Morgunblaðið - 29.08.1982, Side 17
Séð yfir hluta súlubyggðarinnar á kolli Eldeyjar, en það er mjög tignarlegt að horfa yfir byggðina þar, tugi þúsunda af súlum með sitt ábúðannikla fas.
Ljósnjnd Mhl. Árni Johnsen.
meðan verið var að koma fyrir
stigafestingunum var sá sem hékk
í kengjunum hverju sinni tengdur
í öryggisband sem lá niður á syll-
una fyrir neðan og þar héldu
menn stíft við bjargmanninn.
Þetta var tafsamt verk og ekki
bætti úr að norðvestan kaldi
næddi um bergið og síðasti kaflinn
lá í forsælu á þessum tíma dags-
ins. Bjargmennirnir voru því
orðnir ærið kaldir þegar erfiðasti
hjallinn var klár til uppgöngu, en
þegar Siggi minkur var fyrstur
kominn á brún í stiganum góða
var leiðin tiltölulega auðfarin. Að
vísu var stiginn ekki eins stöðugur
og æskilegt hefði verið, því hann
rambaði ekki aðeins fram og til
baka þar sem hann reis lóðréttur
15 metra í loft upp, eins og 6 hæða
blokk, heldur dansaði hann hrein-
lega rúmbu með miklum tilþrifum
vegna þess að. hann var aðeins
festur efst og neðst auk þess að
hliðarstög voru á honum neðar-
lega.
Um kl. 3 voru allir komnir á
brún, 18 manna harðskeytt lið, en
í leiðöngrum sem þessum ræður
úrslitum að traustir og hæfir
bjargmenn séu til staðar. Það voru
Valur Andersen, Siggi minkur
(Sigurður Sigurbergsson), Harald-
ur Geir Hlöðversson, Þorkell
Húnbogason, Hörður Hilmisson,
Ragnar Jónsson, Hörður Guð-
jónsson og Hlöðver Johnsen, auk
leiðangursstjóra, sem sinntu
störfum bjargmanna. Aðrir leið-
angursmenn voru sjónvarpsmenn-
irnir Örn Harðarson, Páll Reyn-
isson kvikmyndatökumaður og
Jón Arason hljóðupptökumaður,
Olgeir Sigmarsson jarðfræðingur,
Halldóra Filippusdóttir flugfreyja
hjá Flugleiðum, en hún er fyrsta
konan í sögunni sem klífur Eldey,
Hjálmar R. Bárðarson siglinga-
málastjóri, en hann á sæti í Nátt-
úruverndarráði, Páll Steingríms-
son kvikmyndatökumaður,
Trausti Tryggvason og Ragnar
Axelsson ljósmyndari Morgun-
blaðsins.
Á leiðinni upp hafði Olgeir.
jarðfræðingur tekið nokkur sýni
af bergi Eldeyjar, en það hefur
aldrei verið rannsakað af vísinda-
mönnum. Þegar allir voru komnir
SJÁ NÆSTU SÍÐU
Trilhibáturinn Þórarinn dólar nndir Eldey.
Súla lendir á bsli í austurslakka Eldeyjar.
Eldeyjarfarar á flá að kvöldi dags, en ládautt var við Steðjann þar sem Trani í Görn lagði það til að flytja fólkið um
borð í Bryndísi og Þórarin, en báðir bátarnir biðu daginn eftir leiðangursmönnum.