Morgunblaðið - 26.08.1982, Page 14

Morgunblaðið - 26.08.1982, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Efiiahagsaðgerðir til bráðabirgða eftir Jónas Elíasson Ráðherra í sjónvarpssal Það var söguleg stund á sunnu- dagskvöldið var, þegar Svavar Gestsson, ráðherra, kom í sjón- varpið til að verja og afsaka mesta kauprán sem nokkur ríkisstjórn norðan Alpafjalla nokkurntíma hefur framið, svo orðalag þeirra Þjóðviljamanna, sé notað. Við lá að þessi fyrrverandi eldklerkur samningana-í-gildi, ynni sér til vorkunnar í augum þjóðarinnar, þegar hann sat þarna fyrir fram- an sjónvarpsvélina til að útskýra fyrir „ábyrgðarlausum aðilum stjórnarandstöðunnar", að nú hefðu atvinnurekendur orðið fyrir svo miklu tjóni af völdum verð- bólgu og kostnaðarhækkana, að nú mættu þeir eigi við slíkt lengur búa og nú yrði að skerða laun fólksins í landinu. Það er kannski dálítið Ijótt að segja það, en þeir eru áreiðanlega margir sem gefa glaðir 13% af kaupinu sínu fyrir það eitt, að sjá Svavar í þessu hiutverki. Hefðbundnar aögerðir Að öðru leyti er svo gott sem ekkert um efnahagsaðgerðir ríkis- stjórnarinnar að segja. Það eina bitastæða í þeim er gengislækkun sem launþegar ekki fá bætta í hækkuðu kaupi, en sambærilegar aðgerðir hafa margoft verið gerð- ar áður og aldrei haft neitt að segja þegar fram í sótti. Hluta af kjaraskerðingunni hefur ASÍ þeg- ar samið um, sá hluti kemur til framkvæmda 1. september. Næsta kjaraskerðing er 1. desember sam- kvæmt bráðabirgðalögunum og er stærð hennar greinilega ákveðin með það í huga, að launþegar fái verðhækkanir vegna gengislækk- unarinnar ekki bætta með hækk- uðu kaupi. Þetta „mótív" er gam- alþekkt frá öðrum efnahagsráð- stöfunum. Önnur atriði bráða- birgðalaganna, millifærsla á gengismun af útflutningsvöru- birgðum, breytingar á tollum og vörugjaldi, eru smáplokk sem engu máli skiptir í hinu stóra efnahagsdæmi, hvorki í bráð né lengd. Atti að vera búið Þessi vandkvæði, sem nú steðja að, væru ekki til ef stjórn efna- • „Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar eru bráðabirgðaað- gerðir sem ganga alltof skammt, kjara- skerðingin var nauð- synleg, en annað sem í bráðabirgðalögun- um stendur tiltölu- lega þýðingarlítið. Stjórn hinna mörgu orða og mikla að- gerðaleysis er enn við sama heygarðs- hornið.“ hagsmála hefði borið einhvern þann árangur sem ríkisstjórnin stefndi að í upphafi valdaferils síns. Það sem ríkisstjórnin er að gera með þessum bráðabirgðalög- um, eru hlutir sem átti að vera búið að gera. Þetta sést best, ef yfirlýsing ríkisstjórnarinnar sem fylgir lögunum, er skoðuð. Þar er meginmarkmiðum efnahagsað- gerðanna lýst svo (athugasemdir höf. fylgja jafnóðum): „í fyrsta lagi að draga verulega úr viðskiptahalla ...“ Auðvitað er miklu betra að láta viðskiptahall- ann ekki myndast, það er gert með því að vera dálítið á undan þörf- inni með gengisbreytingarnar en ekki alltaf langt á eftir. „I öðru lagi að treysta undir- stöður atvinnulífsins með aðgerð- um til að auka framleiðni og fram- leiðslugetu þjóðarbúsins og tryggja þannig öllum landsmönn- um næga atvinnu." Þetta er eitthvað vitlaust númer í slagorðamöppunni. Af hefð- bundnum framleiðsluvörum fram- leiðum við annaðhvort allt sem við höfum, auðlindir og hráefni, til að framleiða, eða allt sem við getum selt, og miklu meira. Framleiðslu- aukning á hefðbundnum útflutn- ingsvörum mundi stórauka vanda þjóðarbúsins. Þar að auki hefur aukin framleiðni þau áhrif að fækka atvinnutækifærum. Ef fjölga á atvinnutækifærum þarf að minnka framleiðni og það er ríkisstjórnin líka alltaf að gera með því, að leyfa útgerð fleiri fiskiskipa en þörf er fyrir. Tvö önnur markmið eru nefnd, að verja lægstu iaun og veita við- nám gegn verðbólgu. Hvort- tveggja hefur heyrst áður, I yfirlýsingunni er tiltekið 21 atriði sem ríkisstjórnin vill „standa að“. Þar eru atriði eins og „að verðbætur á laun verði greidd- ar samkvæmt nýju vísitölukerfi" (hefði átt að koma strax eftir sól- stöðusamningana 1977). „Inn- flutningur fiskiskipa verði stöðv- aður í tvö ár“ (hefði komið að gagni fyrir tveimur árum, en er nokkuð seint nú). „Að draga úr þörf fyrir útflutningsuppbætur" (bændur hafa sýnt vilja til að gera þetta, en það tækifæri ekki verið nýtt sem skyldi). „Verðlagning á innlendum iðnaðarvörum sem eiga í erlendri samkeppni gefin frjáls" (óvænt stefnubreyting hjá komm- um, en betra seint en aldrei). „Er- lendar lántökur verði takmarkað- ar“ (þær hafa verið of háar undan- farin tvö ár). Þessi atriði var full ástæða til að vera búið að framkvæma fyrir Iöngu. Það er ekki þróun allra síð- ustu mánaða, sem gerir þessar ráðstafanir nauðsynlegar. Það hefur bara ekki verið samstaða í ríkisstjórninni um að gera þessar aðgerðir fyrr en nú, þegar í óefni stefnir. Það er meginmálið. Hin glötuðu tækifæri Eins og áður er vikið að, er skot- ið í öfuga átt með meginmarkmiði bráðabirgðalaganna númer tvö (aukin framleiðsla og framleiðni). Með réttu lagi hefði textinn átt að vera svona: „í öðru lagi að koma á nýjum framleiðslugreinum, sem byggja á innlendum auðlindum og treysta þannig undirstöður at- vinnulífsins og skapa ný atvinnu- tækifæri." Til að gera þetta var gott lag árin 1979 og 1980. Þá var töluverð eftirspurn eftir orku til stóriðju jafnframt sem tæknimenn höfðu fundið nýja og ódýra orkuöflun- armöguleika. Auðvelt var að selja orku sem nú hefði fært okkur meira en 100 millj. króna í árlegar gjaldeyristekjur. í staðinn var farið í einhvern fýlupokaleik við Swiss Aluminium. Það hefur lengi legið á borðinu, að fjármagna þyrfti orkusparandi aðgerðir í fiskiskipunum. Þar má Jónas Eliasson spara um 50 millj. á ári með litlum tilkostnaði. Þessi fjármögnun kemur fyrst með bráðabirgðalög- unum nú, en hefði átt að koma strax eftir olíukreppuna 1979. Ótal önnur iðnaðartækifæri hafa farið framhjá okkur, svo mörg að tölurnar hér á undan mundu tí- og hundraðfaldast ef upp væru talin. Þó er skylt að geta þess, að innlend þjónustustarf- semi, einkum verslunin, er svo illa farin eftir langvarandi mismunun í gengis- og tollamálum, að þar tapast ómældur erlendur gjald- eyrir úr landi á hverju einasta ári. Gömul saga Efnahagsvandræði íslendinga eru nú orðin gömul saga. Nýjustu þróun þeirra mála má rekja aftur til 1977. Þá voru knúðar í gegn algerlega óraunhæfar kauphækk- anir í svokölluðum sólstöðusamn- ingum. Þegar ríkisstjórnin ætlaði að skerða þá samninga með mjög svipuðum aðgerðum og verið er að framkvæma núna, sameinuðust kratar og kommar um að kalla þær aðgerðir kauprán og lofuðu að setja samninga í gildi, kæmust þeir til valda. Síðan hafa fram- sóknarmenn og kommar stjórnað óslitið, en sólstöðusamningarnir og samningana-í-gildi-loforðin hafa ætíð síðan hangið eins og sverð yfir höfðum kommanna, því sólstöðusamningarnir sköpuðu mikinn (en óraunhæfan) topp í kaupmáttarútreikninginn, topp sem verkalýðsfélögin hafa meira og minna miðað sína kröfugerð við síðan. Fyrsta ríkisstjórn fram- sóknar og komma naut stuðnings krata, en núverandi stjórn þeirra nýtur stuðnings þess hluta Sjálfstæðisflokksins, sem aðallega styðst við bændafylgi, og kallar I söludeild okkar að Seljavegi 2 er góö aðstaða til að skoða og kynnast kostum Danfoss ofnhitastill- anna, blöndunartækjanna og annari Danfoss fram- leiðslu, sem stuðlar að beinum orkusparnaði. Tæknimenn Danfoss deildarinnar leiða þig I allan sannleika. » Höganás flísarnar eru þekktar fyrir gæði. Nú er gott úrval af flisum. Einnig fllsaefni og verkfæri. í sýningarkassanum sjáið þiö ótal hugmyndir — festar á litskyggnur, sem auðvelda ykkur valið á Höganás fllsum. SEUAVEGI2, REYKJAVIK sig frjálslynda, af einhverjum lítt skiljanlegum orsökum. Nýjustu fregnir herma þó, að einn hinna frjálslyndu bændahöfðingja, Egg- ert Haukdal, sé hlaupinn á brott. Sé það rétt, hefur ríkisstjórnin ekki meirihluta í báðum þing- deildum. Það kemur þó varla að sök fyrr en eftir áramót, ef stjórn- in vill sitja. Þetta veltur þó á afla- brögðum, togararnir eru farnir að fiska mikið betur en þeir gerðu fyrri part ársins og meðan tekst að halda þeim úti, getur stjórnin setið, ef hún vill. Að vísu kemur hún engum málum gegnum þingið, nema fjárlögum, en ekki er alveg víst, hvort það er kostur eða galli. Kröflunúllið fundið Undanfarin sjö ár hefur staðið bygging jarðgufuvirkjunar norður í landi, sem Krafla heitir. Átti hún að verða 70 MW, en var ekki nema 7 MW þegar Gunnar Thoroddsen, þáverandi iðnaðarráðherra, setti hana í gang á sínum tíma. Að von- um spurðu menn hvað hefði orðið af núllinu, sem þarna ber á milli. Hugsast gæti að nú sé þetta merka núll fundið. Það vill nefni- lega þannig til, að hefðu upphafleg áform ríkisstjórnarinnar ræst, þá væri verðbólgan í dag um 7%, en hún mun vera um 70%. Þarna munar núlli í hina áttina, en hvort hér sé um sama núllið að ræða, veit landsfaðir einn, því sé svo, þá hefur hann gengið með það á sér allan tímann síðan ’77. Af upp- haflegum áformum ríkisstjórnar- innar stendur í raun og veru að- eins eitt eftir. Þetta er megin- markmið númer tvö, sem áður er getið, að tryggja landsmönnum fulla atvinnu. Þetta hefur ríkis- stjórninni tekist, þó aðferðin sem hún segist beita, sé ekki beinlínis raunhæf. En hún hefur beint öllu fjárfestingarfé þjóðarinnar og miklum erlendum lántökum að auki inn í hina hefðbundnu at- vinnuvegi, en þeir voru hættir að bera frekari fjárfestingar fyrir löngu. Þetta fjárfestingarævintýri er miklu stærra en Kröfluævin- týrið. Það er samt sem áður ör- uggt ráð til að halda uppi fullri atvinnu, svo öruggt, að ef þessi „póllandísering" á atvinnulífi ís- iendinga heldur áfram, þá mega þeir þakka fyrir, ef afrakstur fullrar atvinnu nægir þeim til hnífs og skeiðar eftir nokkur ár. I meginatriðum ... ? Ríkisstjórnin er þó ánægð með þetta og telur, að í meginatriðum hafi henni tekist ætlunarverk sitt. Minnir þetta á, þegar rússneskir diplómatar eru að lýsa því að í meginatriöum sé ástandið i Rúss- landi mjög svipað því sem gerist á Vesturlöndum. Hver munurinn er í meginatriðum, sést af eftirfarandi smásögu, en sagan hefst á því, að vestrænn diplómat í Moskvu spyr rússneskan kunningja sinn þess- arar spurningar: — Er það rétt, að á alþjóðlegu vörusýningunni í Moskvu hafi geimfaranum Yuri Gagarin verið gefin Volgabifreið? Og Rússinn svarar um hæl: — I meginatriðum alveg rétt, en ... Og samtalið heldur áfram. — En hvað? — I meginatriðum alveg rétt, sjáðu til, en það var ekki á alþjóð- legu vörusýningunni í Moskvu, það var á landbúnaðarsýningunni í Tblisi í Grúsíu ... — Hann fékk þá þennan bíl í Tblisi en ekki Moskvu? — í meginatriðum rétt, en ... - Ha? — I meginatriðum alveg rétt, það var bara ekki geimfarinn Yuri Gagarin, það var landbúnaðar- verkamaðurinn Ivan Ivanovitsj ... — Var það þá landbúnaðar- verkamaðurinn sem fékk Volgabíl, en ekki geimfarinn? — I meginatriðum rétt, en ... — Hvað nú? — I meginatriðum alveg rétt, honum var bara ekki gefin Volga- bifreið, það var stolið frá honum reiðhjóli. Eins og sjá má, getur ríkis- stjórninni vel hafa tekist að fram- kvæma stjórnarsáttmálann, í meginatriðum ...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.