Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
35
BÍLABORG HF.
Smiöshöföa 23, sími 812 99.
Rúmbesti bíllinn í sínum
stærðarflokki!
Þrymskviða
á japönsku
I október nk. kemur út hjá
einu stærsta bókaútgáfufyr-
irtæki í Japan, HOLP
SHUPPAN, myndskreytt út-
gáfa af íslenska fornkvæðinu
„Þrymskviða" sem fjallar um
það er Þrymur þursa drottinn
stelur hamri Þórs og hvernig
Þór endurheimtir hamarinn,
segir í fréttatilkynningu, sem
Morgunblaðinu hefur borizt.
Bók þessa teiknar Sigurður
Örn Brynjólfsson (SÖB) að
beiðni útgáfunnar en textinn
er á japönsku. Útgáfa þessi er
liður í þeirri starfsemi HOLP
SHUPPAN að gefa út þjóð-
sögur og ævintýri frá ýmsum
þjóðlöndum myndskreytt af
listamönnum í viðkomandi
landi, og er skemmst að minn-
ast að á síðastliðnu ári gáfu
þeir út þjóðsöguna um Bú-
kollu sem Hringur Jóhannes-
son myndskreytti.
Þá mun það einnig ætlun
útgáfunnar að gefa bókina út
hér á landi í samráði við ís-
lenskan bókaútgefanda, en
óráðið er hver það verður.
Bókin er öll hin vandaðasta
og hvergi til sparað í frágangi
og útliti. Brotið er A-4, 4 litir
og 32 síður með litmynd yfir
hverja opnu.
Teiknarinn Sigurður Örn
Brynjólfsson stundaði listnám
hér heima og í Hollandi
1964—1970 og hefur síðan
unnið við auglýsingateikn-
ingu, . myndskreytingar og
teiknimyndagerð. Hann rekur
nú eigin auglýsingateiknistofu
í Hafnarfirði þar sem hann
býr. SÖB hefur haldið tvær
einkasýningar á teikningum
og tekið þátt í fjölda samsýn-
inga heima og erlendis og
fengið viðurkenningar fyrir
verk sín.
Mikiö úrval af ítölskum húsgögnum.
Komið og skoöiö eitt mesta úrval
landsins af húsögnum.
Opiö 9—9
husgögn,
Langholtsvegi 111.
OTRÚLEGT!
Framdrifinn
323 fyrir veturinn
á aðeins kr. 128.500
Þetta er einn mest seldi framdrifsbíllinn í veröldinni
í dag. Mazda 323 er ekki þröngur smábíll, i honum er
nóg pláss fyrir fjölskylduna og farangurinn.
Eftirtalinn búnadur fylgir öllum gerðum:
Metallic litur
Öryggisljós að aftan
60 A rafgeymir
Litaö gler í rúðum
Quarts klukka
Rúllubelti
Niðurfellanlegt aftursæti
í tvennu lagi
Stillanlegir höfuópúðar
Útispegill
Verð:
3 dyra hatchback deluxe 1300 kr. 128.500
4 dyra Saloon deluxe 1300 kr. 135.500
gengisskráning 24/8/82
Tryggið ykkur því bíl strax meðan þetta lága
verð helst.
Tauáklæði á sætum
3 haröa rúðuþurrkur
Halogen framljós
Stokkur milli framsæta
Farangursgeymsla
klædd í hólf og gólf
Barnaöryggislæsingar
3 hraða miðstöð
Rúðuþurrka á afturrúðu