sem fluttar eru með Ákraborg. Hafnarsjóður stendur því mjög illa fjárhagslega og sýnir það sig fljótt, því viðhaldi hafnarinnar hefur verið stór- ábótavant á síðastliðnum árum, en um þessi mál hefur áður verið fjallað í blaðagreinum án árang- urs. Akurnesingur Þessir hringdu . . . Slíkt er hlutleysi borgarstjórnar 7410—8342 hringdi í tilefni vals borgarstjórnar á fegurstu götu Reykjavíkur, en frétt um valið birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag. „Ég vil segja, að ég var mjög ánægð með val borgar- innar á þessari götu, Fjölnisveg- inum, enda var kominn tími til þess, að ein af eldri götum borg- arinnar yrði fyrir valinu. Ég er þó mjög undrandi yfir því hvaða aðili varð fyrir valinu til þess að veita viðurkenningunni móttöku, fyrir hönd íbúanna. Stúlkan var til að veita viður- kenningunni móttöku m.a. vegna þess að hún átti afmæli þennan sama dag. Hún býr nú ekki í göt- unni eins og er, en bjó þarna þó í tæp tvö ár. Mér finnst það furðu sæta, að gamalt fólk, sem búið hefur í götunni í áratugi, unnið gott starf í görðum sínum og prýtt húsin sín, skuli ekki hafa orðið fyrir valinu. Skýringin er e.t.v. sú, að þetta er nú einu sinni tengdadóttir alþingismanns og fyrrv. borgarstjóra. Þannig er nú hlutleysið í vali borgarstjórn- ar.“ Þessu „hjóna- bandi“ á að slíta 6770—1712 hafði samband við Velvakanda, en hann vildi ekki vanda kveðjurnar til núverandi ríkisstjórnar. „Það er hreint furðulegt til þess að vita, að þessi ríkisstjórn fái að sitja svona óáreitt eins og raun ber vitni. Óreiðan á stjórnsýslunni er slík, að mönnum sem fátt hef- ur fundist hingað til, er nú farið að blöskra. Þessu stjórnarsam- starfi á að slíta eins og hverju misheppnuðu hjónabandi, og því frekar þegar samstarfið hefur verið mislukkað frá upphafi." „Þá fyrirgæfuð þér sjötíu sinnum“ Þórunn Kristjánsdóttir hringdi. „Mig hefur lengi langað að koma á framfæri kvæði sem ort er af Stefáni Jónssyni, en hann er nú látinn. Stefán var gott ljóðskáld og góður maður er starfaði m.a. við kennslu á lífsskeiði sínu. Já, presturinn vor er prúður maður ok predikar í svo glæstum róm. Hann stendur sem varða á vegamótum og vísar oss leið í guðs helKÍdóm. Það vera ætti ljóst, jafnt þér sem mér, að þar skal hann iifa og láta það næfcja svo leiðina sjálfur hann aldrei fer. Mér sárnar það oft hvað þér svívirðið prestinn of? segja hann alls ekki góðan mann, en hugsa mest um að krækja í krónu og kæra sig ekki um frelsarann. En það er mér ljóst að slíkt létu þeir vera í lögmáli guðs er þér kynnuð skil. Þá fyrirgæfuö þér sjötíu sinnum og sjö sinnum það og meira til. ALLTAF Á SUNNUDÖGUM SlftRRA OG EFNISMEIRA BLAÐ! Rætt viö Benedikt Árnason í hita og þunga dagsins Akrar Ingólfs fundnir? Á hestbaki um Arnarvatns- heiði Á fjölunum — Róbert Arnfinsson AnkerJörgensen — viðtal í tilefni íslandsferðar Meginmálið að halda lífi Listamaðurinn í vinnustofu sinni Verður sýnd á næstunni (The Stuntman & Close Encounter) Sunnudagurinn byrjar á síðum Moggans

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.