Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.08.1982, Blaðsíða 12
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 ur vaðið inn í vinnustofurnar nema í fylgd með þeim bræðrum, enda mikið um dýrmætt gler og annað efni og þeir leggja áherzlu á vinnufrið fyrir alla. Gömlu glugg- arnir fá kvef Þegar gengið er um vinnustof- urnar, og það leyfðu þeir bræður gesti sínum frá Islandi óhindrað að gera — finnur maður þann metnað og þá vandvirkni sem þarna er haldið við og byggist á langri hefð . í dagblaði frá 1889 er mynd frá verkstæðinu og frásögn af listaverkinu. Sömu listiðnaðar- mennirnir vinna þarna alla sína starfsævi. Eftir stríðið voru geysi- lega mikil verkefni í Þýzkalandi við gerð steindra glugga í nýjar kirkjur og gamlar, sem eyðilagzt höfðu í stríðinu, og listaverk í aðr- ar byggingar, ekki sízt í Ruhrhér- aðinu og Rínardalnum, þar sem allt var í rúst. „Nú er ekki eins mikið að gera við gerð nýrra steindra glugga hér um slóðir," Höfðu aðilar í Köln einmitt verið að bera víurnar í hana, þegar blaðamaðurinn var á ferð, en ætt- ingjar á íslandi tregir til að ráð- stafa henni þannig. Þess má geta í leiðinni til gam- ans, að í vinnustofunum kom blaðamaðurinn auga á það sem þeir á staðnum kalla „Gerðar- prisma“ innan um glermosaikina. En það eru þríhyrndir glerprism- ar, sem Gerður Helgadóttir teikn- aði og lét fyrst vinna vegna hinnar þríhyrndu Ólafsvikurkirkju á ís- landi, en eru nú í framleiðslu. Miðstöð ungra og aldinna listamanna Einn þeirra listamanna, sem mest og lengst hefur unnið í sam- vinnu við listiðnaðarfólkið hjá dr. Oidtmans, er hinn þekkti þýzki listamaður Maria Katzgrau, sem Islendingum er kunn þar sem hún hefur unnið steinda glugga hér, m.a. í kirkjur í Stóradal, Siglufirði og Höfn og glugga fyrir einkaað- ila, auk þess sem hún gaf ásamt Hafa skapað steindra glugga sögu Gengið frí gleri til sendingar út í heim e.Lr. til íslands í húsagarðinum í Linnich. segir Ludovicus, en þeim mun meira í viðgerðum. „Þetta gengur í bylgjum, síðustu uppgangstímar á undan voru 1890—1910. Þá voru uppgangsár í Þýzkalandi og það fylgist vitanlega að. Fólk varð ríkt í iðnbyltingunni og byggði kirkjur. Afi hafði 100 menn og vinnustofur í Brússel og Berlín, fyrir utan aðal verkstæðin í Linnich. Nú eru þetta orðnir gamlir gluggar, blýið farið að láta sig. Viðgerða víða þörf á slíkum gluggum eftir 70—100 ár. En við vinnum líka steinda nýja glugga fyrir önnur lönd, vorum nýlega bæði með verk í Seattle og Devon í Bandaríkjunum, í Tokyo og Indónesíu svo eitthvað sé nefnt. Annar vandi eru steindu glugg- arnir frá miðöldum og öllu alvar- legra þegar þeir fá kvef en nýir gluggar. Nú vinnur mengunin líka á þeim og við verðum stundum að setja gler beggja megin við þá til að bjarga þeim. Það er yfirleitt ákaflega ánægjulegt að gera við þessa gömlu glugga, vinna að verki sem kollegarnir gerðu fyrir 100 árum eða nokkur hundruð ár- um.“ Á seinustu fjórum áratugunum hafa þeir Oidtmansbræður einnig unnið að mosaikmyndum í verk- stæði sínu. Og bronsskúlptúra unnu listiðnaðarmenn þeirra í fyrsta sinn, þegar íslenzka lista- konan Gerður, sem unnið hafði með þeim í 25 ár í Þýzkalandi og á Islandi, féll frá og þeir tóku að sér áður en hún dó að ljúka verkefn- unum sem hún var með í gangi í samráði við hana. Nú stendur þarna i verkstæðum þeirra upp- sett geysistór bronzmynd, sem átti að fara í nýtt íbúðarhverfi í Norður-Frakklandi, og býður þess að einhver láti ljúka við það. Starfsmenn á verkstæói Oidtmans setja saman steindan glugga. þeim Buchulde og Gerði sinn hluta í steindum gluggum frá Oidtmansbræðrum til íslands til ágóða fyrir Vestmanneyinga á gosárunum. En hún hefur einnig gefið vinnu sína við steinda glugga í kirkjuna í Kulusuk á Grænlandi, sem Öidtmansbræður unnu. Katz, eins og vinirnir kalla hana — enda merkir hún verk sín með mynd af ketti — byrjaði að láta vinna sín verk á verkstæði Oidtmans laust eftir 1930. Þá ný- komin frá námi hjá hinum þekkta sem ég vil,“ sagði hún þegar fréttamaður Mbl. heimsótti hana. Hún var önnum kafin við að vinna steinda glugga fyrir kirkjur í Duisburg, St. Elisabetarkirkjuna og stóran glugga í listiðnaðar- miðstöðina í Achen og víðar, og að auki að undirbúa gipsskúlptúra og lágmyndir og olíumálverk á stóra sýningu á þessu hausti. Hún hafði komið til íslands 1966, þegar kirkjugluggarnir hennar í Horna- fjarðarkirkju voru gerðir. Lét ferðina til íslands nægja sem greiðslu. Hún kvaðst hefði viljað vinna meira á íslandi. Hér væri svo einstæð tær birta. Og hún læra handverkið með því að fylgj- ast með í vinnustofunum, til að vera betur í stakk búnir til að skapa listaverk í þvi efni, sem þar er unnið. í Achen hitti blaðamaður Mbl. til dæmis unga þýzka listakonu, Monicu Rútter, sem hafði fengið þannig að vinna í verkstæðunum. En hún hafði verið í fyrra á ís- landi. Hafði m.a. mikinn áhuga á slíkum verkum í Háteigskirkju. Einnig hafa íslenzkar listakonur kynnzt verki í verkstæðunum, bæði Svava Björnsdóttir mynd- höggvari, sem er í námi, og Halla Einn af elstu starfsmönnum í Linnicb rinnur að gerð steindra glugga. glerlistamanni Welding. Þegar bræðurnir tóku að reisa við verk- stæðið eftir stríð, var hún sú fyrsta sem studdi þá. Hún er nú um sjötugt, fræg og eftirsótt lista- kona í Þýzkalandi og býr í húsi sínu í stórum garði í Achen. „Með því að hafa í nær fimm áratugi unnið glerlistaverk í samvinnu við vinnustofu Oidtmans, þá hefi ég getað unnið að málverkum og höggmyndum eins mikið og mig lysti, án þess að hafa minnstu áhyggjur af sölu. Getað gert allt skipar að sjálfsögðu stórt hlutverk í afmælissýningu Oidtmansverk- stæðisins. Afmælissýningin verður í ráð- húsinu í Linnich og hefst 3. desember. Þar verða geysistórir steindir gluggar, sem nú er verið að vinna í vinnustofunum, einnig kopíur af eldri litagluggum, mos- aikmyndir, og litlar myndir eftir unga listamenn. En ungir lista- menn, líka frá íslandi, hafa fengið að dvelja hjá þeim bræðrum og Haraldsdóttir í Keflavík, sem hef- ur lagt fram tillögur í steinda glugga í Njarðvíkurkirkju. Þannig eru listavinnustofur dr. Oidtmans meira en verkstæði, þær eru jafnframt listamiðstöð og mótsstaður ungra og aldinna sjálfstæðra listamanna víðs vegar að úr heiminum, vandaðra listiðn- aðarmanna, arkitekta og fram- kvæmdafólks, raunverulegt menn- ingarsetur. - E.Pá. Iðnskólinn í Hafnarfirði iKVÍ Fimleikadeild Nemendur er ætla aö stunda nám viö skólann á Ármanns haustönninni komi í skólann sem hér segir: Miðvikudaginn 1. sept. Nemendur verkdeildar kl. Fimleikanámskeið fyrir drengi og stúlkur byrjar 1. 13.30. Nemendur í fornámi kl. 14. Nemendur í ööru sept. í íþróttahúsi félagsins viö Sigtún. stigi og 3. áfanga kl. 14. Nemendur í tækniteiknun kl. Fimleikaæfingar byrja mánudag 13. sept. 15. Aöalþjálfari í vetur veröur Chen Shan Jin frá Mánudaginn 6. sept. Nemendur meistaraskólans kl. Kína. 17. Innritun og upplýsingar í síma 78407 29., 30. og Skólastjóri. 31. ágúst eftir kl. 20. Fimleikadeild Ármanns AUCLÝSINCASTOFA MYNDAMÖTA HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.