Morgunblaðið - 27.08.1982, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. ÁGÚST 1982
Lóðarsamningur við Kolsýnihleðsluna:
Var skylt að undir-
rita samninginn
— segir Davíð Oddsson borgarstjóri
„BORGARRÁÐ ákvað á sín-
um tíma, árið 1981, undir for-
ystu þáverandi meirihluta, að
framlengja lóðarsamning við
Kolsýruhleösluna hf. um tíu
ár, í stað 30 ára, eins og farið
var framá og skrifstofustjóri
borgarverkfræðings lagði
til,“ sagði Davið Oddsson
borgarstjóri í samtali við
Morgunblaðið, en hann var
spurður um ástæðu þess að
samningurinn var framlengd-
ur.
„Þetta var samþykkt í
borgarráði og eftir að þessir
aðilar höfðu undirritað lóð-
arsamninginn, þá var mér,
sem borgarstjóra, skylt fyrir
hönd borgarstjórnar að und-
irrita samninginn, enda var
ekki komin fram nein bein
tillaga um að rifta honum og
hæpið að það yrði gert án
verulegra skaðabóta af borg-
arinnar hálfu. Það var því
fyrrverandi meirihluti sem
samþykkti samninginn og ég
var aðeins að uppfylla form-
lega skyldu mína með því að
undirrita hann. Mér var ekki
stætt á að neita því eftir að
þessir aðilar höfðu uppfyllt
þau skilyrði sem borgarráð
setti fyrir lóðarsamningn-
um,“ sagði Davíð Oddsson.
Myndin er tekin við opnun sýningar á dönsku postulíni í Kjarvalsstöðum í gær. J.
Paludan sendiherra Dana er til hægri, en fremst er frú Vigdís Finnbogadóttir,
forseti íslands, að skoða styttu er henni var gefin við opnunina, konu með barn á
brjÓStÍ. Ljósm.: Krtetján E. Einarsson.
Janúar—júní:
Um 61% samdráttur
í loðskinnaútflutningi
Útflutningur á „ytri fatnaði“ jókst hins vegar um 300%
Baldur Eyþórs-
son í Odda látinn
Látinn er í Reykjavík sextíu og fjögurra ára að aldri, Baldur E. Eyþórsson
forstjóri Prentsmiðjunnar Odda hf. Baldur var fæddur hinn 2. september
árið 1917 að Sólheimum í Vestmannaeyjum, sonur hjónanna Eyþórs l>órar-
inssonar og Hildar Margrétar Vilhjálmsdóttur.
VERULEGUR samdráttur varð í útflutningi á vörum úr loð-
skinni fyrstu sex mánuði ársins, samkvæmt yfirliti Útflutn-
ingsmiðstöðvar iðnaðarins. Tímabilið janúar-júní í ár voru
flutt út 5,6 tonn samanborið við 14,4 tonn á sama tíma í fyrra,
eða liðlega 61% samdráttur.
Baldur nam prentnám í Isafold-
arprentsmiðju á árunum 1933 til
1937, og þar tók hann síðar
sveinspróf í setningu og meistara-
bréf hlaut hann 1942. Hann vann í
Alþýðuprentsmiðjunni frá 1940 til
1943, en þá stofnaði hann
Prentsmiðjuna Odda ásamt þeim
Ellert Ág. Magnússyni og Björg-
vin Benediktssyni. Baldur gegndi
fjölmörgum trúnaðarstörfum um
dagana, var til dæmis í stjórn
Hins ísl. prentarafélags, sat í
stjórn lífeyrissjóðs prentara og
var lengi formaður Félags prent-
iðnaðarins. Þá sat hann um skeið í
miðstjórn Alþýðuflokksins, var
formaður skólanefndar Iðnskólans
í Reykjavík og sat í bankaráði
Búnaðarbankans á annan áratug.
Verðmætaaukningin milli ára
var hins vegar um 22,6%, en
fyrstu sex mánuðina voru flutt-
ar út vörur úr loðskinnum fyrir
4.724,7 þúsund krónur, saman-
borið við 3.853,2 þúsund krónur
á sama tíma í fyrra.
I samdrættinum vegur
þyngst, að fyrstu sex mánuði
ársins voru ekki fluttar út nein-
ar vörur úr loðskinnum til Sov-
étríkjanna, en á sama tíma í
fyrra voru flutt þangað liðlega
7,3 tonn, eða liðlega helmingur
alls útflutnings á þessum vör-
ennfremur verulegur samdrátt-
ur í útflutningi á prjónavörum,
en í ár voru flutt út 173.5 tonn,
samanborið við 221,0 tonn
fyrstu sex mánuðina í fyrra.
Samdrátturinn milli ára er því
21.5%.
Hins vegar varð verðmæta-
aukningin milli ára liðlega 23%,
en verðmæti prjónavöruútflutn-
ingsins fyrstu sex mánuðina í ár
var 79.461,8 þúsund krónur,
samanborið við 64.510,2 þúsund
krónur sömu mánuði í fyrra.
Tæplega 4% aukning varð á
útflutningi ullarlopa og bands
fyrstu sex mánuðina, en í ár
voru flutt út 412,1 tonn, sam-
anborið við 396,7 tonn á sama
tíma í fyrra.
Verðmætaaukningin milli ára
var liðlega 56.7%, en fyrstu sex
mánuðina í ár var verðmæti út-
flutnings ullarlopa og bands
40.627,4 þúsund krónur, sam-
anborið við 25.930,1 þúsund
krónur á sama tíma í fyrra.
Útflutningur á ullarteppum
fyrstu sex mánuði ársins jókst
um liðlega 16.8%, en í ár voru
flutt út liðlega 66,1 tonn, sam-
anborið við 56,6 tonn á sama
tíma í fyrra. Verðmætaaukning-
in milli ára var um 88,5%, en í
ár var verðmætið 8.282,7 þúsund
krónur, samanborið við 4.393,7
þúsund krónur í fyrra.
Útflutningur á svokölluðum
„ytri fatnaði" jókst um 300%
fyrstu sex mánuði þessa árs, en
út voru flutt 12.8 tonn, en til
samanburðar aðeins 3.2 tonn á
sama tíma í fyrra. Verðmæta-
aukningin milli ár var tæplega
565%, en í ár var verðmætið
7.868,5 þúsund krónur, saman-
borið við 1.183,4 þúsund krónur í
fyrra. Ástæða þessarar miklu
aukningu er fyrst og fremst sú,
að í ár kaupa Sovétmenn af
okkur 8.9 tonn, en keyptu ekkert
á sama tíma í fyrra.
45 þúsund
króna sekt
— afli og veiðarfæri
gerð upptæk
DÓMUR í máli skipstjúrans á Þór-
kötlu GK 97, sem staðinn var að ólög-
legum veiðum 0,7 mílur innan land-
helgi, undan Dyrhólaey, gekk hjá
bæjarfógetaembættinu í Keflavík í
gær.
Var skipstjórinn dæmdur til að
greiða 45 þúsund króna sekt til
Landhelgissjóðs íslands og var
vararefsing ákveðin 2ja mánaða
varðhald og kemur það til fullnustu
verði sektin ekki greidd innan fjög-
urra vikna. Afli og veiðarfæri voru
gerð upptæk, þar með taldir
dragstrengir. Þá var skipstjórinn
dæmdur til greiðslu málskostnaðar.
Dóminn kvað upp Sigurður Hall-
ur Stefánsson héraðsdómari.
um.
Fyrstu sex mánuðina varð
Forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, í útvarpsfréttum 1 gær:
Getur komið upp stjórnskipuleg
sjálfhelda þegar svona stendur á
Ekkert vandamál — þrátt fyrir fljótfærnislegar yfirlýsingar í hita og reiði núna
„í RAUNINNI getur komið upp stjórnskipuleg sjálfhelda þegar svona
stendur á. Við skulum segja, að ríkisstjórnin hafi meirihluta á þingi, 31
þingmann, en minni hlutinn, sem hefur stöðvunarvald í neðri deildinni —
hann vill nýta sér þataðstöðu til að fella eða stöðva frumvarp fyrir
stjórninni. Hvað á þá að gera? Á stjórnin sem styðst við meirihluta að
segja af sér til þess að hinir geti tekið við, sem í rauninn geta ekki myndað
stjórn, — eru í minnihluta? svaraði Gunnar Thoroddsen forsætisráðherra
spurningu fréttamanns útvarpsins í gærkvöldi um hvort ríkisstjórn hans
færi frá, ef ekki tækist að semja við stjórnarandstæðinga i neðri deild
Alþingis um afgreiðslu mála i vetur.
Forsætirsráðherra sagði í
framhaldi af því, að sér fyndist
slíkt ekki lýðræðislegt og að hann
hefði gert tillögu í stjórnarskrár-
nefnd um að Alþingi yrði breytt i
eina málstofu. Fréttamaðurinn
spyr Gunnar í upphafi viðtalsins
hvort hann sé sammála ummæl-
um Ólafs Jóhannessonar utanrík-
isráðherra um að ríkisstjórn, sem
ekki hafi 32 þingmenn sé óstarf-
hæf. Forsætisráðherra svarar því
til, að æskileg afstaða sé að hún
hafi meirhluta í báðum þingdeild-
um, minnst 32 þingmenn. Hann
segir stöðuna nú einfaldlega þýða.
að ríkisstjórnin þurfi að semja við
þingmenn úr stjórnarandstöðu
um framgang mála. Þá segist
hann sannfærður um að bráða-
birgðalögin verði samþykkt á Al-
þingi í meginatriðum. Verið geti
að þau taki einhverjum breyting-
um í meðförum þingsins.
Fréttamaður spyr í framhaldi
af því: — „Hefur þú tryggt þér
stuðning einhverra þingmanna
stjórnarandstöðunnar við þessi
bráðabirgðalög?
Forsætisráðherra: „Ég er eins
og sagði alveg sannfærður um það
að þetta verður ekkert vandamál,
þrátt fyrir þessar yfirlýsingar —
fljótfærnislegar yfirlýsingar
manna í hita og reiði núna vegna
þess að ríkisstjórnin náði sam-
komulagi. Ég tek ekki mark á
þeim. Ég er sannfærður um það
að þegar til kemur þá fæst nægur
stuðningur við bráðabirðgalögin."
Ráðherrann er þá spurður,
hvort hann taki ekki mark á um-
mælum Alberts Guðmundssonar
og Eggerts Haukdal. Hann segist
ekki tjá sig um einstaka þing-
menn í þessu sambandi og segir
síðan: „Ég er að svara almennum
fyrirspurnum um stöðuna í þing-
inu og hef þegar gert, það er að
svara því sem þú hefur spurt um,
en að fara að ræða hér um ein-
staka þingmenn. Það dettur mér
ekki í hug.“
Fréttamaður. — „Skýrðir þú
forseta íslands frá því að þessi
bráðabirgðalög nytu stuðnings
meirihluta Alþingis?"
Gunnar: „Ég fer að sjálfsögðu
ekki hér í útvarpi að skýra frá
viðræðum manna við forseta ís-
lands", og bætir síðan við útskýr-
ingum á ákvæðum stjórnarskrár-
innar um útgáfu bráðabirgðalaga.
Fréttamaður spyr síðar hvort
ekki væri hreinlegast að kalla
saman þing samstundis til að fá
úr því skorið hvort meirihluti sé
fyrir hendi. Forsætisráðherra:
„Það er engin ástæða til þess að
vera að efna til þess aukakostnað-
ar nú að kalla saman aukaþing.
Þingið kemur saman 11. október
samkvæmt lögum og þá verður úr
þessu skorið."
Lokaspurning fréttamannsins:
— „Getur komið upp sú staða í
vetur að við sætum uppi með
minnihlutaríkisstjórn?"
„Ég hef enga trú á því. Ég býst
við því að þessi meirihlutastjórn
okkar haldi áfram út þetta kjör-
tímabil," svaraði forsætisráð-
herra.