Morgunblaðið - 26.08.1982, Side 44

Morgunblaðið - 26.08.1982, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. ÁGÚST 1982 1 nzmhtm ölw v lðBnjnítfgTul Pfii Svndicile » Get eg keypt háifa og fen^'ik h'inn he-l#ningir\n bteypiSp" Ást er... ... að hvetja hana til dáda. Með morgunkaffinu TM Raa U.S Pit Off -al/tqhts rawrvad •1M2 Lo* Angatw TknM SyndlcaM llcfuróu þá ekki heldur borgað hjúskaparmiðluninni, má ég spyrja? Mamma þín er komin. — Spurðu hvað henni sé á höndum! HÖGNI HREKKVtSI María Friðriksdóttir skrifar: Það var heldur óskemmtileg sagan sem ég fékk að heyra um daginn. Á elliheimilinu í Hvera- gerði er vistmaður, sem er 85 ára gamall Vestfirðingur. Þessi gamli maður fór fyrir taepum tveimur vikum til barna sinna, barna- barna, ættingja og annarra vina, en hann ætlaði að vera um mánað- artíma í heimahögunum þar vestra. Hann sagði mér, að hann hafi haft það á orði við konu nokkra í Hveragerði, að svo gæti farið að börnin sín gætu útvegað honum herbergi þar vestra og ef af yrði, kæmi hann síðar suður til þess að ná í pjönkur sínar. Hann hlakkaði til þessa, sem hann væri barn. Draumur hans var að kom- ast í heimahaganna, en ég held að allir sem búi annars staðar en í heimahögum sínum, geti ímyndað sér þessa tilhlökkun öldungsins. En gamalt orðtæki segir: „Adam var ekki lengi í Paradís." Tíu dögum eftir að gamli maður- inn fór vestur, hringdi hann til konunnar, sem hjálpað hefur hon- um með eitt og annað hér í Hvera- gerði, og lét hana vita að hann væri kominn aftur. Fólkið sem hann ætlaði að vera hjá var að fara í ferðalag um Borgarfjörð. Af öllum hans ættingjum, börnum, barnabörnum o.s.frv. gat enginn haft gamla manninn hjá sér í nokkra daga. Væri það virkilega of mikið? Gátu þau ekki haft þennan blessaða gamla mann til Adam var ekki lengi í Paradis skiptis hjá sér og látið hann njóta þessara síðustu æviára, ánægðan og hamingjusaman? Hver veit, kannski er þetta hans siðasta sumar á þessari jörð. Hvernig er svona fólki innanbrjósts þegar það losar sig við gamalt foreldrið þannig, að koma því fyrir á elli- heimili og þá helst sem allra lengst í burtu frá þeim, heimsækir það svo nærri aldrei því „það er nú svo langt". Það vill ekki einu sinni búa að gömlum og þreyttum föður og afa. Ég hef kynnst þessum öldungi og er hann kattþrifinn svo ekki ætti það að vera ástæðan. Hann kann að segja frá mörgu athyglis- verðu, sem gaman er að hlusta á. Auðvitað er enginn fullkominn enda væri lífið þá eflaust ansi tómlegt. Væru allir eins og englar, óaðfinnanlegir á allan hátt og gallalausir, fyndist mér lífið frem- ur tilbreytingarsnautt. Guð forði okkur frá þessu. Og hver veit í dag, hvernig hann eða hún verða í ellinni? Það er einmitt það fólk sem ekki vill hafa gamla ættingja í kringum sig sem verður hund- leiðinlegt, nöldurseggir með nefið niðri í öllu. Það er nú einu sinni svo. Áður en hver og einn veit af er hann orðinn gamall eða þá gömul og allir verða að velta því fyrir sér, að fyrir þeim getur farið eins og þessum gamla Vestfirðingi og enginn kærir sig um að hafa það. Ætli það yrði ekki tómleg ævilok? í ár er ár aldraðra og margir segja sig tilbúna til þess að gera hitt og þetta fyrir gamla fólkið, en það virðist vera skilyrði fyrir góð- verkunum að frásagnir í fjölmiðl- um fylgi með, dagblöðin myndum prýdd og fréttir í útvarpi og sjón- varpi. Nú vil ég alls ekki halda því fram, að það sé alltaf leikur einn að hugsa um gamalt fólk. Ég þekki það af eigin reynslu. En erum við svo viss um að sökin sé ekki líka hjá okkur? Hver getur dæmt um það. Ég treysti mér ekki til þess. Ég á bara eina ósk, þá að guð gefi að ég verði aldrei vond tengda- mamma og allra síst leiðinleg kerling í ellinni, sem börnin og barnabörnin vilji ekki heimsækja. Ég veit að þessa ósk eiga sér fleiri, en maður verður líka að vinna til þess á meðan maður er í fullu fjöri, því má enginn gleyma." Þessir hringdu . . . Falleg erindi á stalli styttunnar Margrét Hjarnadóttir hringdi. „Það er eitt lítilræði sem mig langar til að vita. Þannig er mál með vexti, að kunningjafólk mitt fór austur að Strandarkirkju á sunnudaginn var. Utan við kirkj- una stendur stytta á stalli, sem skráð eru á tvö óskaplega falleg erindi sem liklega eru eftir konu þá, sem mynd er af á stallinum. Kunningjafólk mitt hafði ekki aðstöðu til þess að skrá þessi er- indi hjá sér, en væri einhver svo vinsamlegur að koma þessum er- indum á framfæri við Velvak- anda?“ Hið opinbera á að sýna samúð í verki 5176-2665 hringdi. „Vegna þeirra hörmunga sem áttu sér stað inni á Öræfum nú fyrir skömmu, datt mér í hug hvort ekki væri rétt, að hið opinbera, ríkisstjórnin eða forseti, sendi frönsku þjóðinni og ættingjum stúlknanna, sem áttu hlut að máli, samúðarkveðjur, en ég veit ekki til þess að slíkt hafi verið gert. Ég hef sjaldan orðið var við eins mikla samstöðu og hryggð eins og í þessu máli enda hafa bæði einstaklingar og félög sýnt samúð sína í verki. Ég skora á hið opinbera að gera slíkt hið sama.“ Jú, kurteisin er peninga ígildi Kona nokkur hringdi og vildi taka undir orð frúarinnar sem skrifaði greinina með yfirskrift- inni „Kurteisin er peninga ígildi". „Ég lenti í mjög svipaðri aðstöðu og þessi kona og það meira að segja í sömu verslun, versluninni Dómus við Lauga- veg. Ég var að leita að skóm á drenginn minn og labbaði því upp á aðra hæð í versluninni. Ég leit í kringum mig, en sá ekkert nema tvær unglingsstúlkur inni í skódeildinni, sem störðu á mig eins og eitthvað viðundur. Ég hélt áfram að skoða í hillurnar og leita að hentugum skóm, en enga afgreiðslustúlku var að finna. Ég reyndi að gera vart við mig með því að kalla, en það var ekki litið til mín, ekki einu sinni í áttina. Mér fannst þetta hálf hallærisleg framkoma því þær vissu vel af mér. Ég fór út úr Dómus án þess að fá nokkra af- greiðslu. Ég vil einnig minnast góðrar þjónustu sem ég fékk í snyrti- vöruversluninni Elínu í Hafnar- firðinum. Afgreiðslustúlkurnar voru vægast sagt mjög almenni- legar, en vert er að minnast þess sem vel er gert.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.