Morgunblaðið - 26.08.1982, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982
Eiginmaöur minn, + JAKOB V. HAFSTEIN,
lögfræAingur,
er látinn Birna Hafstein
+
Faðir okkar,
GUNNLAUGURÁGÚSTJÓNSSON,
bilaklœðningarmaður,
Laugarteig 8,
andaöist í Landakotsspítala þann 24. ágúst.
Móeiöur, Jóna og Gyða Gunnlaugsdaetur.
Eiginmaöur minn,
KRISTJÁN KRISTMUNDSSON,
Bústaóavegi 57,
lést þriöjudaginn 24. ágúst.
Kristín Hannibalsdóttir
Eiginkona mín, dóttir okkar og systir,
SOFFÍA DAGBJÖRT BENEDIKTSDÓTTIR,
andaöist 21. ágúst. Jaröarförin auglýst síöar.
Siguróur Margeirsson,
Aðalheíóur Líkafrónsdóttir,
Benedikt Guðmundsson
og systkíní.
+
Móöir mín og tengdamóöir okkar,
INGIBJÖRG FILIPPUSDÓTTIR,
Vesturgötu 39, Reykjavík,
er lést 23. ágúst, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni, föstudaginn
27. ágúst kl. 3 e.h.
Sigríður Guðmundsdóttir, Pétur O. Nikulósson,
Ingibjörg Ingvarsdóttir,
Harald Faaberg.
+
Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUÐMUNDUR MARÍAS GUDMUNDSSON,
Miötúni 70,
veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 27. ágúst kl.
10 30
Arndís Theodórs,
Borgar SkarphéAins, Sesselja Svavarsdóttir,
Guðmar GuAmundsson, Karítas SigurAardóttir,
Hólmfríður GuAmundsdóttir, Siguróur Svavarsson
og barnabörn.
+
Þökkum innilega auösýnda samúö viö andlát og útför móöur
okkar. tengdamóöur og ömmu.
GUDRUNARPÁLSDÓTTUR,
Héaleitisbraut 121.
Sigríöur Guðmundadóttir,
Bjarney GuAmundsdóttir, Jón Ólafsson,
Einar GuAmundsson, Magnea S. Hallmundsdóttir
og barnabörn.
Hjartkær móöir okkar, tengdamóöir og amma,
GUDBJÖRG PÁLSDÓTTIR,
Hrauntungu 105, Kóp.,
sem lést 17. ágúst, veröur jarösungin frá Stokkseyrarklrkju, laug-
ardaginn 28. ágúst kl. 2 e.h. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu
er vinsamlegast bent á líknarstofnanir.
Hulda Böövarsdóttir,
Bjarni Ólafsaon,
GuAmundur Ólafsson,
SigríAur Ólafsdóttir,
Katrín Ólafsdóttir,
GuAmunda Ólafsdóttir,
HörAur W. Vilhjélmsson,
Jónína Kristjénsdóttir,
GuArún Ingvarsdóttir,
Jón A. Pélsson,
Stefén Jónsson,
GuAjón Jónsson
og barnabörn.
Hrafnkell Gísla-
son — Minning
Hinn 4. ágúst sl. vildi til það
sorglega slys á Syðri-Hömrum í
Rangárvallasýslu, að piltur á
þrettánda ári, sonur bóndans í
Vesturbaenum þar, Hrafnkell
Gíslason, varð fyrir sláttuþyrlu og
beið þegar bana. Hann varð þann-
ig eitt af fórnariömbum þeirrar
tækni- og vélvæðingar er yfir
þjóðfélagið hefur gengið og fært
velmegun kynslóðinni er nú erjar
á akri þjóðlífsins til lands og sjáv-
ar, en næstum daglega geldur
fyrir lífsþægindin sem vélarnar
veita með örorku eða bana ein-
hverra þjóðfélagsþegna, og eina
margir um sárt að binda af þeim
sökum. Hrafnkell var fæddur 28.
október 1969 og eru foreldrar hans
hjónin Unnur Óskarsdóttir og
Gísli Ástgeirsson bóndi á Syðri-
Hömrum.
I 144. Davíðssálmi segir: „Mað-
urinn er sem vindblær, dagar hans
sem hverfandi skuggi." Þetta er
sannmæli og ekki síst nú á öld vél-
anna og hraðans. Stálið og orkan
starfa saman og víst er gott að
njóta á mörgum sviðum hinna
tröllauknu krafta, en því má ekki
gleyma, að þar fer hið sálarlausa
skrímsli, sem engu hlífir. Lendi
maðurinn í átökum við þá forynju
verður afl hans eins og léttur
vindblær og lífið hefur litlu meira
viðnám en skuggi.
Hinn ungi sveinn Hrafnkell
Gíslason var yngstur þriggja
systkina, og einn orðinn eftir af
þeim á heimili foreldra sinna.
Hann var að allra áliti sem til
þekktu mjög gott mannsefni, rösk-
ur og áhugasamur við störf, lag-
virkur og góður námsmaður í
barnaskólanum, Ijúfur og glaður í
viðmóti við alla, enda naut hann
velvildar ungra og gamalla, sem
höfðu kynni af honum. Á heimili
Hrafnkels var samtíða honum há-
öldruð frændkona hans. Voru dá-
leikar miklir með þeim. í öllu var
hann henni og foreldrum sínum
þægur og eftirlátur, enda yndi
þeirra og ástmögur.
Hrafnkell var fagurlega vaxinn,
fríður í andliti, ljóshærður og blá-
eygður. Með andláti hans er mikið
skarð höggvið í fjölskyldu- og
frændgarð. Minningin um þennan
fríða og góða dreng mun ekki
fyrnast og ég er viss um, að for-
eldrar og aðrir ástvinir munu eiga
eftir að lifa marga helga stund
þegar hugir þeirra hverfa til
endurminninganna um Hrafnkel,
sem alltaf munu búa og vaka í
hugskoti þeirra.
Utför Hrafnkels var gerð að
Kálfholti 14. þ.m. Fór hun fram í
kyrrþey, en þó var þar fjölmenni
viðstatt, frændur, vinir og sveit-
ungar. Heit samúðarbylgja um-
lukti foreldra og ástvini hins
látna. Séra Sváfnir Sveinbjarnar-
son, prófastur annaðist greftrun-
ina í forföllum sóknarprestsins og
flutti fagra líkræðu. Kór Kálf-
holtskirkju söng undir stjórn
Grétars Geirssonar organista í
Áshól. Hrönn Kristinsdóttir söng
einsöng. Það er gömul og ný
reynsla, sem svo hefur verið orð-
uð: að flestum leggst líkn með
þraut. Sannaðist það hér því for-
eldrar Hrafnkels og aðrir ástvinir
bera sorgina og lúta dauöans valdi
eins og sönnum hetjum sæmir.
Stórskáldið Einar Benediktsson
lauk fögru eftirmælaljóði um barn
með þessu erindi:
<>g því er oss erfitt ad dæma þann dóm,
ad dauðinn sé hryggðarefni,
þó Ijósin slokkni og blikni blóm —
Kr ei bjartara land fyrir stefni?
I*ér foreldrar grátið, en grátið lágt,
við gröfina dóttur og sonar,
því allt, sem á líf og andardrátt
til ódáinsheima vonar.
Lífið væri fjarskalega fánýtt og
gleðisnautt ef ekki væri vonin um
þá ódáinsheima, sem skáldið
bendir á og öllum mönnum er gef-
ið fyrirheit um, þar sem ástvinir
muni eiga fyrir höndum endur-
fundi. Sú von og trú er afl sem
gerir mönnum fært að standast
storma og stórviðri á ferðalaginu
um veraldarveginn.
Ég er viss um, að sá guð sem
stýrir stjarnaher og stjórnar ver-
öldinni mun gæta Hrafnkels litla
og allra ástvina hans og í fyllingu
tímans sameina þá á því bjarta
landi þar sem eru „sífögur sól-
skinslönd og saklaus eilíf gleði".
Með þessum fátæklegu orðum
sendi ég og fjölskylda mín einlæg-
ar samúðarkveðjur.
Ágúst Þorvaldsson
Ægir Ármanns-
son — Minning
Fæddur 25. apríl 1938
Dáinn 18. ágúst 1982
Þungskilið er lögmál lífsins.
Ekki af því, að andlátsfregnin hafi
komið á óvart, öllu heldur af hinu,
að maður á bezta aldri í blóma
lífsins er hrifinn burt. Örlögin
leika sér að gersemum okkar,
stundum án þess að tilgangurinn
sé Ijós. Svo verður mér að minnsta
kosti í huga, er ég kveð góðan fé-
laga og sannan vin.
Það var fyrir réttum áratug,
sem ég sá hann fyrst. Hafði raun-
ar heyrt af honum sögur áður, því
hann var í hópi þeirra, sem tamið
hafa sér svo heilbrigðar lífsvenj-
ur, að frá er sagt með aðdáun. Ég
var hálf kvíðafullur þegar ég
klöngraðist upp tröppurnar á
Hlíðargötunni í fyrsta sinn, en
frjálslegt viðmót, sem ætíð hefur
einkennt fjölskylduna þar, var
fljótt að slá á kvíðann. Ægir bauð
mig velkominn með hlýju hand-
taki og blíðu brosi. Til hafði staðið
að fara inn í á og renna fyrir
bleikju, og þótt boð hafi ekki verið
gert á undan sér, virtist ekkert
eðlilegra en að gesturinn kæmi
með. Það var ekkert verið að tví-
nóna við hlutina: drengurinn var
að myndast við að koma sér í fjöl-
skylduna, og því skyldi hann ekki
strax taka þátt í leiknum!
Þannig hófst kynning okkar og
hún entist til síðasta dags. Lífið
virtist honum leikur, og ekki var
hjá því komizt að hrífast með.
Ekkert sumar mátti falja úr án
þess að farið væri til Norðfjarðar,
enda hafa margar ánægjustundir
liðið þar. Ægir á þar stóran þátt,
því hann var skemmtilega ræðinn,
hafði yndi af að segja frá heima-
byggð sinni, sögu hennar og sér-
kennum, og kunni vel að segja frá.
Þeir félagar Ægir og Þórarinn sáu
ávallt til þess, að tengslum væri
haldið við móður náttúru, hvort
haldur með því að rennt væri fyrir
bleikju inni í á, farið á hestum inn
i sveit eða reynt við lax norður í
Vopnafirði. Ætíð fór ég endur-
nærður af fundi við þá félaga og
fullur lotningar gagnvart því um-
burðarlyndi og þeirri þolinmæði,
sem þeir ávallt sýndu komumanni.
Og ekki var umhyggjan síðri fyrir
börnunum. Ægir frændi fagnaði
þeim alltaf sem væru þau fuiltíða
tignir gestir og gladdi þau á
marga lund. Nú eru þessi börn al-
varleg og hljóðlát, þegar þau
minnast hans og bera fram marg-
ar spurningar, sem erfitt er að
svara.
Ekki væri það að skapi vinar
míns að hafa hér á langt mál, en
þakka vil ég skemmtilegar sam-
verustundir, hispurslaust viðmót
og hvatningu. Ægir var heil-
steyptur maður, trúr og tryggur
og raunar svo vinfastur, að af bar.
Hann var ætíð hreinn og beinn við
hvern og einn: var sá maður, sem
ekki mátti vamm sitt vita í verk-
um sínum neinum. Allir, sem
kynntust honum, hljóta að hafa
virt hann og dáð fyrir drengskap,
festu og velvild.
Ævi vinar míns er lokið. Þung-
bær sjúkleiki brá blæ yfir bros
hans, gæddi orð hans höfga og
hefti sporin. Vináttunnar verður
ekki lengur notið nema í minning-
unni. En þar er hún líka hlý sem
fyrsta handtakið. Það er sárt að
kveðja góðan vin, en sorgin mun
þó þyngri þeim, sem næst standa.
Því bið ég þess, að þeim veitist
huggun og styrkur í þungum
harmi. I.s.
Afmœlis- og
minningargreinar
ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn-
ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á
mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn-
ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess
skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort
ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð-
um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð
og með góðu línubili.