Morgunblaðið - 21.08.1982, Page 8

Morgunblaðið - 21.08.1982, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur, organisti Marteinn M. Friðriksson. Sr. Hjalti Guömundsson. Klukkan 18 orgeltónleikar. Dómorganistinn leikur á orgel kirkjunnar. Að- gangur ókeypis og öllum heimill. BÚSTADAKIRKJA: Messa kl. 11. Ólafur Jónsson skólaprestur pre- dikar. Jón Ragnarsson farprestur þjónar fyrir altari. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guös- þjónusta i safnaöarheimili Ár- bæjarsóknar kl. 11. Sr. Guö- mundur Þorsteinsson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjón- usta meö altarisgöngu kl. 11. Organisti Árni Arinbjarnarson. GRUND elli- og hjúkrunarheim- ili: Messa kl. 10. Prestur sr. Lár- us Halldórsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Svala Nielsen syngur ein- söng. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Nk. þriöjudag kl. 10.30 fyrir- bæna guösþjónusta. Beöiö fyrir sjúkum. Nk. miövikudagskvöld kl. 22 veröur náttsöngur: Manu- ela Wiesler leikur einleik á flautu. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. LANGHOLTSKIRKJA: Guös- þjónusta kl. 11. Organisti Kristín Ögmundsdóttir. Prestur Siguröur Haukur Guöjónsson. Sóknar- nefnd. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Næstkomandi þriöjudag kl. 18 er bænaguðsþjónusta. Sókn- arprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 11. Nk. miövikudagskvöld kl. 18.30 fyrir- bænamessa. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. KFUM & KFUK, Amtmannsstíg 2B: Samkoma kl. 20.30 í umsjá Kristilegra skólasamtaka. Fjöl- breytt dagskrá meö líflegum söng. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta í Ölduselsskóla kl. 11. Sönghópur Guöspjall dagsins: Lúk. 18.: Farísei og tollheimtu- maður syngur létta kristilega söngva viö upphaf guösþjónustunnar Fyrir- bæna samvera í safnaöarheimil- inu Tindaseli 3 nk. fimmtu- dagskvöld kl. 20.30. Sóknar- prestur. KÓPAVOGSKIRKJA: Guösþjón- usta kl. 11. Sr. Árni Pálsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Safnaö- arguösþjónusta kl. 14. Hafliöi Kristinsson kveöur söfnuöinn. Almenn guösþjónusta kl. 20. Ræðumenn Jóhann Pálsson og Hallgrimur Guömannsson. Organisti Árni Arinbjarnarson. Einar J. Gíslason. KIRKJA ÓHÁDA safnaöarins: Messa kl. 11. S>\ Emil Björnsson. DÓMKIRKJA KRISTS Konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 18 nema á laugardög- um, þá kl. 14. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11. HJÁLPRÆDISHERINN: Bæn kl. 20 og samkoma kl. 20.30. Laut. Miriam Óskarsdóttir talar. Fleiri munu taka til máls. Söngur og vitnisburöur. KIRKJA JESÚ Krists hinna síöari daga heilögu, Skólavst. 46: Sakramentissamkoma kl. 14 og sunnudagaskóli kl. 15. BESSASTADA- OG HAFNAR- FJARDARSÓKNIR: Messa kl. 14 í Bessastaðakirkju. Sr. Gunnþór Ingason messar. Sóknarprestar. FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Guös- þjónusta kl. 14. Fyrsta messa kl. 14. Safnaðarstjórn. KAPELLA ST. JÓSEFSSYSTRA Garöabæ: Hámessa kl. 14. KAPELLAN í ST. Jósefsspítala: Messa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Krist- jánsson. KEFLAVÍKUR- OG NJARDVÍK- URSÓKNIR: Messa kl. 11 í Innri- Njarövíkurkirkju. Sr. Þorvaldur Karl Helgason. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarprestur. HVERAGERDISKIRKJA: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guömundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ: Messa kl. 10. Sr. Tómas Guömundsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Stóri messudagur og kristniboösmót. — Messa kl. 14. Sr. Axel Torm frá Danmörku pródikar. Glúmur Gylfason organisti. Dr. Orthulf Prunner organistl heldur tónleika í kirkjunni kl. 15 laugardag, og á sama tíma á morgun, sunnudag. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Almenn guösþjónusta kl. 14. Organisti Einar Sigurösson. Sóknarprest- ur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Sr. Björn Jónsson. Rit um íslenskar samtímabókmenntir gefið út á ensku: Þýðingar á verkum fjölda ís- lenskra ljóðskálda og rithöfunda KOMIÐ er út nýtt rit um íslenskar nútímabókmenntir á ensku. Hér er um aó ræða þýðingar á verkum 34 Ijóðskálda og rithöfunda. Einnig eru 5 íslenskir grafíklistamenn lítillega kynntir með máli og myndum. KRUMMAHÓLAR 2ja herb. ca. 75 fm mjög góð íbúð á 3ju hæð. Stórar j suöursvalir. ÁLFASKEIÐ HF. 3ja herb. ca. 86 fm vönduð íbúð á 3. hæð. Bilskúrsplata. GOÐATÚN 3ja herb. ca. 55 fm íbúð á jarðhæð. 55 fm bilskúr fylg- ir. ENGIHJALLI 3ja herb. ca. 90 fm nýleg íbúð á 7. hæð. Vönduö sam- eign. Getur losnaö fljótlega. SÓLHEIMAR 3ja herb. ca. 85 fm mjög góð ibúö á 1. hæö. Nýtt baö og eldhús. SKIPASUND 3ja—4ra herb. ca. 90 fm íbúö á 1. hæð i þríbýli. Nýtt gullfallegt eldhús. KIRKJUTEIGUR 4ra herb. ca. 90 fm mjög falleg kjallaraíbúö. Nýtl eldhús, huröir og gluggar. FÍFUSEL 4ra herb. ca. 117 fm nýleg fal- leg íbúö á 1. hæö. Þvottur á hæðinni. Nýtt eldhús. KLEPPSVEGUR 4ra herb. íbúð á 3ju hæð ásamt aukaherb. í risi. KAPPLASKJÓLS- VEGUR 4ra herb. ca. 110 fm endaibúö á 1. hæð. HRAUNBÆR Mjög hugguleg 4ra herb. íbúð á 4. hæð. Þvottur á hæð, sjónvarpshol. Stórar suðursvalir. MIÐVANGUR HF. 4ra—5 herb. ca. 120 fm íbúð á 3ju hæð. Sér svefnálma, þvott- ur á hæöinni. ÁLFASKEIÐ 5 herb. ca. 130 fm endaíbúö á 3ju hæö í blokk. Bilskúr fylgir. BREIÐVANGUR 4ra—5 herb. ca. 120 fm rúm- góð og skemmtileg íbúð á 3ju hæð. Bílskúr fylgir. DVERGABAKKI 5—6 herb. ca. 145 fm ágæt ibúð á 2. hæö í fjölbýli. BÁRUGATA 4ra—5 herb. ca. 115 fm aöal- hæð í þríbýli. Bílskúr fylgir. FLÓKAGATA— SÉRHÆÐ 8 herb. ca. 152 fm hæð og ris. Bilskúrsréttur. Eign sem gefur mikla möguleika. MARKADSWONUSTAN INGÓLFSSTRÆTI 4 . SIMI 26911 Rób«rt Arnl Hreiðarsson hdl. Sigurður A. Magnússon, rit- höfundur, hafði yfirumsjón með útgáfunni og eru flestar þýð- ingarnar eftir hann. Á blaða- mannafundi, þar sem skýrt var frá efni ritsins, kvaðst Sigurður þó hafa notið dyggilegrar að- stoðar Kristjönu Gunnars við samningu þess. Ennfremur kom fram að ætlunin er að koma þessu bókmenntariti, sem er 67 blaðsiður að stærð, á framfæri á norrænu menningarkynning- unni, Scandinavia Today, en hún verður eins og kunnugt er hald- in í Bandaríkjunum í september nk. Og einnig verður unnt að festa kaup á ritinu hér á Iandi. Að sögn Sigurðar liggja orsakir þess að ráðist hefði verið í að gefa ritið út í þeim tilfinn- anlega skorti á enskum þýðing- um á verkum íslenskra ljóð- skálda, sem nú eru uppi, og rit- höfunda. I upphafi hefði það þó ekki átt að koma út í núverandi formi, heldur var stefnt að út- gáfu samnorræns tímarits um nútímabókmenntir. En sökum þess að ráðamenn á Norðurlönd- um, nema íslandi, hefðu tekið þeirri hugmynd fálega að ríkis- valdið styrkti útgáfuna, var horfið frá því að hleypa ritinu af stokkunum. Hins vegar hafði kveðið við annan tón hér og lýsti menntamálaráðherra yfir stuðningi við útgáfu rits af þessu tagi. Fyrir þær sakir að 50.000 kr. fjárstyrkur fékkst til verksins frá menntamálaráðuneytinu tók Sigurður að sér samningu sérís- lenzks kynningarrits á helztu ljóðskáldum og prósahöfundum þjóðarinnar nú á dögum. Aðspurður kvaðst Sigurður gera sér fyllilega grein fyrir því að val hans á verkum þeirra höf- unda sem koma við sögu í ritinu g^eti orkað tvímælis, en vita- skuld væri ekki unnt að gera öll- um til geðs. Hér á eftir fara nöfn þeirra ljóðskálda og rithöfunda sem eiga verk í þessu bókmenntariti: Ásta Sigurðardóttir, Thor Vil- hjálmsson, Nína Björk Árna- dóttir, Einar Bragi, Hannes Pét- ursson, Hannes Sigfússon, Sig- urður Pálsson, Jóhann Hjálm- arsson, Þorsteinn frá Hamri, Snorri Hjartarson, Pétur Gunn- arsson, Böðvar Guðmundsson, Stefán Hörður Grímsson, Sigfús Daðason, Vilborg Dagbjarts- dóttir, Matthías Johannessen, Dagur Sigurðarson, Jónas E. Svafár, Jón úr Vör, Ólafur Jó- hann Sigurðsson, Steinar Sigur- jónsson, ólafur Haukur Símon- arson, Njörður P. Njarðvík, Jón Óskar, Guðbergur Bergsson, Björn Bjarman, Þórarinn Eld- járn, Kristjana Gunnars, Hrafn Gunnlaugsson, Svava Jakobs- dóttir, Vésteinn Lúðvíksson, Steinunn Sigurðardóttir, Stein- ar Sigurjónsson og Indriði G. Þorsteinsson. Einnig eru myndir af verkum þessara grafíklistamanna í rit- inu: Ragnheiðar Jónsdóttur, Jóns Reykdal, Jóhönnu Boga- dóttur, Þórðar Hall og Bjargar Þorsteinsdóttur. Að lokum má geta þess að 10—15 ofangreindra höfunda munu lesa upp úr verkum sínum á Kjarvalsstöðum nk. laugardag kl. 15. Kópavogur: Bragi Guðbrands- son ráðinn félags- málastjóri BRAGI Gurtbrandsson, félagsfræö- ingur, hefur veriö ráöinn félagsmála- stjóri í Kópavogi. Innan bæjarráös Kópavogs féllu atkvæöi þannig, að Bragi hlaut 3 atkvæði meirihlutans, en Þórey Guðmundsdóttir, félags- ráðgjafi á Reykjalundi, hlaut 2 at- kvæði sjálfstæöismanna. Bragi er fæddur árið 1953 og hefur undanfarin 5 ár, eða að loknu námi, kennt við Menntaskólann við Hamra- hlíð og verið deildarstjóri félagsmála- sviðs um tíma. Þá hefur hann verið ritari staðarvalsnefndar. Gert er ráð fyrir því að Bragi taki til starfa um næstu mánaðamót. HUSEIGNIN ) Sími 28511 Opið í dag. Jörð í Ölfusi Til sölu er jörö í Ölfusi. Á jöröinni er stórt einbýlishús og hlaöa. Jöröin er ca. 60 ha. Laxveiöiréttur í Ölfusá tylgir. Möguleiki á góöu sumarbústaöalandi. Verö 2,5 millj. Uppl. á skrifstofunni. HUSEIGNIN J Skólavörðustíg 18,2. hæð — Sími 28511 r ->.S ' Pétur Gunniaugsson, lögfræðingur. i v. ^ I Á myndinni eru þau Sigurður A. Magnússon og Kristjana Gunnars sem sáu um útgáfu ritsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.