Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 12

Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Sýning Denise Colomb Myndlist Valtýr Pétursson Að loknu sumarleyfi hefst starfsemin að nýju í Listasafni ASI með mjög merkilegri sýningu á Ijósmyndum og grafík ásamt listaverkabókum í samstarfi við franska sendiráðið í Reykjavík. Þessi sýning er um margt forvitni- leg og jafnvel mætti segja, ein- stæð í sinni röð. Hér er á ferð kona, sem hefur gert sér far um að ljósmynda listamenn í vinnustof- um sínum eða í því umhverfi, sem virðist þeim svo nátengt, að auð- veldlega verður rakinn skyldleiki þar á milli og þeirra verka, er gert hafa þá þekkta myndlistarmenn um heim allan. Þarna eru „portrett" af 55 lista- mönnum, og þeir, sem fylgst hafa með framvindu mála í myndlist frá því um miðja öldina, eru ekki lengi að finna í þessum hópi marga þá menn, er einna mest hafa komið við sögu á þessu sviði. Persónulega hafði ég mikla ánægju af þessari sýningu, kann- aðist við flesta, ef ekki alla þá listamenn, sem þarna eru á ljós- myndum, sumum þeirra var ég málkunnugur á árum áður. Það er því mikið ævintýri að fá að sjá svo gagnmerkar Ijósmyndir af þessum mönnum. Nú veit ég ekki, hvað gerir ljósmynd af fólki frábæra. En mig grunar að þar spili saman fjöldi atriða og jafnvel sé ógern- ingur að ákveða, hvaða þáttur sé veigamestur í þeirri persónulýs- ingu sem felst í góðu portretti, hvort heldur það er málað eða gert með Ijósmyndavél. Það sem máli skiptir er eitthvað, sem skilar þeim áhrifum, sem aðeins geta komið frá viðkomandi persónu. Að skynja þetta og grípa er sérstök gáfa, sem ekki er öllum gefin. Denise Colomb virðist meistari í þessu, og svo lifandi eru sum þess- ara portretta að undrum sætir. Það er engu líkara en maður sé kominn þrjátíu ár aftur í tímann og að þessir listamenn sitji við næsta borð og útskýri áhugamál sín yfir glasi af listaukandi drykk. Fyrir mig er þetta eins og endur- upplifun fornra stunda. Minning- in hefur verið fest á pappír og ein- mitt á þann hátt sem aðeins lista- maður mundi gera. Það er hinn innri maður, sem hefur verið fangaður á filmuna og mun geym- ast þannig um ókomna tíð. Þökk sé Denis Colomb. Þessi sýning hefur einnig nokkrar grafískar myndir eftir suma þá, sem sýnd eru portrett af. Sumt er þarna í þeim gæðaflokki, að ekkert verður sagt því til hróss, sem auðga mætti áhrif þess. Þarna eru verk eftir menn eins og Miro, Soulages, Bram von Velde, Lanskoy og Villon, svo að aðeins örfáir séu nefndir. Þarna er held- ur ekki mjög hátt verð á grafík, og er það því ekki ólíklegt að fólk muni notfæra sér það og eignast verk eftir þessa meistara. Franska sendiráðið og Listasafn ASI eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa haft forgöngu um þessa sýningu. Þarna er einnig nokkuð af listaverkabókum til sölu. Þar má finna mjög eigulega hluti og til gamans má geta þess, að ég náði mér þarna í tvær bækur sem mig hefur lengi vantað. Ég fer ekki meira í saumana á þessari sýn- ingu hér, en þeir sem muna eftir hinu merkilega Gallerie Pierre í Rue de Seine, mega gjarnan muna, AAalstræti 8. — Sími 25260. að Denise Colomb er systir Pierre Loeb, sem þar réð ríkjum og varð heimsfrægur af rekstri þess stað- ar. Það er mynd af honum á þess- ari sýningu þar sem hann er að tala í trúnaði við Braque. Hann skrifaði einnig ágæta minninga- bók frá hetjutímabili súrrealism- ans í Parísarborg, en hann varð fyrstur manna til að sýna þá listgrein og einnig varð hann fyrstur manna til að halda sýn- ingu á verkum Miros. Norrænar teikningar Teikning eftir Aase Gulbrandsen. Nú stendur yfir í Norræna húsinu umfangsmikil sýning, sem spannar stórt svið í sinni grein. Hér er á ferð samnorræn sýning, sem sett var saman í Finnlandi og hefur verið á ferð um Norðurlönd að undanförnu. Sú stefna var tekin við samsetn- ingu þessarar sýningar, að ein- um listamanni frá hverju Novð- urlandanna var sérstaklega boð- ið að sýna sem nokkurs konar heiðursgesti. Fyrir valinu frá Is- landi varð Kristján Davíðsson og að mínu mati megum við vel við una. Það mun hafa verið mikill fjöldi listamanna, sem sendi verk sín til dómnefndar, en af öllum þeim fjölda voru aðeins valin verk eftir 51 listamann. Af þessu má sjá, að mikið hefur verið vandað til þessarar sýn- ingar, og í fljótu bragði virðist mér hún vera nokkuð jöfn að gæðum. Heiðursgestir á þessari sýn- ingu eru: Jargen Remer, frá Danmörku, Ulla Kantanen, frá Finnlandi, Kristján Davíðsson, frá íslandi, Aase Gulbrandsen, frá Noregi og Lena Cronqvist, frá Svíþjóð. Allir þessir listamenn standa sig með ágætum á þess- ari sýningu og ekki hvað sízt Kristján okkar Davíðsson. Þrír aðrir íslendingar eru á þessari sýningu, og mér finnst Valgerð- ur Bergsdóttir hafa þar mestan hlut. Það verður að stikla hér á stóru. Fjöldi listamanna er það mikill, að engin leið er að gera hverjum og einum skil. Það, sem mér er minnisstæðast frá þess- ari sýningu, eru verk eftir Erik Frisendahl, Joren Nilsen, Bertil Gatu, Sven Svanbach, Arne Melmedal, Ulrica Hydman-Vallien og Ib Agger. Allt er þetta fólk, sem virðist bera af, hvað teiknun og upplifun línu snertir. Það mætti eflaust nefna enn fleiri til sögu í þessum efnum, en látum þetta nægja. Eins og sést af þessum línum, hef ég ekki talið heiðursfólkið upp aftur, en það eru verk þess, sem halda þessari sýningu gangandi. Annars kenn- ir þarna margra grasa, og er fróðlegt að sjá þetta úrval. Per- sónulega finnst mér eitthvað vanta í þessa heild til að gera hana verulega sterka og áhrifa- mikla, en auðvitað ræður enginn við að gefa slíkri sýningu þann svip, sem eftirminnilegur verður. Til þess er boginn bentur of hátt, of margir aðilar að sama fyrirtæki og útkoman verður meiri miðl- ungsmennska en búast hefði mátt við. Myndarleg sýningarskrá fylg- ir þessari sýningu með miklu lesmáli, og má benda þar á grein Braga Ásgeirssonar fyrir hönd íslands. Þar er að finna myndir af flestum listamönnunum og af verkum þeirra. Þetta framtak í heild er ágætt og ætti oftar að gera slíkar sýningar, sem spanna vinnubrögð í myndlist allra Norðurlandanna. Það er hollt fyrir listamenn að taka þátt í slíku samstarfi og fá þann- ig samanburð við félaga sína og frændur. Kuala Lumpur: Reykingar bannaðar Kuala Lumpur, Malaysíu, 24. ágúst. AP. ALLAR sígarettureykingar hafa verið bannaðar í opinber- um skrifstofum og byggingum sem hluti í innlegg í bar- áttu stjórnvalda að bættu heilsufari í landinu. Starfsmönnum eru óheimilar ingar eru einnig óheimilar á öll- reykingar meðan þeir eru að um opinberum fundum. störfum og einnig meðan þeir Ekki hefur verið minnst á aka í bifreiðum hins opinbera. neinar refsingar við brotum á Bann þetta nær til allra skóla, lögum þessum, en í leiðinni voru sjúkrahúsa, almenningsbifreiða, einnig allar sígarettuauglýs- og íþróttamannvirkja, en reyk- ingar bannaðar. f EFÞAÐERFRÉTT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ 7 MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.