Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 4
48 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 / heimsókn hjá Bjarna Felixsyni Álfheiður Gísladóttir, Gísli Felis Bjarnason og Bjarni Felixson i heimili sínu, Birkimel 8. Gísli var reyndar aldrei bakvörður eins og Bjarni hafði sagt hann yrði, en „í vörnina fór hann“. I»egar Bjarni Felixson, íþrótta- fréttaritari sjónvarpsins, og kona hans Álfheiður Gísladóttir, Huttu á Birkimel 8 í Vesturbænum, leit þá- verandi blaðamaður á Morgunblað- inu, Haraldur J. Hamar, inn til þeirra hjóna og tók við þau smá- spjall um daginn og veginn. Þá var Gísli Felix Bjarnason, sonur þeirra hjóna og núvcrandi landsliðsmark- vörður í handbolta, ekki nema II mánaða gamall, en þá strax lét Bjarni þess getið að hann yrði bak- vörður hjá KR. Þetta var árið 1963 og spjallið birtist í Lesbókinni. í tilefni af því að nú eru næstum 20 ár liðin frá því Haraldur leit inn á Birkimel hjá Álfheiði og Bjarna, bankaði ég uppá hjá þeim fyrir stuttu, með Lesbók Morgunblaðsins ’63 undir hendinni. „Hva,“ sagði Bjarni og undrunin leyndi sér ekki. „Ertu móður?" Hann býr nefnilega á fjórðu hæð en dæsandi fréttamað- urinn reyndi að bera sig manna- lega og muldraði eitthvað um reykingar og ónóga hreyfingu. „Hérna er ég með spjallið, sem hann Haraldur tók við ykkur fyrir næstum 20 árum,“ sagði ég and- stuttur. „Þið voruð þá nýflutt hingað á Birkimelinn." „Já, ég man vel þegar Haraldur kom hingað,“ sagði Bjarni um leið og við settumst inn í stofu. Mér sýndist meirihluti fjölskyldunnar vera heima, en þau hjónin eiga eina dóttur og tvo syni. Gísli sett- ist við hliðina á pabba sínum en Álfheiður var eitthvað að stússa frammi í eldhúsi. Sennilega þegar búin að gera ráðstafanir varðandi kaffi. „Ég klippti þetta því miður ekki út úr Mogganum, en ég held að við eigum myndirnar," bætti Bjarni við. Gísli var niðursokkinn í lestur Lesbókarinnar og skellti uppúr endrum og eins. Sennilega þar sem stendur eftir nokkra kynningu á hjónakornunum: „Nú hafa þau komið sér vel fyrir í þriggja herbergja íbúð á fjórðu hæð að Birkimel 8, enda þótt að- eins séu liðin tæp tvö ár síðan þau giftust. Sá, sem þarna ræður ríkj- um, heitir annars Gísli Felix Bjarnason, rúmlega eins árs að aldri — og er auðvitað farinn að segja mamma og pabbi og annað, sem nauðsynlegt getur talist til þess að hafa stjórn á heimilisfólk- inu. Þetta er myndarmaður, verð- ur bakvörður í KR, segir pabbi hans, en mömmu hans er sama þó hann verði i framlínunni, ef hann aðeins borðar matinn sinn.“ Varðstu einhverntímann bakvörð- ur, spyr ég Gísla þegar hann hefur lokið lestrinum. „Nei, ég varð aldrei bakvörður, en mjög nálægt því. Ég var mið- framvörður í fótboltanum." „í vörnina fór hann," segir Bjrni og vill meina að spádómurinn hafi ræst að nokkru leyti. „Miðfram- vörður er næsta staða við bak- vörðinn." I»ú hefur ekki orðið fyrir von- brigðum, Bjarni, þegar Ijóst var að spádómurinn rættist ekki? „Nei, alls ekki, ég er mjög ánægður með hvernig strákurinn hefur staðið sig í íþróttunum." Hvað varstu gamall Gisli, þegar þú fórst að æfa með KR? „Ég var fimm ára.“ „Hann var innritaður í félagið við fæðinguna," segir Bjarni. „Ég held ég hafi innritað hann áður en hann var skírður. Ég var a.m.k. búinn að borga fyrir hann árs- gjaldið og það hefur aldrei fallið úr. Hann var strax fullur áhuga og þegar maður var búinn að ýta honum af stað þurfti maður ekki að hafa af honum áhyggjur meir. Hann mætti á allar æfingar." „KR-heimilið hefur verið mitt annað heimili," segir þá Gísli. „Og er það enn.“ Hvenær fórstu svo út í handbolt- ann? „Ég var 11 ára þegar ég fór að æfa handboltann. Svo þegar leið á fóru handbolta- og fótboltaæfingarnar að stangast á. Það var sérstaklega erfitt þegar ég var í unglingalandsliðinu í bæði hand- og fótbolta og þar kom að ég varð að velja um hvort ég ætti að taka. Ég valdi handboltann." Hvers vegna? „Það hef ég aldrei skilið. Og þó. ég var orðinn betri í handboltan- um. Var farið að förlast eitthvað í fótboltanum. Svo kitlaði það líka þegar maður vissi að landsliðið var á næsta leiti.“ „Ég stóð eitt sinn í sömu spor- um og Gísli,“ segir Bjarni. Þá átti ég, rétt eins og hann, um að velja annað hvort handbolta eða fót- bolta. En ég valdi fótboltann. Það þótti miklu meira varið í þá íþrótt en handboltann á þeim árum. Ég var í marki eins og Gísli í hand- boltanum. Þótti það nokkuð dul- arfullt þegar hann var kominn í markið rétt eins og ég hafði ver- ið.“ Hvað kom til Bjarni að þú fórst að vinna hjá sjónvarpinu á sínum tíma? „Ég hafði fengist við kennslu og unnið skrifstofustörf hjá Hamri hf. þegar Sigurður Sigurðsson, þá íþróttafréttaritari sjónvarpsins, kom að máli við mig, þvi hann Þessi mynd var tekin fyrir nær 20 árum i stofunni hjá þeim hjónum, Álfheiði og Bjarna. Það er Gísli Felix landsliðsmaður í handbolta, sem situr í kjöltunni hjatpabba sínum. vissi að ég fylgdist vel með ensku knattspyrnunni og bað mig að flytja smá kynningarpistla um lið- in í enska fótboltanum en þá voru að hefjast útsendingar á honum í sjónvarpinu. Þetta var 1968 og ég ætlaði að hafa starfið hjá sjón- varpinu sem aukastarf, en það varð þannig að ég var kominn í fullt starf hjá sjónvarpinu 1976. Ég ætlaöist aldrei til þess að það gleypti mig svona með húð og hári. Önnur varð raunin." Þú hefur alltaf haft mestan áhuga á enskri knattspyrnu Bjarni. „Keppni Englendinga í fótbolta er svolítið sér á parti. Með henni er fylgst um allan heim og ég held það fari ekki á milli mála að það sé skemmtilegasta knattspyrnan. Á hinum Norðurlöndunum er enski fótboltinn sýndur í sjón- varpi, en sá þýski til dæmis er lát- inn lönd og leið. Enski boltinn er langjafnastur og sagt er að þeir hugsi ekki síður um að skemmta áhorfendum en um gæði knatt- spyrnunnar." Kvöldið, sem ég leit inn á Birki- melnum var leikur í fyrstu deildinni á milli Skagamanna og KR. Maður hefði kannski haldið að það væri einhver æsingur í heimilisfólkinu, en það var öðru nær. Svo ég spurði Bjarna hvort hann væri farinn að taka því rólegar en áður í sambandi við knattspyrnuna. „Já, ég hef mikið breyst. Fyrst og fremst held ég, vegna starfsins. Ef ég fer á völlinn sem venjulegur áhorfandi, þá hef ég náttúrulega taugar til KR. Fari ég með mynda- vél verð ég dálítið annar persónu- leiki. Þá er ég í vinnunni. Ég held á hinn bóginn að KR hafi þótt ég oft neikvæðari í þess garð en fé- lagið hafi átt skilið. Þegar ég lýsi leik sem KR er að spila, þá er eitthvað í undirmeðvitundinni, sem passar uppá að ég segi ekkert fallegra um KR en hitt liðið, pass- ar upp á að ég fái ekki stimpilinn. Hin seinni ár held ég að menn segi það bara í gríni að ég lýsi KR í vil. Þetta var mesta raun þegar ég var að byrja hjá sjónvarpinu. Þá treysti ég mér oft ekki til að lýsa leikjum, sem KR lék og fékk ein- hvern annan til að gera það fyrir mig. En það er farið af fyrir löngu.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.