Morgunblaðið - 26.08.1982, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
5
Gamli pylsuvagninn, sem kvedur nú Tiyggvagötuna eftir 40 ára þjónustu, og sá nýi, sem kemur í staðinn. Ekki
eru breytingarnar miklar eins og sjá má. Ljósm. Mbl./Emilía.
„Bæjarins beztuu:
Skipt um pylsuvagn
PYLSUVAGN sá sem selt hefur bæjarbúum „bæjarins beztu“ pylsur í Tryggvagötunni um árabil er nú
kominn til ára sinna og hefur því verift endurnýjaður.
í nótt var nýjum pylsuvagni komið fyrir við Tryggvagötu og er sá stærri og mun rúmbetri en
hinn fyrri.
Eigandi pylsuvagnsins, Kristmundur Jónsson, sagði í viðtali við Mbl. að hann ætlaði þó ekki að
skilja alveg við gamla vagninn, sem hann hefur unnið r síðastliðin 40 ár, heldur fara með hann
heim í garðinn sinn.________________________________________
Stjórn VR mótmæl-
ir bráðabirgða-
lögunum harðlega
Morgunblaftinu hefur borizt
eftirfarandi ályktun stjórnar
Verzlunarmannafélags Reykja-
víkur vegna nýsettra bráfta-
birgftalaga ríkisstjórnarinnar um
efnahagsaðger fti r:
„Stjórnvöld hafa enn einu
sinni mætt efnahagsvandanum
með ógildingu frjálsra kjara-
samninga. Með síendurteknum
aðgerðum af þessu tagi hefir
ríkisvaldið í reynd svipt stétt-
arfélögin frjálsum samnings-
rétti sinum, sem er grundvall-
arréttur þeirra.
Stjórn VR mótmælir þessum
aðgerðum harðlega.
Launataxtar, sem fjöldi fólks
býr við og eru um 8.000 kr. á
mánuði, eru ekki orsök efna-
hagsvandans. Þessi laun verða
nú skert um nær 10%, sam-
kvæmt lögunum. Félagið mót-
mælir því harðlega að laun
þessa fólks skuli enn á ný vera
skert með lagaboði, þar sem
þeim aðalrökum er beitt, að
slíkt sé nauðsynlegt til að ráða
niðurlögum verðbólgunnar."
Ályktun þessi var samþykkt
samhljóða í stjórn VR, mið-
vikudaginn 25. ágúst.
Yfir 20 þús.
séð „Okkar
á milli...“
YFIK 20 þúsund manns hafa séft
myndina „Okkar á milli...“ nú
þegar. Aft sögn Eddu Andrésdótt-
ur, þá væri þetta drjúg aftsókn á
ekki lengri tíma en þetta t.d.
heffti aðsóknin á Laugum í
Keykjadal verift það góft, aft
menn hefftu setzt á gólfift til þess
aft gcta séft myndina og gert sér
þaft aft góðu.
Sýningum verður nú hætt í
Háskólabíói, en áfram verða
sýningar í Laugarásbíói. Enn er
myndin sýnd á Akureyri. Þá
var eitt eintakið á Egilsstöðum
og fer þaðan til Seyðisfjarðar
nú í vikunni. Sagði Edda, að
það þyrftu sennilega um 50
þúsund manns að sjá myndina
til þess að kostnaðurinn kæmi
út á sléttu.
Blómadrottning
kosin í Hveragerði
Hveragerdi, 24. áfpíst.
BLÖMABALLIÐ í Hveragerði var
haldið í Hótel Hveragerði síðastliðinn
laugardag.
Knattspyrnudeild Ungmennafé-
lags Hveragerðis og Ölfus hélt
dansleikinn sem um 400 manns
sóttu. Hótelið var fagurlega skreytt
blómum og kepptu fimm stúlkur
um titilinn „Blómadrottning ’82“.
Hlutskörpust varð Aðalheiður
Gunnarsdóttir, 16 ára, dóttir hjón-
anna Hugrúnar Valdimarsdóttur og
Gunnars Baldurssonar.
Aðalheiður hefur unnið við af-
greiðslu í Allabúð í sumar en mun
stunda nám við Fjölbrautaskólann
á Selfossi í vetur.
— Sigrún
Æskulýðsráð Reykjavíkurborgar:
Stuðmenn á úti-
skemmtun
bæjarskóla
ÆSKULÝÐSRÁÐ Reykjavíkur
borgar stendur fyrir útiskemmtun i
porti Austurbæjarskólans í kvöld og
hefst skemmtunin klukkan 20.00.
Útiskemmtunin er öllum ætluð.
Á skemmtuninni kemur fram
hljómsveitin Stuðmenn og einnig
verða ýmsar uppákomur á
skemmtuninni, Tóti Trúður verð-
ur á staðnum og skotið verður
upp flugeldum. Þetta verður eina
við Austur-
í kvöld
skiptið sem hljómsveitin Stuð-
menn kemur fram í Reykjavík, en
hún mun leika gömul og ný lög
sín, m.a. lög sem leikin eru í
kvikmynd sem Stuðmenn hafa
unnið að í sumar, en myndin ber
nafnið „Allt á hreinu".
Aðgangur inn á svæðið verður
30 krónur fyrir börn, en 50 fyrir
fullorðna, en fólk yngra en 7 ára
og eldra en 70 ára fær ókeypis inn
á svæðið.
bjóöum viö landsmönnum aö eignast
íslensku DBS reiöhjólin á einstökum vildarkjörum.
Veittur veröur 20% staögreiösluafsláttur eöa 15%
afsláttur meö 1000 kr. útborgun og eftirstöövar á
allt aö 4 mánuðum.
Efpm ufaMkt FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670
DBS—TOURING 10 glra/kven- eða
karlmanns bogió eóa beint stýri/lokaóar
skálabremsur innbyggóur lás/standari
ljósatæki/3 stæróir lltir: sllfurgrátt/ljósblátt