Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 25.08.1982, Blaðsíða 32
r Síminná QQnQQ afgreiöslunni er OOUOO MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1982 l.amhi bjargaö viö Innri-Emstruá. Sjá frásögn bls. 18. Ljósm. Snorri Snorrason. Verðlagsráð: Heimilar hækkan- ir á bilinu 10-18% VEKI)I.A(>SKÁ{) samþykkti á fundi sínum, aö heimila 10% hækkun á fargjöldum flugfélaga á innalands- leiðum og tekur hækkunin þegar gildi. Verðlagsráð samþykkti enn- fremur, að heimila Landleiðum að hækka fargjöld sín á leiðinni milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar um 18%, en þau voru 15 krónur fyrir fullorðna og verða því 17.70 krón- ur eftir hækkun. Þá samþykkti Verðlagsráð, að heimila 12% hækkun á öli og gos- drykkjum, en hins vegar mun þar koma til ennfrekari hækkun, vegna hins nýja vörugjalds á syk- ur, en ákvörðun þar að lútandi verður tekin í vikunni. Kartöflur lækka um 44% KARTÖFLUR lækkuðu verulega í veröi á mánudaginn, vegna mikils framboðs, sem er árstíðabundið á þessum tíma. Kartöflur eiga síðar væntanlega eftir að lækka enn frek- ar í næsta mánuði. Sem dæmi um lækkunina nú má nefna, að 2 '/2 kg pokar af kartöfl- um í smásölu lækka úr 44,35 krón- um í 24,70 krónur, eða um liðlega 44%. Þá lækka 5 kg pokar í smá- sölu úr 87,30 krónum í 48,60 krón- ur, eða um liðlega 44%. Gífurlega mikil hækk- un á sykri SYKUR hækkar nú gífurlega í verði og koma þar þrjár ástæður aðallega til. I bráðabirgðalögum ríkisstjórnar- innar er kveðið svo á um, að lagt skuli 32% vörugjald á sykur. Þá hefur gengisfcllingin áhrif og loks hefur orðið nokkur hækkun erlendis. Ef bara er tekið tillit til hins nýja vörugjalds og áhrifa gengis- fellingarinnar, því ekki er ljóst hver hækkunin erlendis verður, þegar næsta sending kemur, þá hækkar sykur um liðlega 50% í verði. Það má því telja víst, að syk- ur hækki a.m.k. um 60% í verði næst þegar hann kemur á markað hér á landi. meirihluta Kaupfélag Svalbarðseyrar: Selur kindakjöt til Danmerkur fyr- ir 52 krónur kílóið KAUPFÉLAG Svalbarðseyrar hefur nú gengið frá sölu á 200 kinda- kjötsskrokkum til Danmerkur. Hver skrokkur er pakkaður í sérstakar umbúðir og fást um 52 íslenzkar krónur (31 dönsk) fyrir kílóið. Nú koslar I. flokkur af kindakjöti hér á landi 37,95 krónur kílóið í heildsölu. Að sögn Sævars Hallgrímsson- ar, kjötiðnaðarmanns hjá kaupfé- lagi Svalbarðseyrar, fá Danirnir kjötið þannig, að hryggir og læri eru heil og fersk, frampartar reyktir í I>ondonlamb og saltaðar rúllupylsur úr slögunum, einn skrokkur í kassa. Sagði Sævar, að Danirnir hefðu fengið prufusendingu frá sér fyrir um mánuði og hefðu þeir brugðið hart við og þegar pantað 200 gæti afgreitt allt, sem Danirnir vildu fá. Sævar sagði ennfremur, að þarna virtist vera að opnast mark- aður og verðið væri mjög gott. Þessi markaður hefði náðst í gegn um heildsala í Reykjavík og virtist það svo, að einstaklingum gengi betur að finna leiðir til útflutn- ings á lambakjöti en stærri aðil- unum, þó þeir væru allt of mikið lokaðir af. Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra: Stjórnin hefur skrokka, sem nú væri verið að ganga frá til sendingar og vildu þeir fá meira, en ekki væri ljóst hvort kaupfélag Svalbarðseyrar Strokufanginn handsamaður FANGINN, sem strauk úr Hegn- ingarhúsinu við Skólavörðustíg í vikunni, var handsamaður í gærkvöldi og situr nú bak við lás og slá. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins: Ekki starfhæftir meirihluti „FRÉTTATIIKYNNING forsætiæ ráðhcrra er ynrklór og lýsir ekki virðingu fyrir Alþingi, heldur valda- hroka. Fyrir liggur, að ríkisstjórnin hefur ekki starfhæfan og nauðsyn- legan meirihluta á Alþingi," sagði Geir Hallgrímsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, í samtali við Mbl. í gærkvöldi. f gær gaf Gunnar Thor- oddsen forsætisráðherra út fréttatil- kynningu vegna yfirlýsingar Eggerts Haukdals, alþingismanns, í Mbl. í gær um að hann væri ekki lengur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins: Hlýt að álykta að forset- inn hafi verið blekktur „ÞEGAR BRÁÐABIRGÐALÖG voru í bígerð hjá ríkisstjórninni um áramót- in 1980-1981, lék mikill vafi á því hvort þau hefðu meirihlutafylgi á þingi. Vegna þess vafa gengu formenn stjórnarandstöðuflokkanna á fund forseta íslands og lýstu þeim skoðunum sínum, að ekki mætti gefa út bráðabirgða- lög nema þau nytu örugglega stuðnings meirihluta Alþingis," sagði Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins í samtali við Morgun- blaðið í gær. „Vegna þessa kynnti forseti ís- lands sér það sérstaklega, hvort svo væri, og þegar forsetinn hafði gengið úr skugga um það, til- kynnti hann það formönnunum og lögin voru gefin út. Ég hlýt að álykta, að sami hátt- ur hafi verið hafður á nú og hef ástæðu til að ætla að svo hafi ver- ið gert, en þegar það kemur í ljós, eftir að lögin voru gefin út, að Eggert Haukdal styður ekki ríkis- stjórnina lengur og lýsir því af- dráttarlaust yfir að hann styður ekki bráðabirgðalögin, þá hlýt ég að álykta sem svo, að forsetinn hafi verið blekktur. Ég veit hins vegar ekki hver hefur gert það, en mér finnst ástæða til að spyrja um það, hvort kannað hafi verið hvort meirihluti væri fyrir hendi," sagði Ólafur. „Mér sýnist það best gert með því að spyrja forystumenn stjórn- arliðsins að þessu, hvort þeir hafi tryggt meirihlutafylgi við lögin, áður en þeir gáfu þau út, því ríkis- stjórnin er auðvitað ábyrg fyrir þessu, en ekki forsetinn. Sam- kvæmt mínum heimildum hétu allir þingmenn Framsóknarflokks og Alþýðubandalags að standa að þessum lögum, en þá eru fjórir menn eftir, þrír ráðherrar úr Sjálfstæðisflokknum og Eggert Haukdal. Eggert er nú úr sögunni og hver er þá fjórði maðurinn? Ég tel það ekki vera Albert Guð- mundsson," sagði Ólafur G. Ein- og segir m.a. í henni, að þrátt fyrir afstöóu Eggerts njóti stjórnin áfram stuónings meirihluta alþingismanna. Geir Hallgrímsson sagði í sam- talinu við Mbl.: „Staðreynd er, að frumvarp til staðfestingar bráða- birgðalaga ríkisstjórnarinnar er í andstöðu við 20 þingmenn stjórn- arandstöðunnar í neðri deild sam- kvæmt skorinorðum yfirlýsingum þeirra. Samkvæmt þessu fellur frumvarpið á jöfnum atkvæðum í neðri deild. Jafnvel þótt stjórnarstuðn- ingsmenn hyggi ekki á að segja nú strax skilið við ríkisstjórnina, eins og yfirlýsingar formanns þing- flokks Alþýðubandalagsins bera vitni um að sé í aðsigi, og stjórn- arliðið geti varið ríkisstjórnina vantrausti og samþykkt fjárlög í Sameinuðu þingi, þá eru mörg lagafrumvörp, sem fylgja fjár- lagafrumvarpi og verða að ná fram fyrir áramót, auk nýrra frumvarpa, er ríkisstjórnin þarf að fá samþykkt, en skortir fylgi til. Stjórnarherrar lýsa fjálglega vanda þeim, sem þjóðin á við að glíma og ekki skal dregið úr því, en Ijóst er, að núverandi stjórn hefur lifað sjálfa sig, ræður ekki við vandann, kemur ekki málum fram og á að sjá sóma sinn í að fara frá. Kveðja ber Alþingi sam- an til að sinna brýnustu úrlausn- arefnum, svo sem kjördæmamál- inu og efnahagsmálum, en síðan á að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga." Fréttatilkynningin frá forsæt- isráðherra er svohljóðandi: „Það var Eggert Haukdal að þakka, meðal annarra, að unnt var að mynda núverandi ríkisstjórn fyrir tveimur og hálfu ári og leysa þannig langvarandi og hættulega stjórnarkreppu. Þótt hann óski ekki lengur að styðja stjórnina, heldur hún auðvitað áfram störf- um, þar sem hún nýtur engu að síður stuðnings meirihluta alþing- ismanna. Ég geng út frá því að Eggert Haukdal muni áfram styðja góð og gagnleg mál á Al- þingi." Lánskjara- vísitala hækk- ar um 3,88% SEDLABANKI ÍSLANDS hefur reiknað út lánskjaravísitölu fyrir septembermánuð og reyndist hún vera 402 stig. Hafði því hækkað um 3.88% frá ágústmánuði, þegar hún var 387 stig. Ef þessi 3.88% hækkun láns- kjaravísitölu milli mánaða er framreiknuð næstu tólf mánuð- ina kemur út tæplega 58% hækk- un.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.