Morgunblaðið - 26.08.1982, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
25
• „Þrátt fyrir aö laxveiöin hafi
mínnkaö mikiö hjá ykkur síöustu ár-
in, er hún samt sú besta í heiminum
í dag,“ segir Peter Anderson. Hér
rennir einn fallegur sér í Glanna í
Noröurá. Anderson skoðaði Noröurá
og var afar hrifinn af vatninu tæra
og ekki síst öllum löxunum, sem
hann sá sveima um hylina.
ir Skotland eins og handarbökin á
sér, hefur víða rennt í Norður- og
Suður-írlandi og komið við bæði í
Noregi og Svíþjóð, auk Spánar, en
þar finnst lax í nokkrum ám. Mbl.
þótt því tilhlýðilegt að heyra sam-
anburð Andersons á íslenskum ám
og erlendum.
— Það, sem stakk mig strax í
rigningunni við Grímsá og ég sá
svo betur er ég kom aftur og
renndi í Laxá í Kjós og skoðaði þá
auk þess Norðurá og Grímsá, var
hversu tærar íslensku árnar eru.
Ó8.
Heima í Skotlandi er slíkt til
dæmis ekki til, enda vatnsföllin af
öðrum uppruna. Þar eru árnar
moldarlitaðar jafnvel í þurrkatíð
og svo flæða þær yfir bakka sína
svo um munar er rignir. En á Is-
landi er fágætur möguleiki á að
fyigjast með laxinum jafnvel af
löngu færi. Ég get nefnt sem dæmi
að við kíktum í hylinn við Jötna-
brúarfoss í Grímsá, veiðistað sem
fáir leggja leið sína í. Þar horfðum
við hugfangnir á eina tuttugu laxa
liggja rólega í hylnum. Einn sáum
við reyna að komast upp fossinn,
en það mistókst. Einn þessara
fiska var örugglega 16—17 pund,
annar 10—12 pund, en hinir
smærri. Vatnið var svo tært og
þessi sjón heillaði mig gersam-
lega. Mig langaði skyndilega mest
til þess að hoppa út í hylinn og
synda um með löxunum. Þá eru
íslenskar laxveiðiár af mjög
heppilegri stærð, ekki of stórar,
ekki of litlar. Það gildir minnsta
kosti um þær ár sem ég hef séð, þó
vafalaust sé allur gangur á slíku.
Islenskar laxveiðiár hafa einnig
eitt mikilvægt atriði fram yfir ár
annars staðar í heiminum. Laxa-
gengdin, jafnvel þegar illa árar
eins og hjá ykkur nú og síðustu tvö
sumrin, býður upp á miklu meiri
veiði að meðaltali miðað við
stangar- og dagafjölda en ár ann-
ars staðar. Ég get enn nefnt Skot-
land sem dæmi. Á 3—4 stanga
svæði, þar sem í eina tíð þótti ekk-
ert tiltökumál að veiða 30 laxa á
dag þegar skilyrði voru góð, er
einn á dag ekki óalgengur afli, sex
laxar á einni viku þykir góður afli
þótt ótrúlegt sé. Ég á vini sem
hafa ekki haft 20 laxa upp úr 20
stangarvikum í ám eins og Tay,
sem þykir með þeim bestu í Bret-
landi. Ég þekkti fólk sem fékk
einn lax á besta tíma við bestu
skilyrði á einni viku í Tay-ánni.
Borgaði fólkið 20.000 pund fyrir
veiðileyfið.
— Þrátt fyrir ykkar slöku sum-
ur, er veiðin hér enn sú besta sem
fyrirfinnst, ég get tekið dæmi, að
síðasta sumar var meðalafli á
stöng fyrir daginn í Laxá í Kjós
1,69 laxar. Það er ívíð lakara nú,
en gæti lagast þar sem laxinn
gekk víst seinna en síðasta sumar.
Enginn á nokkurs staðar í heimin-
um (nema kannski annars staðar
á íslandi) getur státað af slíku
meðaltali yfir heilt veiðitímabil.
Skógræktin tekur
vatnið — veiði-
þjófarnir laxinn
En hvers vegna er ástandið
svona bágborið á Bretlandseyjum?
Anderson segir: „Við súpum seiðið
af úthafsveiðum eins og aðrir og
þær höggva stór skörð í laxastofn
okkar. Én miklu nær honum er
gengið hjá okkur sjálfum, við
þurfum að líta okkur nær. Ef við
sundurliðum vandamálið, þá er
fyrst að nefna skógræktina. Ein-
hverra hluta vegna hefur verið
kappkostað að rækta skóg á fleiri
þúsund ferkílómetrum við lax-
veiðiárnar, en sú skógrækt er
langt komin með að eyðileggja
árnar, því allur þessi skógur tekur
til sín úrkomuna sem árnar þurfa
til þess að vera laxgengar. Hyljir,
þar sem ég þekkti til fyrir mörg-
um árum, þar sem maður óð upp
undir hendur í ólgandi flaumi, eru
nú færir öllum á venjulegum
gönguskóm. Hér áður fyrr gat
maður bókað vorgöngur, sumar-
göngur og haustgöngur. Nú kemur
ekki kvikindi fyrr en skógurinn
fer að fella lauf. Þá hlaupa flóð í
árnar, allur laxinn kemur í einum
haug og mikið af honum er orðið
legið eftir langa dvöl í hálfsöltum
ósnum. Og þegar þannig er komið
er fiskurinn ekki eins viljugur að
bíta á og nýtist stangaveiði-
mönnum verr. Mengun frá sögun-
armyllum og frá alls kyns áburði
fer líka illa með árnar.
— En veiðar við ströndina og í
ármynnum eru svakalegar og þar
er gengið svo fagmannlega til
verks, að heilar göngur eru ger-
samlega þurrkaðar út. Það er
netakörlunum létt verk er laxinn
liggur í stórum torfum og bíður
þess að vaxi í ánni.
En kannski versta hættan af
þeim öllum tekur ekki við fyrr en í
ána er komið. Þá taka veiðiþjóf-
arnir við og þeir skipta þúsundum
bara í Skotlandi, ótrúlegur fjöldi
manna hefur umtalsverðar tekjur
af ólöglegum laxveiðum og þeir
hafa ekki áhuga á sjónarmiðum
sportveiðimanna eða umhverfis-
vernd. Þetta eru mikil illmenni og
í 25 ár hafa þeir stundað það að
eitra stóra hluta ánna í einu og
tína svo laxinn dauðan úr hyljun-
um. Þeir nota eitur sem heitir
Cimage, en þegar það er blandað
magnesíum myndast eitur sem
heitir Cianide og er vel þekktur
viðbjóður sem steindrepur á auga-
bragði. Já, það er af mörgu að
taka, en ef ég ætti að tína eina
hættuna út öðrum hættulegri,
held ég að skógræktin öll sé verst.
Og ég sé ekki að bót verði ráðin á
þessu í náinni framtíð, því miður,
því of margir eiga fjárhagslegra
hagsmuna að gæta. En þessi þátt-
ur á eftir að ganga af laxveiðum
dauðum á Bretlandseyjum.
Skógræktarerfiðleikarnir steðja
að öllum laxveiðiám á Bretlands-
eyjum, en ég hygg að írar eigi við
erfiðari netaveiðivandamál að
etja. Ég varð persónulega vitni að
því er 60.000 löxum var landað í
tveimur höfnum í írska lýðveld-
inu. Allt veitt í net í árkjöftum og
rétt fyrir utan ströndina. Þar
veiða menn laxinn eins og í akk-
orði.
ísland er í þeirri aðstöðu að
þurfa varla að óttast þá þætti sem
herja á laxveiðar í Bretlandi. Þið
getið varla ræktað nógu mikinn
skóg til að gera usla og netaveiði-
reglurnar eru þær sanngjörnustu
sem fyrirfinnast. En ef þið tækjuð
upp á því að vera með skógrækt í
hlíðum allra dala, sem árnar
renna um, myndi það mjög fljót-
lega fara að segja til sín. Þá eruð
þið blessunarlega lausir við sjúk-
dóma sem er enn einn þátturinn
sem er að gera okkur gráhærða.
Ætla að flytja
inn Skota
Anderson var ekki hér á ferð-
inni einn síns liðs, með honum var
Breti að nafni Peterson, en það er
hugmynd þeirra félaga að koma
með hópa skoskra stangaveiði-
manna hingað tii lands, í gósen-
landið. Anderson segir: „Hug-
myndin er að koma með minnst
tvo hópa, en þó heldur fjóra, því
það verður örugglega ekki erfitt
að smala skoskum veiðimönnum í
Islandsferðir. Hámarkið í hverj-
um hóp er tíu stangir. Við höfum
fengið vilyrði hjá Páli Jónssyni,
leigutaka Laxár í Kjós, að fá daga
fyrir hópa þessa í „köntunum" á
besta veiðitímanum, þ.e.a.s. í júní-
lok og síðari hluta ágúst. Það ger-
um við einkum vegna þess að sá
tími er heldur ódýrari, en býður
þó engu að síður upp á ágæta
veiðimöguleika. Okkar fólk verður
ekki kröfuhart, það er orðið vant
aflabresti og einn til tveir fiskar á
dag mun nægja til að senda það til
skýjanna af fögnuði. Og þá mun
heldur ekki skipta máli þó að ís-
lenski laxinn sé ívið smærri að
meðaltali en laxinn í nágranna-
löndunum. Lax er lax, alveg sama
hvað hann er stór. Hugmyndin er
einnig sú, að ég dvelji við Laxá
meðan skosku hóparnir eru að
veiðum og leiðbeini veiðimönn-
um.“
Yrdi vísað úr
skoskum ám
Mbl. hafði hug á að vita hvaða
augum Anderson liti íslenska
stangaveiðimenn af þeim stuttu
kynnum sem hann hefur haft af
þeim. Var sá skoski ómyrkur í
máli og er það miður. Hann sagði:
„Mér skilst að margir íslenskir
stangaveiðimenn séu miklir og
sannir sportveiðimenn, en það var
ljót sjón sem blasti við okkur þeg-
ar veiðimenn voru að tygja sig við
Grímsá og Laxá. Stórkostlegar
stangir og sannkallaður píanóvír á
hjólunum sem einnig voru risa-
stór. 300 metrar af 30 punda línu
og önglarnir litlir eftirbátar hinna
tækjanna að stærð og styrkleika.
Það var deginum ljósara að þessir
menn reiknuðu alveg eins með því
að öngullinn stæði í sporðinum
eða í kjaftinum. Mér ofbýður þessi
styrkur allur og það er mín skoðun
að reglur eigi að gilda um línu-
sverleika og önglastærð. Sverari
línu en 20 punda ætti alls ekki að
leyfa.
Það er staðreynd, að það er
hægt að drepa lax jafn hratt með
8—12 punda línu og minni stöng-
um og risatækjunum. Égget nefnt
sem dæmi stærsta lax sem ég hef
fengist við. Ég setti ekki í hann
sjálfur, en af vissum ástæðum
kom í minn hlut að þreyta hann og
veiða. Það var í Tay-ánni og lax-
inn 54,5 pund. Risa þennan veiddi
ég með 7,5 feta kaststöng, Mitchell
300-spinhjóli og 12 punda línu.
Laxinn var nýlegur og sprækur, en
samt var ég ekki nema 22 mínútur
að ná honum. Ef vel situr í fisk-
inum skiptir ekki máli hvort tæk-
in eru sterk eða veik, þú nærð fisk-
inum ef rétt er að farið. Annað er
sport, en hitt fjarri því.“
Veitt marga 40
punda og stærri
Við, sem rennum í Elliðaárnar, k
Leirvogsá og fleiri góðar ár, gríp-
um varla að til skuli vera maður
sem veitt hefur marga laxa frá 38
pundum og upp í 42 pund. Peter
Anderson getur þó státað af því.
Og hann hefur veitt svo marga
laxa að hefur ekki einu sinni tölu
yfir þá. Hann segir: „Ég hef veitt
mjög stíft allt frá því ég var 10 ára
gamall, en veit ekki hvað ég hef
dregið marga um dagana. Þegar
best hefur látið, náði ég þó milli
300 og 400 löxum á sama veiði-
tímabilinu, og oft kom það fyrir
hér áður fyrr að ég veiddi allt upp
í 30 laxa á dag, jafnvel oft á sumri
þegar vei hitti á. Stærsti lax sem
ég hef sjálfur sett í og veitt var
42,5 pund. Þann fisk veiddi ég á
Dusty Miller-flugu í Orkey-ánni í
Skotlandi. Annars hef ég líklega
veitt milli 40 og 50 laxa frá 38
pundum og upp í 41 pund, auk þess
mjög marga yfir 30 pund og heilan
sæg yfir 20 pund.
Ég kann best við að veiða á
flugu, en því fer fjarri að ég ein-
skorði mig við hana. Ég veiði líka
með kaststöng, einkum þó með
Devon-gervisílum og Rapala-
gervisílum. Spún nota ég næstum
aldrei og í Skotlandi, þar sem ég
hef veitt langsamlega mest, er yf-
irleitt litið hornauga á að veitt sé
með ánamöðkum og rækjum.
Ekki fallegt en .. .
Á meðan undirritaður hafði
skrifað niður og Anderson talað
hafði fyrrnefndur Peterson setið
og hlustað, en lítið lagt til mál-
anna. Er þeir félagar fóru að ferð-
búast skaut hann inn í: „Nei, það
verður lítið vandamál að fá
stangaveiðimenn í þær ferðir sem
við erum með á prjónunum. Það
vita allir að hvergi í heiminum
finnst betri laxveiði en á íslandi.
Þegar ég var að skoða þessar ár
með Peter gat ég ekki annað en
veitt athygli hinu furðulega lands-
lagi sem hér er, svo og fleiri hlut-
um. Árnar eru tærar, birtan um
sumarið er stórkostleg. Þá myndi
ég ekki segja beint að mér þætti
„tungllandslag" ykkar fallegt, en
það er sérkennilegt og umfram
allt gerólíkt því sem maður á að
venjast. Það er óhætt að segja að
frá Islandi fer enginn laxveiði-
maður svikinn."
— gR-
• Anderson hefur nýlokið við að landa einum af fjórum löxum sínuni í Laxá í Kjós, 8 punda hæng sem tók March
Brown flugu númer 10. i.jósm.: Cuójón.
istþá
oltar!“