Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.08.1982, Blaðsíða 11
— eftir Sighvat Björgvinsson, alþingismann Á dauða mínum átti ég von en ekki því að lesa í Þjóðviljanum að markverðustu tillögur Alþýðu- bandalagsins um kerfisbreytingar í einstökum þáttum efnahags- og atvinnumála eru þingmál frá Al- þýðuflokknum, þ.á m. lagafrum- vörp frá sjálfum mér, sem engan stuðning hlutu frá Alþýðubanda- laginu þegar þau voru til umfjöll- unar á alþingi. Stuttorð greinar- gerð Þjóðviljans um þessar „efna- hagstillögur Alþýðubandalagsins" gæti í sumum atriðum verið nær- fellt stafrétt upp tekin úr frétta- bréfi þingflokks Alþýðuflokksins um þingmál flokksins. Þessar „efnahagstillögur Al- þýðubandalagsins" eru hins vegar í undarlegu samhengi við sjálfan kjarna málsins. Að þess eigin sögn er vandinn, sem við er að etja, fyrst og fremst þríþættur: Geig- vænlegur viðskiptahalli og skulda- söfnun við útlönd; minnkandi þjóðartekjur og ört vaxandi verð- bólga. Hvaða erindi tillögugerð um að flytja Framkvæmdastofnun í lakara húsnæði eða endurráða bankastjóra ríkisbanka á fimm ára fresti á inn í þá umræðu er mér ekki alveg ljóst. Skyldu þær tillögur vera til þess að stöðva er- lendu skuldasöfnunina eða lækka verðbólguna? Hve mörg stig í verðbólgu myndu t.d. vinnast ef bankastjórum Landsbanka Is- lands yrði sagt upp á morgun og þeir endurráðnir síðdegis? Spyr sá, sem ekki veit. Felulitir Eina erindi tillagna af þessu tagi inn í umræðuna er að þyrla upp ryki til þess að fela kjarna málsins, sem er sá, að megin- hugmynd Alþýðubandalagsins og tillaga til lausnar á aðsteðjandi vanda er að framkvæma mesta kjararán, sem um getur. Tillögur flokksins eru að fresta verðbóta- greiðslum til launafólks um einn mánuð og svipta auk þess launa- fólk allt að 10% kauphækkun, sem það ætti þá að fá til þess að bæta því upp verðhækkanir, sem orðið hafa. Þann 1. janúar nk., þegar kaupránið á að koma til fram- kvæmda skv. tillögum Alþýðu- bandalagsins, nemur kjaraskerð- ingin 1,6—2 milljörðum nýkróna. Á móti leggur Alþýðubandalagið tii að stofnaður verði 50 milljóna króna kjarajöfnunarsjóður til þess að bæta launþegum kaupránið! Þetta er kjarni málsins. Aðrar svonefndar „efnahagstillögur Al- þýðubandalagsins" um ýmsar róttækar breytingar í einstökum þáttum efnahags- og atvinnumála eru til þess eins ætlaðar að reyna að fela þennan kjarna málsins í öðruvísi umbúðum. Þær eru felu- litir Alþýðubandalagsins. Sem sjálfstæðar hugmyndir án tengsla við hið raunverulega við- MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 11 fangsefni efnahagsmálanna eru sumar þeirra hins vegar bæði merkar og tímabærar. En það er bæði lærdómsríkt og uppörvandi fyrir okkur alþýðuflokksmenn, að þegar Alþýðubandalaginu þykir brýna nauðsyn bera til að veifa róttækum hugmyndum um kerf- isbreytingar í efnahags- og at- vinnumálum, þá fer það í smiðju til okkar og sækir sér hugmyndir og rök í þingmál alþýðuflokks- manna. Slíkur gróður í garði þing- flokks Alþýðubandalagsins er bæði rýr og rytjulegur, enda hefur Alþýðubandalagið ekkert getað sótt þangað af nýjum hugmyndum eða róttækum skipulagsbreyt- ingartillögum en slitið upp úr garði sínum einstaka rytjulega arfakló sem fremur eru hlægi- legar en broslegar í einfeldni sinni. Landbúnaðarmálin Á öðrum vettvangi hefur verið vakin athygli á, að „efnahagstil- lögur Alþýðubandalagsins" um nýskipun í fjárfestingarmálum sjávarútvegsins eru sóttar í laga- frumvörp, sem Kjartan Jóhanns- son, formaður Alþýðuflokksins, flutti á Alþingi í fyrra og sumt orðrétt upp úr þeim tekið. Ekki fór mikið fyrir stuðningi alþýðu- bandalagsmanna á þingi við þau frumvörp, en nú hefur flokkurinn augsýnilega tekið við sér og er það vel. Eg varð hins vegar bæði undr- andi og hissa þegar ég las í „efna- hagstillögum Alþýðubandalags- ins“ síðborinn stuðning flokksins við tvö frumvörp frá sjálfum mér, sem engar undirtektir hafa hingað til fengið frá þingmönnum flokks- ins. Hugsa ég mér því gott til glóð- arinnar með endurflutning mál- anna á komandi vetri ef Alþýðu- bandalagið skyldi þá enn vera sömu skoðunar, sem aldrei er þó að vita. Ekki sizt gladdi mig að liðveizlan sem ég á væntanlega von á varðar í öðru tilvikinu þing- mál um breytta landbúnaðar- stefnu og afnám útflutningsbóta í áföngum, sem hefur verið áhuga- mál mitt og annarra alþýðu- flokksmanna en eitur í beinum Al- þýðubandalagsins, eins og sjá má af því, að fjármálaráðherra Al- þýðubandalagsins hefur nú um nokkurra ára skeið borið ábyrgð á því ábyrgðarlausa og siðlausa at- hæfi að sniðganga heimildir laga um leyfilegt hámark útflutnings- bóta með því að breyta hluta verð- ábyrgðar úr ríkissjóði yfir í ríkis- Sighvatur Björgvinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins ábyrgð á erlendu láni, sem þýtt hefur 20% meiri útflutningsbætur úr ríkissjóði en lög leyfa. Að þessi sami fjármálaráðherra skuli nú lýsa fylgi við þingmál frá mér um þveröfuga stefnu — afnám út- flutningsbóta í áföngum — er tímamótayfirlýsing. Lýsing Þjóðviljans Samkvæmt frásögn Þjóðviljans þann 18. ágúst sl. eru tillögur Al- þýðubandalagsins í landbúnað- armálum svohljóðandi: „Stefnt verði að því að draga úr rétti til útflutningsbóta ■ álongum í samræmi við áætlun um fækkun búfjár og verði útflutningsbótaréttur afmarkaður eftir afurðagreinum. Fjármunir sem að óbreyttu hefðu farið til útflutningsbóta verði að hluta notaðir til að auðvelda aðlögun að landbúnaði, m.a. til þess að efla nýjar búgreinar og auðvelda bænd- um er það kjósa að hætta búskap.“ Svo mörg voru þau orð. Á Alþingi 1977—78 flutti ég frumvarp til laga um breytingu á framleiðsluráðslögunum, sem var 100. mál þess þings. Það frumvarp fjallaði um breytingar á útflutn- ingsuppbótum. Meginatriði frum- varpsins voru: 1. Að afnema útflutningsbætur í nú- verandi mynd í jöfnum áfóngum á fjórum árum. 2. Að breyta útflutningsbótaréttin- um þannig, að hann yrði afmark- aður eftir afurðagreinum — 8% vegna nautgripaafurða og 12% vegna sauðfjárafurða. Við afgreiðslu fjárlaga flutti ég jafnframt tillögu um, að fé, sem þarna sparaðist, yrði notað til þess að styðja bændur til annarr- ar atvinnustarfsemi en hefðbund- ins búskapar og 'til þess að auð- velda þeim að hætta búskap ef þeir vildu. Umræður um þetta frumvarp stóðu í marga daga í þinginu. Ekki einn einasti alþýðubandalagsmaður sagði aukatekið orð í þeirri umræðu. Við afgreiðslu fjárlaga greiddu al- þýðubandalagsmenn atkvæði gegn tillögu minni. Andstaöan margítrekuð Þetta sama frumvarp endur- flutti ég á Alþingi veturinn 1980. Einnig þá urðu margra daga um- ræður um það í þinginu. Enginn alþýðubandalagsmaður tók þá held- ur til máls. Við allar fjárlagaafgreiðslur síðan höfum við alþýðuflokks- menn flutt tillögur um minnkun útflutningsbóta í áföngum en að fénu yrði þess í stað varið til að efla annað atvinnulíf í sveitum. Samkvæmt þingtiðindum hafa þing- menn Alþýðubandalagsins ávallt greitt atkvæði gegn þessum tillög- um. Nú snýr Alþýðubandalagið rækilega við blaðinu. Nú gerir það þessi þingmál mín að tillögum sjálfs sín! Guð láti gott á vita en athugi menn það, að þessi kerfis- breyting hefði e.t.v. verið orðin að veruleika ef þingmenn Alþýðu- bandalagsins hefðu ekki hingað til verið á móti henni á Alþingi. Þessi kerfisbreyting fólst m.a. í fjárlagafrumvarpi því, sem ég lagði fram á Alþingi veturinn 1979 sem fjármálaráðherra í stjórn Al- þýðuflokksins. Fyrsta verk fjármálaráðherra Alþýðubanda- lagsins var að þurrka þá kerfis- breytingu út og ekki draga úr heldur auka útflutningsbætur um- fram lögleyft hámark með því að láta ríkissjóð taka að sér erlent lán til greiðslu útflutningsbóta umfram það, sem lög leyfa. ByggÖastofnun í stað Framkvæmdastofnunar Annað atriði sem frétzt hefur úr „efnahagstillögum Alþýðubanda- lagsins" eru hugmyndir um að leggja Framkvæmdastofnun ríkis- ins niður í núverandi mynd. Þessa tillögu gerðum við alþýðuflokks- menn skriflega í viðræðum okkar við Alþýðubandalag og Framsókn- arflokk sumarið 1978 en báðir flokkarnir höfnuðu henni þá. í ríkisútvarpinu hefur Svavar Gestsson, formaður Alþýðubanda- lagsins, lýst áformum Alþýðu- bandalagsins þannig, að það vilji afnema Framkvæmdastofnun rík- isins eins og hún er nú en setja i staðinn á fót sérstaka Byggða- stofnun. Á sl. Alþingi flutti ég og aðrir þingmenn Alþýðuflokksins í neðri deild frumvarp til laga um mörk- un byggðastefnu og gerð byggða- þróunaráætlana. Meðal tillagna frumvarpsins voru þær: 1. Að Framkvæmdastofnun ríkisins yrði lögð niður í núverandi mynd og ýmis núverandi verkefni hennar yrðu fengin öðrum rík- isstofnunum. 2. Við byggðaverkefni hennar tæki ný stofnun, Byggðastofnun rikis- ins, sem starfaði í miklu nánara samstarfi við sveitarstjórnir og landshlutasamtök en Fram- kvæmdastofnun ríkisins gerir og hefði raunveruleg byggða- verkefni að viðfangsefni fremur en fyrirgreiðslulán eins og nú er. Frumvarp þetta var víða sent út til umsagnar. Andstaða Alþýðu- bandalagsins Frumvarp þetta lenti hjá fjár- hags- og viðskiptanefnd neðri deildar Alþingis, sem ég átti sæti í. Þar gerði ég itrekaðar tilraunir til þess að fá stuðning við a.m.k. meginatriði málsins og þá fyrst og fremt frá fulltrúa Alþýðubanda- lagsins. Ég fékk þar algert afsvar og þá yfirlýsingu með, að þetta væri eitt vitlausasta mál, sem til nefndarinnar hefði komið. Að vísu var fulltrúi Alþýðu- bandalagsins í nefndinni þá vara- þingmaðurinn Guðrún Hall- grímsdóttir, og því e.t.v. ekki marktæk sem málsvari flokksins. En láir mér nokkur þótt ég hafi orðið í meira lagi undrandi þegar ég heyrði í útvarpinu flokksfor- manninn, Svavar Gestsson, lýsa því að í „efnahagstillögum" flokks hans væri m.a. þetta þingmál mitt síðan í fyrra? Skyldi Guðrúnu ekki hafa brugðið líka? Sinnaskipti — eða hvað? Vonandi eru þessar fregnir til marks um mikil sinnaskipti hjá Alþýðubandalaginu og hugsum við alþýðuflokksmenn okkur gott til glóðarinnar á þinginu í vetur varðandi þessa óvæntu liðveizlu við þingmál okkar. Sem höfundar róttækustu skipulagsbreytingar- tillagnanna í „efnahagstillögum Alþýðubandalagsins" viljum við þó ætla okkur einhvern rétt. Svav- ari og félögum er guðvelkomið að nota þingmál okkar sem uppistöð- ur í tillögugerð í ríkisstjórninni fyrst þeir finna engar róttækar hugmyndir hjá sjálfum sér. Okkur er bara meinilla við að þau þing- mál séu notuð sem felulitir yfir tillögur Alþýðubandalagsins um mestu kjaraskerðingu, sem stjórn- völd hafa framkvæmt gegn laun- þegum, en okkur sýnist því miður að sá sé e.t.v. eini tilgangur Al- þýðubandalagsins með innbroti flokksins í þingmálasmiðju okkar alþýðuflokksmanna. Innbrot í smiðju Alþýðuflokksins Húsgagnasýning hjá okkur frá kl. 9—9 alla virka daga. Laugardaga kl. 10—6. Sunnudaga kl. 1—6. • Kíktu við, þú færð örugglega eitthvað við þitt hæfi KM-húsgögn Langhóltsvegi 111, Reykjavík, símar 37010—37144.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.