Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 31 Á ferd um Krísuvíkurbjarg Mörgum þykir gaman að ganga með sjó til að fylgjast með hreyf- ingum úthafsöldunnar. Heyra öldugjálfrið við fjörusteininn eða hlusta á brimniðinn og sjá öldu- faldana þeytast hátt i loft upp eftir fangabrögðin við hina brimsorfnu kletta. Við slíkar sýnir er unnt að dvelja löngum stundum. Þeim fylg- ir einhver seiðandi kraftur sem lætur fáa ósnortna, sem hafinu kynnast á annað borð. í nágrenni höfuðborgarinnar er víða unnt að kynnast hafinu á þennan hátt en samt er óhætt að fullyrða að sá staður er vandd- fundinn þar sem leikur þess er stórkostlegri en undir Krísuvík- urbjargi. I þessum pistli leggjum við leið okkar á þær slóðir. Fyrir sunnan byggðina í Krísuvík er landið flatt og greiðfært yfirferðar. Það nefnist Krísuvíkurheiði og liggur hún milli Ögmundarhrauns að vest- an og Krísuvíkurhrauns að aust- an. Syðsti hluti heiðarinnar nær fram að sjó. Þar endar hún í þverhníptu bjargi sem víða er allt að 40 m hátt. Við yfirgefum bílinn hjá gam- alli fjárrétt, sem er neðan við veginn gegnt Geitahlíð og tökum stefnuna niður á bjarg. Rétt- arsvæðið er athyglisvert, því frá Stóru-Eldborg, sem er þar fyrir ofan, liggur eldtröð niður fyrir veg. I enda traðarinnar hefur þessi rétt verið gerð og mynda traðarbarmarnir réttarveggina að nokkru leyti. Við höfum Krísuvíkurhraunið á vinstri hönd. Þ-.ð hefur komið frá eld- vörpunum sunnan undir Geita- hlíð, bæði Stóru- og Litlu- Eldborg og mun vera nokkur þúsund ára gamalt. Það hefur runnið í sjó fram við Keflavík og þar fyrir austan og myndað landauka í seinni tíð. Þegar komið er fram á bjarg- brún tökum við stefnuna til hægri og höldum vestur eftir. Brún bjargsins er grasi gróin og mjög greiðfær yfirferðar. Ætti gangan því að sækjast greitt, en hætt er við að hún verði nokkuð tafsöm, því það er svo ótal margt sem vekur forvitni og krefst nánari skoðunar. Fyrri hluta sumars er bjargið kvikt af fugli og bera syllurnar þess glögg merki. Þar er svartfuglinn mest áberandi og svo ritan. Þá er þröng á þingi og þegar garg þessara bjargbúa blandast við sjávarniðinn hljómar svo sann- arlega stef úr „Islands lagi“. En lögun og gerð bjargsins er ekki síður athyglisverð því þar liggur hvert grágrýtislagið ofan á öðru og gefa þau glöggt til kynna gerð þess og myndun. En það hefur gerst fyrir mörg þúsund árum. Margir halda að vatn sé ekki að finna á bjarginu, en það er rangt, því brátt verður Eystri- lækur á leið okkar. Hann á upp- tök sín í Bleiksmýri austan undir Arnarfelli og fellur fram af bjargbrúninni beint ofan í sjó í fallegum, lóðréttum fossi. Er sá foss sannarlega augnayndi. Nokkru vestan við lækinn komum við að litlum vita er stendur frammi við bjargbrún. Þar er tilvalið að setjast niður um stund og fá sér bita af nest- inu, því drjúgur spölur er enn eftir af göngunni. En svo breytir bjargið um svip. Hin lagskiptu berglög hverfa um stund en slétt berg með rauðum gjalllögum á milli tekur við. Þetta er suðurhluti Skriðunnar, en svo nefnist smá hæð sem gengur fram að sjó nokkru fyrir vestan vitann. Skriðan er forn eldstöð, sem haf- aldan hefur sorfið og fægt þeim megin er að sjónum snýr. Og þar á einum stað er unnt að ganga alla leið niður í fjöru. Er þá farið skáhallt eftir syllum utan í bjarginu. Nefnist þessi gata Ræningjastígur. Segir þjóðsagan að forðum daga hafi Tyrkir kom- ið þar að landi og gengið upp á brún eftir þessum stíg. Síðan sóttu þeir heim að Krísuvíkurbæ og hugðust vinna þar á fólki og ræna. En svo vel viidi til, að galdraklerkurinn kunni, séra Eiríkur í Vogsósum var þar staddur. Er hann sá þennan voða nálgast beitti hann kunnáttu sinni með þeim afleiðingum, að Tyrkirnir réðust hver á annan og drápust þeir þar allir. Nú liggur kaðall niður stiginn þeim til styrktar er hyggja á fjöruferð. Vestan við Skriðuna er Hæls- vík og þar fyrir ofan er Selalda og Strákar. Selalda er eldstöð eins og Skriðan, en Strákar eru veðraðir bergdrangar sérkenni- legir að gerð. Á sléttum bala vestan undir Strákum eru rústir af eyðibýlinu Fitjum. Standa veggir þess furðu vel og er fróð- legt að virða þar fyrir sér húsa- skipan á kotbýli fyrri tíma. Við Fitjar lýkur þessari leið- arlýsingu. Að vísu er bjargið vestan Hælsvíkur skoðunarvert og ekki myndi það spilla að skreppa að Húshólmanum í Ögmundarhrauni og virða fyrir sér rústirnar af býlinu sem þar var einu sinni en mun hafa eyðst þegar Ögmunarhraun brann. En fyrir ókunnuga er það nokkrum erfiðleikum háð að finna rúst- irnar og svo lengir krókurinn þangað gönguna allmikið. Því er best að snúa við hjá Fitjum og ganga frá Strákum beinustu leið yfir Krísuvíkurheiðina að bíln- um er bíður hjá gömlu réttinni neðan undir Stóru-Eldborg. Þangað verður svo komið aftur eftir 5—6 klst. rólega gönguferð. Tómas Kinarsson Hjólsagir 3 stærðir fyrirliggjandi. NJÁLL ÞÓRARINSSON Heildverslun — vélaumboð. Suöurlandsbraut 6. Sími 31985. Ráðherra samþykkir Alþingi samþykkir íþróttalög og þau lög eru vegvísar til að semj- . g'.ugjörðir m.a. íþrótta- um var klesst inn á afhend- ingarskírteini samræmdu sund- prófanna í staðinn fyrir að setja þau í námsskrá sundsins. Ef sund- kennarar vilja fá námsmat í skír- teinaformi þá athugi sundstjóri það. Að sinni: Eg er alin upp við sundfræðsl- una og þekki tilgang hennar og ákveðna þætti bak og fyrir. En með samþykkt sundreglugjörðar 1979 sem fyrrv. háttv. ráðh. sam- þykkti álít ég að það hafi verið ráðist á mitt starfssvið og ég ætla ekki að taka því þegjandi eða með þökkum. Reynir Karlsson sem háttv. menntamálaráðherra, Ingvar Gíslason, setti í íþróttafulltrúa- starf ríkisins er viðræðugóður og sanngjarn maður. Að vísu er hann fyrst og fremst þjónn ríkisvalds- ins til að gæta að lögum og reglum embættis hans sé framfylgt og m.a. koma samþykktum íþrótta- kennara áleiðis. En ég hefi ekki ástæðu til að halda að hann verði með nefið niðri í öllu í tíma og ótíma eins og fyrirrennari hans, frekar að hann hafi nefið á réttum stað. Þá er þetta liðin tíð: Ég leit út um gluggann og sá stór og falleg kartöflugrös, stökk út í garð til að fá mér í soðið, en þá var bara ein kartafla. Ásdís Erlingsdóttir Fræðsluþættir Geðhjálpar: Meðferð — nei takk Meðferð geðklofa — fyrri grein Þessi viðbrögð heyrast því miður ærið oft þegar ráðlögð er meðferð við geðrænum vanda- málum. Og er þá ekki bara átt við þau skipti, þegar leikmenn ráðleggja vinum sínum eða ætt- ingjum að leita sér hjálpar inn- an geðheilbrigðiskerfisins, held- ur er það einnig mjög algengt eftir að fagfólk (t.d. læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir) telja að þörf sé á geðmeðferð. En hvað veldur? Margar ástæður eru fyrir þessari tregðu, og er þær bæði að finna innra með þeim, sem ber einkennin, þ.e. sjúklingnum, og eins í umhverfi hans. Til þess að skilja tregðu sjúklings gegn meðferð, sem ætti þó að stuðla að bættri líðan, þá þarf maður að skilja hvað einkenni sjúdóms- ins hjá hverjum einstökum sjúklingi þýða. Oft eru þau úr- slitatilraun til að viðhalda innra jafnvægi og þá vörn gegn annars óþolandi ástandi eða hruni — kaos. Varnarhættirnir eru ómeð- vitaðir og á sjúklingur því oftast jafn erfitt með að skilja hvað er að gerast og þeir, sem umhverfis hann eru. Hér skiptir engu hvort menn leita skýringa á orsökum geðklofa í vefrænum kenningum, sálrænum eða félagslegum. Und- irritaður hallast reyndar að þeirri skoðun, að í alvarlegri formum geðklofa séu vefrænir gallar, sem geri fólk næmara en ella fyrir vissum umhverfis- áhrifum, sem geta kallað fram einkenni geðklofa. Nú, en þetta skiptir ekki meginmáli í hita augnabliksins, þegar taka skal ákvörðun um meðferð, heldur það, að hvert skref útúr varnar- kerfinu, hver breyting, getur virst svo ógnvekjandi, að sjúkl- ingurinn reynir í lengstu lög að halda öllu óbreyttu. Önnur ástæða fyrir tregðunni er oft sú, að sjúklingurinn stað- hæfir, að allt sé í besta lagi hjá sér, heldur sé það einhver annar fjölskyldumeðlimur eða jafnvel fjölskyldan öll, sem þurfi á með- ferð að halda. Eða þá að þjóðfé- lagið allt sé geðveikt. Ekki skulu bornar brigður á það síðast- nefnda, en það er algengur varn- arháttur hjá okkur öllum, og oft í miklum mæli hjá þeim, sem geðklofa eru, að yfirfæra eigin hugsanir og tilfinningar á aðra og bregðast við þeim eins og upptökin séu þar. Þetta er einnig ómeðvitað, og dugar því oft ekki röksemdafærsla ein til að leið- rétta þessa hugvillu. En þess ber að geta, að ýmsir þættir í fjöl- skyldulífi geðklofa sjúklings gefa tilefni til meðferðar. Því þannig er, að tjáskipti og hlut- verkaskipan innan fjölskyldunn- ar eru oft verulega komin úr skorðum. Hvort það er orsök eða afleiðing sjúkdómsins skal ósagt hér, enda eru mjög skiptar skoð- anir um það meðal fræðimanna. En einkennisbera fjölskyldunn- ar eða sjúklingnum finnst því oft, að hann sjálfur sé ekki fyrst og fremst meðferðarþurfi og neitar því hjálp fyrir sig. Fordómar gagnvart geðsjúk- dómum eru enn ákaflega ríkj- andi í umræðu fólks um þessi mál. Þeir byggja oft á vanþekk- ingu, en líklega enn oftar á kvíða við að taka á eigin vandamálum. Geðræn vandamál eru nefnilega miklu algengari en flestir gera sér grein fyrir. Lausleg áætlun bendir til að 12—15% þjóðarinn- ar þyrftu að notfæra sér þjón- ustu geðheilbrigðiskerfisins á hverju ári, en þá oftast vegna tímabundinna vandamála. Er þetta oft mikið feimnismál, jafn- vel þegar um minniháttar vanda er að ræða. En fyrir þann, sem þarf mikla meðferð, jafnvel sjúkrahúsvist, er fyrsta skrefið mjög erfitt. Það getur falið í sér þá óþægilegu hiiðarverkun að verða skotspónn fordóma sam- félagsins og síðan að lifa lífi meira og minna utangarðs. En þessi viðhorf eru að breytast, þó allt of hægt, og auka því enn á tregðu fólks að sækja eftir með- ferð. Það, sem á undan hefur verið talið, þætti víst flestum nægja til að fæla fólk frá meðferð. En einn er sá þáttur í viðbót, sem hefur áhrif í þessa sömu átt. En það er meðferðin sjálf. Hún tek- ur langan tíma, tilgangur ýmissa meðferðarforma er í byrjun óljós, og þau lyf, sem notuð eru, geta haft hvimleiðar aukaverk- anir. Þykir því mörgum sjúkl- ingnum oft betra að sitja uppi með sín sjúkdómseinkenni, eins illþolanleg og þau geta verið, en að leggja á sig það erfiði, sem meðferð getur fylgt. Að lokum þetta. Hér hefur ýmislegt verið dregið fram, sem fælir fólk frá meðferð. Á móti kemur það, að ef verður ekki af meðferð, þá aukast líkur á versnandi einkennum og aukinni félagslegri hnignun. Komi hins- vegar sjúklingur og aðstandend- ur hans fljótt til fagmanna með sín vandamál, þá er oft með samhentum aðgerðum hægt að snúa við þeirri þróun, sem sjúk- dómurinn hefur í för með sér. — hó —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.