Morgunblaðið - 29.08.1982, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 29. ÁGÚST 1982
65
hátt í taumana. Og á endanum
voru Pinkerton-leynilögreglu-
menn sendir út af örkinni til að
klekkja á James-Younger-geng-
inu.
Að því kemur að almennings-
álitið snýst á sveif með yfirvöld-
um og nokkur breyting verður á
ránsferðum gengisins þegar þeir
ræna banka í smábæ í Minne-
sota og bæjarbúar snúast önd-
verðir gegn þeim. Það er ekki
lengur neinn Hróa Hattar-
bragur á þeim, heldur er þeim
tekið sem ótíndum glæpa-
mönnum, sem þeir vissulega
voru, sem ber að fanga eða drepa
ef ekki vill betur.
Það er sagt að aldrei fyrr í
sögu kvikmyndanna hafi svo
margir bræður unnið saman við
gerð kvikmyndar eins og raunin
er með myndina The Long Rid-
ers, sem verður sýnd á næstunni
í Tónabíói. Það eru þrír Carra-
dine-bræður, tveir Keachar og
tveir Quaidar, sem eru burðar-
liðir myndarinnar, auk þess sem
þeir Guest-bræður leika Bob og
Charley Ford. Leikstjóri mynd-
arinnar er Walter Hill. Hann er
einnig þekktur handritahöfund-
ur. Hann er fæddur í janúar 1942
á Long Beach, Kaliforníu. Hann
vann lengi hjá verktaka-
fyrirtæki og við olíuboranir áður
en hann hóf feril sinn við kvik-
myndagerð á sjöunda áratugn-
um. Hann fór að skrifa handrit í
byrjun áttunda áratugarins, sem
þóttu bara nokkuð góð, en 1975
leikstýrði hann sinni fyrstu
mynd. Meðal mynda sem hann
hefur skrifað handrit að eru The
Getaway, þar sem aðalleikarar
voru þau Ali MacGraw og Steve
McQueen, og The Mackintosh
Man, en þar var Paul Newman
aðalstjarnan. 1979 leikstýrði
Walter Hill myndinni The Warr-
iors, sem hlaut feiknavinsældir
og var lengi sýnd hér í Háskóla-
bíói.
David Carradine er elstur
þeirra Carradine-bræðra og það
er eins og það sé kækur hjá hon-
um að leika persónur sem lifað
hafa í raunveruleikanum. Fjórar
síðustu myndir, þar sem hann
hefur leikið aðalhlutverkið í,
hafa fjallað um menn, sem á ein-
hvern hátt voru á móti kerfinu
eins og t.d. í myndinni Bound
For Glory, þar sem hann lék
lagasmiðinn Woodie Guthrie,
sem í lögum sínum og ljóðum
gagnrýndi mjög bandariskt
þjóðkerfi á fyrstu áratugum ald-
arinnar. Um Cole Younger hefur
David þetta að segja: „Eg kann-
aði mjög feril Cole Youngers í
bókum og skjölum og mér finnst
eins og hann hafi alls ekki verið
sniðinn fyrir bófahlutverkið.
Tímarnir og þrýstingur frá hin-
um komu honum í það. Það er
mín trú að hann hafi verið í
genginu meira vegna þess að
hann neyddist til þess en að
hann hafi viljað það. Hann lifði
alla hina i genginu. Eftir að hafa
setið um tíma í fangelsi fyrir
þátttöku sína í bófaflokknum
eyddi hann því sem eftir var
ævinnar í að ferðast um Banda-
ríkin og tala gegn glæpum."
„Ég hef nú misst töluna á
þessu öllu en það hafa alla vega
verið gerðar um 12 myndir, sem
fjalla um útlagann Jesse James
og Younger-bræðurna," segir
James Keach, sá síðasti í langri
röð þeirra, sem hafa leikið Jesse.
„Við sýnum goðsögnina um bóf-
ana í svolítið öðru ljósi en
hingað til hefur verið gert. Við
dveljum lítið við Hróa Hattar-
ímyndina heldur fjöllum nokkuð
um innri átök meðlima gengisins
og vinar- og fjölskyldutengsl."
Keach bætir því við að aðrar
myndir gerðar um Jesse James
væru kallaðar „vestrar". Það er
svolítið villandi því Jesse herjaði
á Missouri-Kansas-hluta Banda-
ríkjanna en þau fylki eru í mið-
ríkjunum. Þess vegna ætti eigin-
lega að kalla þess mynd „mið-
vestra".
Arnaldur Indriðason
l>^ hin ar
morgun
hefst
hin árlega
HAUST
RÝMINGARSALA
okkar sem allir hafa beöiö eftir
20°/i
0
50°/i
o
Sláiö til og geriö súper-
kaup á glæsilegum tepp-
um, bútum og mottum.
muniö aö taka meö ykkur
málin af
gólffletinum.
afsláttur
I verzlun-
inni viö
Grensásveg /%||Jg
byöur Samtas
upp á hressingu,
ískalt og svalandi
Pepsi Cola eða Sev-
en Up, börnin fá líka /
merki Sanitas og íspinn-
ana vinsælu frá Emmess
ef þau eru þæg og góð
meðan foreldrarnir skoða.
nyjum
Við
erum bara
að rýma fyrir
birgðum
1ÉPPRLRND
Grensásvegi 13, Reykjavík, símar 911-83577 og 91-83430.
Tryggvabraut 22, Akureyri, sími 96-25055.