Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 22

Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 Matareitrun í brúdkaupsveislu K<‘ggio ('alabria, ftalíu, 25. áuii.sl. \ I’ FIMMTIU gestum brúðkaupsveislu nokkurrar var ekið í skyndi á sjúkrahús með matareitrun eftir að hafa snætt hádegisverð í tilefni gift- ingarinnar í dag, samkvamt heim- ildum bæjaryfirvalda. Læknar segja að augljóst sé að fórnarlömbin hafi snætt skemmda sjávarrétti á veitingastað er leigð- ur hafði verið til gleðinnar í litlu þorpi að nafni Gioiosa Jonica. Trimm ekki trygging fyrir lengra lífi Kaupmannahöfn, 25. á|(ÚNt. Al*. I»AI) AÐ vera í „toppformi" likam- lega er engin trygging fyrir lengra lífi ... eða styttra, að því er segir i tveimur nýútkomnum dönskum skýrslum. Skýrslur þessar voru birtar í nýjasta danska læknaritinu „Uge- skrift for læger" og þar kemur fram að hjarta „íþróttamannsins", eða hjarta þess sem er í mikilli líkamlegri þjálfun, líkist stundum meira sjúku hjarta en heilbrigðu. Veður víöa um heim Akureyri 11 skýjaó Amsterdam 17 rigning Aþena 31 heióskírt Barcelona 24 léttskýjað Berlín 22 skýjaó BrUssel 18 skýjaó Chicago 30 rigning Dyflinni 17 skýjað Frankfurt 19 skýjaó Genf 22 heióskírt Helsínki 16 heióskírt Hong Kong 31 hoiðskirt Jerúsalem 27 skýjað Jóhannesarborg 19 heióskfrt Kaíró 35 heióskírt Kaupmannahöfn 19 skýjað Lissabon 30 heióskirt London 19 heióskírt Los Angeles 27 heióskirt Madrid 30 heiðskírt Malaga 27 léttskýjaó Mexíkóborg 23 skýjaó Miami 32 skýjaö Moskva 21 skýjaó Mýja Delhí 30 skýjaó New York 25 skýjað Osló 16 skýjaó París 21 skýjaó Perth 15 skýjaó Rio de Janeiro 32 heióskírt Reykjavík 12 skýjaó Rómaborg 27 heióskírt San Francisco 17 heiósklr! Stokkhólmur 20 skýjaó Sydney 28 skýjaö Tel Aviv 29 skýjaó Tókýó 32 skýjaó Vancouver 23 skýjaó Vínarborg 23 skýjaó Dr. Jens Elers skýrði frá niður- stöðum rannsókna er hann hafði framkvæmt á íþróttamönnum sem eru í mikilli þjálfun, mönnum sem stunduðu maraþonhlaup, kapp- róðra og hjólreiðar. Þar kemur fram að hjörtu þeirra eru að með- altali 900 til 1200 kúbiksentimetr- ar í stað 700 til 800 kúbiksenti- metrar. Læknirinn sagði að afrakstur gífurlegrar þjálfunar um árabil gæti haft þær afleiðingar að hjartað hætti að starfa eðlilega í hvíld, en þær aukaverkanir er af þvi stafi hverfi um leið og líkam- inn fer á hreyfingu. Þessar auka- verkanir segir hann að hverfi einnig ef ströng þjálfun er minnk- uð. Lenti undir lest — Fjórtán ára gamall drengur, Aldon Cotton að nafni, varð fyrir farþegalest í New Orleans nýlega og slasaðist alvarlega. Læknar urðu að taka af honum annan fótinn, þar sem hann lá undir lestinni og tókst með þeirri aðgerð að bjarga lífi hans. Á myndinni sést hvar lestarstarfsmaður reynir að lina þjáningar Aldons áður en læknar koma á vettvang. Launadeilur starfsfólks sjúkrahúsa: Sprengingar á Korsíku Kastia, Korsíku, 25. ágúxt. Al*. FIMM sprengjur sprungu fyrir framan nokkur heimili árla í morgun og varð eyAilegging talsverA, jafnt á bílum sem húsum. Knginn hefur lýst sig ábyrgan fyrir sprengingunum, en lögreglan hefur þá trú að þær séu verk hryðju- verkahóps sem krefjist sjálfstæðis eyjunnar, sem hefur verið undir franskri stjórn undanfarnar tvær aldir. Það voru þrjár sprengjur sem sprungu fyrir utan heimili í þessum bæ á Norður-Korsíku í morgun en ollu litlum skemmdum, en nokkrir bílar eyðilögðust. Breskir hermenn í viöbragðsstöðu l/ondon. 25. ámÍNt. Al*. l/indon, 25. ágÚMt. Al*. „BKKSKIR hermenn eru i við- bragðsstöðu og munu verða kallaðir til starfa „fyrr en síðar“ vegna neyð- arástands á sjúkrahúsum ef ekki fer að rofa til í launadeilum starfsfólks þeirra", sagði Kenneth Clarke, heil- brigðismálaráðherra, í dag. „Við munum nota þá ef ekki verður hægt að halda gangandi einhverri grundvallarþjónustu sjúkrahúsanna ... og þá fyrr en síðar" sagði ráðherrann í viðtal- inu. Enn bólar ekkert á samningum í þessari þriggja mánaða gömlu launadeilu, þar sem í hlut eiga um 750.000 hjúkrunarfræðingar og aðrir starfsmenn sjúkrahúsa og Clarke sagði það skyldu yfirvalda að halda allri grundvallarstarf- semi gangandi á sjúkrahúsum „og við munum ekki hika við að kalla hermennina til, þegar þess verður nauðsyn,“ sagði hann að lokum. Eitt stærsta verkalýðsfélagið sem í launadeilunni stendur var- aði í morgun við því, að ef her- menn yrðu sendir til starfa inn á sjúkrahúsin myndi það leiða til aukinna verkfallsaðgerða af hálfu starfsfólks þeirra. Ökumenn sjúkrabifreiða í norð- urhéruðum Cleveland eru í verk- falli og hafa þráfaldlega neitað að sinna öllum tilvikum, jafnt neyð- artilvikum sem öðrum, þrátt fyrir andlát 24 ára gamallar konu er lét lífið vegna súrefnisleysis á leið á sjúkrahús í lögreglubíl. Lögreglan í þessum héruðum hefur sinnt yfir 300 útköllum frá því að bílstjór- arnir gengu út síðastliðinn fimmtudag. Sæðisbanki nóbelsverðlaunahafa: Annað barnið komið í heiminn með aðstoð sæðis úr bankanum Loh Anjjeles, 25. ágúst. Al*. ANNAÐ barnið, sem fæðist með að- stoð sæðis úr sæðisbanka nóbels- verðlaunahafa og annarra kunnra vísindamanna, kom í heiminn í Los Angeles í dag. Kignaðist móðirin, ógiftur fertugur sálfræðingur, tæp- lega 16 marka dreng. Barnið, sem var komið 10 dögum framyfir tim- ann, var tekið með keisaraskurði. Sæðisbanki þessi var stofnaður fyrir fimm árum af Robert K. Graham, sem vildi stuðla að fæð- ingu óvenju gáfaðra barna. Er „bankastjórinn", Sherry Wieder, frétti af fæðingunni sagðist hann vera himinlifandi. Vonandi væri hér á ferðinni vel skapað og gáfað barn. Móðurinni var tjáð, að sæðið væri úr þekktum vísindamanni, sem hefði einnig góðar tónlistar- hæfileika. GasleiÖslan mikla frá Síberíu: Fjölmiðlar í Sovétríkjunum láta í ljós áhyggjur sínar Moskvu, 25. áKÚst. Al*. SOVÉSK blöð hafa að undanförnu gefið til kynna, að ekki sé allt með felldu við lagningu gasleiðslunnar miklu frá Síberiu til Kvrópu. Málgagn sovéska kommúnista- flokksins, Pravda, sagði í dag í stórri forsíðufrétt, að greinilegt væri að vandræði steðjuðu að lagningu leiðslunnar þar sem hlut- ir í hana kæmu frá mörgum aðil- um. Þá sagði á forsíðu Izvestia í gær, að vandamál væru við túrbínustöð í Úralfjöllum þar sem skorti nauð- synlega hæfa menn til að annast tengingar. Þá lét blaðið ennfremur í það skína, að þörf væri á fleiri mönnum með meiri tæknikunn- áttu á fleiri stöðum. Pravda skýrði einnig frá því í síðustu viku, að ekki gengi nægi- lega fljótt að færa bústaði verka- mannanna, sem vinna við lagn- ingu leiðslunnar, eftir því sem hún lengdist. Ylli þetta töf á verkinu., Ennfremur var frá því sagt í vik- uriti, sem fjallar um efnahagsmál, að héraðsblöðum þar sem gas- leiðslan liggur um, hefði verið fyrirskipað að gefa út fylgirit, sem fjölluðu einvörðungu um gasleiðsl- una, tvisvar í viku. Þrátt fyrir tilmæli Bandaríkja- stjórnar til þeirra Evrópuríkja, sem skuldbundið hafa sig til að leggja fram hluti í leiðsluna, að standa ekki við skuldbindingar sínar, hafa þau virt óskir hennar að vettugi. Síðast í dag hvöttu yf- irvöld í V-Þýskalandi þau lönd, sem skuldbindingum eiga að gegna, til að hlusta ekki á óskir Bandaríkjamanna. Sovésk yfirvöld eru mjög ugg- andi vegna þeirra umræðna sem verið hafa að undanförnu. Hafa þau hvatt verkamennina, sem vinna við lagningu leiðslunnar, til að leggja helmingi harðar að sér og skila verkinu á undan áætlun. Áætlað er að leiðslan verði tekin í notkun í ársbyrjun 1984. Alls mun leiðslan vera 4451 kíló- metri að lengd. Lagningu 500 kíló- metra er þegar lokið og að sögn sovéskra aðila verða 300 kílómetr- ar til viðbótar komnir á sinn stað, ótengdir þó, í ágúst. Millisvæðamótið: Torre held- ur enn forystunni Toluca, Mexíkó. 25. ágúst. Al*. SKÁK þeirra Eugenio Torre, efsta mannsins á millisvæöa- mótinu í Toluca í Mexíkó, og skæöasta keppinauts hans, Lajos Portisch, fór í bið í 11. umferð mótsins, sem tefld var í gærkvöld. Skák þeirra getur skipt sköpum í barátt- unni um sigurinn því aðeins eru eftir tvær umferðir. í öðrum skákum í 11. umferð- inni urðu úrslit þau, að Adorjan lagði Yusupov að velli í 33 leikjum og viðureign þeirra Spasskys og Nunn lauk með jafntefli í 28 leikj- um. Allar aðrar skákir, viðureign- ir Rubinetti og Ivanov, Balashov og Kouatly, Rodriguez og Hulak og þeirra Polugajevski og Seiraw- an, fóru í bið. Polugajevski hafði tveimur peð- um meira en Seirawan er skák þeirra fór í bið og Balashov hafði mun betri stöðu í sinni skák gegn Seirawan. Þeir Rubinetti og Rodr- iguez höfðu aðeins betri stöðu í sínum skákum. Biðskákir úr 10. umferðinni voru einnig tefldar í gær. Yusupov lagði þá Portisch að velli, Rodr- iguez vann Ivanov og þeir Nunn og Rubinetti skildu jafnir. Staöan er þá sú á mótinu, að Torre er efstur með 7 vinninga og biðskák, Portisch er með 6'/2 vinn- ing og biðskák, Seirawan 6 og biðskák, Spassky og Yusupov 6, Ivanov 5‘/4 og biðskák, Nunn 5*/fe, Polugajevski 5 og biðskák, Adorj- an 5, Hulak og Balashov \'k og biðskák, Rubinetti og Rodriguez 3 'á og biðskák og Kouatly 1 'h vinning og biðskák.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.