Morgunblaðið - 21.08.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 21.08.1982, Qupperneq 28
— eftirSkúla Magnússon, ritstjóra Sérstæð ritdeila hefur sett mark sitt á hundadagana hér uppá Fróni. Þar hafa átzt við annars- vegar Einar Pálsson og hinsvegar nokkrir af framvörðum Háskóla íslands (hér eftir HÍ). Sagt er að Einar þýði „Einherji" — sá sem berst einn síns liðs — svo að nafn- ið á etv. ekki illa við. Ójafn hefur leikurinn verið. Einna helzt minnt á fornsögur. Egill átti einn við átta og hafði sigur. Svo var og hér. Að einum ógæfumanni undanskildum hafa framverðir háskólans verið hinir • prúðustu dándismenn sem virt hafa leikreglurnar. En allir hafa þeir HÍ-menn flúið kjarna þessa máls sem til umræðu er og talað út í hött, nánast eins og álfar úti á þekju. I gríð og ergi hefir háskóla- liðið skotið framhjá. Ef einhverjum er farið að dapr- ast minni í öllu því moldviðri sem þyrlað hefur verið upp með fram- hjáspörkum þeirra háskólamanna þá má rifja upp hvernig víta- spyrnukeppnin hófst: Einar Páls- son (hér eftir EP) birti grein (sem ætluð hafði verið útvarpi) í Morg- unblaðinu þann 26. júní sl. Nefnd- ist hún „Sómi Háskólans". Við- fangsefni Einars í þessari grein — og raunar í útvarpserindi þar á undan var einkum siðferði HI — eða skortur HI á siðferði — ára eða áratuga þóf HI við að varna því að nýjar hugmyndir væru rökræddar við HI, svo og þögn há- skólans sem Einar líkti við það sem Bretar nefna Lie by Omission — þagnarlygi. Hann spurði hvort HÍ bæri enga ábyrgð á fræðilegum og/eða vísindalegum efnum — og rakti í útvarpserindi sínu orð þeirra sjálfra um skyldur háskóla- kennara og bar við sjálfar gjörð- irnar. Varð „hálf ritgerð" háskóla- kennara fræg í þessu sambandi og brást forseti heimspekideildar ókvæða við. Reyndi hann að um: breyta siðferðislegum skyldum HÍ í mál einstaklings sem sjálfur óskaði ekki að ræða þau efni. Hið kostulegasta við þetta mál er að HI kaus að fela vanþekkingu sína á rannsókn íslenzkrar fornmenn- ingar með því að skýla sér bak við fyrrverandi sóknarprest frá Eski- firði, séra Kolbein Þorleifsson. Verður erfitt um kynningu á hon- um, og læt ég mér því nægja að vitna í kynningu séra Kolbeins (hér eftir KÞ) sjálfs á sjálfum sér í grein Mbl. 10. júlí, „Hversu hátt skal seilst“ og hafði að millifyrir- sögn „Sérþekking séra Kolbeins". Þegar ég las þessa dæmalausu grein hugsaði ég með mér: þetta er ekki svaravert, allra sízt getur EP sjálfur tekið þátt í svona aurkasti. Slíkur málflutningur er undir „standard". Seinna hefi ég orðið þess var að einhverjir háskóla- menn hafa borið það fyrir sig að EP hafi aldrei svarað ritgerð nokkurri er KÞ birti í Sögu 1974. Og jafnvel eftir skítkastsgrein séra Kolbeins frá 10. júlí hefur einn og einn maður spurt: Hví svarar EP séra Kolbeini engu orði t.d. í Mbl. 17. júlí „Af hálfri rit- gerð hverfulleikans"? Svo spyrja þeir menn vafalaust einir sem ekki sáu greinina í Sögu, sem er í fárra höndum. Vil ég beina því að mönnum þeim sem vilja halda andlegri vöku sinni að lesa áður- nefndar tvær greinar KÞ sem allra vendilegast. Menn verða að horfast í augu við þá staðreynd að á úthallandi tuttugustu öld hefur maður á borð við séra KÞ ver- ið fenginn til að flytja fyrirlestra- flokk við HÍ, fengið styrki að auki og beinan aðgang að pressunni. Hvert hefur orðið okkar starf í sex hundruð sumur? Spakmælið „Þitt mál varðar minnst þig sjálfan" kom mér strax í hug er ég kynntist vörn háskól- ans gegn fyrirspurnum EP. Séra Kolbeinn hefir heiftarlega ritdeilu við sjálfan sig — ritdeilu sem varðar minnst persónur þeirra sem í eldlínunni stóðu. Því að sá sem hann reynir mest að skíta út virðir hann að sjálfsögðu ekki svars. En það er af þessum sökum sem ég tel nokkra ástæðu til að blanda mér í hnútukastið. Allt aurkastið er nefnilega úr einni átt. Hvað er það sem þetta mál snýst í rauninni um? Það varðar fyrst og fremst tján- ingarfrelsið í landinu — og það meira að segja við HÍ, þar sem tjáningarfrelsið ætti að vera hæst metið. Málið varðar akademisk vinnubrögð og þann frumrétt sem hver maður hefir að hann skuli ávallt og ævinlega njóta sannmæl- is. Málið snýst um það, hvort gert hafi verið akademiskt samsæri gegn sannleikanum og hvort HÍ feli sig í raun að baki þagnarlygi. Það bjargar engu um þetta þótt ráðizt sé að persónu einstaklings. Um séra Kolbein hljótum við að tala af mátulegri virðingu. Ég vil taka fram að ég þekki manninn ekki — nema lítið eitt af orðspori. Hann má gjarnan hafa sína per- sónu og sinn orðstír í friði fyrir mér. En hversu hár skal þröskuld- ur vera til að ekki sé yfir stigið? Það sem í fyrstu dró úr mér að blanda mér í þessa ritdeilu var þetta: maðurinn liggur of vel við höggi, ég hefi vart nennu til svo löðurmannlegra morgunverka að varpa orðum á séra KÞ. Og þó er málinu þannig háttað að ekki verður undan skorizt. „Vísinda- heiður" séra Kolbeins og siðferði HÍ er um of samofið — og er báð- um um að kenna. Vesalings mað- urinn hefur lagt höfuð sitt á höggstokkinn, og það af einskærri fíflsku. En HI vitnaði beinlínis í séra Kolbein sem „sérfræðing" sinn og leiðbeinanda í „miðalda- fræðum". Við skulum nú huga að brjóstvörninni. Ættu aðeins þrír punktar að nægja, og getum við byrjað á upplýsingum Einars Pálssonar í fyrstu greininni 26. júní: „Þegar ég hélt erindi í norrænu fornsagnaþingi í Rvík 3. ágúst 1973, stóð síra Kolbeinn upp og andmælti. Ég þekkti ekki síra Kolbein þá, og botnaði nánast ekk- ert í efnisatriðum máls hans. Hugði ég, að örðugleikar síra Kolbeins í notkun ensku kæmu í veg fyrir, að hann gæti gert sig skiljanlegan. Hitt var þó öllum viðstöddum ljóst, að síra Kolbeinn hallmælti verkum mínum kröft- uglega, og var það gert fyrir full- um sal áheyrenda, sem flestir voru vísindamenn í germönskum fræð- um. í Mbl. 29. desember 1976 birtist svo eins og skrattinn úr sauðar- leggnum klausa frá síra Kolbeini. Þar segir svo orðrétt: „Það var fyrst eftir fyrirlestur Einars í fornsagnaþinginu í Rvík 1973, að ég fékk áhuga á því að kynna mér hin prentuðu rit Ein- ars.“ Þarna lýsir síra Kolbeinn því beinlínis yfir fyrir alþjóð, að hann hafi ekki verið búinn að kynna sér hin prentuðu rit mín — ekki einu sinni haft áhuga á að kynna sér þau — þegar hann stóð upp og viðhafði um rannsóknir mínar hin verstu orð frammi fyrir fullum sal fræðimanna 3. ágúst 1973.“ í svargrein sinni í Mbl. 10. júli sl. „Hversu hátt skal seilst" vék séra KÞ ekki einu orði að þessum upplýsingum Einars. Neyddist hann til að samþykkja ummælin með ÞÖGN, enda einskis annars kostur. Þetta er til á prenti. Það er möo. augljóst, að „miðaldafræð- ingurinn" tók afstöðu til fræði- legra rannsókna án þess að hafa kynnt sér málið. Og þetta var ekki bara einka-afstaða hans, heldur lagði hann sig einnig í líma við að spreða óhróðri um það, sem hann að eigin sögn ekki þekkti, yfir Hversu skal seilst?“ \Eftir síra \Kolbein Þorleifsson , Laugardaginn 26 júni sííiastlið- I inn var veist allharkalega að und- I irrituðum I grein, sem Einar 1 Pálsaon BA fékk birU í Morgun- I blaðinu. Grein þessi nefnist „Sðmi I Háakólans", og mun vera útvarps- I erindi, sem útvarpsráð hafði I skðmmu áður hafnað til flutnings I í útvarpi. Morgunblaðið „hafði 1 boðið Einari að birta svar sitt", I eins og stendur orðrétt í inngangi I greinarinnar. $var þetta við út- I varpserindi foraeta heimapeki- I deildar Háakóla íslands. dr. 1 Gunnars Karlssonar prófessors, I er að nokkru leyti uppgjör Einars I við grein, sem ég skrifaði fynr 1 átta árum Þetta er í fyrsta skipti, I sem Einar ansar þessari grein áðurnefndur íslendingur, Einar Pálsson, telur hverja einustu til- gátu sína sannaða, svo að ekki verði á móti mœlt. Handbók miðaldanna I Baals- fraeðum var (samkviemt skoðun Einars Pálssonar) Brennu-Njils saga. A grundvelli þessarar sðgu hefur F.inar Pálsson þrætt veröld- ina I leit að ýmsum BaalsmusUr- um, sem falla að efni Njálsaögu. Slik musUri eru m.a. Magnósar kirkja í Orkneyjum (sem var fyrirmynd þeirra, sem siðar komu). dómkirkjan i Milanó, Pét- urskirkjan í Róm, og siðast en ekki síst: Dómkirkjan í Flórens. Allt þetta samþykkja fulltrúar Páfastóls umsvifalaust, að því er Einar segir. Það er aðeins eitt lítið háskólakrili i norðanverðu Atl- anUhafi, sem þybbast við að trúa 1— ' er Háskóli „Delhimakeri** Nokkur orð til skýringar fyrir lesendur Morgunblaðsins: I hug- vísindaritum er þesa krafist, að vísindamaðurinn leggi á borð fyrir fræðimenn öll rök fyrir þvi, að þeir komust að niðurstöðu sinni. - Niðurstaðan kemur þvi sem eðli- P'--' legur ávöxtur röksemdafærslunn- ar. Þar sem best er unnið, fá les- endurnir einnig að kynnast rann- sóknarsögu verkefnisins í fortið- inni. Aðferðin, sem Einar noUr á meira skylt við raunvístndi. Vís- indamaðurinn býr til formúlu, sem síðan er préfuð. FrœgasU dæmið um notkun slíkrar vinnu- aðferðar i hugvisindum, þar sem hún misheppnaðist með öllu, var, -þegar MarUinn Lúther negldi 95 tilgitur sínar á hurð hallarkirkj- unnar í WitUnberg. Það endaðt með ósköpum, eins og allir viU. •* * ' ttift Einari til aA leg villa, þegar Eliade og Camp-I bell fylgja Coomaraswamy )l blindni varðandi helgun lands ál tslandi til forna, og það yar þea31l reginfirra, sem ég réðist A í Sögul 1974. Sérþekking síra Kolbeins Hvaða sérþekkingu hafði „fyrr- verandi sóknarprestur á Eskifirði, I sira Kolbeinn Þorleifsson" til að | kollvarpa kenningum virtra fræði- manna, og til að Uka til umjöllun- ar undarlega sérgrein Einars | Pálssonar, sem hlotið hafði viður- kenningu rann9Óknasto(nun Páfastóls I miðaldafræðum.f “ Þessi maður hafði senr“„ frseðistúdent lagt sig eftir kynnast fræðum Norðmannsi’ Sigmund Mowinckels, einkum þ. sem hann fjallaði um konun- hugsjón Isndanna fyrir b Miðjaröarhafs. Frá 1971 hann stundað rannsóknir í i usögu við Hafnarháskóla. framt hafði hann heimsótt Ai. safn reglulega til að auka þek» ingu á íslenskri sögu. Sérgrerr | mannsins við kirkjuBögustofnu ina var grænlensk trúboðssaga 18. öld. Eitt af þvi sem hann þu að fjalla um i rannsóknum sinum var gullgerðarlist (alkemía) Hans Egedes, postula Grænlands, og gyðingleg dulspeki (kabbala) bræðratrúboðans Christian L Davids um paradísarsælu hins I tvikynja Adams. Flestir fræði-1 menn, sem ég hafði aðgang að á I bókum, tðldu þessa guðfræði heyra endurreisnartímanum til. En i ritverkum Einars Pilssonar l laségi hinn bóginn, að kóngurin* I og drottningin 1 heimspekidraurni r? . r*.__„„ s UUA. radauglýsingar — raðauglýsingar — raöauglýsingar fundir — mannfagnaöir Rafvirkjar Rafvélavirkjar Félag íslenzkra rafvirkja Félagsfundur veröur haldinn mánudaginn 23. ágúst 1982, kl. 20.30 í Félagsmiðstöð rafiðnaðarmanna, Háaleitisbraut 68, R. Fundarefni: Nýir kjarasamningar. Félagar fjölmennið. Stjórn félags íslenzkra rafvirkja Flugvirkjar Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 26. ágúst 1982 kl. 17.00. Dagskrá: 1. Ráðning starfsmanns FVFÍ. 2. Viðhaldsdeild Flugleiöa. 3. Önnur mál. Stjórnin Múrpressa til sölu 5 og 1/2 hestafl, 630 lítrar, 3. fasa. Upplýs- ingar í síma 92—8318 eftir kl. 19 á kvöldin. Fundarboð Aðalfundur Sjóefnavinnslunnar hf. verður haldinn í Félagsheimilinu Festi, Grindavík, laugardaginn 4. september og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Aukning hlutafjár. Stjórnin. EFÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBL AÐINU AIGLYSINGA SIMINN ER: 22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.