Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 11 Léttist um 53 kiló á 3 árum Lundúnum, 25. ágúst. AF. TIJTTUGU og se\ ára gömul hús- móöir, sem taldi vinum sínum og nágrönnum tní um að hún væri ólétt til aö afsaka aukakilóin, var í dag útnefnd „megrunardrottning“ árs- ins í Bretlandi. Fékk hún 1000 sterl- ingspunda verðlaun fyrir vikið. Barbara Munn, en það mun nafn konunnar, lét sig ekki muna um að hrista af sér 53 kíló á þrem- ur árum. Hún var 109 kíló þegar hún hóf megrunina og linnti ekki látunum fyrr en hún var komin niður í 56 kíló. „Mér líður eins og nýrri mann- eskju," sagði hún við fréttamenn. Eiginmaður hennar tók undir þau orð í einu og öllu og sagði þetta vera líkast því að kvænast tveim- ur gerólíkum konum. Bar þeim hjónum saman um að offita eig- inkonunnar hefði verið á góðri leið með að bera hjónabandið ofurliði. Fasteignasalan Hátún Nóatúni 17, •: 21870,20998. Vid Reykjavíkurveg Falleg 2ja herb. íbúð á 3. hæð við Hamraborg. Við Hamraborg Falleg 3ja herb. 80 fm ibúð á 5. hæö, mikið útsýni, bílskýli, laus fljótlega. Við Brekkubyggö Lúxus íbúö, lítiö raöhús á tveimur hæðum, 2x45 fm, 2 svefnherb., stofa, sjónvarpshol, baðherb., eldhús, þvottaherb. og geymsla, bílskúr fylgir. Við Flúðasel Falleg 4ra herb. 110 fm íbúö á 2. hæö. íbúð í toppstandi, bíl- skýli. Við Gnoðarvog Falleg 4ra herb. 110 fm hæð (efsta hæð) í þríbýlishúsi. Við Breiðvang Falleg 4ra—5 herb. 120 fm endaíbúð á 3. hæö, þvottaherb. og búr innaf eldhúsi, góöur bílskúr fylgir. Vantar Höfum kaupanda aö einbýl- ishúsi eöa góöu raöhúsi í Mosfellssveit. Við Breiðvang Glæsileg 4ra—5 herb. 130 fm íbúö á 4. hæö, vandaöar innr. flísalagt baö meö sturtuklefa og kerlaug. Þvottaherb. og búr inn af eidhúsi, bílskúr fylgir. Við Hraunteig Efri hæö og ris, hæöin er um 120 fm, 3ja herb. íbúöin er í risi, rúmgóöur bílskúr fylgir. Laus fljótlega. Bein sala. Við Hraunbæ Höfum í einkasölu gott enda- raöhús á einni hæö, um 150 fm. j húsinu eru 4 svefnherb., stof- ur, hol, eldhús, þvottaherb, baö, gestasnyrting og geymsla. Einnig fylgir bílskúr. Til greina kemur aö taka 4ra herb. íbúö upp í hluta söluverös. Æskilegt aö hún sé í Árbæjarhverfi, aörir staöir koma til greina. Við Granaskjól Einbýlishús sem er hæö og ris meö innb. bílskúr, sam- tals um 214 fm. Húsiö selst fokhelt en frágengiö aö utan, til greina kemur aö taka 2ja herb. íbúö upp í hluta söluverðs. Vegna mikillar sölu undanfarið vantar okkur allar stæröir eigna á söluskrá. Sérstaklega 2ja og 3ja herb. íbúðir, skoðum og verðmetum samdægurs. Hilmar Valdimarsson, Ólafur R. Gunnarsson, viöskiptafr. Brynjar Fransson heimasími 46802. Sovéskur töframaður kom- inn á Heimilissýninguna Blaðamaður Þjóðviljans verður fyrir barðinu á sovéskum töfrabrögðum. Ljósm^nd Mbl. KöK Skcmmtikröftum á sýningunni Heimilið og fjölskyldan '82 hefur bæst liðsauki og hann ekki af verri endanum, því til landsins er kom- inn sovéski töframaðurinn Arutún Akopian, sem unnið hefur til fjölda verðlauna fyrir list sína. Meðal þeirra viðurkenninga sem hann hefur hlotið má nefna, að í heima- landi sínu, Sovétríkjunum, er hann útnefndur listamaður númer 1 í sinni grein, sem er að sögn mesta viðurkenning sem listamaður get- ur hlotið þar í landi. Má því til stuðnings benda á að kvikmynda- leikarinn og leikstjórinn Sergei Bondarrhuk og ballerínan Maja Plitskaja hafa orðið aðnjótandi sama heiðurs. Þá hefur hann borið sigur úr býtum í fjöldanum öllum af alþjóðlegum keppnum töfra- manna. Sem dæmi um sigra hans má nefna: sigur í Colombo á Ceyl- on 1959, þrjú aðalverðlaun í París 1961, i keppni sem í tóku þátt 400 töframenn frá 28 löndum, sigur í Prag 1977, þar sem saman voru komnir 600 töframenn frá 30 lönd- um, og í Sofiu í Búlgaríu 1982, verðlaun fyrir sígild töfrabrögð. Arutún Akopian er Armeni, fæddur í Tyrklandi 1918. 17 ára að aldri komst hann fyrst í kynni við töfrabrögð og eftir það varð ekki aftur snúið. Hann er hyggi nga verkf ræði ngur að mennt og dansaði á sínum yngri árum með ballettflokki. Hann notar afskaplega fá og óbrotin hjálpartæki þegar hann leikur listir sínar, en treystir þeim mun meira á handfimi sína og er frægur fyrir að gera sum töfra- brögð sín í mjög lítilli fjarlægð frá andlitum áhorfenda. í upp- hafi var það ekki ætlunin að hann kæmi til iandsins, heldur átti sonur hans að koma, sem einnig er mjög frægur töframað- ur, en hann forfallaðist vegna slyss við kvikmyndatöku og komst því ekki og var faðirinn, Akopian eldri, þá svo vinsamleg- ur að hlaupa í skarðið, þrátt fyrir að hann yrði að aflýsa sýn- ingum í Moskvu, sem hann hafði ákveðið að halda. Blaðamönnum var boðið að sjá Akopian leika nokkrar listir sín- ar. Það kom í ljós að blaðamaður Þjóðviljans gengur með spila- stokk á sér, því Akopian byrjaði á því að draga spilastokk upp úr brjóstvasa hans. Síðan tók hvert töfrabragðið við af öðru, fyrst með fyrrnefndum spilum og síð- an til dæmis með öryggisnælum, sem voru kræktar saman, en losnuðu á einhvern dularfullan hátt í sundur, ekki nema örfáa sentímetra frá augum eins viðstaddra. Töfrabrögð með vasaklút fengum við einnig að sjá, sem og pening sem birtist og hvarf og þrjá mislanga band- spotta verða jafnlanga og jafn- harðan aftur mislanga, svo að aðeins sumt sé nefnt, sem fyrir augu bar. Árutún Akopian mun koma fram tvisvar á dag á sýningunni sem nú stendur yfir í Höllinni. Af öðrum skemmtiatriðum þar má nefna sovéska akrobataparið Tatyana og Gennady Bondarch- uk frá Mosk\ osirkusnum, breska eldmanninn Roy Frandsen, sem gerir sér það að leik að henda sér logandi úr 16 metra háum turni niður í lítið ker fullt af vatni, að ógleymdu tívolíinu sem þar er til staðar, með leiktækjum af ýmsu tagi, hringekju, krabba, bílum, skotbökkum og fleiru. Sýningin Heimilið og fjöl- skyldan ’82 var opnuð síðastlið- inn föstudag og verður opin til 5. september. Hún er opin daglega frá 15—23 og um helgar frá 13-23. Til sölu raðhús á Akureyri eöa í skiptum fyrir húseign á Reykjavíkursvæðinu. Upp- lýsingar hjá Eignamiðstöðinn sími 96—24606 eða 91—72252. Sérverslun Af sérstökum ástæðum er kvenfataverslun í fullum gangi, með góðum lager, til sölu og afhendingar strax. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja skapa sér sjálfstæða atvinnu. Tilboö sendist til Mbl. fyrir 1.9.82 merkt: „S — 6154“. Sumarbústaður óskast Óska aö kaupa sumarbústað viö Meöalfellsvatn. Upplýsingar í síma 66676. íbúð - Langholtshverfi Góö 3ja herb. íbúö í Langholtshverfi í Reykjavík, á 1. hæð eða í lyftublokk, óskast til kaups. Skipti á 4ra herb. íbúð möguleg. Nánari uppl í síma 34904. 28611 Klapparás Einbýlishús á tveimur hæöum um 300 fm. Tvöfaldur bílskúr. Húsið er tilbúiö undir tréverk. Teikningar á skrifstofunni. Kambasel Raöhús á tveimur hæöum. Grunnflötur 198 fm, rúmlega til- búið undir tréverk. Btlskúr. Fífuhvammsvegur Steinhús á tveimur hæöum, í húsinu geta verið tvær íbúöir. Stór og góö lóö. Skipti á 2ja—3ja herb. blokkaríbúö koma til greina. Lóð í Kópavogi Lóö ásamt steyptum sökklum aö einbýlishúsi. Teikningar og allar upplýsingar á skrifstof- unni. Blöndubakki 3ja herb. um 80 fm íbúð á 2. hæö ásamt 10 fm herb. í kjall- ara. Góöar innréttingar. Ákveö- ið í sölu. Laus 1. nóv. Kleppsvegur 3ja herb. 75 fm íbúö á 1. hæö í blokk. Sér þvottahús, góöar innréttingar. Suöur svalir. Hringbraut 2ja herb. 65 fm jaröhæö í steinhúsi. Laus strax. Hús og Eignir, Bankastræti 6 Lúðvík Gizurarson hrl., kvöldsími 17677. Mótettukór við Hallgrímskirkju í BYRJUN september verður' stofnaður nýr kór við Hallgríms- kirkju í Reykjavík, „Mótettukór Hallgrímskirkju". Stærð hans er miðuð við 30—40 manns á aldrin- um 26—40 ára, sem hafa það hlut- verk að flytja kirkjulegar mótett- ur (Schútz, Byrd, Bach, nútíma- tónskáld t.d.) og kantötur í guðs- þjónustum, auk reglubundins tónleikahalds á ýmsum tímum kirkjuársins. Miðað verður við eina fasta æfingu á viku (æfinga- tími verður ákveðinn í samráði við kórfélaga) auk raddaæfinga og aukaæfinga eftir verkefnum. Smá- verkefni bíður kórsins strax 5. september, er fluttar verða 2 Bach-kantötur fyrir bariton og hljómsveit, en kórinn syngur loka- kóralinn í annarri kantötunni. Tónleikarnir 5. september eru til fjáröflunar fyrir orgelsjóð kirkj- unnar, með þátttöku þýsks ein- söngvara, Andreas Schmidt, og ís- lenskra hljóðfæraleikara. Söngstjóri hins nýja mótettu- kórs er nýskipaður orgelleikari Hallgrímskirkju, Hörður Áskelss- on. Þeir sem kynnu að hafa áhuga fyrir starfi í kórnum eru beðnir að hafa samband við hann. Kunnátta í nótnalestri er æskileg, án þess þó að vera skilyrði. (KrctUtilkynning frá Hallgrínuikirkjti.) EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.