Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 29.08.1982, Qupperneq 18
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982 Júlli og Ragaa um bord í Bryadíai, ea Ragaa prjónaði búfuaa handa Júlla í tilefni dagsins. Halldóra slappar af á kolli Eldeyjar eftir bergferðina sem tók 4 klukku- stundir, tæplega 70 metra leið, sm er rarla ord á gerandi midað við þær bæðir sem hún flýgur í sem flugfreyja hjá Flugleiðum þótt rarla sé bægt að Dkja þar saman. I fjarska halda Þórarinn og Bryndís sjó undir Eldey. á brún var hafist handa við kvikmyndun frá uppgöngustað áð- ur en fullorðna súlan tæki flugiö við komu gesta í eynna. Síðan var drifið í því að hífa farangur leið- angprsmanna upp af Neðstabring, en tveir bjargmannanna brugðu sér niður bjargið til þess að hnýta farangurinn í bönd fyrir hífingar. Var síðan tekið til starfa í gríð og erg að merkja súluunga, undir stjórn Ragnars Jónssonar læknis, kvikmynda fuglabyggðina, taka ljósmyndir og síðast en ekki sízt, að skera súluunga úr netadræsum sem þeir voru fastir í á allmörgum bælum. Það var eftirtektarvert að þeir sem sinntu því verki af leið- angursmönnum voru eingöngu veiðimennirnir í hópnum, þaul- vanir fuglaveiðimenn í lunda- byggðum Vestmannaeyja. Það er vaxandi vandamál í súlubyggðum landsins hve súlan ber mikið af nælonböndum og nælondræsum í bæli sín. Oft kemur það síðan fyrir að ungarnir festast í lykkjum sem standa út úr drithraukunum, vaxa þannig fastir í lykkjunni og eiga sér ekki lífs von. Á þessari dag- stund í Eldey þar sem hratt var farið yfir skárum við tugi súlu- unga lausa úr höftum. Súlubyggðin í Eldey er stærsta súlubæli í heiminum á einum stað, en talið er að um 16 þúsund pör búi í Eldey og auk unga eru þar tugir þúsunda fugla sem ekki eru orðnir kynþroska og liklega er meira af fuglum sem eru geldfugl- Það rar fjári kalsamt að sigrast á berginu efsta hlutann og tók um tvær klukkustundir að koma tyrir festingum þannig að stiginn héldi. Þarna er Valur fremstur að reyna að fá bita í Itroppinn. Arni stendur fyrir aftan bann, en Haraldur Geir og Þorkell til bægri Hlöðrer og sonur bans, HnraUur Geir, ganga að einum súluunganum sem var fastur í nælondræsu i bæU atnu. Lið sjóavarpamanna að störfum i koUi EUeyjar. Pill Reynisson, Jón Arason og örn Harðarson. <S) Litmyndir samdægurs Komdu meö filmuna fyrir kl. 11 aö morgni og þú færö myndirnar tilbúnar kl. 5 síðdegis. Skýrar og fallegar myndir, þriðjungi stærri en gengur og gerist. Afgreiðslustaöir okkar eru: Glögg mynd, Suðurlandsbraut 20, simi 82733, Glögg mynd, Hafnarstræti 17, sími 22580 og Magasín, Auðbrekku 44—46, Kópavogi, sími 45300. í LEIÐINNI BJÓÐUM VIÐ ÞÉR SAKURA- FILMUR MEÐ 50% AFSTÆTTI. VÖRULISTAVERSLUN, Auöbrekku 44—46, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.