Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 59 Þorkell spnngv um súlubyggdina og virdir fyrir sér dýrdina. Þótt Eldey sé ein af staðreynd- um íslenzkrar náttúru og eitt sér- stæðasta náttúruundur í íslenzku fuglalífi er þessi eyja engu að síð- ur varla til í hugum landsmanna nema sem eins konar þjóðsaga. Veldur þar bæði að Eldey er tor- sótt bæði vegna sjávargangs og illkleifra hamra og einnig hitt að í liðlega 40 ár hefur eyjan verið friðlýst og mönnum meinað að ganga um þennan hluta íslands hvað þá meir. Með greinaskrifum og kvikmynd sjónvarpsins um þessa ágætu eyju ætti nokkuð að rætast úr fyrir fólki, en lið sjón- varpsmanna fór með í Eldeyjar- leiðangurinn og sýndi hin mestu tilþrif til þess að ná sem beztum árangri. Það var 18 manna lið Eldeyjar- fara tilbúið til brottfarar laugar- daginn 14. ágúst, en þá gaf ekki í Eldey og tók nú við mikil yfirlega SJÁ NÆSTIT SÍÐU „Þad þýðir lítið að vera að eiga þessa eyju ef enginn má sjá hana,“ sagði dr. Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur og einn af nátt- úruverndarráðsmönnum þegar fjallað var um beiðni undirritaðs um leyfi til Eldeyj- arleiðangurs þar sem gerð skyldi kvik- mynd um Eldey, ljósmyndir teknar og vísindamönnum gert kleift að vinna verk sín, en eftir að beiðni um landgöngu í Eld- ey hafði verið hafnað sl. vetur hjá Náttúru- verndarráði fékkst málið tekið upp aftur og leyfi samþykkt, þar sem vísindamenn mæltu eindregið með leyfisveitingunni. Á rúmlega 40 ára tímabili hefur aðeins einu sinni verið klifið á koll Eldeyjar, fyrir 11 árum þegar 8 Vestmannaeyingar klifu eyna og þar af vorum við fimm aftur á ferðinni í umræddum Eldeyjarleiðangri 20. ágúst sl. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Trausíi og Halldóra merkja súhmnga i Mbi ferd, en merkingamenn skiptn Hdi í þeim verkum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.