Morgunblaðið - 26.08.1982, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
17
„Ég á von á því aö harðar
hefði verið brugðizt við,
ef sálmur sr, Matthíasar
Jochumssonar, sem er
texti þjóðsöngsins, hefði
verið „ortur upp“ með
svipuðum hætti og hér er
gert við lagið. En á þessu
er enginn eðlismunur. Ef
þessi meðferð lagsins er
látin óátalin, hlýtur með
sama hætti að vera leyfi-
legt að gera við Ijóðið
næstum hvað sem er.“
ráðuneytisins varð sú, sem fyrr
greinir, að það taldi ekki ástæðu
til aðgerða, og er hún rökstudd
með því „að fara verður varlega í
að hindra menn í að tjá sig, einnig
þá sem hentar þetta tjáningar-
form“. Því hefur verið haldið
fram, að efni kvikmyndarinnar
réttlæti með nokkrum hætti með-
ferðina á þjóðsöngnum, hún sé
jafnvel nokkurs konar „listræn
nauðsyn". Svo virðist sem ráðu-
neytið hallist að þessari skoðun,
eða vilji a.m.k. ekki ganga gegn
henni.
Þessu er ég að vísu ósammála.
Ég tel að sú aðferð, sem hér er
höfð, að taka þekkt verk, sem um-
fram listgildi sitt hefur djúpa
táknræna merkingu, a.m.k. fyrir
mikinn hluta þjóðarinnar, og setja
það fram í því samhengi að
merking þess umhverfist, sé óvið-
eigandi og ámælisverð. Þetta get-
ur verið „áhrifaríkt" á þann hátt,
að það ýti hastarlega við fólki,
valdi jafnvel einskonar „sjokki",
en ég tel að það eigi ákaflega lítið
skylt við listræna sköpun. Efnivið-
ur hennar er annar. Og ég tel það
vera háskalega rangtúlkun á tján-
ingarfrelsinu að telja það fela í sér
heimild til rangfærslu á því, sem
aðrir höfundar hafa látið frá sér
fara, jafnvel þótt látið sé heita, að
það sé gert í „listrænum" tilgangi.
Nú hefur komið í Ijós, að uppi
eru aðrar skoðanir um þetta, og ég
hef sýnt þeim þá virðingu að láta
þetta mál kyrrt liggja að því er
kvikmyndina varðar. Ég hef engar
kröfur sett fram eða tillögur gert
um hindrun á sýningum hennar.
En engar „listrænar" röksemdir
styðja útgáfu á afskræmdum „út-
setningum" þjóðsöngsins á
hljómplötu, þar sem þær eru með
öllu slitnar úr samhengi myndar-
innar. Þó þykir mér smekkleysið
(eða óskammfeilnin) keyra um
þverbak, þegar önnur þessi „út-
setning" er notuð í sjónvarpsaug-
lýsingu um myndina. Afskipta-
leysi menntamálaráðherra um
þetta tvennt, hljómplötuna og
sjónvarpsauglýsinguna, verður
ekki skilið öðruvísi en sem yfirlýs-
ing hans um það, að hann telji
sæmdarréttarákvæði höfundalag-
anna markleysu eina og að engu
hafandi.
Ég á von á því, að harðar hefði
verið brugðizt við, ef sálmur sr.
Matthíasar Jochumssonar, sem er
texti þjóðsöngsins, hefði verið
„ortur upp“ með svipuðum hætti
og hér er gert við lagið. En á þessu
er enginn eðlismunur. Ef þessi
meðferð lagsins er látin óátalin,
hlýtur með sama hætti að vera
leyfilegt að gera við ljóðið næstum
hvað sem er.
Um þjóðsöng íslendinga eru
engin lagaákvæði í gildi, gagn-
stætt því sem er t.d. um þjóðfán-
ann. Um gerð hans og notkun eru
skýr lagafyrirmæli, og geta legið
við þung viðurlög, ef út af er
brugðið eða fánanum sýnd óvirð-
ing. Lofsöngurinn „Ó, guð vors
lands" hefur orðið þjóðsöngur
smám saman með þegjandi sam-
þykki flestra eða allra lands-
manna og unnið sér vaxandi helgi
sem þjóðartákn, hliðstætt fánan-
um, eftir því sem hann hefur oftar
hljómað og lyft hugum manna á
hátíðastundum. Lag og ljóð er
órjúfanlega tengt í hugum manna,
og hvorttveggja er fjölmörgum Is-
lendingum helgur dómur, bæði af
þjóðernis- og trúarástæðum. Þessi
stóri hópur á rétt á því, hvað sem
öðru líður, að viðhorf hans séu
virt. Og skáldin bæði, sem gáfu
okkur þennan þjóðardýrgrip, eiga
ekki minna skilið — og gildir það
raunar einnig um aðra höfunda
lífs og liðna — en að verkum
þeirra sé hlíft við afskræmingu og
misnotkun, hvort sem er í mis-
skildum „listrænum" tilgangi, í
ábataskyni eða af stráksskap.
Jón Þórarinsson
Ola Ullsten
og hreinna umhverfi. En barátt-
an gegn kjarnorku, sem hefur
valdið bæði uppgangi og falli
Miðflokksins, er hvergi nefnd.
Þjóðarflokkurinn lofar að vinna
gegn atvinnuleysinu og Hægri
flokkurinn að Iækka skattana.
Formenn stjórnmálaflokk-
anna halda nú hverja kosninga-
ræðuna á fætur annarri og
kynna stefnuskrár sínar og
hnýta í andstæðingana.
„Olov Palme og jafnaðarmenn
eru ábyrgðarlausir," sagði
Thorbjörn Fálldin í ræðu í gær.
„Þeir lofa gulli og grænum skóg-
um, en neita að svara með
hverju á að borga og hvar á að
spara."
„Þá tólf milljarða, sem núver-
andi ríkisstjórn ætlar að spara
1983, er hægt að fá með því að
vinna bug á atvinnuleysinu, en
það kostar í dag 12 milljarða,"
sagði Olov Palme.
„Ef jafnaðarmenn ná völdum
verða 60 þúsund atvinnulausir í
iðnaðinum á næstu þremur ár-
um og skuldir ríkisins munu
aukast um 100 milljarða," sagði
Ulv Adelsson, formaður Hægri
flokksins, í ræðu í gær, og gagn-
rýndi skattauppgjör ríkisstjórn-
arinnar og jafnaðarmanna.
Hann lofaði lægri sköttum ef
hægri flokkurinn kæmist til
valda.
„Ulf Adelsson ætti að passa
sig þegar hann lofar lækkuðum
sköttum," sagði Ulla Ullsten,
formaður Þjóðarflokksins. „Þá
gæti farið fyrir honum eins og
Ronald Reagan."
Hver svo sem úrslit kosn-
inganna verða, er eitt víst, að
hinnar nýju stjórnar bíða miklir
erfiðleikar. Hundrað þrjátíu og
þrjú þúsund manns, eða 3%
vinnufærra manna, eru atvinnu-
lausir í Svíþjóð í dag. Ríkishall-
inn er 46 milljarðar og skuldirn-
ar 300 milljarðar sænskra króna.
Þar af eru erlendar skuldir 80
milljarðar, en það svarar til
13—14% af þjóðarframleiðslu.
Síríus
- þótt annaó bregóist
mm s Mm
Hreint súkkulaói fyrirsælkera